Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞAÐ gengur á með rokktónleikum, útgáfu- tónleikum og sinfóníutónleikum tileinkuðum einum Bítlanna nú um helgina. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur, ásamt rokksveit undir stjórn Jóns Ólafssonar, tónlist Johns Lennons í Háskólabíói í kvöld, laug- ardag og sunnudag. Meðal þeirra sem stíga á svið og syngja tónlist Lennons eru Björn Jör- undur, Hildur Vala, KK, Páll Rósinkrans, Jens Ólafsson úr Brain Police, Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu og Eivör Pálsdóttir. Í gær voru enn til miðar á báða tónleika laugardagsins og tónleikana á sunnudag. Auk útgáfutónleika Todmobile, sem fjallað er um hér á opnunni fyrir framan, heldur trú- badúrinn Halli Reynis bæði afmælis- og út- gáfutónleika á Café Rosenberg. Halli er fer- tugur í dag og fagnar einnig útkomu sjöundu plötu sinnar, Fjögurra manna far, með tón- leikunum, sem útvarpað verður beint á Rás 2. Rokkað verður í Frostaskjóli í kvöld á ár- legum Frostrokkstónleikum sem nú eru haldnir í fimmta sinn. Meðal þeirra sem fram koma eru Retro Stefson, Ultramega Teknó- bandið Stefán, Purple Dam og fleiri. Þá eru enn ótaldir seinni stórtónleikar Magna, Toby, Dilönu og Storm ásamt hús- bandinu úr sjónvarpsþáttunum Rock Star: Su- pernova sem fram fara í kvöld. Tónlistarunnendur ættu einnig að gleðjast yfir uppákomum laugardagsins. Hljóðfæra- húsið á Laugavegi 176 heldur sérstakan „trommu- og bassadag“ í versluninni milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag. Fjöldi listamanna stígur á svið, meðal ann- ars þeir Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni hans Jóns míns og Benedikt Brynleifsson og Birgir Kárason úr Ísafold. Auk þeirra leika sveit- irnar Steintryggur og In the Swing of the Night. Verslunin Liborius hefur boðið gestum og gangandi upp á tónleika. Í þetta sinn er það Pétur Ben sem treður upp í versluninni klukk- an 17. Pétur gaf út sína fyrstu sólóplötu í sum- ar sem nefnist Wine For My Weakness og hann samdi jafnframt tónlistina í kvikmyndina Börn og fékk fyrir það tilnefningu til Eddu- verðlaunanna á dögunum. Tónleikarnir eru fyrir alla og enginn er að- gangseyririnn. Ghostdigital heldur tónleika í Stúd- entakjallaranum klukkan 23. Hljómsveitirnar Stillusteypa og Fm Belfast hita upp og miða- verð er 500 krónur. Bubbi Morthens og SÁÁ bjóða á tónleika í nýju húsi samtakanna, Efstaleiti 7, á laug- ardaginn klukkan 21. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Lennon, Rock Star og Pétur Ben Fjölbreytt framboð tónleika í Reykjavík um helgina tónlistaraðdáendum til yndis og ánægju Rokkarar Ultramega Teknóbandið Stefán spilar á Frostrokki í Frostaskjóli í kvöld. Í Laugardalshöllinni Dilana stígur á stokk í kvöld ásamt Magna, Storm og Toby. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er auðséð á tónleikalista blaðs- ins að mikil tónleikavertíð er í nánd. Strax næstu vikuna eru um tuttugu tónleikar bókaðir, hefðbundnir tón- leikar, en þessi helgi markar einnig upphaf aðventu- og jólatónleika- halds. Kasa-hópurinn og Reykjavíkur- borg bjóða öllum til ókeypis tónleika í dag kl. 17 í Ráðhúsinu, en í anda árstíðarinnar lýkur þeim með því að leikið verður lag eftir Mozart, úr Töfraflautunni, lag sem við þekkjum sem jólasálminn Í dag er glatt í döpr- um hjörtum. Í Salnum hefur skapast sú hefð að flytja íslenska tónlist á fullveldisdag- inn og engin undantekning verður á því í ár. Í kvöld verður tónlist Árna Björnssonar á dagskrá, einsöngslög, kórlög og rómönsur fyrir fiðlu og pí- anó. Flytjendur eru Sigrún Eðvalds- dóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Jónas Ingimundarson og Kammerkór Hafnarfjarðar sem Helgi Bragason stjórnar. Listahátíð Vesturbæjar, kallaði Steingrímur Þórhallsson eitt sinn hátíð sína, Tónað inn í aðventu, sem nú er haldin í þriðja sinn. Steingrím- ur er organisti í Neskirkju þar sem hátíðin stendur nú sem hæst. Tvenn- ir tónleikar verða á dagskrá um helgina. Í kvöld verður þar hópurinn sem kallar sig Rinascente, með þeim Hallveigu Rúnarsdóttur, Hrólfi Sæ- mundssyni og Steingrími sem tekst á hendur ferð um Feneyjar 16. og 17. aldar með borgartónskáldum þess tíma, Gabrieli og Frescobaldi. Báðir voru þeir kappar mikilshátt- ar menn um sína daga og höfuðskáld á mörkum endurreisnar og bar- rokktímans. Listamennirnir í Rinascente hafa komið sér upp þeim fagmannlegu vinnubrögðum að nota alltaf afrit af frumgerðum verkanna sem þau flytja, og segja að með því sé tónlist tónskáldanna túlkuð á ómengaðan hátt og milliliðalaust, en það hefur verið iðkað í nótnaútgáfu að ritstýra verkum meistaranna og laga að tíð- aranda og flutningsmáta hverju sinni. Rinascente hefur frá stofnun, árið 2003, einbeitt sér að flutningi barrokk- og endurreisnartónlistar. Annað sérstakt við þessa tónleika er að þeir verða haldnir í safnaðar- heimili Neskirkju, en þar er hljóm- burður sagður ákaflega góður. Á sunnudaginn kl. 17, fyrsta sunnudag í aðventu lýkur hátíðinni í Neskirkju, en þá flytur Kór Nes- kirkju ásamt hljómsveit og ein- söngvurum Litlu orgelmessuna eftir Haydn og Kantötu BWV 45 Es ist dir gesagt eftir Bach, undir stjórn Steingríms. Safnaðarheimili Neskirkju er ekki eina nýja tónleikavígið sem ómar af list um helgina, því í húsi SÁÁ í Efstaleiti verður Lúðrasveitin Svan- ur með árlega jólatónleika í nýjum samkomusal. Forvitnilegt verður að heyra hvernig þessir nýju tónleika- staðir reynast á hljóð. Svanurinn er vel við aldur, búinn að spila fyrir þjóðina í ríflega 75 ár. Jón Leifsson baritonsöngvari er hins vegar að feta sín fyrstu skref sem einsöngvari, þótt hann sé búinn að syngja lengi með Kór Íslensku óp- erunnar og fleirum. Debúttónleikar Jóns verða í Salnum á sunnudag kl. 17, og það eru engin smáverk sem hann ætlar að trompa út þar. Fyrir hlé syngur Jón Songs of Travel, eftir Ralph Vaughan-Williams, en eftir hlé syngur hann margar af flottustu bariton- og bassaaríum tónbók- menntanna, þar á meðal Sönginn til kvöldstjörnunnar úr Tannhäuser eftir Wagner. Jón var einn þeirra heppnu sem boðið var að syngja með Dame Kiri te Kanawa þegar hún kom hingað til tónleikahalds, en Jón sótti námskeið hennar hér – og hefur reyndar sótt námskeið hjá fleiri af- burðasöngvurum fyrir utan hið hefð- bundna söngnám. Enn eru ótaldir áhugaverðir tón- leikar á laugardag, í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Þar verður sellóið í sviðsljósinu, er Sigurður Bjarki Gunnarsson selló- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja tónlist frá síðustu öld. Verkin þrjú sem þau leika, eru líka sérstaklega elskuleg, Sónata fyrir selló og píanó eftir Debussy, Myndir á þili eftir Jón Nordal og Sónata fyrir selló og píanó eftir Di- mitri Sjostakovits. Myndir á þili hef- ur frá því það var samið fyrir Gunnar Kvaran og Gísla Magnússon til flutn- ings á Listahátíð árið 1992, orðið eitt af ástsælustu verkum hans, en nafn verksins og hvers þáttar þess sækir hann til íslenskra bókmennta. Tónleikarnir verða í Salnum og hefjast kl. 13. Kvöldstjarn- an, Feneyjar og Rómönsur Frumraun Jón Leifsson syngur Ferðasöngva eftir Vaughan-Williams og víðfrægar baritonaríur á tónleikum sínum í Salnum á sunnudag kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.