Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorgerður og samferðamenn henn- ar afhentu skólagögn frá Íslandi, m.a. skólabækur og skriffæri. „Afríka er einstök, einhver talaði um Afríkuveikina, ég held ég sé orðin illa haldin af henni, eða vel haldin, því Afríka hefur svo mikið aðdráttarafl þrátt fyrir allar þessar raunir og sorg sem maður upplifir og þá grimmd sem er í þessum samfélögum. Þarna var náttúrlega ein grimmasta borg- arastyrjöld sem háð hefur verið í Afr- íku.“ Þorgerður segist hafa upplifað mikla gleði líka, því í hverju þorpi sem hún heimsótti tók á móti henni fólk með dönsum og söng. „Ég fékk líka að upplifa menninguna, söngvana og lífsviðhorfin. Það var gott að upplifa það að þarna eru mjög sterkar konur og lagði ríka áherslu á það við for- eldra að senda börnin sín í skóla, ekki síst stelpurnar. Ráðherrann fór víða um landið á ferðalagi sínu, heimsótti bæði borgir og sveitaþorp en þar er ástandið sér- staklega slæmt. „En með því að færa skólana inn í þessi litlu þorp breytist samfélagið, það gerist hægt en það gerist.“ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ var mikil upplifun að sjá hversu mikil áhrif skólar hafa á þessi samfélög,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem fór á vegum UNICEF til Afríku- ríkisins Síerra Leóne í september sl. og kynnti sér verkefni sem UNICEF stendur að þar í landi fyrir tilstuðlan fjár sem safnast hefur á Íslandi. Verkefnin felast m.a. í uppbyggingu skóla, menntun kennara og byggingu brunna í þorpum á landsbyggðinni. „Skólarnir veita börnunum ný tæki- færi í lífinu, ekki síst stelpunum. Þær eru oft gefnar mönnum kornungar og byrja að eignast börn tólf, þrettán ára gamlar. Þær hafa ekki fengið að nálg- ast skólana neitt að ráði. Þetta mun stuðla að því að það eru meiri líkur á því að þær giftist seinna á lífsleiðinni og ráði meira um sína framtíð.“ Ráðist á stúlkur á leið í skóla Skólarnir sem UNICEF byggir hafa m.a. stuðlað að því að börn þurfa ekki að ganga langar vegalengdir til að afla sér menntunar, en oft er það þannig að næsti skóli er í margra kíló- metra fjarlægð frá heimilum barnanna. „Það er sérstaklega erfitt fyrir stelpurnar því oft er ráðist á þær á leiðinni í skólann og þeim misþyrmt. Þær hafa ekki verið hultar. Nú er ver- ið að færa skólana nær þeim og bæta aðgengið.“ Þorgerður heimsótti heimili fólks sem til að mynda eru orðnar kenn- arar. Það er auðvitað þetta sem ég vonast til að sjá í framtíðinni, að krakkarnir eigi sér von. Vonin er í gegnum menntakerfið.“ Þorgerður segir augljóst að þeir fjármunir sem settir eru í verkefnin í Síerra Leóne skili sér með raunhæf- um hætti. Uppbyggingin hafi skilað miklu á skömmum tíma. „Krakkarnir eru komnir í nýju skólana og verið er að byggja brunnana. Ég fann fyrir miklu þakklæti og fólkið bað okkur og UNICEF um að halda uppbygging- unni áfram.“ Hún segist fegin því að fjármagnið fari ekki í gegnum neina milliliði. „Það er mikilvægt fyrir okkur Íslend- inga að vita. Þetta eru fjarlægar slóð- ir en krónan hérna heima skilar sér þarna fyrir sunnan. Beint í gras- rótina.“ Skólar veita ný tækifæri í lífinu Árangur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í hópi barna í sveitaþorpi í Síerre Leóne en þar byggir UNICEF skóla og brunna með góðum árangri og stendur fyrir menntun hundrað kennara. Í HNOTSKURN » Dagur rauða nefsins er í dagog hvetur Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, alla landsmenn til að gera góðverk og gefa með bros á vör. » UNICEF stendur fyrir deg-inum ásamt fjölda skemmti- krafta, sem koma fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Markmiðið með útsendingunni er að safna heimsforeldrum sem styðja bágstödd börn um allan heim. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÝJA fréttastofan, NFS, er öll. Síð- astliðinn þriðjudag tók fréttastofa Stöðvar 2 við hlutverki hennar. Rétt rúmt ár er síðan útsendingar NFS hófust, en fyrst í stað var sjónvarpað frá henni margs konar fréttatengdu efni frá morgni til kvölds. Tíu mán- uðum síðar, eða í lok september sl., var útsendingum stöðvarinnar hætt, og vinsælustu þættir hennar, fréttir, morgunsjónvarp, fréttaskýringa- þættir og spjallþættir, fluttir á Stöð 2. Áfram voru fréttir þó sendar út undir merkjum NFS. Þar til nú í vik- unni er fréttastofa Stöðvar 2 tók til starfa á nýjan leik. „Nú erum við endanlega búin að kveðja þennan kafla í okkar sögu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, um endalok NFS. „Þetta er í rauninni fyrst og fremst nafnabreyting en í tengslum við hana höfum við breytt um leik- mynd og útlit. Einnig hafa verið gerðar ýmsar áherslubreytingar í framsetningu. En eftir sem áður er þetta sextíu manna vinnustaður sem sinnir fréttaþjónustu í útvarpi, sjón- varpi og á vefnum og heldur utan um Ísland í bítið, Kompás og væntan- lega fleiri þætti sem munu tengjast okkur í framtíðinni.“ Eðlileg tilraun En er litið svo á að stofnun NFS hafi verið mistök? „Að mínu viti var hún metnaðar- full og eðlileg tilraun til þess að prófa fréttarás af þessu tagi. Þetta er vita- skuld draumur fréttastjóra að geta þjónustað jafnharðan og hlutirnir gerast. En úthaldið var ekki meira.“ Sigmundur Ernir segir að beinar útsendingar verði að miklu leyti á Netinu, í gegnum visi.is, en þegar stærri atburðir gerast verður þeim jafnframt sjónvarpað á Stöð 2. „Við höfum á þessu ári sem NFS var við lýði lært gríðarlega mikið og fengið mikla æfingu í beinum útsendingum og munum búa að henni og hlúa að henni.“ Spurður um hvort fréttastöð á borð við NFS eigi von í framtíðinni á Íslandi segir Sigmundur: „Ég held að við séum að gera það rétta núna, að þróa þessa hugmynd í gegnum vefinn. Ég held að það sé rétta leiðin. Fréttavefir eru að þróast mjög í þá átt að tengjast sjónvarpsfréttum. Tölvur eru að verða að sjónvarpi. Ég tel að fréttarásir verði meira og minna aðgengilegar í tölvunum okk- ar þegar fram líða stundir. Og við veðjum á það.“ „Fréttaþyrst þjóð“ Daginn áður en NFS fór í loftið, 18. nóvember á síðasta ári, sagði Sig- mundur Ernir, sem með stofnun stöðvarinnar varð fréttastjóri NFS: „Íslendingar eru mjög fréttaþyrst þjóð og þrá það að fá fréttir beint í æð. Við ætlum að svara því kalli, all- an daginn.“ Jafnframt sagði hann: „Það er margt að gerast í íslensku samfélagi og ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður auðvelt að fylla þessa þætti og þessa frétta- tíma,“ en fréttum var sjónvarpað á hálftíma fresti bróðurpartinn úr deg- inum í upphafi. Í maí á þessu ári leiddi áhorfs- könnun IMG Gallup m.a. í ljós að Fréttavaktin fyrir hádegi á NFS mældist með 1,2% áhorf og Hrafna- þing, umræðuþáttur Ingva Hrafns, með 1,2%. Var þá ekki tekið með í reikninginn áhorf á visi.is, þar sem nálgast mátti þætti stöðvarinnar. Þegar útsendingum NFS var hætt í september sl., og þættir hennar færðir á Stöð 2, sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, mælingar hafa sýnt að fleiri nýttu sér fréttamiðlun á annan hátt en af sjónvarpsskjánum yfir daginn, s.s. í gegnum Netið. Á þeim tímapunkti hafði 20 starfs- mönnum NFS verið sagt upp störf- um, þar á meðal Róberti Marshall, forstöðumanni stöðvarinnar. Aðeins fáum vikum síðar var NFS endanlega kippt úr sambandi. NFS öll eftir eitt ár og tíu daga í loftinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Úti er ævintýri Fréttastofa NFS er öll og fréttastofa Stöðvar 2 er tekin aft- ur til starfa. Fréttastjórinn segir NFS hafa verið metnaðarfulla tilraun. BORGARFULLTRÚAR Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson og Svandís Svavarsdóttir, sendu í gær kæru til félagsmálaráðherra. Þar er þess krafist að samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur á sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun verði felld úr gildi því að nauðsynlegar lagaheimildir hafi skort. Kæran var kynnt á fundi borgarráðs í gær. Borgarfulltrúarnir benda á að andvirði eignarhluta borgarinnar sé að stórum hluta greitt með skulda- bréfum til handa Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar, að fjárhæð 23,9 milljarðar króna. Skuldabréfin séu gefin út til 28 ára, beri breytilega vexti auk verðtrygg- ingar og séu óskráð. Samkvæmt 36. grein laga um skyldutryggingar líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða sé lífeyrissjóðnum óheimilt að eiga þessi óskráðu skuldabréf „þar sem eingöngu er heimilt að fjárfesta fyrir 10% af hreinni eign sjóðsins í bréfum af því tagi sem hér um ræðir. Samkvæmt umsögn Lífeyrissjóðsins munu þessi bréf hins vegar mynda 67% af hreinni eign sjóðsins,“ segir m.a. í kærubréfinu. Þá eru raktar umræður í borgar- stjórn um málið þar sem Árni Þór Sigurðsson óskaði m.a. eftir svari borgarstjóra um hvort tryggilega hefði verið gengið frá því að laga- heimildir væru til handa lífeyris- sjóðnum til að taka við þessum skuldabréfum. Reglugerð breytt Svar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra er einnig rakið í kæru- bréfinu en hann sagði m.a. að reglu- gerð yrði breytt til að það gengi eftir sem ríkið hefði skrifað undir. Einnig að um þetta hefði verið gert heið- ursmannasamkomulag. Borgarfulltrúar VG telja að í orð- um borgarstjóra felist staðfesting á því að skort hafi nauðsynlegar rétt- arheimildir til þess að lífeyrissjóður- inn gæti tekið við umræddum skuldabréfum við undirritun samn- ings. Frestunartillagan var felld. Kæra sölu hlutar í Landsvirkjun Svandís Svavarsdóttir Árni Þór Sigurðsson LÖGREGLAN í Kópavogi handtók tvo karlmenn um tvítugt á miðviku- dagskvöld eftir að fíkniefni í sölu- umbúðum fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru með nokkur grömm á sér en við húsleit lögreglu á heimili annars þeirra í Kópavogi fannst hátt í tvö hundruð grömm af fíkniefnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var mestur hluti efnanna hass en einnig fannst hvítt efni sem talið er vera amfetamín. Gera þarf hins vegar frekari rannsóknir á efninu því til staðfestingar. Einnig var lagt hald á lausafé sem talið er vera ágóði af fíkniefnasölu, en ekki feng- ust upplýsingar um upphæðina. Báðir voru mennirnir handteknir og færðir til yfirheyrslu aðfaranótt fimmtudags og í gærmorgun. Við yf- irheyrslu viðurkenndi annar þeirra að eiga efnin og hafa ætlað þau til sölu. Var mönnunum sleppt að lokn- um yfirheyrslum en að sögn lög- reglu verður málið rannsakað frek- ar. Með hátt í tvö hundruð grömm af fíkniefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.