Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 59 menning HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ! MAG NAÐU R KVEÐ SKAP UR! ÓBOR GANL EGAR SÖGU R! BEST A LYF Í HEI MI!                              !   "    # $     % " # &  ! "   ' () * (+) , ,&," -../                                                     MYNDLIST i8 Stig - Katrín Sigurðardóttir Til 23. desember. Opið mið. til fös. frá kl. 11–17 og laugard. 13–17. BYGGINGARLIST hefur verið hluti af myndverkum í aldanna rás og ekki síst á endurreisnartímanum en með tilkomu fjarvíddar í málverk- inu hófu málarar í auknum mæli að sýna persónur í afmörkuðu rými. Rými sumra skúlptúra Katrínar Sig- urðardóttur getur minnt á fimm- tándu aldar málverk eftir t.d. Filippo Lippi eða Fra Angelico en vísar einn- ig til listar 20. aldarinnar. Katrín hef- ur á undanförnum árum skapað sér sérstöðu innan íslensks myndlist- arheims með vinnu sinni með líkön, bæði af náttúru og byggingum, auk stórra innsetninga sem leika sér með rýmið og þátt áhorfandans. Í alþjóðlegu samhengi koma ýmsir listamenn upp í hugann sem einnig hafa gengið í smiðju byggingarlist- arinnar í verkum sínum, þó jafnan með nokkuð öðrum hætti. Húsa- módel Katrínar minna á verk eftir ír- anskfædda myndlistarmanninn Siah Armajani með titilinn Orðabók bygg- ingar, Dictionary of a building. Um árabil gerði Armajani lítil líkön af að- skildum byggingareiningum, t.a.m. stiga, horni, vegg eða álíka. Yfir þessum líkönum er draumkenndur nostalgískur blær en almennt er Ar- majani þó mun pólitískari í hugsun en Katrín Sigurðar. Ilya Kabakov og kona hans hafa einnig unnið fjölmörg verk sem umbreyta rými, líka verk í módelstærð og eftirminnileg er sýn- ing þeirra á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári þar sem ljós og skuggar léku stórt hlutverk. Kabakov er þó fyrst og fremst frásagnarlistamaður, það er Katrín Sigurðardóttir ekki nema að hluta til, þó er undirliggj- andi frásögn í verkunum á sýningu hennar í i8 núna. Fjölmörg og mis- munandi rými listamannsins Dan Graham tilheyra einnig þessum 20. aldar leik með arkitektúr, áhorfand- ann og rýmið og skúlptúrar Rachel Whiteread vinna sömuleiðis með íbúðarrými og stærðarhlutföll en skemmst er að minnast leiks hennar með hlutföll í Túrbínusal Tate- safnsins á síðasta ári. Þannig má tengja list Katrínar Sigurðardóttur í fjölmargar áttir en list hennar er persónuleg, íslensk og alþjóðleg í senn. Katrín sýnir þrjú verk í i8, áhorfandinn gengur í gegn- um það fyrsta á leið sinni inn í gall- eríið, líkt og í gegnum landakort. Fyrir innan svífa lítil módel, lýst upp innan frá ásamt stökum skúlptúr nokkru stærri, einnig lýstum upp að innan, og snýr listakonan þannig við hefðbundinni skoðun listaverka, hér beina kastarar ekki ljósi sínu að því sem skoðað er heldur varpar lista- verkið mjúkri birtu á áhorfandann. Stærra verkið líkist byggingarein- ingu, e.t.v. hluta af loftræstikerfi en er um leið eins og líkan af íverurými, hér nær Katrín einkar vel að skapa þann framandleika sem verkin bjóða upp á, áhorfandinn er jafnt inni í verkinu og stendur utan þess. Draumkennd óraunveruleikatilfinn- ing svífur yfir vötnum og minnir á súrrealisma og töfraraunsæi. And- rúmsloftið í herbergjum bóka George Pérec eða birtan í íbúðinni við Krókódílastræti eftir George Schulz koma upp í hugann. Ljósið sem skúlptúrarnir varpa frá sér um- breytir síðan gólfi og veggjum i8 í svífandi, mjúk form. Rökkrið í rým- inu á ennfremur vel við í skammdeg- inu og kallar fram tilfinningu fyrir hlýju, umlykjandi myrkri. Það kem- ur innan frá, söng Björk Guðmunds- dóttir ólétt hérna einu sinni, lista- kona með innsæið á tæru og hið sama er óhætt að segja um Katrínu. Það kemur innan frá Ragna Sigurðardóttir Stig „Dreymin óraunveruleikatilfinning svífur yfir vötnum og minnir á súrrealisma og töfraraunsæi.“ Á MORGUN verður fer fram athöfn til heiðurs Kjartani Árna- syni rithöfundi sem lést nýverið. Útgáfufélag Kjartans, Örlag- ið, var stofnað árið 1986 utan um Dagbók Laz- arusar, brot úr glötuðu handriti, sem er fyrsta bók hans. Strax í þessari fyrstu bók birtast höfund- areinkenni Kjartans, kímni vafin í alvöruklæði eða alvara klædd í grínbúning. Önnur bók Kjartans kom út árið 1987. Það var smásagnasafnið Frostmark þar sem m.a. er lagt út af Njálssögu, þjóðsögum og dæmi- sögum. Þriðja bók Kjartans er skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar, en hún kom út árið 1989 og síðan í annarri útgáfu sem hljóð- bók. Aðrar bækur Kjartans eru álfa- sagan Kata mannabarn og stelpa sem ekki sést, sem komin er út á hljóðbók hjá Hljóðbókaklúbbnum, Laun heimsins sem geymir örleik- rit og þá kom út núna í haust bókin Allt sem var gleymt er munað á ný og er hún úrval verka Kjartans. Auk þessara bóka á Kjartan efni í tímaritum og blöðum, bæði ljóð, greinar og gagnrýni. Hann var í ritnefnd Ljóðaárbókar 1988 og 1989 og stóð að undirbúningi og útgáfu beggja bóka Ritlistarhóps Kópa- vogs, Glugga og Ljósmáls. Reyndar er Kjartan einn helsti hugsuðurinn og hugmyndafræðingurinn að baki Ritlistarhóps Kópavogs. Athöfnin fer fram í Gerðarsafni og hefst kl. 14. Veitingar verða í boði Kópavogsbæjar og eru allir velkomnir. Heiðraður Kjartan Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.