Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  N 15–23 m/s norðvestan og vestan til, hvass- ast á Vestfjörðum, en hægari S- og SV-átt austan til. Víða slydda eða rigning. » 8 Heitast Kaldast 6°C 0°C H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 14 2 Jólaostakaka með skógarberjafyllingu Kætir bragðlaukana svo um munar Í GÆR fór fram fram hátíðarathöfn í kapellu Háskóla Íslands eftir gagngera endurnýjun hennar en biskup Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, söng af því tilefni messu í kapellunni. Organisti var Hörður Áskelsson söngmálastjóri og Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur leiddi safnaðarsöng. Háskólakapellan var vígð sunnudaginn 16. júní árið 1940, daginn áður en háskólabyggingin var vígð og raunar hófst sjálf vígsluathöfn há- skólabyggingarinnar með guðsþjónustu í kapellunni. Morgunblaðið/Kristinn Hátíðarathöfn í tilefni endurnýjunar kapellu HÍ Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÁRNI Mathiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að auka tekjur ríkissjóðs af álagningu á áfengi við þá kerfisbreytingu sem verður þegar virðisaukaskattur á áfengi og bjór lækkar úr 24,5% í 7% og vínandagjald hækkar á móti, en frumvarp þar að lútandi hefur verið lagt fram á Alþingi. Leitað sé leiða til þess að stemma stigu við hækk- unum vegna þessara breytinga, en algengur bjór hækkar um 11–13% miðað við þær forsendur sem koma fram í frumvarpinu. Árni sagði að tekjur ríkissjóðs af áfengi væru þrenns konar, af virð- isaukaskatti, vínandagjaldi og vegna álagningar ÁTVR. „Við erum að fara yfir það hvernig við getum hugsanlega hreyft álagninguna til þess að dempa þær breytingar sem verða vegna innbyrðis áhrifa virð- isaukaskatts og áfengisgjalds, sem byggjast á mismunandi eðli gjald- anna,“ sagði Árni. Hann sagði að ekki væri búið að skoða þetta til hlítar, en augljóst væri að þetta myndi geta dempað þessar breytingar eitthvað. Það væri hins vegar til talsvert mikils að vinna að geta verið með eitt virð- isaukaskattsþrep í veitingaþjónust- unni. „Tekjur ríkisins eiga ekki að aukast við þetta. Þær eiga að standa í stað,“ sagði Árni ennfrem- ur. Hann benti á að breytingar á virðisaukaskattskerfinu ættu ekki að taka gildi fyrr en 1. mars næst- komandi. Hins vegar þyrfti helst að samþykkja lagabreytingarnar fyrir áramótin, þar sem þarna væri um að ræða hluta af tekjuöflun ríkis- sjóðs. Þó að ætlunin væri ekki að auka tekjur ríkissjóðs vegna álagn- ingar á áfengi þá breytti álagning virðisaukaskatts á aðrar vörur tekjum ríkissjóðs og því þyrfti að vera búið að afgreiða frumvarpið áður en fjárlögin tækju gildi. 11–13% hækkun Samkvæmt upplýsingum Vífilfells hækkar algengur innlendur bjór 4,5% að styrkleika um 11% að óbreyttu miðað við þær forsendur sem eru í frumvarpinu og bjór sem er 5,6% að styrkleika hækkar um heldur meira eða rúm 13%. Gera má ráð fyrir sambærilegum breyt- ingum á verði léttvíns. Það stafar af því að virðisaukaskatturinn leggst á verð vörunnar í prósentum, en vín- andagjaldið er krónutölugjald á hvert prósent vínandamagns um- fram 2,25%. Tekjur ríkissjóðs af áfengi aukist ekki Möguleikar á lækkun álagningar ÁTVR athugaðir Í HNOTSKURN »Vínandagjald á bjór hækk-ar úr 58,70 kr. í 92,70 á hvert prósent vínanda um- fram 2,25% eða um 34 kr. og á léttvínum hækkar það úr 52,80 kr. í 83,40 kr. eða um rúmar 30 kr. »Frumvarpið átti að komatil fyrstu umræðu á Al- þingi í gær en ekki varð af því. Gert er ráð fyrir að mælt verði fyrir frumvarpinu strax eftir helgi. SILJA Úlfarsdóttir, grindahlaupari úr FH, hefur sótt æfingar hjá banda- ríska ólympíu- og heimsmeistaran- um í sprett- og grindahlaupum, Gail Devers, og þegið ráð varandi tækni við grindahlaup. Silja, sem hefur stóran hluta þessa árs æft í Atlanta í Bandaríkjunum, komst í kynni við Devers fyrir tilstilli fyrrverandi skólasystur í Clemson-háskóla í N-Karólínuríki. Silja segist í samtali við Morgun- blaðið hafa fengið fjölda ráðlegginga hjá Devers sem sé hin almenni- legasta kona. Silju stendur til boða leita áfram í smiðju Devers í byrjun næsta árs þegar hún tekur upp þráð- inn á ný við æfingar ytra. Hyggst Silja þiggja það með þökkum. Devers vann átta gullverðlaun í spretthlaupum og grindahlaupum á ólympíuleikum og heimsmeistara- mótum á árunum 1992 til 1999 og var í fremstu röð grindahlaupara fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu 2004 en þá lagði hún skóna á hilluna 38 ára að aldri. | Íþróttir Silja æfir hjá Devers "4   / -,  . 2  )  ()!8 ()**69 !8 ()**69 $           5 1?103 '.);10 9 &0 . ' .);10 % (% ) * ( +(%       REYKJAVÍKURBORG ætlar að skipuleggja 110 hektara atvinnu- svæði í Hólmsheiði við Suðurlands- veg og er vonast til þess að unnt verði að úthluta lóðum þar síðla árs 2007 eða í byrjun árs 2008. Ákvörðun um þetta var tekin á síð- asta fundi skipulagsráðs. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður ráðsins, segir að með þessu sé brugðist við mikilli eftirspurn eftir atvinnulóðum í borginni. Eitt af helstu markmiðum nýs meirihluta sé að bæta úr skorti á þeim og tryggja að fyrirtæki geti starfað í borginni. Mjög sé litið til svæðisins í Hólms- heiði, enda sé það gríðarstórt, en einnig til fleiri svæða í útjaðri borg- arinnar s.s. Hádegismóa. Sömuleiðis sé ætlunin að bæta við lóðum í tengslum við hafnarsvæði og á öðr- um stöðum meira miðsvæðis. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byggja um 300 þúsund fermetra at- vinnuhúsnæði í Hólmsheiði, t.d. fyrir framleiðslufyrirtæki, skrifstofur og verslanir. Aðkoma að hinu nýja at- vinnusvæði verður fyrst um sinn frá Suðurlandsvegi um Hafravatnsveg og síðar um mislæg gatnamót á Suð- urlandsvegi. Nýtt fangelsi á að rísa rétt ofan við atvinnusvæðið, samkvæmt núgild- andi deiliskipulagi frá 2001. Atvinnulóðir í Hólmsheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.