Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÍSLANDSKLUKKUNNI, listaverki Kristins E. Hrafnssonar við Háskól- ann á Akureyri, verður hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár um- fram árið 2000, kl. 17 í dag. Baldvin Jóh. Bjarnason, fyrrver- andi kennari og skólastjóri, hringir klukkunni með aðstoð Gunnars Aðal- geirs Arasonar, 5 ára leikskólanema. Varaforseti háskólaráðs og formaður Félags stúdenta við HA flytja ávörp og eftir barnasöng er boðið upp á kakó og smákökur í kaffiteríu skól- ans.    Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, heldur í dag hátíðarfyrirlestur sem ber heitið Hlutverk okkar í mótun ís- lenskrar menningar. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L201 að Sól- borg v/Norðurslóð og hefst kl. 12.    Sýningu Hönnu Hlífar Bjarnadóttur, Puntustykki, á Café Karólínu lýkur í dag, föstudaginn 1. desember. Verk- in sem Hanna Hlíf sýnir eru um stöðu og sögu kvenna fyrr og nú. Næsta sýning á Café Karólínu verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. Stefán Boulter sýnir.    Leikfélag Akureyrar er að leita að tveimur köttum til þess að leika í uppsetningu á leikritinu Svartur köttur, sem frumsýnt verður 20. jan- úar. „Óskað er eftir einum svörtum ketti og öðrum bröndóttum. Efnileg- ir kettir verða teknir í leikprufu. Ein- stakt tækifæri fyrir rétta ketti!“ seg- ir í tilkynningu frá LA. Nánari upplýsingar veitir Sigyn Blöndal sýningarstjóri sem hefur netfangið sigyn@leikfelag.is. Hátíðarstund við Íslands- klukkuna AKUREYRI BÆJARSTJÓRANUM á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni, voru í fyrradag afhentir undirskrifta- listar með 1.308 nöfnum fólks sem mótmælir fyrirhugaðri breytingu deiliskipulags á svæðinu á milli Sundlaugar Akureyrar og Íþrótta- hallarinnar. Á forsíðu undirskriftalistans seg- ir meðal annars: „Krafa okkar er að tillagan að breyttu deiliskipu- lagi á umræddri lóð verði dregin til baka og nýting svæðisins í heild skoðuð í samráði við íþróttaráð, skólanefnd, íþróttafélög og aðra þá sem eiga hagsmuni að gæta varð- andi aðgengi og uppbyggingu á þessari sameiginlegu stofnanalóð Sundlaugar Akureyrar, Íþróttahallarinnar, Íþróttahússins við Laugargötu og Brekkuskóla.“ Munu þetta vera einhver fjöl- mennustu mótmæli við einstaka skipulagstillögu á Akureyri. Það var Ásta Birgisdóttir, for- maður Sundfélagsins Óðins, sem afhenti bæjarstjóra undirskrifta- listana. Við sama tækifæri afhenti hún Kristjáni Þór einnig athuga- semdir frá stjórn Sundfélagsins Óðins. Þar segir meðal annars: „Að mati stjórnar Óðins er ótrúleg skammsýni fólgin í að heimila breytingu á hluta svæðisins með þessum hætti og í bókstaflegri merkingu girða með því fyrir framtíðaruppbyggingu sund- laugarmannvirkja í tengslum við Sundlaug Akureyrar og Íþrótta- höllina.“ Það sem verið er að mótmæla er fyrirhuguð bygging heilsuræktar- stöðvar Vaxtarræktarinnar á milli íþróttahallarinnar og Sundlaugar Akureyrar, sem Sigurður Gests- son, eigandi fyrirtækisins, sótti um á sínum tíma og hugðist hefja framkvæmdir við á haustdögum. Vér mótmælum! Ásta Birgisdóttir, formaður Óðins, ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra og Pétri Bolla Jóhannessyni, deildarstjóra skipu- lagsdeildar Akureyrarbæjar og skipulags- og byggingafulltrúa. 1.308 mótmæla heilsuræktarhúsi GUÐRÚN Elfa Skírnisdóttir bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun verðlaunamerkis fyrir ey- firska matvælaframleiðslu og matar- menningu. Niðurstaðan var kynnt í gær, en samkeppnin er eitt fyrsta verkefni félagsins Matur úr héraði – Local food, sem hefur að markmið að vekja athygli á eyfirskum matvælum og matseld. Félagið var stofnað í maí. „Með merkinu verður til nokkurs konar gæðastimpill fyrir eyfirskt hráefni, matvælaframleiðslu eða matseld,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. „Félagið hefur að mark- miði að hefja á loft eyfirsk matvæli og eyfirskt eldhús. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var að hrinda í framkvæmd samkeppni um hönnun merkis sem nota mætti sem einkenni og gæðastimpil fyrir matvælafram- leiðslu og matarmenningu í Eyjafirði í víðum skilningi.“ Nítján tillögur Í samkeppnina bárust nítján til- lögur sem dómnefnd tók til umfjöll- unar. Sigurvegarinn, Guðrún Elfa Skírnisdóttir, fékk 200 þúsund krón- ur í verðlaunafé, auk „gourmet“ mál- tíðar á veitingahúsinu Café Karólínu á Akureyri. Önnur verðlaun, sem eru matarkarfa með úrvali af eyfirskum matvælum og máltíð fyrir tvo á veit- ingahúsinu Greifanum á Akureyri, komu í hlut Huldu Ólafsdóttur og þriðju verðlaun komu í hlut Bryn- hildar Kristinsdóttur sem fékk mat- arkörfu með úrvali af eyfirskum matvælum að launum. Dómnefnd samkeppninnar skip- uðu Þórhallur Kristjánsson grafísk- ur hönnuður, Arna Valsdóttir mynd- listarkona, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Logi Már Einarsson, arkitekt, Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, Lárus Orri Sig- urðsson, knattspyrnuþjálfari og Auðjón Guðmundsson, markaðs- stjóri Kjarnafæðis og formaður fé- lagsins Matur úr héraði – Local food. Friðrik V heiðraður Við athöfnina í gær fékk Friðrik V. Karlsson, veitingamaður, heiðurs- viðurkenningu félagsins Matur úr héraði fyrir að hafa verið óþreytandi í kynningu sinni á eyfirskri matar- menningu. Sem kunnugt er var veit- ingastaður hans og Arnrúnar Magn- úsdóttur, eiginkonu hans, valinn einn af 100 bestu svæðisbundnu veit- ingastöðum í Evrópu en veitinga- staðinn Friðrik V hafa þau rekið frá árinu 2001. „Segja má að Friðrik hafi verið einn helsti upphafsmaður hins formlega samstarfs um eyfirska matarmenningu sem nú er orðið til og verið óþreytandi á sínum veit- ingastað að segja gestum sínum frá eyfirsku hráefni og að sjálfsögðu hafa það í fyrirrúmi á matseðlinum,“ segir í frétt frá félaginu. Guðrún Elfa gerði verðlaunamerkið Sigurvegari Verðlaunamerki Guðrúnar Elfu Skírnisdóttur.   !4       9 ) ( ? 4 % 0 !   !     " #   $ % &    ' &     $ % &  ' ( ) ! FG&(3 ? "3G?    ? 1!( 1223 ' A 0? 0('' 0 & ' 9)(?4)0!10 ? 9K&)33(   ()*"  *+   ( )* *+  Kópavogur | Bæjarstjórn sam- þykkti sl. þriðjudag með ellefu sam- hljóða atkvæðum tillögu bæjarráðs um að leitað verði heimildar um- hverfisráðherra til að taka 863 hektara landsvæði jarðarinnar Vatnsenda eignarnámi. Samkomulag er á milli bæjarins og eiganda jarðarinnar að þetta verði gert með þessum hætti að sögn Gunnar I. Birgissonar, bæj- arstjóra Kópavogs, en fara þarf eignarnámsleiðina þar sem ekki mun vera heimilt vegna kvaða um að jörðin verði seld beint. Málaferli við ríkið vegna úrskurðar óbyggðanefndar Í framhaldi af samþykkt bæjar- stjórnar þarf svo að vísa málinu til umhverfisráðherra áður en afsals- skipti fara fram. Að sögn Gunnars er kaupverðið trúnaðarmál þar til umhverfisráðherra hefur veitt heimildina. Um er að ræða annars vegar tvo reiti jarðarinnar, 162 ha og 111 ha að stærð, og síðan allt uppland jarð- arinnar ofan Heiðmerkur allt upp undir Bláfjöll og er það svæði 590 ha að stærð. Hluti af þessu land- svæði Vatnsenda var afmarkaður sem þjóðlenda í úrskurði óbyggðanefnd- ar um þjóðlendur í maí sl. Að sögn Gunnars mun Kópavogsbær fara í málaferli við ríkið vegna þessa úr- skurðar. Gerð er tillaga um að eign- arnámið taki til allra eignarrétt- inda, þ.m.t. vatnsréttinda. Samtals verði hið eignarnumda land því 863 hektarar. Framtíðarbyggingarland til næstu 15 til 20 ára Að sögn Gunnars mun bóndinn á Vatnsenda halda eftir ákveðnum fjölda hektara meðfram vatninu og kringum Vatnsendabæinn. „Þetta er framtíðarbyggingar- land okkar til næstu 15 til 20 ára. Inni í þessu eru Vatnsendakrikar. Þar standa yfir boranir og þar mun- um við taka vatn á næsta ári fyrir Vatnsveitu Kópavogs sem mun sjá Kópavogsbúum og hluta Garða- bæjar fyrir vatni,“ segir Gunnar. Hann segir þessi kaup mjög þýð- ingarmikil fyrir bæjarfélagið þar sem um framtíðarbyggingarland fyrir Kópavog er að ræða. Kaupa 863 hektara landsvæði á Vatnsenda Í HNOTSKURN » Leita á heimildar til aðtaka eignarnámi tvo reiti Vatnsendajarðarinnar, annars vegar 162 hektara reit og hins vegar 111 ha og að auki upp- land jarðarinnar ofan Heið- merkur, alls 590 ha að stærð. » Boranir standa yfir íVatnsendakrikum en þar mun Vatnsveita Kópavogs taka vatn fyrir bæjarbúa. » Svæðið er hugsað semframtíðarbyggingarland bæjarins til næstu 15–20 ára. » Eftir eigendaskiptin munbóndinn á Vatnsenda halda eftir landsvæði með- fram Elliðavatni. Kaupverðið trún- aðarmál þar til heimild ráðherra liggur fyrir AUGLÝSINGAFERLI um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundar- hverfis á Kjalarnesi lauk sl. mið- vikudag. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir allt að 300 m² skólp- hreinsistöð fyrir fráveitu í næsta nágrenni við leikskóla, grunnskóla, íþróttamiðstöð og íbúðarbyggð í Grundarhverfi. Hafa þau áform vakið hörð viðbrögð íbúa hverfis- ins. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur verið settur á laggirnar sam- ráðshópur sem fjalla mun um tillög- una, en í nefndinni sitja fulltrúi hverfisráðs og fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Að sögn Þórarins Þórarinssonar, hverfisarkitekts Kjalarnessins á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, fer nú í gang endurskoðunarferli á deiliskipulag- stillögunni, sem gæti tekið ein- hvern tíma, jafnvel nokkra mánuði. Að þeim tíma loknum verður endurskoðuð deiliskipulagstillaga auglýst. Segir hann ekki óalgengt að stofnað séu samráðshópar til þess að ræða málin og komast að niðurstöðu. „Eins og komið hefur fram í blöð- um hafa verið mómæli og það er að sjálfsögðu tekið tillit til þess. Ég átti meðal annars fund í morgun með fulltrúum Orkuveitunnar um þetta mál og það er verið að vinna að því að þetta mál haldi áfram í sátt og samlyndi og við gerum ekk- ert öðruvísi en það sé sátt í sam- félaginu um það sem gert er,“ segir Þórarinn og tekur fram að dælu- stöðin sé að frumkvæði Orkuveit- unnar. „Við vorum í þessu ferli að- eins að aðstoða Orkuveituna við að koma þessu af stað og setjum aug- lýsingaferlið í gang, en við vinnum ekki öðruvísi en að sátt sé um það sem gert er,“ segir Þórarinn. Segir að unnið verði í sátt við íbúana * +,     +,   , -.  / -. - / -       . 0 , -2, 3   , 2 )( & /  & . 9 & $ ,(- ). /0) 12 345 1,63)+02) 15)( +02) 226 ")( )+72   8)9 :) +;     "55  3( &  /  & .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.