Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Magn-ús Zoëga Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Torfi Zoëga Magn- ússon versl- unarmaður, f. 6.9. 1926, d. 8.6. 2003, og Hólmfríður Fjóla Friðþórs- dóttir, f. 27.5. 1926, d. 15.1. 1979. Systur Gunnars eru Sigríð- ur Ósk Zoëga, f. 27.6. 1956, gift Guðmundi Smára Tómassyni, og eiga þau þrjú börn, og stúlka, f. 1.4. 1967, d. 2.4. 1967. Gunnar kvæntist 30.3. 1974 1993 en héldu mjög góðu sam- bandi alla tíð. Gunnar ólst upp í Reykjavík til ársins 1972 er hann fluttist í Hafnarfjörð, þar sem hann bjó til æviloka. Gunnar hóf störf hjá Vífilfelli árið 1968 og starfaði þar alla tíð síðan. Hann gegndi ýmsum störfum innan fyrirtækisins, síð- ustu árin á innkaupasviði. Hann starfaði mikið fyrir starfsmanna- félag Vífilfells með hléum frá 1977 til dánardægurs, m.a. sem formaður og gjaldkeri auk setu í orlofsnefnd en hann átti stóran þátt í að ráðist var í byggingu sumarbústaðar sem félagið á. Helsta áhugamál Gunnars var stangveiðar. Sumarlangt voru veiðar helsta umræðuefnið og veiðifélagarnir voru margir og kærir. Útför Gunnars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarð- sett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Aðalbjörgu Sigþórs- dóttur, f. á Ak- ureyri 9.1. 1951. Gunnar og Aðal- björg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurður Örn Zoëga, f. 16.1. 1974, sambýliskona hans er Sif Heiða Guðmundsdóttir, f. 10.1. 1977, sonur Sifjar er Jakob Zar- ioh S. Baldvinsson. 2) Jónína, f. 11.8. 1976, d. 12.5. 1977. 3) Hilmar Örn, f. 8.7. 1978, sam- býliskona hans er Ólöf Jóns- dóttir, f. 9.5. 1980. 4) Aðalbjörg, f. 31.1. 1984, sambýlismaður hennar er Höskuldur Þór Hösk- uldsson, f. 13.9. 1984. Gunnar og Aðalbjörg slitu samvistum árið Elsku pabbi, hve sárt ég sakna þín. Mig tók sárt sú frétt sem barst mér á laugardagsmorgun. Það gleður mig þó að þú átt gott fólk að ,,hinum meg- in“ sem tekur eflaust vel á móti þér. Berðu kveðju mína til ömmu, afa og Jónínu systur. Ég hef aldrei verið trú- aður, en á stundu sem þessari get ég ekki öðru trúað en að þú sér kominn góðan stað. Þau ótal símtöl sem ég hef fengið frá vinum þínum, vinnufélögum og fjölskyldumeðlimum, geyma jákvæð lýsingarorð sem sprengja myndu við- mið jákvæðra lýsingarorða, væru þau viðmið til. Það varst þú, sannur vinur vina þinna. Þú varst alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð þína ef taka þurfti til hendinni. Ekki vegna þess að þér rann blóðið til skyldunnar, heldur vegna þess að þér þótti gaman að hjálpa fólki. Þú varst ástríðufullur maður, þeg- ar þú tókst þér eitthvað fyrir hendur var það ekkert hálfkák. Ef það átti að gera hlutina á annað borð, þá átti að gera þá vel. Stangveiðin var ein af þínum ástríðum, hana stundaðir þú með vinum þínum hvenær sem færi gafst. Náttúran, árnar og vötnin, það var þinn Old Trafford, ef svo má segja. Fótboltinn var líka ofarlega á baugi og þú misstir aldrei af United leik þegar ég bauð ykkur Hilmari bróður í heimsókn. Það var til siðs á landnámsöld þeg- ar víkingar voru heygðir að senda þá til Ásgarðs með klæði sín og vopn. Ég ætla að viðhafa þann sið og senda þig með United treyjuna þína svo þú get- ir haldið áfram að horfa á leiki með okkur Hilmari. Einnig færðu veiði- stöng svo þú getir rennt fyrir fiski, mér skilst að þetta séu boltar í ám himnaríkis. Skemmtu þér vel og ég séð þig síðar. Sigurður Örn. Síðastliðinn laugardag fékk ég sím- tal sem ég átti enga von á að fá í bráð, mamma tjáði mér það að pabbi væri dáinn. Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við höfðum aðeins örfáum dögum áður verið sam- an að moka út bíla fyrir mömmu og systu og ekki var að sjá á þeim „Gamla“ eins og ég kallaði hann oft að slíkar fréttir væru á næsta leiti. Þetta var Gamli í hnotskurn, alltaf að hjálpa, hvort sem það var fjölskylda, vinir eða aðrir. Þetta er kostur sem ég vona svo sannarlega að ég hafi fengið í arf frá honum. Ég á eftir að sakna þín svo sárt en ég er þess fullviss að þú ert á góðum stað eins og góðum manni sæmir. Skilaðu kveðju til Jón- ínu og afa. Þinn vinur og sonur, Hilmar Örn. Elsku pabbi. Það hefur aldrei verið eins sárt að heyra nokkur orð eins og þau að þú værir dáinn. Að komast að því að ég myndi aldrei sjá þig aftur, sjá brosið þitt, heyra röddina þína, heyra þig hlæja, tala við þig og faðma þig. Það eina sem huggar mig er það að þú vakir nú yfir mér og þér líður vel þar sem þú ert. Ég á endalausar minningar um þig. Allar sumarbústaðaferðirnar, þar grilluðum við og fórum saman í pott- inn, oftast var fjölmennt því auðvitað vildu allir koma og fá að vera með í fjörinu. Einnig minnist ég allra jóla og áramóta þar sem þú varst svo stór partur, þú sást um að skera steikina og lesa á pakkana á aðfangadag og þú varst sá sprengjuglaðasti á áramót- unum, keyptir alltaf fullt af tertum til að sprengja, okkur hinum til gleði. Einnig kemur sterkt upp í hugann sú staðreynd að þú varst alltaf til taks ef ég þurfti á þér að halda, það var alveg sama hvað það var, þú varst kominn eins og skot. Þú sást alltaf um að mála og gleymi ég því aldrei þegar þú lagð- ir á þig þá vinnu í vor að mála fyrir mig, taka á móti nýja rúminu mínu og breyta öllu í herberginu svo Hössi kæmist fyrir. Þú komst, alveg sama hvort eitt- hvað þurfti að laga hér heima, bíllinn var í ólagi, ef einhver var að flytja o.s.frv., það þurfti bara að nefna það og þú sagðir: Ekkert mál. Þú sást líka alltaf um að keyra mig út á flugvöll ef ég fór til útlanda og það verður sannarlega skrýtin tilfinning að hafa þig ekki í því hlutverki næst þegar ég fer eitthvað. Þú lagðir ríka áherslu á það að ég hringdi þegar ég kæmi á leiðarenda svo þú vissir að allt væri í lagi með litlu prinsessuna þína. Ég var svo sannarlega prinsessan þín, al- veg sama þótt ég eltist. Ef einhver var stoltur af dóttur sinni þá varst það þú og það var enginn stoltari af mér þegar ég útskrifaðist og þegar ég hóf háskólanám. Þú varst líka afar stoltur af því að geta sagt að dóttir þín væri starfsmaður Vífilfells. Auk allra minninganna koma upp fáránlegar hugsanir á svona stundu eins og t.d. hver á að leiða mig inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig og einnig hve sorglegt það er að þú feng- ir ekki að kynnast afahlutverkinu því þú hefðir orðið dásamlegur afi, enda hændust öll börn í fjölskyldunni að þér. Mér finnst sárt að hugsa til þess að mín eigin börn í framtíðinni munu fara á mis við það að fá að kynnast þeim yndislega manni sem þú hafðir að geyma. Maður sér á svona stundu hve mörgum hefur þótt vænt um þig pabbi minn, enda varstu allt í öllu all- staðar, vildir allt gera fyrir fjölskyldu þína, vini, vinnufélaga og Vífilfell sem þú vannst hjá alla tíð. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér, kennt mér og gert fyrir mig, það var allt saman ómetanlegt þótt tíminn með þér væri allt of stuttur. Ég mun geyma allar góðu minningarnar í hjarta mér og þó ég gráti nú veit ég að þegar fram líða stundir mun ég minnast þín með bros á vör og gleðjast yfir að hafa fengið að vera þess aðnjótandi að vera dóttir þín og prinsessan þín. Ég ætla að halda áfram að gera þig stoltan, því ég veit að þú fylgist áfram með og vakir yfir mér. Þú varst, ert og verður alltaf besti pabbi í öllum heiminum. Ég kveð þig í bili en við sjáumst síðar. Ég elska þig, þín dóttir og prins- essa, Aðalbjörg Gunnarsdóttir. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Hjartkær vinur og mágur er dáinn, langt fyrir aldur fram. Eftir sitjum við hnípin alvarlega áminnt um að það er annað vald sem ræður för. Við er- um minnt á að ekkert eigum við víst nema að minningarnar eigum við allt- af og þær eru margar og góðar tengd- ar Gunna. Gunni kom inn í fjölskyld- una 1973, er hann og Bogga systir okkar giftu sig, myndaðist þá vin- skapur sem hefur haldist æ síðan. Þá var margt skemmtilegt brallað. Við minnumst með gleði ferðarinnar góðu sem farin var á gamla Volkswagnin- um, ekki minna en hringinn í kringum landið með tjaldið og okkur fimm í farteskinu og að sjálfsögðu Gunna við stýrið. Það fór vel um okkur því ósvik- in gleði var við völd. Allar útilegurnar, sumarbústaðaferðirnar, ótal gleði- stundir, og styrkur hans og huggun á erfiðum stundum sem okkur hefur eins og öðrum verið úthlutað því eng- in er gleðin án sorgar eins og sagt er. Gunni var sannur „kókari,“ en í Víf- ilfelli var hann búin að vinna síðan hann var 18 ára gamall, þar á hann góða vini og veiðifélaga en fátt gaf honum meiri gleði en veiðiferð og leið ekki það sumar að ekki væri farið í nokkrar veiðiferðir. Þar nutum við ævinlega góðs af og var einmitt fyr- irhuguð veisla þar sem afurðir síðustu veiðiferðar áttu að vera á borðum. Ekkert var Gunna mikilvægara en fjölskyldan hans og lagði hann mikið á sig til að vel gengi hjá henni. Gunni var hreinskiptinn, sagði alltaf sína meiningu, hann var reddari af guðs náð, það var ekkert sem Gunni gat ekki reddað. Það er erfitt að hugsa sér lífið án Gunna. Hann var ekki að- eins góður vinur, heldur góður sonur sem kom best í ljós í veikindum föður hans. Hann var líka góður faðir barna sinna sem hann var svo hreykinn af. Við erum ekki tilbúin að kveðja og allra síst Gunna sem var svo stór þátt- ur í lífi okkar allra og verður hans sárt saknað. Við sem stöndum hérna megin við línuna erum minnt á að öllu er af- mörkuð stund og að lífið snýst ekki aðeins um að komast af. Bíðum ekki með að gefa og njóta ástvina okkar og þess sem er okkur mikils virði í lífinu. Minnum okkur á að fresta engu sem auðgar líf okkar af gleði, því sérhver dagur og stund er sérstök. Lífið er sem festi gerð af gleðistundum og þeirra á að njóta. Hugur okkar og samúð er hjá börnum Gunna og hans besta vini, henni Boggu okkar, einnig Sirrý systur hans og fjölskyldu henn- ar, öllum vinunum, vinnufélögum og öðrum vandamönnum Við biðjum al- mættið um styrk í sorginni okkur öll- um til handa. Minningin lifir um góð- an dreng. Rafn, Guðný, María, Leó og fjölskyldur. Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka – vor og síblítt sumar sífellt hjá þér vaka. – Ótal þúsund þakkir, þigg frá vina heimi! – Andvaka er enduð. – Árvoðin þig geymi! Við mæðginin þökkum kærlega fyrir ljúf og góð kynni af indælum manni sem dvelja hefði mátt lengur hérna hjá okkur. Fjölskyldu Gunna vottum við okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímamótum. Sif og Jakob. Kveðja frá starfsmönnum Vífilfells Í dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga sem fallinn er frá langt um aldur fram. Á laugardagsmorguninn barst okk- ur sú harmafregn að Gunni Sig væri látinn. Gunni starfaði hjá Vífilfelli og gegndi þar ýmsum störfum á farsæl- um og löngum starfsferli. Hann hóf störf árið 1971 sem aðstoðarmaður á bíl við útkeyrslu á Coca-Cola. Daginn eftir hætti bílstjórinn og Gunna var þá rétt bílstjórataskan. Þar með var hann orðinn bílstjóri á öðrum degi í nýrri vinnu. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Sem dæmi um dugnað og sam- viskusemi Gunna þá kepptust bíl- stjórarnir oft um að vera fljótastir að tæma bílana og koma til baka í verk- smiðjuna og oftar en ekki var hann fyrstur. Seinna lá leiðin um ýmsar deildir fyrirtækisins þ. á m. sem lag- erstjóri, dreifingarstjóri, starfsmaður söludeildar, ásamt fleiri trúnaðar- störfum og undanfarin ár sem mót- tökustjóri í innkaupadeild Vífilfells. Vegna víðtækrar starfsreynslu sinnar var gott leita til Gunna ef aðstoðar var þörf einhvers staðar innan fyrirtæk- isins. Leysti hann oft aðra af í fríum og bætti hann þá þeim störfum gjarn- an ofan á önnur skyldustörf sín. Allt frá stofnun starfsmannafélags Vífilfells 1974 var Gunni meira eða minna í stjórn félagsins og jafnframt formaður félagsins í mörg ár. Þegar eitthvað stóð til hjá starfsmanna- félaginu var hann jafnan fremstur í flokki og allt í öllu. Iðulega var það Gunni sem sá um að útvega það sem til þurfti og komu sér þá vel tengsl hans við fólk og fyrirtæki úti um allan bæ. Sjaldan var farin sú útilega að Gunni stæði ekki við grillið eða stjórn- aði leikjum með börnunum. Fyrir nokkrum árum réðst starfsmanna- félagið í það stórvirki að reisa glæsi- legan sumarbústað. Óhætt er að full- yrða að þessi draumur hefði aldrei orðið að veruleika hefði Gunna ekki notið við. Sumarbústaðurinn var reistur á lóð fyrirtækisins á undra- skömmum tíma og eyddi Gunni þar mestöllum frítíma sínum á meðan á verkinu stóð. Eftir að bústaðurinn var fluttur á sinn endanlega stað fyrir austan fjall, tóku við ófáar ferðir við uppsetningu og viðhald. Gunni var mikill útivistarmaður og var eitt aðaláhugamál hans að fara með núverandi eða fyrrverandi vinnufélögum í veiðiferðir. Þegar sumarfríið var skipulagt var byrjað á því að merkja veiðidagana inn á daga- talið. Þetta voru vinsælir hópar og þóttust menn hafa himin höndum tek- ið ef þeim var boðið með. Hann sá um að skipuleggja þessar ferðir og út- vega það sem til þurfti. Ef gifting eða stórafmæli stóð fyrir dyrum hjá ein- hverjum starfsmanna Vífilfells var það Gunni sem óbeðinn tók að sér að halda utan um söfnun fyrir gjöf handa viðkomandi. Gunni skilur eftir sig stórt skarð á meðal okkar vinnufélag- ana og verður erfitt að venjast lífinu í Vífilfelli án hans. Allt verður öðruvísi þegar hans nýtur ekki lengur við til að hugsa fyrir öllu. Missir okkar starfs- félaganna er mikill en sýnu meiri er þó missir fjölskyldu hans og vottum við henni okkar dýpstu samúð. Ágúst, Pétur og Tryggvi. Fallinn er í valinn, langt um aldur fram, kær samstarfmaður, félagi og vinur, Gunnar M. Sigurðsson. Gunni Sig., eins og hann var jafnan kallaður, varði starfsævi sinni hjá Vífilfelli og töldu árin þar hátt á fjórða tuginn þegar ótímabær endi var bundinn á. Hann byrjaði sem aðstoðarmaður á dreifingarbíl, varð síðan bílstjóri og eftir því sem árin liðu voru honum fal- in margvísleg trúnaðarstörf sem hann skilaði af samviskusemi og trú- mennsku. Margur unglingurinn steig sín fyrstu skref á vinnumarkaði undir verkstjórn hans og víst er að sá hinn sami varð ekki svikinn af þeim skóla. Gunni ávann sér virðingu samferða- manna sinna fyrir það hver hann var og þau störf sem hann leysti af hendi en ekki síður fyrir það hversu gefandi hann var á tíma sinn og orku til mál- efna sem vörðuðu Starfsmannafélag Vífilfells og önnur sameiginleg hags- munamál samstarfsmanna sinna. Gunni Sig. var „kókari“ eins og við segjum gjarnan um þá sem lengi hafa starfað hjá Vífilfelli en það orð hefur sérstaka og jákvæða merkingu í huga þeirra sem upplifað hafa þá fjöl- skyldutilfinningu sem ríkir hjá fyrir- tækinu. Þann starfsanda og umgjörð átti Gunni ríkan þátt í að móta og við- halda. Njótum við nú m.a. góðs af glæsilegum sumarbústað starfs- manna sem hann var ekki bara að- alhvatamaður að heldur átti án efa flest handtökin við að gera að veru- leika. Fleira mætti nefna, s.s. ótaldar fjölskylduútilegur og bíóferðir. Fyrir þetta allt er þakkað á kveðjustund. Gunni eignaðist fjölda vina úr hópi fyrrverandi og núverandi starfs- manna og var sú vinátta oftar en ekki ræktuð við stangveiðar sem voru hans aðaláhugamál. Einnig var Gunni liðtækur í keilu og keppti um langt árabil með vinnufélögunum í fyrir- tækjamótum. Þótt keppnisskapið hafi verið ósvikið var sigrum tekið með jafn miklu rólyndi og ósigrum en jafn- aðargeð og kannski ákveðin seigla má segja að hafi verið hans skapgerðar- einkenni. Fylgst var með boltanum, eins og gengur, en Gunni var Framari og gaf það hin síðari ár oft tækifæri til hæfilega léttra orðahnippinga í dags- ins önn. Þó að vinnustaðurinn og vinnufélagarnir skipuðu háan sess í huga Gunna fór þó ekki á milli mála að aðalhlutverk hans í lífinu var að vera börnum sínum ástríkur faðir og það hlutverk rækti hann vel. Í góðu samtali sem við áttum fyrir nokkru kom berlega í ljós að Gunni var stolt- ur af börnum sínum og gladdist yfir því að þau höfðu öll fundið lífi sínu já- kvæða stefnu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og þeirra samstarfsmanna sem ekki minnast hans sérstaklega með minn- ingagreinum kveð ég Gunna Sig. með söknuði, þakka honum samfylgdina og votta börnum hans og fjölskyldu innilega samúð. Blessuð veri minning hans. Guðmundur Elías Níelsson. Gunni Sig. er nú fallinn frá. Hans er sárt saknað og verður veiðihópur- inn aldrei samur. Stutt er síðan við vorum samankomnir hjá Sæma til að ákvarða veiði á næsta ári. Mikil gleði og tilhlökkun er alltaf til veiðiferðanna og margar minningar koma upp í hugann úr skemmtilegum veiðiferðum. Gunni Sig. vildi alltaf að allir fengju fisk og máttu þá þeir sem mest höfðu veitt sitja hjá meðan aðrir reyndu að fanga fisk. Gunni Sig. var traustur félagi – vinskapur og hjálp- semi hans var takmarkalaus. Hann sleppti aldrei vinnuhelgum í Kókbú- staðnum en þar var ætíð glatt á hjalla. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast Gunna Sig. Hann var góður félagi. Ég votta börnum, fjölskyldu og vin- um Gunna Sig. innilegustu samúð mína. Hvíl í friði kæri vinur. Þinn starfsfélagi, Andrés Hannesson. Menn setti hljóða laugardaginn 25. nóv. sl. þegar sú harmafregn barst að félagi okkar og vinur Gunnar M. Sig- urðsson eða Gunni Sig. eins og hann var ávallt kallaður hefði látist þá um morguninn, það var nokkuð sem eng- inn hafði gert ráð fyrir. Gunni var í senn vinnufélagi okkar hjá Vífilfelli og svo veiðifélagi í félagsskap sem myndaður var fyrir 6 árum. Það var þannig með Gunna að hann var mjög hjálpsamur og tilbúinn að eyða sínum tíma fyrir aðra. Hann var einn af stofnendum Starfsmanna- félags Vífilfells og lengi formaður þess félags. Hann stóð ásamt fleirum að byggingu orlofshúss félagsins í Reykjaskógi, sem að stórum hluta var byggt í sjálfboðavinnu. Gunni var einskonar framkvæmdastjóri, sá um skipulagningu, útvegaði efni og dró ekki af sér í vinnu við húsið. Þó svo að margir hafi lagt hönd á plóg, þá er trúlega ekki á neinn hallað þó því sé haldið fram að hlutur Gunna hafi ver- ið hvað mestur í þessari framkvæmd. En það er ekki nóg að reisa svona hús, Gunnar M. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.