Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 31
Árum saman var Pouilly Fuissé þekktastahvíta Búrgundarvínið á Íslandi og raunareitt vinsælasta hvítvínið sem fáanlegt varhér á landi. Pouilly Fuissé er vínrækt- arsvæði í grennd við borgina Macon í suðurhluta Búrgundar og líkt og annars staðar í því magnaða héraði er það Chardonnay-þrúgan sem er allsráð- andi við framleiðslu hvíts víns. Þekktasti framleiðandi svæðisins er Chateau de Fuissé sem undir stjórn Jean-Jacques Vincents býður upp á Pouilly Fuissé-vín sem er í svipuðum verðklassa og hvítvín af nyrðri svæðum Búrgundar og keppir á góðum degi við það í gæðum. Chateau Fuissé á langa sögu, víngerðarhúsið var stofnað ár- ið 1604 og ekrur þess þekja eina 30 hektara, að- allega í Pouilly Fuissé en einnig í nágrannasvæðinu Saint Veran. Vincent-fjölskyldan hefur haldið um taumana í fimm kynslóðir og tók Jean-Jacques við stjórninni árið 1966. Chateau Fuissé Pouilly-Fuissé 2002 er mildur, klassískur Chardonnay. Ávöxturinn mjúkur og sítr- uslegur og vínið svolítið hnetukennt. 2.640 krónur. 17/20 Chateau Fuissé Vieilles Vignes 2004 er verulega magnað vín, vieilles vignes þýðir að þrúgurnar koma af gömlum vínvið, í þessu tilviki að minnsta kosti 30 ára gömlum. Eftir því sem vínviðurinn eldist gefa runnarnir af sér færri þrúgur en ræturnar sem komnar eru langt ofan í jarðveg- inn tryggja að safi hverrar þrúgu verður bragðmeiri. Eikað og þykkt en þó fínlegt og fágað, smjör, ferskjur og sítrus í nefi – límóna og greip – með léttri vanillu og reyk. Allir ilm- og bragðþættir fullkomlega samofnir í eina langa og heilsteypta heild. 3.440 krónur. 19/20 Chateau Fuissé „Les Brules“ 2004 er eitt af þremur einnar ekru afbrigðum Fuissé. Rjómakennt með sætum ferskjum og peruá- vexti í bland við brennistein (eldspýtustokk). Langt og þétt. 2.990 krónur. 18/20 Chateau Fuissé „Les Combettes“ 2004 er grösugt með vanillu ásamt sætum og feitum sítrusávexti í bland við sviðna eik. 2.990 krón- ur. 18/20 Reynið þessar víntegundir t.d. með humri eða öðrum skelfiski, pönnusteiktri rauðsprettu eða mildum ostum. Chateau de Fuissé Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 31 Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.