Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær og skilorðsbatt refsingu karlmanns á fimmtugsaldri fyrir brot gegn lög- um um ávana- og fíkniefni. Í héraði var maðurinn dæmdur til sjö mán- aða fangelsisvistar, en fimm mán- uðir voru skilorðsbundnir. Hæsti- réttur dæmdi manninn hins vegar í átta mánaða skilorðsbundið fang- elsi, meðal annars vegna þess að mikill dráttur varð á málinu. Rúmt ár leið frá því að rannsókn lauk þar til ákæra var gefin út. Maðurinn var stöðvaður við um- ferðareftirlit í nóvember á sl. ári. Við leit í og við bifreiðina fundust 0,90 g af amfetamíni og um 20 g af hassi. Við húsleit fundust svo 84,27 g af maríjuana, 1,39 g af tóbaks- blönduðu kannabisefni, tvær kannabisplöntur, og 2,5 kg af of- skynjunarsveppum. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari og Páll Arnór Pálsson hrl. varði manninn. Refsing skil- orðsbundin í Hæstarétti Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GUÐNI Th. Jó- hannesson sagn- fræðingur segir 33 heimildir hafa verið veittar til símhlerana á ár- unum 1949 til 1968 vegna ógnar við þjóðaröryggi, þar af hjá átta al- þingismönnum. Þetta kemur fram í bók Guðna, Óvinir ríkisins – ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Ís- landi, sem kom út í gær. Veittar voru heimildir til hlerana hjá fjölda ein- staklinga sem hafa ekki verið í um- ræðunni vegna hlerunarmála til þessa, og nefnir Guðni þar Pál Berg- þórsson veðurfræðing, Úlf Hjörvar rithöfund, Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og Margréti Indriðadótt- ur, fyrrverandi fréttastjóra útvarps. Fékk bréf með upplýsingum „Þungamiðjan í þessari bók, fyrir utan hleranirnar, er ótti. Ótti yfir- valda hverju sinni við þá sem þóttu geta ógnað öryggi ríkisins. Óttinn er rauði þráðurinn,“ sagði Guðni á blaðamannafundi vegna útgáfu bók- arinnar í gær. Hann hafi fengið heimsókn frá manni sem sagði ekki til nafns en lét hann hafa bréf með upplýsingum um símhleranir. Þá hafi hann einnig verið kallaður á fund forsætisráðherra í Ráðherrabú- staðnum vegna hleranamálsins, en hlutverk stjórnvalda hafi verið að ráða úr þeim vanda sem upp var kominn þegar upp um hleranirnar komst og njósnir erlendra ríkja hér á landi. Í bókinni segir einnig frá því að öllum þeim gögnum um Atlantshafs- bandalagið sem voru í utanríkisráðu- neytinu hafi verið eytt árið 1956 að ákvörðun embættismanna þar. Guðna fjallar ítarlega um hlerunar- mál í bókinni og ástæður hlerana og segist hann hafa lagt upp með að svara því hjá hverjum og hvers vegna hafi verið hlerað, hvers vegna menn hafi óttast um öryggi stjórn- valda og hvort njósnir hafi verið stundaðar af erlendum ríkjum hér á landi. Í bókinni er jafnframt greint frá því hvernig skráningu upplýs- inga um þátttöku manna í mótmæl- um og félagasamtökum var háttað á árum áður. Hóf öflun heimilda í Bretlandi Heimildaöflun Guðna hófst þegar hann var við doktorsnám í sagnfræði í Bretlandi fyrir þremur árum. Þar hafi prófessor í sagnfræði sagt hon- um frá því að hann hefði rekist á skýrslu frá 1972 úr þjóðskjalasafni Breta þar sem fjallað væri um ör- yggismál á Íslandi, en heiti skýrsl- unnar er State of Security in Ice- land. Í henni væri sagt frá ítarlegri og greinagóðri spjaldskrá sem lög- regluyfirvöld á Íslandi hefðu yfir kommúnista og velunnara þeirra. Guðni hóf þá heimildaleit hér á landi og komst að því að í héraðsdómi Reykjavíkur væri að finna gögn um símhleranir frá hinum gamla Saka- dómi Reykjavíkur. Guðni fékk í mars í fyrra að líta á dómsúrskurði um símhleranir 1949– 1968. „Það var einn mest spennandi dagur í lífi mínu sem sagnfræðingur, dagurinn sem ég fékk að kíkja á þetta,“ segir Guðni. „Ég satt að segja trúði ekki eigin augum þegar ég fletti þessu, þarna voru úrskurðir um símhleranir í sex skipti á tímum kalda stríðsins, símanúmer í röðum og rökstuðningur stjórn- og lög- regluyfirvalda fyrir þessum hlerun- um hverju sinni,“ segir Guðni. Þá hafi hann þurft að finna hverjir áttu þessi símanúmer, þar sem nöfn fylgdu ekki númerunum í þessum skjölum. Þegar hann hafi lokið því starfi hafi hann ákveðið að skrifa bók um málið. Hann hafi flutt erindi á söguþingi um hleranirnar og upp úr því hófst hið svokallaða hlerunarmál sem hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum seinustu mánuði. Hleranir einar dugðu ekki Guðni segir heimildir fyrir því að lögregla hafi haft gagn af hlerunum árið 1968, en allt sé það þó álykt- unum háð. Hleranir hafi þó ekki dug- að einar sér til að róa ráðamenn, ráð- herrarnir Hermann Jónasson og Bjarni Benediktsson hafi verið áhugasamir um að stofna heima- varnarlið til að verja stjórnvöld fyrir mögulegum árásum. Bandaríkja- menn hafi á seinni hluta kalda stríðs- ins haft áhyggjur af öryggismálum hér og talið innra öryggi hér ábóta- vant. Tillögur Bandaríkjastjórnar um umbætur í þeim efnum séu enn í dag það viðkvæmar að ekki sé hægt að nálgast þær óritskoðaðar. Í bók Guðna kemur einnig fram að árið 1975 hafi bresk stjórnvöld talið ástæðu til að auka leynilegar aðgerð- ir hér á landi, þar með talið hlustun og eftirlit, til að komast að áformum íslenskra stjórnvalda. Þetta var í að- draganda síðasta þorskastríðsins, og fann Guðni upplýsingar um þetta á minnisblaði frá aðstoðarutanríkis- ráðherra Breta á þeim tíma. Ótti rauði þráðurinn í bókinni Guðni Th. Jóhannesson segir margar heimildir hafa verið veittar til hlerana Í HNOTSKURN »Guðni Th. Jóhannessonsagnfræðingur hefur skrifað bókina Óvinir ríkisins – ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi, sem kom út í gær. »Guðni segir segir 33 heim-ildir hafa verið veittar til símhlerana á árunum 1949 til 1968 vegna ógnar við þjóðar- öryggi. Guðni Th. Jóhannesson HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt bíl- stjóra vörubifreiðar í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið gegn rauðu ljósi og lent í árekstri við strætisvagn. Fimm manns meiddust í vagninum, þar á meðal bílstjórinn sem kastaðist út úr vagninum og hlaut meiriháttar áverka á fótum – sem taka þurfti af neðan við hné. Þar sem ákæruvaldið nefndi ekki í greinargerð til Hæsta- réttar kröfu um sviptingu ökuréttar var ökumanninum ekki dæmt svipt- ing. Í héraði var hann hins vegar sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði. Ákærði neitaði að hafa ekið gegn rauðu ljósi en með vísan til fram- burðar vitna taldist brot hans sann- að. Þar að auki sagði ákærði fyrir dómi að þegar hann ók inn á gatna- mótin hefði athygli hans beinst að manni sem var við vinnu þar. Greiðir rúmar tvær milljónir Maðurinn var í héraði dæmdur til greiðslu 300 þúsund kr. króna í sekt til ríkissjóðs og 890 þúsund kr. í ann- an sakarkostnað. Auk þess þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað, 171 þúsund kr. og málsvarnarlaun verjanda síns, í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 684 þúsund kr. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein- ar Gunnlaugsson. Kolbrún Sævars- dóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Guðmundur Ágústsson hdl. varði manninn. Valdur að alvar- legu slysi Ók gegn rauðu ljósi og lenti í árekstri edda.is Hannes Pétursson „Þetta eru stórtíðindi ... Hannes er eitt albesta skáld sem ort hefur á íslensku, sama hvaða tíma við tiltækjum.“ Silja Aðalsteinsdóttir, Mbl. „Hannes er meðal fárra skálda sem hafa innri kraft til þess að vera alltaf ung og alltaf frumleg í ljóðum sínum.“ Halldór Blöndal, Mbl. „Mikil tíðindi.“ Sjón, Mbl. Metsölulisti Mbl. 30. nóv. 3. LJÓÐ FARÞEGAR sem fara áttu með vél Icelandair til Kaupmannahafnar síðdegis í gær þurftu að bíða í flug- stöðinni fram á tólfta tímann í gær- kvöldi þar sem í ljós kom að lítið gat hafði komið á skrokk vélarinn- ar. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að gatið hafi uppgvötvast þegar verið var að aka landgöngurananum frá vélinni eftir að farþegarnir voru komnir um borð í vélina. Í ljós hafi komið að raninn hafi rekist í vélina með þessum afleiðingum. Önnur vél kölluð til Hann hafði ekki upplýsingar um hvort gatið hefði áhrif á flughæfni vélarinnar, sem er af gerðinni Boeing 757, en ákveðið hefði verið að senda þotuna til viðgerðar og kalla til aðra vél félagsins til að flytja farþegana til Kaupmanna- hafnar, og til að flytja farþega frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Yfir 100 farþegar biðu eftir flug- inu til Kaupmannahafnar á Kefla- víkurflugvelli, og fengu þeir mat og drykk í boði flugfélagsins. Einnig biðu farþegar eftir vélinni í Kaup- mannahöfn, en Guðjón sagðist ekki hafa upplýsingar um fjölda þeirra. Landgangurinn skemmdi flugvél Ljósmynd/Hilmar Bragi Gat Gert var við vélina í gærkvöldi. ♦♦♦ SAMFYLKINGIN heldur flokks- stjórnarfund sinn laugardaginn 2. desember kl. 12–16 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í Reykjanesbæ. Á fundinum verða kynntir efstu menn allra framboðs- lista Samfylkingarinnar fyrir al- þingiskosningarnar og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, flytur barátturæðu. Þá verð- ur rætt í hópum um áherslur í kom- andi kosningabaráttu. Flokksstjórnar- fundur Sam- fylkingarinnar SEX manns voru fluttir á slysa- deild, þar af tvennt með höfuð- áverka, eftir mjög harðan árekstur á Reykjanesbraut við Hnoðraholt í Garðabæ laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði mátti rekja óhappið til mann- legra mistaka, eins og raunar mörg umferðaróhöpp. Ökumaður sem ætlaði að taka u-beygju sá ekki bíl sem kom aðvífandi aftan að og lenti sá inn í hlið bílsins sem ætlaði að beygja. Lýsing var í lagi, gatan blaut en aðstæður ekki slæmar til aksturs á slysstaðnum, að sögn lögreglu. Hún sagði að báðir bílarnir hefðu skemmst mikið við áreksturinn, jafnvel eyðilagst. Harður árekstur Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.