Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gylfi Halldórs-son fæddist á Akranesi 13. októ- ber 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Magn- ússon, f. á Staðar- hóli í Andakíls- hreppi 5. júlí 1913, d. 27. júní 1977, og Helga Jónína Ás- grímsdóttir, f. á Stóra Ási í Hálsa- sveit 5. mars 1912, d. 12. apríl 2003. Gylfi ólst upp á Akranesi sem einn af 17 systkinum þar sem yngsta systirin var fóstursystir hans. Eftirlifandi systkini eru: Júlíus Gígjar, Fanney Sigmunda, Sigmundur, Helga Guðrún, Elsa og Kristín Steinunn. Gylfi kom fyrst til Grindavíkur ist Gylfi Margréti Guðmunds- dóttur, f. 18. apríl 1949. Foreldrar hennar eru Guðmundur Jón Helgason, f. í Hraunkoti í Þór- kötlustaðahverfi 10. febrúar 1921, og Þorgerður Guðný Guðmunds- dóttir, f. í Kastalabrekku í Ása- hreppi 9. júlí 1926. Börn Gylfa og Margrétar eru: 1) Hörður Gylfa- son, f. 15. febrúar 1968, sonur hans er Guðmundur Bjarni, f. 22. febrúar 2002. 2) Ásgrímur Krist- inn, f. 17. september 1971, sam- býliskona hans er Rúna Szmiedo- wicz, f. 1. nóvember 1971, upp- eldisdóttir Ásgríms er: Valdís Ósk, f. 29. júlí 1992, uppeldisbörn Ásgríms og börn Rúnu eru: Daní- el Víðar, f. 29. desember 1993, og Alice Marý, f. 3. ágúst 1996. 3) Guðbjörg Gerður, f. 19. febrúar 1974, gift Ámundínusi Erni Öfjörð, f. 24. september 1972, syn- ir þeirra eru: Gylfi Örn, f. 17. des- ember 1994, og Ævar Andri, f. 9. júní 1999. Gylfi verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. á vertíð 1962 og var síðan alfluttur 1967 og bjó þar til dán- ardags. Gylfi vann fyrst um sinn við málningarvinnu og smíðar, síðar varð hann var verkstjóri. Hann starfaði sem verkstjóri hjá Hrað- frystihúsi Grindavík- ur í 17 ár og hjá Hóp hf. í 15 ár. Síðustu árin vann hann við íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar, á sumrin sem vallarstjóri fótbolta- vallarins og yfir veturinn við sundlaugina og íþróttahúsið. Gylfi hafði alla tíð mikinn áhuga á knattspyrnu og fljótlega við kom- una til Grindavíkur byrjaði hann að vinna fyrir Ungmennafélag Grindavíkur. Hinn 2. nóvember 1969 kvænt- Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig upp á endanum til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn svo gleymir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfa mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já og andlitið þitt málað hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt, jú ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á en ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær ég man þig þegar augun mín eru opin hverja stund en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund. (Megas) Ég mun aldrei gleyma þér og þeim stundum sem við áttum saman. Hvíl í friði, minn kæri vinur. Ástarkveðja. Margrét. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum. Er rökkvar, ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, Hæglát farið niðrá’ strönd. Fundið stað sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig allsstaðar, þá napurt er, það næðir hér, og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Elsku pabbi, við trúum því ekki að þú sért farinn frá okkur. Þú varst okkar styrkur og studdir okkur í gegnum allt. Við gátum alltaf treyst á þig og þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þú hjálpaðir okkur endalaust með börnin okkar og varst besti afi í heimi og afabörnin dýrkuðu þig, eins og öll börn og unglingar gerðu. Við eigum svo margar góðar minn- ingar um þig og hjálpa þær okkur á þessum erfiðu tímum, þær fá okkur til að brosa í gegnum tárin. Elsku besti pabbi, við viljum þakka þér fyrir minningarnar, ánægjustundirnar sem þú bjóst okk- ur, litlu ævintýrin sem þú leiddir okkur út í, félagsskapinn og þann yndislega tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði elsku pabbi. Hörður Gylfason, Ásgrímur Kristinn Gylfason, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir og fjölskyldur. Tengdafaðir minn Gylfi Halldórs- son er nú látinn eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Síðustu vikur voru honum og fjöl- skyldunni mjög erfiðar, og síðasta vikan hans var í raun svo ótrúleg að maður er ekki enn búinn að átta sig á því. Daglega komu verri og verri nið- urstöður um ástand hans eftir að honum hafði verið gefin smávon dag- inn áður. Það að sjá svo hraustan og duglegan mann veslast upp á nokkr- um vikum er hrikalega erfitt fyrir alla aðstandendur. Gylfi var gríðarlega samviskusam- ur, hjartahlýr og duglegur maður. Það sem hann tók sér fyrir hendur og byrjaði á það kláraði hann með mikilli prýði fljótt og vel. Hann vildi ganga beint til verks og ekki taka neinar pásur fyrr en verkinu væri lokið. Hann hafði alltaf snyrtilegt í kringum sig og var alltaf að, hvort sem það var í vinnunni eða heima fyrir. Gylfi var mjög raungóður maður og voru margir sem komu og spjöll- uðu við hann um hin ýmsu mál. Í starfi sínu var hann mikið innan um börn og unglinga og var mikill vinur þeirra, hann var fljótur að aðstoða þau ef eitthvað bjátaði á. Þegar við Guðbjörg mín kynnt- umst fyrir 13 árum þá var mér mjög vel tekið af fjölskyldunni. Ég áttaði mig samt fljótt á því hve Guðbjörg var mikil pabbastelpa og þau voru mjög náin, hann var mjög stoltur af stelpunni sinni. Ári seinna fæddist eldri drengurinn okkar og var hann skírður Gylfi eins og afi. Gylfi afi var rosalega stoltur og ánægður með þennan nafna sinn og hafa þeir alltaf verið miklir og nánir vinir. Gylfa fannst svo gott að hafa afa á fótbolta- vellinum og geta dokað við hjá hon- um fyrir og eftir æfingar. Ævar var rosalega glaður þegar hann gat braskað eitthvað með afa í bílskúrn- um eða í garðinum og sagði örugg- lega hundrað sinnum á mínútu „afi“ þegar hann var að spjalla við hann um hitt og þetta. Þeir náðu mjög vel saman enda báðir miklir vinnumenn. Strákarnir voru mikið hjá afa og ömmu, sérstaklega þegar Guðbjörg fór í nám og ég mikið í vinnunni. En núna þegar afi er farinn upp til Guðs ætla þeir að vera duglegir að passa ömmu fyrir hann eins og hann hefði viljað og verður hann áfram óend- anlega stoltur af afastrákunum sín- um. Elsku Gylfi minn, þakka þér fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér, og allan þann tíma sem strákarnir fengu að vera með þér. Þakka þér fyrir alla þá aðstoð sem þú veittir mér, það var alltaf jafn gott að eiga þig að og spjalla um hitt og þetta. Þegar ég sagði við þig um daginn að ég væri orðinn svolítið þreyttur á harkinu í litla fyrirtækinu mínu, þá sagðirðu: „Ámi minn, haltu áfram og ekki gefast upp.“ Þannig var það oft þegar ég kíkti inn og þú bauðst mér kaffi. Eftir smáspjall varstu búinn að stappa í mann stálinu og ég fór glað- ur út í daginn. Ég mun halda áfram og ekki gefast upp, ég skal hlúa vel að pabbastelpunni þinni og afastrák- unum þínum og vera þeim það akk- eri sem þú varst fjölskyldunni þinni. Við munum öll standa saman, Mar- grét og fjölskyldan ykkar, og hjálp- ast að við að takast á við sorgina og varðveita minningu um einstakan mann. Ég veit að þú munt aðstoða okkur við þetta og líta eftir okkur öll- um eins og þú hefur alltaf gert. Guð verði með þér, kæri vinur. Ámundínus Örn Öfjörð. Elsku besti afi, þú hefur verið samofinn tilveru okkar frá því við munum eftir okkur, kímið augnaráð, hendur útréttar til að styðja okkur og leiða eftir þörfum, faðmur þinn útbreiddur til að verja okkur hætt- um og vagga okkur í svefn. Þú hefur borið okkur á hestbaki og leitt okkur þér við hönd, við höfum átt saman ótal ævintýri. Við höfum hlýtt á sög- ur þínar, hlegið að skrítlum þínum og dáðst að tilraunum þínum. Stutt er síðan við vorum að braska inni í bílskúr en allt í einu ertu bara farinn frá okkur. Agalega sárt er að hugsa til þess að við komum ekki til með að sjá þig eða leika meira með þér. Við elskum þig. Takk fyrir allt og fyrir að vera afi okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Afadrengirnira Gylfi Örn og Ævar Andri. Elsku Gylfi. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því að þú byrj- aðir að vinna í Hraðfrystihúsi Grindavíkur og byrjaðir að þjálfa okkur strákana í fótbolta í litla saln- um í Grunnskóla Grindavíkur. Það má nú eiginlega segja að þú hafir komið með fótboltann til Grindavík- ur. Áður en ég vissi af þá varst þú byrjaður með Möggu systur og gekkst Herði syni hennar í föðurstað og hafið þið verið mjög nánir síðan. Upp frá þessari stundu urðum við mjög góðir vinir. Alltaf þegar mig vantaði hjálparhönd varst þú boðinn og búinn til að hjálpa mér. Það sem mér er minnisstæðast er fyrsta sól- arlandaferð fjölskyldunnar árið 1985. Þá fóru fjölskyldur okkar sam- an til Benidorm. Þar var ýmislegt brallað, okkur fannst ansi heitt og leið okkur illa vegna hita þangað til við fórum niður til ykkar og þar varst þú, Gylfi, kominn út á svalir á brókinni og ber að ofan og með fætur uppi á stól með glas í hendi. Þú ljóm- aðir allur og kunnir að njóta lífsins og láta þér líða vel. Mörgum árum seinna fórum við aftur saman til Benidorm og áttum við þá einnig yndislegan tíma saman. Ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, kæri mágur. Með þessum fáu orðum kveð ég þig. Megi Guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Magga systir, Hörður, Ásgrímur, Guðbjörg, mamma og pabbi og fjöl- skyldur, ég er alltaf til staðar fyrir ykkur. Þinn mágur Bragi. Elsku Gylfi. Það er frekar skrítið að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig því þú veiktist svo skyndilega að við náðum ekki einu sinni að kveðja þig. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar er hversu yndislegur maður þú varst og barn- góður. Þegar við vorum smástelpur fannst okkur alltaf gaman að koma til ykkar Möggu frænku, þar var allt- af tekið vel á móti okkur. Á sumrin þegar við löbbuðum fram hjá húsinu ykkar í Borgarhrauninu stoppuðum við alltaf hjá ykkur því þið voruð allt- af úti í garði að vinna og alltaf var garðurinn ykkar æðislegur eins og þið. Þegar jólin nálguðust var alltaf fallega skreytt hjá ykkur og falleg jólaljós því þú varst svo mikið jóla- barn. Eftir að við systur eignuðumst strákana okkar þá var alltaf tekið vel á móti þeim og þeim fannst gaman að hitta ykkur. Það var alltaf svo gaman að fylgj- ast með barnabörnunum þínum sniglast í kring um þig og hversu vel ykkur leið saman. Með þessum fáu orðum kveðjum við yndislegan mann. Þín verður sárt saknað. Elsku Magga frænka, Hörður, Ás- grímur, Guðbjörg, Ámi, Gylfi, Ævar, amma og afi og fjölskyldur, megi Guð hugga ykkur og vernda. Systurnar Erna Rós og Guðný Rut. Elsku frændi minn, það er komið að leiðarlokum. Ég sit og horfi út um gluggann, hugsa til þín, mjög dofin. Jólahátíð á næsta leiti, og minning- arnar um þig rifjast upp. Ég spyr þann sem öllu ræður endalausra spurninga: Hvers vegna? Af hverju? En engin fæ ég svörin. Hinn 25. september síðastliðinn kvöddum við frænku og uppeldis- systur þína, sem þú áttir svo mikið í. Þú treystir þér ekki norður í jarðar- förina, vegna veikinda þinna, en eng- inn bjóst við að svona færi. Þú glímd- ir við þann sjúkdóm, sem hefur tekið góðan skerf af fjölskyldu okkar. Ég fylgdist með veikindum þínum og trúði því fram á síðustu stundu að þú myndir vinna þetta erfiða stríð, ég veit þú reyndir þitt besta. Ég sit í þögninni og hlusta, ég heyri rödd þína, já, hún var mjög sérstök, mér fannst það strax sem krakka, mjög þýð og yfirveguð rödd, sem hefði átt heima í lestri jólakveðja á Þorláks- messu, svona hátíðarrödd. Við systurnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja hjá ykkur í nokkra daga fyrir 27 árum. Þið tókuð okkur eins og ykkar eigin börnum, okkur leið mjög vel hjá ykkur, fund- um öryggi í ykkar höndum. Hafðu þakkir fyrir það, þú átt hlutdeild í hjarta okkar. Það var líka gaman seinni árin að renna við hjá ykkur hjónakornunum á sunnudagsrúntin- um. Þá kynntist maður barnagæl- unni í þér, börnin áttu að hafa það sem þægilegast. Ég er þess fullviss að nú líður þér betur, þú hefur fengið fallegar mót- tökur, líklega hefur það verið svolítið stór englahópur sem vafði þig örm- um á ný, á nýjum stað, amma, afi og systkinin þín tíu sem á undan þér fóru. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég yndislegar og ógleyman- legar stundir. Þær verða vel varð- veittar í hjörtum okkar. Elsku Magga, börn, barnabörn og aðrir ástvinir, guð vaki yfir ykkur og styrki á þessum erfiða tíma. Hugur minn er hjá ykkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku frændi, komið er að kveðju- stund. Guð geymi þig. Þín frænka Dýrleif Ólafsdóttir. Fyrir tíu árum flutti ég með manni og syni til Grindavíkur tímabundið. Það er alltaf erfitt að slíta upp heim- ili og flytja á nýjan stað.Tala ekki um ef maður þekkir engan. En ég vissi að ég átti frænda sem bjó á staðnum. Einn daginn ákvað ég að hafa uppi á honum. Fór í vinnuna til hans, spurði um hann og mætti þá líka þessi ynd- islegi maður labbandi á móti mér og sagði: „Ertu Hulda frænka mín?“ Þannig hófust kynni okkar og eign- uðumst við Sævar sonur minn þessa yndislegu vini, Gylfa og Möggu, og hefur vinátta okkar haldist órofin síðan. Það er erfitt að sætta sig við að þessi sjúkdómur skuli hafa tekið þig burt svona snöggt, að engin lækning hafi getað gefið þér fleiri ár með Möggu og fjölskyldu sem var þér svo dýrmæt. Mér og sonum mínum er efst í huga á þessari stundu þakklæti fyrir að fá að þekkja þig og njóta vináttu ykkar Möggu. Hafðu hjartans þökk fyrir tímann sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku Gylfi frændi minn. Megi englarnir taka þig og vagga þér í örmum sínum. Elsku Magga, Hörður, Ásgrímur Kristinn, Guðbjörg og fjölskyldur. Minning um góðan mann, föður, tengdaföður og afa mun lifa í huga okkar allra. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hulda Sigurðardóttir. Kæri vinur. Haustvindur napur næðir, nístir mína kinn. Ég kveð þig kæri vinur, kveðja í hinsta sinn. Ég man brosið bjarta, og blíðan svipinn þinn. Það er sárt að sakna, sorgmæddur hugurinn. Ljúfar minningar líða, er lít um farinn veg. Lífið í fallegum litum, lífið í straumsins vé. Nú gengur þú með Guði, og gleðst við móður faðm. Æðri verk að vinna, við erum börnin hans. (Sæbjörg María Vilmundsdóttir) Innilegar samúðarkveðjur til eig- Gylfi Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.