Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 38

Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rétt er að segja: Mig langar, þig langar, þau langar. (Ath.: drenginn langar eins og daginn lengir.) Gætum tungunnar ENGIN manneskja með minni sem nær aftur til gærdagsins kemst hjá því að íhuga fortíð sína og þess samfélags sem hún er hluti af. Þegar við vísum til fortíðar tölum við stundum um ,,sögu“ og ,,sögulegar staðreyndir“ og bæt- um því gjarnan við að ,,sagan“ eigi að kenna okkur eitthvað. En gerir hún það? Rétt- um við kúrsinn með tilliti til þessa sameig- inlega lærdóms sem við köllum ,,sögu“? Sennilega þurfa sagn- fræðingar öðrum mönnum fremur að glíma við slíkar spurningar og svarið er oftar en ekki: nei. Kannski er það ein- mitt þess vegna að þeir hafa fengið á sig dálítið staðlaða ímynd sem geislar ekki bein- línis af hamingju. Yfirburðir mergðarinnar Fyrir réttri öld hófu nokkrir ungir menn að gefa út blað í Reykjavík. Þeir kölluðu það Al- þýðublaðið. Þar kvað við nýjan tón, þar kraumuðu nýjar hugmyndir. Í leiðara 1. tbls. segir að alþýðufólk sé stærsti þjóðfélagshópurinn. En því miður er það sögn og sannindi, að við höfum ekki aðra yfirburði en mergðina. Völdin get- um við haft, en viljum þau ekki; við höfum fengið þau öðrum í hendur, eða rjettara sagt, leyfum öðrum að halda þeim fyrir oss. Við höfum aftur augun og gefum okkur í auðmýkt undir þrælkun, ranglæti og fyrirlitningu. Þótt höfundur telji kjör og ástæður alþýðu betri á Íslandi „en sumstaðar hjá öðrum mentaþjóð- um“, telur hann langt í land að þau geti talist ásættanleg. Meg- inástæða þess er að hans mati að „við kunnum ekki, við þorum ekki, við reynum ekki að hjálpa okkur sjálfir.“ Ef alþýðan ætli að lifa frjáls í þjóðfélagi þurfi hún að efla þekkingu sína. „Við þurfum að þekkja hlutverk okkar og þýðingu í þjóðfélaginu. Við þurfum að vita hvaða réttur okkur ber og hvaða skyldum við höfum að gegna. Við þurfum að sjá með augum skynseminnar það, sem við gerum og það, sem við okkur er gert. Við þurfum að læra að meta gildi félagsskaparins. Við þurfum að heimta þann rétt, sem við eigum, og læra að beygja okkur undir þær lagakvaðir, sem heill þjóðarinnar er undir komin. Við þurfum að fylgjast með tímanum í verk- legum framkvæmdum og afla okkur þeirrar þekkingar sem til þess útheimtist.“ Í annarri grein sama tbls. sem ber yfirskriftina „Til verkmanna!“ gætir sama viðhorfs til þekkingar og samstöðu. Þar segir: „Valdhafar og auðmenn eiga einkar hægt með að ná rjetti sín- um í flestum tilfellum; og stundum gera þeir það líka með svo miklu ofurkappi og með svo mikilli frekju, að úr því verður hið svæsnasta ofríki, sem ótal saklaus- ir mega beygja sig undir, vegna sinnar fátæktar og lítilmensku.“ Lesandi þarf ekki að vera sér- staklega glöggur, eða vel að sér í ,,sögu“ til þess að sjá að ívitnuð textabrot eru gömul. Já, þau eru 100 ára og tæplega einu betur. Það er nöturlegt, nöturlegt vegna þess að það sem gerir þau svo augljóslega ,,gömul“ er aðeins stafsetning og orðaval, hugsunin á jafnt við nú og þá. Andvökupæling um lærdóm sögunnar Þorleifur Friðriksson fjallar um lærdóm sögunnar »Réttum viðkúrsinn með tilliti til þessa sameiginlega lærdóms sem við köllum ,,sögu“? Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur og tekur þátt í forvali VG í Reykjavík og Suð- vesturkjördæmi. MORGUNBLAÐIÐ hefur verið á fullu að kynna áhuga Norðmanna á að bjóða fram hertól sín til þátt- töku í að „tryggja öryggi Íslands“ og nýta í því skyni Keflavík- urflugvöll. Engu er líkara en upp- vakningur frá 13. öld haldi á penna í þessari viðamiklu umfjöllun, nánar tiltekið jarlinn Gissur heitinn Þorvaldsson. Yfirgangur Norð- manna í Norðurhafi ætti að vera öllum Ís- lendingum sem eru komnir til vits og ára kunnur. Norðmenn reka útþenslustefnu á höfunum og Íslend- ingar hafa átt undir högg að sækja gagn- vart þeim um réttindi sín í Norðurhafi sem Norðmenn eru farnir að kalla Noregshaf. Í umfjöllun blaðsins er öryggi vaxandi skipaumferðar í nágrenni Íslands mjög haldið á lofti en þar er fyrst og síðast um hagsmuni Norðmanna að ræða, ekki síst norska olíufélagsins Statoil. Nei, það er ekki verið að tala um öryggi íslenskra skipa, en þess er að vænta að uppvakningurinn Giss- ur jarl komi þeim skilaboðum til þjóðarinnar innan tíðar að hið vax- andi herveldi Stór-Noregur bjóðist til að tryggja a.m.k. sex skipaferðir til Íslands eins og kveðið var á um í Gamla sáttmála er undirritaður var árið 1262 (1264 af Austfirð- ingum) sem tryggði yfirráð Norð- manna og síðar Dana yfir Íslandi í nær 700 ár! Það er jafn fráleitt af Íslendingum að þiggja svona bjarn- argreiða frá frændþjóðinni eins og það að Norðmenn myndu þiggja svipað tilboð frá Rússum sem eiga í deilum við þá um hafsvæði, auðlind- ir og eyjar rétt eins og Íslendingar. Nú eiga Norðmenn og Þjóðverjar ekki í deilum á höfunum og eru samherjar í NATO en varla myndu Norðmenn taka í mál að þýski flug- herinn sæi að mestu um loftvarnir Norðmanna í ljósi sögunnar. „Skilningur á varnarþörf Íslend- inga“ er ein millifyrirsögnin og höfð eftir norska viðmælandanum. Þessi föðurlegi tónn er eins og bergmál frá árinu 1262. Og eftirfarandi millifyrirsögn hlýtur að rata beint í heims- metabók Guinness fyrir gort: „Norski flotinn hefur sett sér það markmið að verða bezti sjóher í Evrópu árið 2010.“ Það munar ekki um það. Það hvarflar að manni að norski flotamálaráðherrann hafi verið búinn að fá sér eitthvað sterkt út í kaffið þegar þarna var komið sögu í tilboðs- viðræðunum. Ótrúlegt að norsk stjórnvöld skuli hafa trúað Mogg- anum fyrir þessu há- leita markmiði sínu. Eins gott að breski flotamálaráðherrann, hvað þá hinn rúss- neski, séu ekki að glugga í Moggann, það myndi kalla á nýtt vígbúnaðarkapphlaup á höf- unum. Á þessum stórmynnta tímapunkti viðræðnanna hefði verið við hæfi að Morgunblaðið hefði spurt úlfinn í „sauðargærunni“ eins og Rauðhetta í ævintýrinu: „Já, en af hverju ertu með svona stóran munn?“ Það er að vonum að í gegnum allt viðtalið fer sá norski eins og köttur í kring- um heitan graut að benda á ein- hvern aðila sem Íslendingum stafi hætta af enda kötturinn sjálfur holdgervingur hinnar raunverulegu hættu. Geir forsætisráðherra segir m.a. í Mbl. 21.11. 06: „Þarna erum við að tala um að hafa reglubundið eft- irlit og árétta okkar fullveldi á hefðbundnum friðartímum. Það er líka mjög mikilvægt“. Þetta er auðvitað laukrétt hjá Geir. En hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að fullveldið verður ekki áréttað með norskum herþot- um, hvað þá með aðstöðu á Íslandi. Norðmenn, sem rændu okkur full- veldinu og arði um alda skeið og sem við eigum í deilum við í Norð- urhafi geta fráleitt fengið eftirlits- hlutverkið. Sjókortastofnun þeirra í Stavanger lét gera sjókort (INT 10 300) af Norðurhafinu fyrir all- mörgum árum, þar sem dregnar eru fiskilögsögur um Svalbarða, Bjarnarey og Jan Mayen en þess- ar eyjar hafa enga fiskilögsögu í skilningi hafréttarsáttmálans. Norðmenn hafa kastað eign sinni á allt svæðið og nefnt Noregshaf sem er algert rangnefni og yf- irgangur gagnvart aðliggjandi ríkjum og brot á hafréttarsáttmál- anum. Þetta sjókort af Norðurhaf- inu nær yfir allt hafsvæðið frá suðurodda Grænlands í vestri til Rússlands í austri. Hollt er að hafa í huga að Ís- lendingar fengu engan stuðning frá Norðmönnum í landhelgisstríð- unum og þeir létu Íslendinga eina um baráttuna en færðu jafnharðan út sína landhelgi þegar Íslend- ingar höfðu landað sigrunum gegn Englendingum. Hin fyrirsjáanlega gríðarlega aukning á skipaumferð sem Morg- unblaðinu og norsku viðmælend- unum er tíðrætt um er fyrst og fremst norskt og bandarískt hags- munamál, ekki síst um að ræða gasflutninga á vegum Statoil til Bandaríkjanna. Manni varð ómótt að heyra það í fréttum sjónvarpsins að Val- gerður utanríkisráðherra ætlaði að ræða við norska starfssystur sína um „málið“ á NATO-ráðstefnunni í Ríga og því bætt við að ekki væri neitt ákveðið um skiptingu kostnaðarins. Hvarflar það virkilega að ís- lenskum ráðamönnum að til greina komi að borga Norð- mönnum fyrir útþenslustefnu þeirra á hafinu og eftirlit með sín- um eigin olíu- og gasflutn- ingaskipum? Fyrst Geir og Valgerður eru á annað borð tilbúin að hætta sér út í viðræður við þessa norsku haf- drottnunarsinna á NATO- ráðstefnunni í Ríga þá bera þau vonandi gæfu til að ýta öllum hug- myndum um norskar herþotur og önnur norsk stríðstól út af borðinu en bjóða í þess stað upp á við- ræður um dráttarbáta og örygg- istól af þeim toga. Útþenslustefna Norðmanna Daníel Sigurðsson skrifar um hugsanlegt varnarsamstarf Norðmanna og Íslendinga »Hvarflar það virki-lega að íslenskum ráðamönnum að til greina komi að borga Norðmönnum fyrir út- þenslustefnu þeirra á hafinu …? Daníel Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Laugavegi 42 • sími 551 8448 Gullsmiðja Hansínu Jens Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.