Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 47 það þarf líka að halda því við og þar var Gunni einnig fremstur í flokki. Gunni var náttúruunnandi og eyddi stórum hluta af hverju sumri við veiðiskap, fór margar ferðir, hann naut þess að vera í góðum félagsskap við fallega á eða vatn og renna fyrir lax eða silung. Veiðifélagið, hver skyldi hafa verið aðalmaðurinn þar? Jú það var auðvit- að Gunni Sig. Gunni sá um að kalla menn saman í nóvember ár hvert til að fara yfir síðasta tímabil og taka ákvarðanir fyrir næsta veiðitímabil. Fyrir þá sem ekki vita þá er það heilmikið mál að fara 8 saman í tvær 2 og 3 daga veiðiferðir eins og okkar hópur gerði sl. sumar. Það þarf að huga að mörgu, veiðileyfum, gistingu, bílum, skipulagningu, ýmsum búnaði og ekki síst mat og drykkjarvörum og í þessu var Gunni sérfræðingur. Stórveislur á hverju kvöldi þar sem íslenska lambakjötið var í uppáhaldi. Þó að Gunni drykki ekki áfengi sá hann um að þeir sem vildu fengju sitt rauðvín, bjór eða annað sem menn vildu sötra með matnum, sjálfur drakk Gunni bara gamla góða Kókið. Gunni hafði unnið hjá Vífilfell í 35 ár og þekkti þar alla innviði betur en flestir aðrir og er hans sárt saknað en mestur er þó söknuður fjölskyldunn- ar, en Gunna var mjög annt um hags- muni síns fólks. Við félagarnir sem nú kveðjum okkar góða vin Gunna Sig. þökkum samfylgdina, sendum börnum hans, fyrrverandi eiginkonu og öðrum ætt- ingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíl í friði kæri vinur. Andrés Hannesson, Friðjón Guðmundsson, Garðar Halldórsson, Jón Guðmundsson, Sigurður Bogason, Sverrir Þorsteinsson, Sæmundur Sverrisson. Þau voru váleg tíðindin sem bárust okkur, að starfsfélagi okkar Gunni Sig. væri látinn langt fyrir aldur fram. Í kjölfarið létum við hugann reika og rifjast upp minningar um góðan starfsfélaga. Það er sammerkt með okkur öllum að Gunni var með þeim fyrstu til að bjóða okkur velkomin þegar við hófum störf hér hjá Vífil- felli. Þetta var til marks um þann mann sem Gunni hafði að geyma, hann hafði einstakt lag á að koma með björtu hliðarnar á erfiðum tímum í hinu daglega amstri og er það eig- inleiki sem við öll getum tekið okkur til fyrirmyndar. Gunni átti það til að rölta með nammiskál um allt fyrir- tækið og hér í gæðaeftirlitinu erum við oftast í sælgætisbindindi en yfir- leitt stóðumst við ekki freistingarnar hans Gunna. Það eru þessir litlu hlutir sem Gunni átti svo auðvelt með, hlýja, væntumþykja og löngunin til að gleðja aðra sem við hin gleymum í öllu stressinu, en það eru þessir hlutir sem yfirleitt standa upp úr. Það er mikill missir sem Vífilfell hefur orðið fyrir með fráfalli Gunna en við þjöpp- um okkur saman á þessum erfiðu tím- um og látum hans gleði, hlýju og væntumþykju verða okkur að leiðar- ljósi. Við sendum fjölskyldu og vinum Gunnars okkar dýpstu samúðar- kveðju á þessum erfiðu tímum. Við kveðjum Gunna með þessum orðum: Við getum grátið yfir dauða hans, eða við getum glaðst yfir lífi hans. Við getum lokað augunum og beðið bæn um að fá að sjá hann aftur, eða við getum opnað augun og séð allt sem hann skildi eftir. (Höf. ók.) Þínir vinir úr gæðaeftirlitinu. Guðni, Guðrún, Steina og Þórólfur. ✝ Elín Frímanns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 5. apríl 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 23. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Frímann Þórðarson verkamaður í Hafnarfirði og Guð- rún Ólafsdóttir hús- móðir. Systkini Elínar eru: Gróa, Ólafur, Einar, Guð- jón, Þorsteinn og Svana. Þrír bræður eru látnir, Ólafur, Einar og Þorsteinn. Eiginmaður Elínar var Kristján Kristjánsson skipstjóri, f. í Hafn- arfirði 22. júlí 1927, d. 26. febrúar 1997. Foreldrar hans voru Krist- ján Davíðsson og Laufey Einars- dóttir. Elín og Kristján giftu sig 2. október 1951, kvæntur Sigrúnu Eddu Árnadóttur. Þau eiga þrjár dætur: a) Árný, gift Bjarna Har- aldssyni. Þau eiga tvö börn; b) Elín Björk, sambýlismaður Kári Steinn Reynisson. Þau eiga tvo syni; c) Dagrún. 3) Kristján, prentsmiður, f. 17. október 1960, kvæntur Ingibjörgu Guðbrands- dóttur. Þau eiga tvo syni, Davíð Óla og Arnar Má. Elín lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1944. Samhliða húsmóðurstarfinu vann hún við margvísleg störf, m.a. verslun, en lengst af hjá Pósti og síma á Akranesi. Elín var einn af stofnendum Rebekkustúkunnar nr. 5, Ásgerð- ar á Akranesi. Hún var í stjórn Hjartaverndar. Einnig starfaði hún lengi í kvennadeild Slysa- varnafélagsins, Kirkjukór Akra- ness og kór eldri borgara á Akra- nesi. Útför Elínar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1. nóvember 1947. Þau bjuggu fyrst á Siglufirði, síðan á Akureyri, Patreks- firði og Akranesi frá 1955 til æviloka. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Sigríður, sjúkraliði, f. 14. des- ember 1948, gift Friðjóni Edvards- syni: Þau eiga þrjú börn: a) Edvard, fyrrv. sambýliskona Valdís Sigurðar- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru tvö. Edvard er nú í sambúð með Fönn Eyþórs- dóttur. Hún á þrjú börn; b) Krist- ján, kvæntur Elínborgu Sigur- jónsdóttur. Þau eiga tvö börn. Hún á eina dóttur fyrir; c) Elín, gift Reyni S. Ólafssyni. Þau eiga tvö börn. 2) Davíð, húsasmiður, f. Ella mín. Þegar að leiðarlokum er komið og maður sest niður með sjálf- um sér og lætur hugann reika þá er margs að minnast. Það eru góð fjörutíu ár síðan ég tengdist þér og fjölskyldu þinni. Fyrir mér opnaðist nýr heimur, ég kynntist allt í einu konu sem var eig- inkona skipstjóra sem mikið var að heiman og þessi kona þurfti að sjá um alla hluti heimilisins og ala upp börnin sín. Mikið dáðist ég að því hvað þér fórst það verk vel úr hendi, þú varst hin dæmigerða sjómanns- kona, sterk og ákveðin. Þú og Stjáni byggðuð ykkur sum- arbústað í Skorradal sem gaf ykkur mikla gleði, þið voruð þar allar þær stundir sem þið gátuð. Ég man hvað við Guðrún og krakkarnir sóttum mikið í að koma til ykkar upp í dal og alltaf vorum við velkomin. Mikið var þetta skemmtilegt tímabil í lífi okkar allra, þarna voruð þið, þú og Stjáni, á heimavelli, kóngur og drottning. Ella mín, það var mér mikil gæfa að hafa fengið að kynnast ykkur heiðurshjónum og hafa fengið að njóta samvista við ykkur. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Elsku Ella, Guð veri með þér. Þinn tengdasonur Friðjón. Elsku amma. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú í fanginu á afa. Ég á svo margar góðar minningar um þig, amma mín, og ein af þeim er frá því að ég var lítil og þú kallaðir mig nöfnu. Ekki fannst mér það nú flott nafn og tilkynnti þér það að ég héti Ella en ekki nafna og ég ber það nafn með stolti og hlýju. Háholtið er mér svo minnisstætt því það var alltaf gott og gaman að koma þangað til þín og afa. Þar var ýmislegt brallað en best af öllu var ástin og hlýjan sem þar var. Ég man hvað þú varst stolt af því að fá að vera módel hjá mér þegar ég kláraði námið mitt, þú brunaðir af Skaganum í brjáluðu veðri og fannst það bara í góðu lagi þar sem þér fannst svo mikilvægt að ég menntaði mig. Hvíl í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Þín Elín Friðjónsdóttir. Elsku amma Ella. Takk fyrir þær stundir sem við fengum að hafa með þér, við vitum að þú ert komin til afa og þér líður vel. Guð veri með þér. Andri Sævar og Guðrún Sara. Í dag kveðjum við okkar kæru frænku Elínu Frímannsdóttur, en eiginmaður hennar Kristján Krist- jánsson lést fyrir nokkrum árum. Í okkar huga voru þau hjónin eitt, „Ella og Stjáni á Akranesi“. Mikil eftirvænting ríkti þegar við systkinin fórum í heimsókn til þeirra hjóna upp á Skaga eða þegar þau komu til okkar í Fjörðinn. Eftir lát föður okkur voru Ella og Stjáni móð- ur okkar mikil hjálp. Sem dæmi um umhyggju þeirra tóku þau að sér að gefa okkur fermingarúr, eins og tíðkaðist að foreldrar gæfu börnum sínum á þessum tíma, en fjárhagur fjölskyldunnar á Austurgötunni leyfði ekki slíkar fjárfestingar. Ella fylgdist vel með hvernig mömmu og okkur systkinunum farn- aðist. Hún var gleðigjafi og að gleðja aðra veitti henni mikla gleði. Hún vann mikið í höndunum. Hún hann- aði og málaði ýmsa hluti sem hún gjarnan gaf og eigum við margt fal- legra hluta sem minna okkur á örlæti hennar. Við kveðjum kæra frænku með söknuði. Ella var sátt við að kveðja þennan heim og hitta Stjána sinn handan þessa heims. Við sendum frændsystkinum okk- ar og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Systkinin á Austurgötunni. Mér brá þegar ég vissi að Ella væri dáin, en hafði þó vitað að hún var búin að vera lengi veik. Við vorum saman í stjórn Hjarta- heilla, félags hjartasjúklinga á Vest- urlandi, í áraraðir eða þar til heilsa Ellu sagði stopp. Við keyrðum vítt og breitt á fundi og mér þótti vænt um að hafa hana með mér á þeim ferða- lögum. Ófáar samræðurnar áttum við stöllurnar á þessum ferðum og var engan aldursmun að greina á okkur þó að áratugir skildu okkur að. Hún var hlý og gefandi og hafði mikinn skilning á mannlegu eðli og breysk- leika. Á þessum ferðum okkar sýnd- um við hvor annarri mikinn trúnað og traust. Ég sakna Ellu og stundanna okkar saman, en veit að hún er komin á betri stað. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigrún Ríkharðsdóttir. Ella mín. Nú hefur þú kvatt þenn- an heim og er þín sárt saknað. Við vorum góðar vinkonur og gerðum margt saman. Eiginmenn okkar voru miklir vinir en þegar þeir féllu báðir frá með stuttu millibili, þá urðum við nánari vinkonur og reyndum að auðga líf okkar eftir mætti. Við fórum mikið saman í ferðalög og gistum gjarnan eina nótt einhvers staðar uppi í sveit. Þú varst alltaf svo ákveðin og vissir alltaf hvað best var að gera. Þú varst traustur og góður vinur. Við störfuðum saman í Oddfellow- reglunni og áttum þar margar ómet- anlegar stundir sem gott er að ylja sér við og veit ég að stúkan okkar, Ásgerður, er þér þakklát fyrir það mikla starf sem þú lagðir henni til, ekki síst þegar stúkan var stofnuð. Þú varst einn af frumkvöðlunum og vannst þar ómetanlegt starf. Ella mín. Nú ert þú horfin héðan og komin á betri stað, þar sem Krist- ján þinn hefur tekið á móti þér og fagnað. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Hvíl í friði, elsku vinkona. Ingibjörg Ólafsdóttir. Elín Frímannsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR, Húnabraut 20, Blönduósi, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi laugar- daginn 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 2. desember kl. 14.00. Hallbjörn Reynir Kristjánsson, Kristján Þór Hallbjörnsson, Hanna Þórunn Skúladóttir, Margrét Hallbjörnsdóttir, Kristján Kristófersson, Magnús Bergmann Hallbjörnsson, Vigdís Thordersen, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson, Birna Bjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÖRN STEINAR ÁSBJARNARSON, Þorgrímsstöðum, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju, Vatnsnesi, laugardaginn 2. desember kl. 14:00. Kristín Guðjónsdóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Þorbjörg Ásbjarnardóttir, J. Óskar Sigurbjörnsson, Margrét Ásbjarnardóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ásbjörn, Alexander og Þorvaldur Örn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ELÍAS TRYGGVI NORDGULEN, Laugarnesvegi 92, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigríður S. Einarsdóttir, Lúðvík Sigurður Nordgulen, Einar Nordgulen, Eva Samúelsson, Lúðvík Þ. Nordgulen, Margrét H. Helgadóttir, Ólafur Nordgulen, Íris Hall. ✝ Ástkær mágkona og frænka okkar, HELGA G. ÁSMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 29. nóvember sl. Hanna Helgadóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MICHAL DRZYMKOWSKI, Nesbú, Vatnsleysuströnd, andaðist á Landspítala Fossvogi mánudaginn 27. nóvember. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu mánudaginn 4. desember kl. 15.00. Jarðsett verður í Póllandi. Fyrir hönd aðstandenda, Jadwiga Drzymkowska, Mariusz Drzymkowski, Harpa Rós Drzymkowska, Monika Olender, Robert Kulis, Marcin Drzymkowski, Emilia Mieczkowska og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.