Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVER skyldi staða HIV/ alnæmis vera núna 25 árum eftir að fyrsti maðurinn greindist með HIV í heiminum? Einkunn- arorð Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar- innar þetta árið gefur það í skyn en þau eru: Stöndum við loforð okkar. Stöðvum út- breiðslu alnæmis! Hvað hefur áunnist? Í dag eru um 39 milljónir smitaðir af HIV eða um 1% jarð- arbúa á aldrinum 15–49 ára. Á árinu 2005 smituðust um 4 millj- ónir manns og tæplega 3 milljónir létust. Jákvæðu fréttirnar eru þær að þótt tíðni smitunar sé ennþá allt of há virðist hafa dregið aðeins úr útbreiðslu sjúkdómsins á heims- vísu. Aukningin er mest á ákveðnum svæðum og í löndum eins og Suðaustur-Asíu og í fyrrum Sovétríkjunum. Þekkingin á sjúk- dómnum er orðin það mikil í dag að hægt er að vita með ákveðnu ör- yggi hvert beri að stefna til þess að hægja á faraldrinum og draga úr neikvæðum áhrifum hans. Hin pólí- tíska forysta í ýmsum löndum hef- ur einnig tekið verulega við sér til þess að takast á við þennan vanda. Aldrei hefur hærri fjárhæðum ver- ið varið til málaflokksins, en árið 2005 var sett fimmfalt hærri upp- hæð til hans en árið 2001 eða 8,3 milljarðar dollara. Hvað má gera betur? Þótt alþjóðasamfélagið hafi aldr- ei lagt meir af mörkum til þess að stöðva útbreiðslu HIV/alnæmis er ennþá af mörgu að taka. Sem dæmi standa sum lönd sig betur í for- vörnum nú en áður en sinna ekki meðferð sjúkdómsins sem skyldi, í öðrum löndum getur þessu svo ver- ið alveg öfugt farið. Enn önnur lönd hafa lítið sem ekkert sinnt þessu starfi hingað til. Ekki hefur enn tekist að vernda ákveðna hópa í sumum ríkjum, eins og ungt fólk og börn. Helmingur þeirra sem smitast í heiminum er ungt fólk 15–24 ára. Tæplega helm- ingur þeirra hefur ekki nægilega þekkingu á sjúkdómnum til þess að geta t.d. varið sig smiti. Í einhverjum löndum hefur tekist að breyta hegðun ungs fólks, t.d. með aukinni fræðslu í skólum, frestun á því að ung- menni hefji kynlíf, fækkun rekkjunauta, aukinni smokkanotkun í skyndikynnum og með bættri greiningu. Þetta sannar að for- varnir virka og að efl- ing þeirra getur bjarg- að mannslífum. Leggja þarf ríkari áherslu á að gefa barnshafandi konum lyfja- meðferð og meðhöndla HIV-jákvæð börn. Ef konur fá árangursríka meðferð við HIV á meðgöngu breytast líkurnar á að barnið smit- ist af HIV úr um 26% í minna en 1%. Einnig þarf að auka verulega möguleika kvenna á því að geta sjálfar varið sig í kynlífi. Bæta þarf stöðu þeirra í samfélögum ýmissa landa því að bág fjárhags- og fé- lagsleg staða kvenna getur valdið því að þær smitast frekar af HIV. Rannsóknir sýna að HIV-jákvæðar konur eru margfalt líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi en aðrar konur. Í fjölmörgum löndum hafa um 20–44% karlmanna viðurkennt að hafa beitt konur sínar eða kær- ustur ofbeldi. Ofbeldi eða ótti kvenna við að verða beittar ofbeldi getur gert þeim erfitt fyrir, ef ekki ómögulegt, að neita kynlífi, krefja maka sinn um að vera trúr eða að hann noti smokk. Þær láta einnig síður greina sig við slíkar aðstæður eða fá aðhlynningu vegna HIV- smits síns. Enn fremur þarf að leggja mun meiri áherslu á forvarnarúrræði fyrir karlmenn sem hafa kynmök við aðra karlmenn, sprautufíkla og fólk sem selur sig. Einnig þarf að taka verulega á fordómum sem enn eru mjög útbreiddir víða um heim. Huga þarf að þeim 15 milljónum barna sem eru munaðarlaus vegna HIV og þurfa á mikilli umhyggju og stuðningi að halda. Þeim hefur hingað til ekki verið sinnt sem skyldi. Hvað er framundan? Þegar á heildina er litið þarf að efla baráttuna gegn HIV á flestum stöðum í heiminum ekki seinna en núna og um ókomna framtíð. Þetta þarf að gera ef t.d. á að takast að auka aðgengi allra að HIV-lyfjum en í dag hafa einungis 20% smit- aðra aðgang að þeim. Hið sama gildir ef við eigum að geta hægt á og dregið úr tíðni HIV-smitunar í heiminum, en það er markmið Sameinuðu þjóðanna að svo verði árið 2015. Hér á landi væri mjög æskilegt að fólk notaði smokka í meiri mæli en það gerir og fari fyrr í mót- efnagreiningu telji það sig hafa stundað óábyrgt kynlíf. Hafi fólk smitast er mikilvægt að það fái meðferð til þess að koma í veg fyr- ir að smita aðra óaðvitandi og hindra að sjúkdómurinn þróist úr HIV yfir í alnæmi. Barnshafandi konur mættu einnig í auknum mæli láta kanna hvort þær eru smitaðar af HIV, en rannsókn árið 2004 leiddi í ljós að einungis 40% þeirra gerðu það. Eins og fram hefur komið dregur áhrifarík meðferð við HIV á meðgöngu verulega út líkum á því að barn smitist af HIV í með- göngu og við fæðingu. Stöndum við loforð okkar. Stöðv- um útbreiðslu alnæmis! Allir sem einn! Látum verkin tala. Stöndum við loforð okkar – Stöðvum útbreiðslu alnæmis Sigurlaug Hauksdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi gegn HIV og alnæmi »Hér á landi værimjög æskilegt að fólk notaði smokka í meiri mæli en það gerir og fari fyrr í mótefna- greiningu telji það sig hafa stundað óábyrgt kynlíf. Sigurlaug Hauksdóttir Höfundur er yfirfélagsráðgjafi á sótt- varnasviði Landlæknisembættisins og á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Á ÞESSU ári hafa sjúklinga- félögin, Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um floga- veiki; MG – félag Ís- lands; MS – félag Ís- lands og Parkinsonsamtökin, [Vinnuheitið SAM- TAUG] haft með sér samráð og knúið dyra hjá yfirstjórn Land- spítala – háskólasjúkra- húss (LSH). Er það gert í því skyni að auka skilning milli aðila, er hafa lýst yfir vilja sín- um með skriflegu sam- komulagi til að eiga samstarf með skipulegum hætti um mál sem varða skjólstæðinga félag- anna og LSH. Þetta hefur gengið vel eftir og af skiljanlegum ástæðum hef- ur ýmislegt komið í ljós sem betur mætti fara í okkar heilbrigðiskerfi, sem því miður er komin slagsíða á. Þetta er ekki síst vegna þess að innan félaganna er að finna fagaðila, sem ýmist vinna ennþá á sjúkrahúsunum eða eru komnir á eftirlaun. Þá er ver- ið að tala um að vekja athygli stjórn- valda t.a.m. á ýmsum hagkvæmum atriðum er leitt gætu til frekari sparnaðar í heilbrigðiskerfinu, sé til lengri tíma litið. Hollvinir Grens- ásdeildar hafa vakið athygli á nauð- syninni á t.d. að byggja nýja a.m.k. 1000 m² álmu við deild- ina og mætti með því spara mikið fé til fram- búðar. Þá hefur komið í ljós að loknu málþingi Heilaheilla í október s.l., að með því að setja á laggirnar sérstaka deild innan sjúkrahúsanna, er hefði sérhæfðu starfs- fólki í heilablóðfalls- sjúkdómum á að skipa, væri hægt að bjarga mannslífum. Þá hefur komið í ljós að staða Sjálfsbjargar, að ný- loknum sambandsstjórnarfundi um síðustu helgi, er nokkuð breytt, Sjálfsbjörg þarf að ganga í endurnýj- un lífdaga og þá einnig staða fatlaðra í okkar samfélagi. Þá er eftir að minn- ast á málefni aldraðra o.s.frv. Í stuttu máli, það verður að segjast eins og er að sú afvegaleidda umræða um „hátæknisjúkrahús“ hefur nokkr- um sinnum skotið upp kollinum og tafið fyrir umræðunni. Það hefur heyrst sú skoðun að nota frekar nokkra milljarða af sölu Símans til að bæta þá þjónustu sem nú er, heldur en að byggja nýtt sjúkrahús. Ég held að menn ættu aðeins að staldra hér við og ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á málinu. En þar sem við er- um sammála um að bæta þjónustuna sem nú er, þá ættum við að horfa til framtíðar og styðja hugmyndina um nýtt og veglegt sjúkrahús, en koma þeim skilaboðum til stjórnvalda að þau skuldi þjóðinni velferðarkerfið og taki peninganna annarsstaðar frá. Þannig geta þau leiðrétt þann halla sem nú er. Stjórnvöld skulda velferðarkerfi Þórir Steingrímsson fjallar um heilbrigðis- og velferðarkerfið » ... þar sem við erumsammála um að bæta þjónustuna sem nú er, þá ættum við að horfa til framtíðar og styðja hugmyndina um nýtt og veglegt sjúkra- hús ... Þórir Steingrímsson Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður, form. Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Býður sig fram í 1.–2. sæti fyrir forval VG í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. HINN 29. júní sl. féll dómur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur þar sem áminn- ing sem Landspítali – háskólasjúkra- hús (LSH) veitti Stefáni E. Matthíassyni, yf- irlækni á LSH, var dæmd ólögmæt en þá áminningu nýtti yf- irstjórn LSH svo til grundvallar þess að víkja Stefáni úr starfi. Dómur Héraðsdóms er afdráttarlaus: Áminningin var ólög- mæt. Í niðurstöðu dómsins segir svo: „Er því ekki unnt að líta svo á að stefnandi (Stefán E. Matthíasson) hafi óhlýðnast löglegu boði eða banni stefnda (LSH) eins og haldið er fram af stefnda hálfu að stefnandi hafi gert. Þar með hafði stefndi enga lögmæta ástæðu sam- kvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996 til að veita stefnanda áminningu eins og gert var 31. október 2005.“ Flestir vinnuveit- endur landsins myndu líklega skammast sín fyrir að fá á sig og sín störf slíkan áfellisdóm, sem hér að ofan greinir. LSH hefur nú tekið þá ákvörðun að áfrýja ekki fyrrnefndum dómi, lækningaforstjóri sjúkrahússins hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann telji það „skárri kost“ en þann að tapa mál- inu, aftur, fyrir Hæstarétti. Þetta þýð- ir hins vegar ekki, eins og flestir lög- hlýðnir borgarar þessa lands myndu álykta, að LSH ætli að virða nið- urstöðu dómsins og hafa í heiðri þá meginreglu sem ég hélt að gilti í rétt- arríki að allir séu jafnir fyrir lögunum. LSH hefur nefnilega ákveðið að brott- vikning Stefáns, byggð á ólögmætri áminningu, standi og skárra sé að semja við hann um skaðabætur, sem lækningaforstjóri sjúkrahússins telur að verði „óverulegar“. Góður Guð láti gott á vita. Spurn- ingin er bara sú, óverulegar fyrir hvern? Skattgreiðendur? Siv Frið- leifsdóttur? Frá heilbrigð- isráðherra Framsókn- arflokksins, nefndri Siv Friðleifsdóttur, hefur ekkert heyrst hvað þetta mál varðar að und- anförnu, og ég geri þannig ráð fyrir að að- gerðir yfirstjórnar LSH nú séu með hennar sam- þykki og velþóknun. Sú staðreynd er athygl- isverð: Hér lætur æðsti yfirmaður heilbrigð- isstarfsfólks hins op- inbera það viðgangast að brotin séu lög á einum starfsmanna sinna og viðkomandi síðan vikið úr starfi fyrir það að vera ekki sammála yf- irstjórn þeirrar stofn- unar sem viðkomandi vinnur hjá. Í hvaða stöðu setur það annað starfs- fólk LSH? Verð að viðurkenna að ég er ekki lögfræðingur. Ég þekki Stefán E. Matthíasson heldur ekki neitt; man reyndar ekki eftir því að hafa nokkurn tímann talað við mann- inn. Líklega ætti ég því ekki að vera að tjá mig um þetta mál, heldur þegja eins og ýmsir koll- ega minna hafa því mið- ur kosið að gera; það væri svo auðvelt og um leið svo aum- legt. Enginn veit nefnilega hverjum sverðin sveiflast næst og hvar höggin koma niður. Þannig er réttaröryggi framtíðarinnar til handa starfs- mönnum LSH. Eru ekki annars kosn- ingar til Alþingis næsta vor? Réttaröryggi starfsmanna á LSH Hlynur Níels Grímsson fjallar um dómsmál Stefáns Matthías- sonar gegn Landspítala – há- skólasjúkrahúsi Hlynur Níels Grímsson »Hér læturæðsti yf- irmaður heil- brigðisstarfs- fólks hins opinbera það viðgangast að brotin séu lög á einum starfs- manna sinna og viðkomandi síð- an vikið úr starfi fyrir það að vera ekki sam- mála … Höfundur er læknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum við Land- spítala – háskólasjúkrahús. ÞESSA dagana er að berast í verslanir nýr CD-diskur með lög- um og textum Ása í Bæ. Disk- urinn ber nafnið „Gaman að vera til“ og er nafnið sótt í gullfallegt ljóð Ása um vin sinn Oddgeir Kristjánsson tónskáld er hann samdi um hann látinn. Hér er um að ræða heildstætt safn laga og texta Ása í Bæ og er vandað til verka. Árni Johnsen hefur safnað sam- an og drifið verkið áfram eins og honum er einum lagið. Í fyrsta skipti eru gefnar út sumar af perlum Ása eins og Barnabragur og lagið Í kvöld eftir „Vosa“ Alfreð Washington Þórð- arson með ljúfum texta Ása er eitt af höfuðperlum í mjög svo skraut- legri tónlistarflóru Eyjamanna. Þegar þetta safn laga berst manni til eyrna hljómar niður fersks mannlífs og óbeislaðrar náttúru Eyjanna. Má segja að „þjóðarsál“ Eyjamanna komi best fram í Eyjalögunum en það nafn hafa lög Ása í Bæ, Oddgeirs Kristjánssonar, Alfreðs Wash- ington, Lofts Guðmundssonar og Árna úr Eyjum fengið með ár- unum. Þessi diskur er ómissandi í safn þeirra er elska ferskt mann- líf Eyjanna og má segja að í þessum lögum lifi andi þessara bóhema og lífskúnstnera er gerðu þessi leikandi ljóð og lifandi tón- list. Flytjendur eru breiðfylking úr flóru tónlistamanna á Íslandi og ná þeir að fanga áhrif gömlu tón- skáldanna á einstakan hátt. Í mörgum laganna er maður bók- staflega kominn út á sundin blá með sefandi gutli bárunnar og allt upp í að sigla hraðbyri á hvít- um unnarföldum. Árni, takk fyrir þetta frábæra framtak og megi þessi kraftur sem einkennir þig fylgja þér með Guðs hjálp í þeim störfum sem fram undan eru hjá þér. SIGURMUNDUR G. EINARSSON Suðurgerði 4, 900 Vestmannaeyjar. Gaman að vera til Frá Sigurmundi G. Einarssyni: Sigurmundur G. Einarsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.