Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFNT er að því að afgreiða frum- varp um lækkun virðisaukaskatts á matvörum og veitingaþjónustu frá Alþingi fyrir jól. Frumvarpinu var dreift á Alþingi á miðvikudag, og tekið á dagskrá í gær með afbrigðum frá þingsköpum Alþingis. Ekki tókst þó að mæla fyrir því, og er því stefnt að fyrstu umræðu eftir helgi. Samkvæmt frumvarpinu lækkar lægra virðisaukaskattsþrepið úr 14% í 7% frá og með 1. mars nk. Einnig falla niður vörugjöld af mat- vælum öðrum en sykri og sætindum. Stjórnarandstæðingar sögðu m.a. í umræðum á Alþingi í gær að þeir sæju þó ekki ástæðu til að taka málið á dagskrá fyrir jól. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar þingsins, sagði hins vegar að frumvarpið snerti fjárlög næsta árs, og því væri mikilvægt að afgreiða það fyrir áramót. „Þetta er skatta- lækkun og ég held að allir gleðjist yf- ir því,“ sagði Pétur. Stjórnarand- stæðingar tóku fram að þeir myndu ekki standa í vegi fyrir frumvarpinu, enda væri margt gott í því. Morgunblaðið/Kristinn Umræður Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason ræðast við. Stefnt að afgreiðslu fyrir jól Mælt fyrir lækkun vsk. eftir helgi Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði á sínum tíma tekið þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir. Kom þetta fram í máli Geirs í upphafi þingfundar, er rædd voru ummæli Jóns Sigurðssonar, for- manns Framsóknarflokksins, á mið- stjórnarfundi flokksins um liðna helgi, um Íraksmálið. Jón sagði þar m.a. að ákvarðanir íslenskra stjórn- valda á sínum tíma um málefni Íraks hefðu verið rangar eða mistök. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, og máls- hefjandi umræðunnar, las upp um- mæli Jóns og sagði að með þeim væri Jón að taka undir með stjórnarand- stöðunni um að stuðningur við inn- rásina í Írak hefði verið ólögmætur. Hann sagði ennfremur að vonandi væri þeim ekki ætlað að vera yfirklór í aðdraganda alþingiskosninga til þess eins að kaupa Framsóknar- flokknum frið við kjósendur. Hann spurði Jón því næst hvort þetta mál hefði verið tekið upp í ríkisstjórn. Jón sagði að Ögmundur hefði lesið miklu meira úr ummælum sínum en efni stæðu til. „Það hefur farið fram lögfræðileg athugun á lögmæti þess- arar ákvörðunar á liðnum tíma. Þetta var sem sagt ræða á flokks- fundi framsóknarmanna og er liður í málefnavinnu okkar sem stendur yf- ir. Það er ekki venja að menn flytji skýrslur í ríkisstjórn um ræður sínar á flokksfundum og ég hyggst ekki taka það upp, enda þarf miðstjórn Framsóknarflokksins ekki á neinum leiðbeiningum að halda þaðan.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði að málið snerist ekki bara um eitthvert lögmæti. „Þetta snýst um siðferði- lega ranga ákvörðun sem tekin var upphaflega af tveimur mönnum og studd af ríkisstjórninni allri og af þingmeirihlutanum öllum. Það eru þessir ráðamenn, þessir formenn þessara flokka, ríkisstjórnin og þing- meirihlutinn sem bera siðferðilega ábyrgð á því að hafa tekið þessa ákvörðun sem var röng. Hún var röng þá, hún byggði á röngum for- sendum þá og hún er röng núna.“ Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði eins og Jón að ákvörðun þáverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra um Írak hefði verið lögmæt. Síðan sagði hún: „Það er ekki mitt að kveða upp úr með hvort nægilegt samráð hafi ver- ið haft við utanríkismálanefnd og Al- þingi í skilningi laga eða ekki en á hinu hef ég skoðun, og hún er sú að það hefði verið hyggilegt og rétt að hafa um þetta víðtækt pólitískt sam- ráð við Alþingi og utanríkismála- nefnd.“ Fleiri þingmenn tóku til máls, m.a. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem spurði hvort formaður Framsóknar- flokksins hygðist biðjast afsökunar á mistökunum. Geir H. Haarde sagði sérkennilegt þegar menn töluðu eins og Íslend- ingar hefðu verið beinir aðilar að innrásinni í Írak. „Það var auðvitað ekki þannig,“ sagði hann. Ákvörðun- in hefði verið í nokkrum þáttum; hún hefði m.a. verið um að heimila lend- ingar og flug í íslenskri lofthelgi. Slíkt hefði oft verið heimilað áður við svipaðar aðstæður. Auk þess hefði hún falist í því að veita 300 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Írak og til enduruppbyggingar í kjölfar átaka. „Þetta eru þær ákvarðanir sem skiptu máli á árinu 2003. Síðan tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir,“ sagði Geir H. Haarde. Ákváðu að amast ekki við því að Ísland væri á listanum Morgunblaðið/Kristinn Í þingsalnum Létt var yfir þingmönnum í upphafi þingfundar á Alþingi í gær, þótt málefnin væru líklega grafalvarleg, að þeirra mati. TÓLF mótmælendur voru dæmdir til að greiða sektir í ríkissjóð fyrir að hafa farið inn á svæði Bectels á Eski- firði um miðjan ágúst sl. í Héraðs- dómi Austurlands í gær, en tveir ákærðu voru sýknaðir. Tæplega 28,6 milljón króna bótakröfu Alcoa Fjarðaáls var vísað frá dómi. Einn dæmdu er Íslendingur, tveir spænskir ríkisborgarar og níu breskir ríkisborgarar. Sannað þótti að fólkið hefði farið inn á vinnusvæði þar sem verið er að reisa álver Alcoa Fjarðaáls, og neitað að hlýða lög- reglumönnum sem sögðu fólkinu að yfirgefa svæðið. Allir höfðu mótmæl- endurnir komið sér fyrir í krönum eða nýbyggingum á svæðinu, og sumir hverjir hlekkjað sig fasta. Fólkið fór inn á lóðina í því skyni að mótmæla byggingu álversins og Kárahnjúkavirkjunar, en var sýknað af ákæru um brot gegn friðhelgi einkalífsins þar sem girðing í kring- um byggingarsvæðið þótti svo veiga- lítil að hún hefði ekki verið nokkur fyrirstaða fyrir mótmælendurna. Vinnusvæðið hefði því hvorki verið lokað né læst. Fólkið var hins vegar sakfellt fyrir að hlýða ekki fyrirmæl- um lögreglu. Þrír ákærðu, Íslendingurinn og Spánverjarnir, voru dæmdir til að greiða 200 þúsund króna sekt í rík- issjóð, eða sitja ella 14 daga í fang- elsi. Átta ákærðu voru dæmd til að greiða 100 þúsund króna sekt, eða sitja ella í fangelsi í 8 daga. Einn ákærðu var dæmdur í 50 þúsund króna sekt eða 4 daga fangelsi. Einn- ig voru ákærðu dæmd til að greiða sakarkostnað, samtals um 460 þús- und krónur. Skýrist munurinn á þyngd refs- inga með því að sumir þóttu hafa lagt líf og limi lögreglumanna í hættu þar sem lögreglumenn þurftu að sækja þá upp í byggingarkrana, og því að mótmæli þeirra stóðu yfir í langan tíma. Ekki sýnt fram á tjón Dóminum þótti hins vegar bóta- krafa Alcoa Fjarðaáls vegna tjóns sem hlaust af vinnustöðvun vegna háttsemi fólksins vanreifuð. Ekki hefði verið sýnt nægjanlega fram á meint tjón, og kröfu fyrirtækisins því vísað frá. Dóminn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. Sækj- andi var Helgi Jensson sýslumanns- fulltrúi en verjandi var Gísli M. Auð- bergsson hdl. Tólf mótmæl- endur sakfelldir Tugmilljóna skaðabótakröfu vísað frá HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær tvo erlenda mótmælendur, karl og konu, til að greiða hvort um sig 200 þúsund króna sekt í rík- issjóð, auk sakarkostnaðar, fyrir að hafa farið inn á vinnusvæði Bectels á Eskifirði í byrjun ágúst sl. Fólkið, sem bæði eru breskir ríkisborgarar, fór inn á lóð Bectels, klifraði upp í krana og festi sig þar. Það hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að koma niður og þurftu sérsveitarmenn að sækja það upp í kranana. „Með atferli sínu gengu ákærðu því á rétt ann- arra og stofnuðu að auki lífi sínu og annarra í hættu. Með hliðsjón af framangreindu verður að telja að afskipti lögreglunnar af ákærðu í um- rætt sinn hafi verið nauðsynlegar,“ segir í dómi héraðsdóms. Fólkið neitaði að tjá sig um sak- arefnið fyrir dómi. Hvort um sig var dæmt til að greiða 200 þús- und króna sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í 14 daga. Ennfremur þurfa þau að greiða sak- arkostnað, tæplega 253 þúsund krónur, þar með talið málsvarnarlaun verjanda síns. Samanlagt þurfa þau því að greiða um 653 þúsund krónur vegna brotanna. „Við ákvörðun refsingar ákærðu er litið til þess að með háttsemi sinni stofnuðu ákærðu lífi og limum þeirra lögreglumanna, sem fóru upp í kranana til að ná í þau, í talsverða hættu og að mótspyrna þeirra stóð yfir í langan tíma. Þá er litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu ákærðu var að ræða, sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu,“ segir í dómi héraðsdóms. Dóminn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. Sækjandi í málinu var Helgi Jens- son sýslumannsfulltrúi, en verjandi ákærðu var Gísli M. Auðbergsson hdl. Mótmælendur greiði 200 þúsund Tvennt sakfellt fyrir að fara inn á vinnusvæði Bectels og hlekkja sig við krana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.