Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 55 menning Reyndar segir það sér sjálft að þeir eru í góðri æfingu miðað við hvað þeir túra mikið. Það sem er öllu merkilegra er að sögusagnir um djarfan lífsstíl þeirra virðast ekki hafa sérlega slæm áhrif á frammi- stöðuna. Anton Newcombe, for- sprakki hljómsveitarinnar, var fer- lega hress. Hann bauð tónleika- gestum upp á nammi, auk þess sem hann pantaði sér drykki upp á svið. Newcombe náði mjög góðum tengslum við fólkið í salnum og gaf frá sér orku ljúflingsins sem hann er. Það er ekki oft á tónleikum sem mér finnst hljómsveitin vera hluti af salnum og enn sjaldnar að mér þyk- ir ég vera hluti af hljómsveitinni. The Brian Jonestown Massacre er ein af örfáum sveitum sem láta áhorfandann finna að hann er hluti af því sem gerir tónleikana mögu- lega. Hljómsveitarmenn eru ekki mikið í því að fá fólk til að klappa og góla eða neitt slíkt. Það er frekar sönn gleði yfir því að spila tónlist fyrir okkur hin sem elskum hana. Sú gleði smitast alltaf til áhorfenda. Hún er óáþreifanleg en nauðsynleg til þess að skapa það andrúmsloft sem ég og nokkur hundruð aðrir fundum fyrir síðastliðið mið- vikudagskvöld. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar getum notið þess að sjá hljómsveit á borð við The Brian Jonestown Massacre spila hér á landi. Á miðvikudagskvöldið var það þó reyndin og var skemmtilegt að sjá hvern svartklædda rokkarann á fætur öðrum brosa og gleðjast eins og jólin væru komin. Jakobínarína byrjaði að spila þegar klukkan var farin að ganga tíu, hún stóð sig afskaplega vel og lék á als oddi. Singapore Sling tók við af þeim og verð ég að segja að það var sérlega gaman að sjá sveit- ina spila. Hljómsveitin er orðin ótrúlega vel æfð, hún hefur náð því að samhæfa sig á mun betri hátt en hún gerði áður án þess að glata þeim einkennum sem gera hana að hinum alræmda Sling-flokki. Þegar liðsmenn The Brian Jon- estown Massacre stigu loks á svið var þeim fagnað mjög. Þeir komu virkilega á óvart og eru mun þétt- ara tónleikaband en ég átti von á. Rokk og ról – já, takk! Morgunblaðið/Golli BJM Rokkaraheitin geisluðu af meðlimum Brian Jonestown Massacre og tónleikagestir tóku vel undir. TÓNLEIKAR NASA Tónleikarnir fóru fram miðvikudaginn 29. nóvember. Um upphitun sáu Jakobínarína og Singapore Sling. The Brian Jonestown Massacre  Helga Þórey Jónsdóttir Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Helgartilboð 30 % afsl. ÍSLENSKU FORNRITIN Dan V.S. Wiium hdl.,lögg. fasteignasali jöreign ehf Traust og örugg þjónusta í 30 ár Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Í tilefni af 30 ára starfsafmælis Kjöreignar verður skrifstofa fasteignasölunnar LOKUÐ í dag föstudaginn 1 des. 30 30 MIKLÓS Dalmay er óneitanlega flinkur píanóleikari. Hann hefur prýðilega leiktækni og hristir nótnahlaupin fram úr erminni. Hann hefur líka fallegan áslátt; þegar hann spilar er hljómurinn úr píanóinu yfirleitt mjúkur og syngj- andi. Það var því með töluverðri til- hlökkun að ég fór á tónleika hans í Salnum í Kópavogi á mánudags- kvöldið, en þeir voru hluti af lítilli tónleikaröð þar sem allar píanósón- ötur Mozarts eru á dagskránni. Víst er að Miklós lék af öryggi. Sónöturnar runnu áfram nánast villulaust; hraðinn var ávallt sann- færandi og hinar himnesku laglínur Mozarts voru oft fagurlega mót- aðar. Og samt vöknuðu efasemdir. Á yfirborðinu virtist spilamennskan til fyrirmyndar, ef frá eru taldar nokkrar klaufavillur sem skrifast væntanlega á taugaóstyrk. En það vantaði samt eitthvað. Jú, skáldskapinn sem gerir þessa tónlist ódauðlega. Þrátt fyrir glæsilega áferð sagði Miklós manni ekki mikið með túlk- un sinni. Á köflum var hann eins og Clint Eastwood með sín örfáu svipbrigði þegar hann lék í spaghettivestrunum. Hugmyndaleysið birtist meðal annars í því að allar trillur voru leiknar á sama hátt. Þær voru ætíð hraðar og með pedal. Samt er hægt að leika trillur á svo marga vegu. Trillur í rólegum köflum þurfa ekki alltaf að vera hraðar; hægar trillur falla betur inn í sönginn, þær verða meira hluti af laglínunni. Þannig trillur eru ekki bara tilgagnslaust skraut. Í verkum Mozarts eru ótal trillur; ef þær eru alltaf leiknar ná- kvæmlega eins verða þær á end- anum óttalega leiðigjarnar. Sem betur fer var þetta ekki allt- af svona. Það var helst að fyrstu tvær sónöturnar skorti ímyndunar- afl, auk þess sem síðasta sónatan var á tímabili óþarflega hryssings- leg. Sónatan í a-moll KV 310 var hinsvegar hápunktur tónleikanna; trillurnar í hæga kaflanum voru að vísu ískyggilega hvassar, en spenn- an í hröðu þáttunum var fyllilega til staðar í túlkun Miklósar og margt var prýðilega spilað. Nokkuð auðheyrt var að sónatan er í uppá- haldi hjá píanóleikaranum og má segja að þar hafi hann best sýnt hvað í honum býr. Skortur á blæbrigðum TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Miklós Dalmay píanóleikari flutti sónötur KV 284, 309, 310 og 311 eftir Mozart. Mánudagur 27. nóvember. Píanótónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.