Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 28

Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Svasíland með augum Sigur Rósar Láta sig málin varða og koma við á ljós- myndasýningu drengjanna í hljómsveitinni Sigur Rós, í versluninni Liborius, Mýrargötu 3. Myndirnar tóku þeir á ferðalagi sínu um Svasíland á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Myndirnar verða seldar hæstbjóðendum til styrktar alnæmisverk- efnum UNICEF í Svasílandi, en þar er hæsta hlutfall HIV-smitaðra í heiminum. Heimilislegt súkkulaði Skella sér í Heimilisiðnaðarfélag Íslands á Laufásvegi 2 þar sem verður opið hús á morg- un, laugardag, frá kl. 13–17. Þar verða kynnt hin ýmsu námskeið Heimilisiðnaðarskólans og félagsmenn bjóða handverk til sölu. Þjónustu- deildin og Þjóðbúningastofan verða einnig opnar en þar eru kynntir íslenskir þjóðbún- ingar. Boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi og pip- arkökur. Aðgangur ókeypis. Árleg Jólasýning Árbæjarsafns Ótrúlega skemmtileg stemning verður í Ár- bæjarsafni kl. 13–17 á sunnudag þegar hin ómissandi jólasýning safnsins stendur yfir. Þar verður gamalt handbragð kynnt, skorið út laufabrauð, föndrað, tólgarkerti búin til og svo mætti lengi telja. Eins verður jólatrés- skemmtun með öllu tilheyrandi kl. 15 og gömlu bræðurnir úr fjöllunum fara á stjá. Tilvalin sunnudagsskemmtun fyrir háa sem lága. Fagna ljósum á Óslóarjólatrénu Algerlega ómissandi að fara á Austurvöll á sunnudaginn kl. 16 með jólasveinahúfu og verða vitni að því þegar hinn 11 ára norsk- íslenski Jóel Einar Halldórsson tendrar ljósin á Óslóartrénu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög, Dómkórinn syngur og jólasveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur ætla líka að syngja jólalög með kátum krökkum. Könglakeppni Garðyrkjufélags Íslands Fjölmenna á Frakkastíg 9 á laugardaginn frá kl. 14–18 og láta á það reyna hvaðan köngl- arnir sem þar verða séu komnir. Könglarnir eru merktir með númeri og síðan á fólk að freista þess að þekkja tréð sem gaf köngulinn. Sá sem greinir flesta köngla vinnur jólatré frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Heitt á könnunni, kakó, piparkökur og kertaljós. Allt eru þetta könglar af trjám sem vaxa hér á landi. Jólakransar og gluggatjöld Þeir sem eru í hugmyndaþröng með jóla- gjafir ættu að líta við hjá listakonunum í gall- erí RE-105 sem verða með vinnustofusýningu milli klukkan 13 og 17 á laugardag. Þar gefur að líta fatnað, málverk, jólakransa, gluggatjöld og fleira. Vinnustofan er á 3. hæð Skúlatúns 4 í Reykjavík. mælt með … Ég hef verið að taka sultu allt mitt líf.Ég byrjaði 14 ára og reiknaðu nú,“segir hún og hlær svo góða stundómar eftir. „Þá bjó ég til hunda- súrusultu sem ég geri reyndar enn. Hunda- súruhlaup er alveg dásamlega gott – og hrís- grjónalummur. Þegar ég var lítil stelpa tíndi ég stór hundasúrublöð og lagaði úr þeim mauk. Síðan bjó ég til lummur, gamaldags lummur úr afgöngum af grjónagraut, bætti bara við eggi, hveiti, dálitlu af lyftidufti og salti. Toppurinn var síðan hráa hangikjötið, sem ég skar niður í örþunnar sneiðar og bar fram með hundasúru- sultunni og lummunni. Þetta er yndislega gott og þjóðlegt eftir því. Ég heyri bara englana syngja þegar ég tala um þetta.“ Safnað fyrir orlofi sjúklinga Matseld, föndur og postulínsmálun eru líf og yndi Kolbrúnar enda er hún hafsjór af fróðleik um allt saman og þar fær ríkuleg sköp- unargáfan líka að njóta sín. En hæfileikana notar hún ekki aðeins í eigin þágu heldur líka annarra. ,,Það gefur mér alveg óendanlega mikla gleði að gleðja og hjálpa öðrum og sú gleði verður að orku í mínum kroppi. Það er ekki svo lítil gjöf,“ segir Kolbrún sem hefur í rúman áratug verið í forsvari í forsvari fyrir líknar- og vinafélagið Bergmál. „Við höfum haldið orlofsvikur fyrir krabbameinssjúka og langveika í 11 ár í 22 skipti og höfum tekið á móti rúmlega þúsund manns, þeim að kostn- aðarlausu. Fjöldi fyrirtækja og góðs fólks hef- ur styrkt okkur í starfi og ég segi oft að ég sé í því forréttindahlutverki að fá að klukka þessar góðu manneskjur til þess að vinna með okkur. Bergmál er einnig með opið hús einu sinni í mánuði og heldur auk þess árshátíð fyrir þá sem eru með krabbamein og langvinna sjúk- dóma. Aðra helgina í desember er svo aðven- tuhátíðin okkar, en þá er messa í Háteigskirkju og á eftir er fjölmennt í kaffi þar sem koma allt að 200 manns og gleðjast með okkur.“ Lítið félag – stór verk Það sannast í Bergmáli að það þarf oft ekki marga til þess að vinna góðverk, reyndar oft kraftaverk því flest í sjálfboðaliðastarfi félags- ins, hefur ekki farið hátt í samfélaginu. „Við er- um 40–45 manna kjarni en hjálpfúsar hendur eru svo miklu fleiri. Annars hefðum við aldrei getað framkvæmt allt það sem við erum þó bú- in að gera. Nú erum við að byggja hús utan um starfsemina og vonumst þar með til að geta boðið fleirum upp á orlof og annað tómstunda- starf en þörfin er mjög mikil. Allur stuðningur væri því vel þeginn,“ segir klukkarinn og bros- ir. Og Bergmálsfólkið liggur ekki á liði sínu. Þær Kolbrún og Þóranna Eiríksdóttir eru bún- ar að vera í sultugerð í allt haust. „Við ætlum að selja sulturnar á jólamarkaðnum í Hafn- arfirði í desember. Í fyrra seldum við sultur fyrir 300 þúsund, við þessar tvær konur,“ segir skörungurinn og brosir. „Ég get sagt þér að 300 þúsund krónur grípur maður ekkert upp úr steinunum. Þær runnu vitaskuld beint í Bergmálssjóðinn og í ár stefnum við á að gera betur. Það er búið að vera svo gaman að gera þessar sultur því við erum sko alls ekkert einar í þessu. Gott fólk hefur verið að gefa okkur hrá- efni eins og rabarbara, jarðarber, bláber og fleira. En ekki nóg með það heldur hafa margir gefið okkur krukkur undir sulturnar og þá voru okkur færðar glerskálar sem eru undir sumum krukkunum og skeiðarnar sem fylgja og eins efnið í fallegu sultuklútana.“ Kolbrún leggur áherslu á að þetta sé lífræn ræktun. „Þetta er sko ,,labella naturella“, góm- sæt rifsberja- og sólberjahlaup, stikilsberja- og jarðarberjasultur og í sumar setti ég líkjöra eins og Grand Marnier. Bláberja, jarðarberja- og rabarbarasulturnar eru dásamlegar með vöfflum og pönnukökum og rifsberja- og sól- berjahlaupin með ostum. Þær eru líka allar góðar með steikum. Svo ræður auðvitað smekkur hvers og eins.“ En skyldi hún luma á einhverju 50 ára gömlu leyndarmáli í sultugerð? „Ég á reyndar slíkt leyndarmál og ég skal ljóstra því upp. Þegar ég bý til berjasultu set ég örfá korn af salti út í maukið, það má ekki salta, en örfá korn draga betur fram bragðið,“ segir Kolbrún sem svo sannarlega bergmálar kærleikann í verki. Skyrkaka á fimm mínútum Kolbrún hefur alltaf haft gaman af matargerð en finnst oft skemmtilegast að gera mikið úr litlu. Hún gefur hér lesendum Morgunblaðsins frábæra uppskrift að skyrköku sem hún segir að taki aðeins fimm mínútur að útbúa. 1 pk Lu kanilkex 500 g vanilluskyr 3 msk. Nesquick kakóduft, kúffullar 1 peli rjómi ananas, jarðarber og bláber, niðurskorið. Setjið kanilkexið í plastpoka og myljið það niður með buffhamri. Dreifið kexmulningnum jafnt í botninn á ílöngu móti. Hrærið kakóduft- inu saman við vanilluskyrið og smyrjið því svo yfir kexið. Þeytið loks rjómann og skreytið með ferskum, söxuðum ávöxtum eins og an- anas, jarðarberjum og bláberjum. Morgunblaðið/Ómar Leyndarmál Örfá korn af salti eru sett út í berjamaukið, enda dregur það betur fram bragðið að sögn Kolbrúnar. Kærleikssultur Bergmáls Það drýpur kærleikur og gleði af hverjum sultudropa enda hafa margar góðar manneskjur kom- ið að sultugerð Bergmáls. Kol- brún Karlsdóttir sem fær að klukka góða fólkið hefur hvorki meira né minna en 50 ára reynslu í sultugerð. Sultudraumur Bergmálssulturnar bragðast vel enda margar hendur lagt gott eitt til. Morgunblaðið/Ómar Klukkarinn Kolbrún Karlsdóttir tekur að sér að klukka fólk til góðra verka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.