Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 54
|föstudagur|1. 12. 2006| mbl.is staðurstund Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir hefur verið áberandi upp á síð- kastið prýdd rauðu nefi. Ilmur er aðalskona vikunnar. » 57 íslenskur aðall Ragna Sigurðardóttir fjallar um sýningu á myndskreytingum barnabóka sem stendur yfir í Gerðubergi. » 57 af listum Anna Sveinbjarnardóttir skellti sér á ítölsku kvikmyndina Gerið eins og við á kvikmyndahátíð í Háskólabíói. » 58 kvikmyndir „Rými sumra skúlptúra Katr- ínar Sigurðardóttur getur minnt á fimmtándu aldar mál- verk …“ » 59 myndlist Sigur Rós opnaði í gær sýningu á myndum sem meðlimir sveit- arinnar tóku í Svasílandi á haustdögum. » 61 fólk Í kvöld mun hljómsveitinTodmobile stíga á svið frammifyrir alþjóð og halda útgáfu-tónleika í beinni útsendingu úr sjónvarpssal Ríkisútvarpssins. Verða þar flutt lög af nýju plötunni Ópus 6 ásamt þekktum lögum frá langri sögu Todmobile. Þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson hafa nýlokið æfingu í hljóð- veri Þorvaldar í Kópavoginum þeg- ar blaðamann ber að garði. Það virðist liggja nokkuð vel á þeim og ekki laust við að það sé ákveðin spenna í loftinu enda ekki á hverjum degi sem menn halda útgáfutónleika í beinni útsendingu. „Ópus 6 er fyrsta platan sem við þrjú gefum út saman síðan platan Spillt kom út árið 1993,“ segir Ey- þór sem situr ásamt Þorvaldi og Andreu í sófa í upptökurými hljóð- versins. „Þó höfum við komið að ýmsu síðan þá,“ heldur Þorvaldur áfram. „Við gerðum „best of“-plötu og ein plata var gerð á meðan Eyþór var í fríi árið 1996. Einnig kom út DVD-útgáfa og plata með tónleik- unum sem við héldum með Sinfó.“ Í upphaflegri mynd Tónleikar Todmobile með Sinfón- íuhljómsveit Íslands árið 2003 voru ákveðinn vendipunktur í sögu hljómsveitarinnar. Þá sneri Eyþór aftur til liðs við sveitina og þar með var Todmobile komin í sína upp- runalegu mynd. Í kjölfarið fór sveit- in að spila meira og semja nýtt efni. „Þegar við hættum á sínum tíma vorum við eiginlega búin að gera allt sem hægt var að gera að okkar mati,“ útskýrir Eyþór. „Við vorum búin að fá öll hugsanleg verðlaun og einnig það sem sjaldan fæst: góða gagnrýni og góða plötusölu. Við hættum fyrir fullu húsi. Þegar hug- myndin að tónleikunum með Sinfón- íuhljómsveitinni kom upp fannst okkur það góður vettvangur til að taka upp þráðinn, enda voru útsetn- ingarnar á gömlu lögunum alltaf hugsaðar svona „sinfónískar“,“ skýtur Þorvaldur inn í. „Þessir tón- leikar tókust grefilli vel og urðu til þess að okkur fannst vera kominn tími til að skapa nýtt efni og spila meira og það höfum gert með þess- um ópusi.“ Tónleikar í Barcelona Upptökur á Ópus 6 hófust í vor ásamt þeim Eiði Arnarssyni bassa- leikara, Ólafi Hólm trommuleikara og Kjartani Valdemarssyni hljóm- borðsleikara. Einnig fengu þau til liðs við sig strengjakvartettinn The Reykjavík Sessions Quartet. Þegar búið var að taka upp alla grunna að lögunum héldu þau Andrea, Eyþór og Þorvaldur til Barcelona og tóku þar upp restina. „Við leigðum okkur heilmikið hús í Barcelona og dvöldum þar í um þrjár vikur,“ segir Þorvaldur og bætir við að slæmt símasamband og netleysi hafi hjálpað mikið til. „Þarna náðum við góðri einbeit- ingu og tókum upp allan sönginn og öll smáatriði.“ „Þetta er virkilega gefandi um- hverfi,“ segir Andrea og dregur ekki dul á hrifningu sína á borginni frek- ar en drengirnir. Og þau stefna á að halda tónleika þarna með vorinu á þeim slóðum þar sem þau bjuggu. „Við höfðum að leiðarljósi þegar við sömdum lögin að það yrði gaman að spila þau á tónleikum,“ útskýrir Þorvaldur. „Todmobile er náttúrlega mikið tónleikaband þannig að það liggur beinast við að hugsa á þeim nótum,“ bætir Andrea við. Hvort nýju lögin séu Todmobile- leg segir Eyþór að hver og einn þurfi að dæma um það. „Hljómsveitin hefur í raun og veru farið mjög víða í mús- íksköpun,“ segir hann. „Við erum alltaf að leita að einhverju nýju.“ „Það má segja að það Todmobile- legasta við plötuna sé að á henni kennir ýmissa grasa. Það eru marg- ar ólíkar stemningar á henni,“ bætir Þorvaldur við. Frammi fyrir alþjóð Hljómsveitin Todmobile hefur ávallt lagt mikinn metnað í útgáfu- tónleika sína. Fyrstu útgáfu- tónleikar þeirra voru haldnir í Ís- lensku óperunni árið 1989, en í þann tíð tíðkaðist ekki að halda slíka tón- leika þar. „Okkur finnst því við hæfi að fara nýja leið núna með þessari plötu,“ segir Eyþór en eins og fyrr segir verða útgáfutónleikar Ópus 6 haldn- ir í beinni útsendingu úr sjónvarps- sal. „Okkur langaði líka til að bjóða þjóðinni í heild sinni á tónleikana,“ segir Andrea. „Þetta er náttúrlega ofboðslega mikil áskorun,“ heldur Þorvaldur áfram og segir að ýmislegt geti farið úrskeiðis með svona sjónvarps- tónleika. „Það gefur bara auka- adrenalín.“ Bjóða þjóðinni á tónleika Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ópus 6 Todmobile með þeim Eyþóri, Andreu og Þorvaldi Bjarna stígur á stokk í sjónvarpssal í kvöld. Hljómsveitin Todmobile heldur útgáfutónleika í sjónvarpssal Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÞAÐ verður mikið um að vera í Hafnarborg klukkan 17 í dag. Þá verða opnaðar þrjár ólíkar sýningar í listamiðstöðinni sem að standa fjór- ir listamenn. Í Sverrissal og Apóteki sýnir Sig- rún Guðjónsdóttir, Rúna, stein- leirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki, en Rúna hefur unnið mikið með jap- anskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur og því ólíkur efniviður stein- leirnum sem hún hefur haldið tryggð við í gegnum tíðina. Sýningin nefnist Ofið úr þögninni. Í Bogaskálanum opnar Guðný Magnúsdóttir innsetningu sem hún kallar Snjó. Listakonan segir verkið vera á mörkum myndlistar og hand- verks, hins huglæga og þess efn- islega. Ígulker, kuðungar og vír Þeir Jean Antonine Posocco og Yngvi Guðmundsson sýna svo verk sín í kaffistofunni. Verk Yngva eru unnin úr ígulkerum, kuðungum og vír en Jean Antonine sýnir mynd- skreytingar úr bókinni Rakk- arapakk. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 11 til 17. Á fimmtudögum er opið frá klukkan 11 til 21. Sýningunum lýkur laugardaginn 30. desember. Þrjár sýningar í Hafnarborg Opnun Verk eftir Rúnu sem opnar sýningu í Hafnarborg í dag. Ólíkar sýningar fjögurra listamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.