Morgunblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 49 ✝ Elías TryggviNordgulen fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1964. Hann lést á heimili sínu 24. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sigríður Sjöfn Einarsdóttir, f. 13. apríl 1936, og Lúð- vík Sigurður Nordgulen raf- virkjameistari, f. 29. apríl 1934. Þau búa í Reykjavík. Bræður Elíasar eru: 1) Einar Nordgulen, f. 24. desember 1955. 2) Ágúst Nordgulen, f. 30. júlí 1957, d. 23. maí 1999, kvæntur Ástu Þráinsdóttur. Þau eiga þrjú börn Höllu Sjöfn Ágústdóttur, f. 29. desember 1979, sonur hennar Birkir Már, f. 12. nóvember 2004, Önnu Rut Ágústsdóttur, f. 13. feb. 1984 og Ágúst Orra Ágústson, f. 27 marz 1991. Sonur Ágústar er Ingólfur Þór, f. 20. mars 1975. 3) Lúðvík Þór Nordgulen, f. 16 desember 1962, sambýliskona Margrét Helga- dóttir. 4) Ólafur Nordgulen, f. 21. janúar 1972, sam- býliskona Íris Hall, f. 19. júlí 1961. Sonur Ólafs er Kristófer Ágúst Nordgulen, f. 12, nóvember 1998. Elías Tryggvi út- skrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1985, eftir það starfaði hann um hríð hjá föður sínum. Elías hóf störf hjá Miðfelli í malbikunar- flokki og stofnaði síðar Malbik og Völtun med tveimur starfsfélögum. Elías starfaði fyrir Colas Danmark í Bangla- desh og Tansaníu til ársins 2000, þá kom hann til Íslands og hóf störf hjá Hlaðbæ Colas og starfaði þar til dánardags. Útför Elíasar Tryggva verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Æ, æ, æ, elsku besti bróðir, ég trúði þessu ekki, þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Þá stoppaði allt lífið fyrir mér og stór og mikil tár runnu niður kinnarnar á mér og þau tár þerrast aldrei, elsku Tryggvi minn. Þú sem hringdir tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim og sagðir mér að þú ætlaðir að koma heim til mín til Kan- arí í næsta mánuði og vera hjá mér í 2 eða 3 vikur og planleggja meira frí á öðrum stað. Þetta er alveg ólýsan- leg tilfinning, að vita að ég fái aldrei að tala við þig meir. Þegar ég rifja upp það sem við brölluðum og gerðum saman getur maður samt ekki annað en brosað í gegnum tárin. Við gátum gert grín að öllu og hlegið eins og hross á eftir. Þegar við vorum mun yngri og sváf- um í sama herbergi einn vetur þá þóttist annar okkar vera sofnaður og síðan rauk hinn upp og kýldi hann í öxlina. Eitt kvöldið fórst þú svo óvenju- snemma í rúmið, settir krukku upp við öxlina á þér og stilltir þér voða fínt upp svo ég gæti kýlt þig og bara við vitum rest. Svo daginn eftir að ég fékk bílprófið hringdir þú í mig og sagðir, hæ, Óli minn, viltu ekki fá bíl- inn minn lánaðan í kvöld og bjóða einhverjum sem þorir að fara með þér og svo hlóstu og sagðir mér að þú ætlaðir að koma og ná í mig. Ég gleymi aldrei þegar ég byrjaði að svara í símann sem polli í Rauða- gerðinu þegar vinir þínir voru að hringja og spyrja eftir Ella Tiger, kom ég til þín og spurði af hverju þú værir kallaður Tiger, þú brostir og sagðir mér það svo þegar ég varð eldri. Þótt það hafi verið 8 ár á milli okk- ar gátum við gert allt saman og voru áhugamálin okkar lík. Fórum í sund og voru tímarnir okkar mjög dýr- mætir þegar við hittumst í gufu á Hótel Loftleiðum. Þar töluðum við um mörg fjölskyldumál. Rétt áður en þú komst heim frá Afríku og Asíu eignaðist þú lítinn frænda sem heitir Kristófer Ágúst, þú sagðir mér að þú værir stoltur af litla bróður að geta af sér Nordgu- len-erfingja, ég hef aldrei heyrt svo mikið stolt í rödd þinni áður. Svo þegar þú komst heim eftir vinnuferðina þína til Afríku og Asíu var mikið gaman að heyra þig segja frá og sýna mér allar myndirnar frá þeim tíma. Það var líka gott að vita að þér leið svona vel að vinna hjá Hlaðbæ Colas undanfarin ár, varst alltaf að tala um það við mig hvað þér liði vel þar og vildir ekki hætta þótt að aðrir verktakar væru að reyna að fá þig í sínar raðir. Þú spurðir mig oft hvað þú ættir að gera, þessi verk- taki hefði hringt í þig og boðið þér betur en Colas. Svo sagðir þú, nei, mér líkar svo vel að vinna undir stjórn Sigþórs og þú værir að vinna með svo skemmtilegu fólki að þú vildir ekki hætta hjá þeim. Það eru margar minningar sem þjóta um hugann núna, þessa leið- inlegu daga. Jæja, elsku besti bróðir, það fer stórt stykki úr hjarta mínu með þér og ég bara trúi þessu ekki að þú sért farinn frá mér, við sem töluðum sam- an um allt og öll leyndarmálin sem við eigum sem við trúðum hvor öðr- um fyrir. Við sigldum báðir ólgusjó en nú verður aldan enn hærri sem þarf að sigla í gegnum. Ég sakna þín svo mikið að engin orð fá því lýst, ég elska þig, Tryggvi minn, og viltu segja það sama frá mér til Gústa bróður. Sofðu rótt og megi Guð geyma þig og varðveita þangað til að ég kem. Þinn bróðir Ólafur Nordgulen. Elsku besti Tryggvi minn. Þegar pabbi sagði mér að þú værir dáinn fraus ég og er enn frosinn yfir þess- um fréttum. Ég man þá tíð er við vorum að alast upp þegar mamma og pabbi gáfu okkur reiðhjól og stýrið á þínu hjóli var eitthvað bilað. Ég sagði þér að taka varlega í stýrið, en þú sagðir: „Ef ég þarf að taka í stýrið þá tek ég í stýrið.“ Sem þú gerðir, og þú fórst kollhnís og hjólið út í móa, en svo stóðstu upp eins og ekkert hefði í skorist. En þegar betur var að gáð vantaði botninn í buxurnar og við hlógum og hlógum og hlæjum von- andi enn. Svona er þér best lýst, Tryggvi minn, því þú varst alltaf svo ákveðinn og harður við sjálfan þig. Enda náðirðu líka langt á ákveðninni, fórst sem verkstjóri ut- an í vegaframkvæmdir og varst þar í nokkur ár. Þar leystir þú öll þín verkefni vel af hendi. Komst til Ís- lands og hélst áfram á sömu braut. Fórst út um allt land að malbika. Þú gerðir mjög vel við þitt fyrirtæki. Þú varst góður starfsmaður enda varstu gerður að verkefnastjóra, sem þú áttir svo sannarlega skilið. Mikill var missir okkar þegar Gústi bróðir okkar dó, 42 ára, eftir stutta sjúkdómslegu. Ekki er miss- irinn minni núna. Ég verð, Tryggvi minn, að lokum að segja: Það var gaman að alast upp með þér. Það er minning sem mun ávallt fylgja mér, um aldur og ævi. Blessuð sé minning þín elsku besti bróðir. Megi Guð og englarnir vernda þig og geyma. Þinn bróðir Lúðvík Þór. Elsku Tryggvi minn Ég er þakklát fyrir þau sex ár sem ég hef þekkt þig. Þú tókst mér mjög vel þegar ég kom inn í ykkar fjöl- skyldu. Þú hringdir oft í okkur Lúlla, kíktir í kaffi þegar þú varst að mal- bika í Vogunum og þar í kring. Rausnarlegt var jólahlaðborðið sem þú bauðst okkur Lúlla, Óla og Írisi í. Það var allt svo glæsilegt sem kom frá þér kæri vinur. Ég sendi foreldrum þínum, Óla, Einari og Lúlla mínum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín mágkona Margrét Helga. Það er með miklum trega sem við kveðjum okkar góða félaga og vin Elías Tryggva. Áfallið þegar við fengum fréttirn- ar um að Elli væri dáinn var ólýs- anlegt. Hvernig mátti það vera að Elli, þessi kraftmikli og duglegi mað- ur, væri dáinn? Allt fór úr skorðum, enginn vildi trúa fréttunum. Elli hafði ekki misst dag úr vinnu árum saman og var þekktur að dugnaði og ósérhlífni. Hann var orðinn algjör lykilmaður í fyrirtækinu en sem yf- irverkstjóri stjórnaði hann mörgum af okkar vinnuflokkum. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig hann hafði tekið að sér sífellt meiri ábyrgð og gat púslað saman öllum okkar flóknu verkefnum. Samband hans við viðskiptavini okkar var með þeim hætti að menn gátu treyst orðum hans og þrátt fyrir mikinn eril gekk einhvern veginn allt upp þannig að allir voru ánægðir. Elli hafði unnið hjá Hlaðbæ und- anfarin sex ár en mörg ár þar á und- an hjá móðurfyrirtæki okkar Colas. Hjá þeim hafði honum meðal annars verið falið að verkstýra erfiðum verkefnum í Afríku og Asíu. Þar áð- ur hafði Elli starfað hjá nokkrum ís- lenskum verktakafyrirtækjum og alls staðar sýnt fádæma vinnugleði og dugnað. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar menn eru hrifnir á brott í blóma lífsins. Í tilfelli Ella er það nánast óskiljanlegt. Heilsuhraustur, kátur og glaður með framtíðina á hreinu en skyndilega farinn frá okk- ur. Missir okkar hjá Hlaðbæ er mikill en fjölskyldu hans þó miklu meiri. Hugur okkar allra er með fjölskyldu Ella á þessum erfiðu tímum. Guð blessi og styrki ykkur. Fyrir hönd starfsfólks og vina hjá Hlaðbæ-Colas hf. Sigþór Sigurðsson. Líklega hófst vinskapur okkur Ella í Skotlandi í keppnisferð með unglingaflokkum í Víkingi. Hinum ungu knattspyrnumönnum var raðað á skosk heimili og tilviljun réð því að ég og Elli lentum saman á heimili, ásamt Axel Rúdólfssyni hjá Pollock- hjónunum í Bearsden. Elías Tryggvi var þá 13 ára gamall, ári yngri en ég og Axel. Hann hafði orð á sér fyrir að vera útsjónarsamur knattspyrnu- maður, með góða tækni en þótti ekki fara mjög hratt yfir enda var hann líklega heldur þykkari en flestir. Stór hluti af lífinu á þessum árum snerist um áhugann á knattspyrnu og oftar en ekki lékum við félagarnir okkur á malbiksvelli við Breiðagerð- isskóla. Ég og Elli urðum bestu vinir og sá vinskapur hélst um margra ára skeið. Foreldrar hans höfðu ekkert við það að athuga þótt vinir Ella kæmu í heimsókn reglulega og það var oft mikið líf og fjör í Rauðagerði 8 enda var hann vinsæll félagi. Það var margt brallað heima hjá Ella á þessum árum en ekki var óalgengt að stillt væri upp í skák og hlustað á tónlist. Lúðvík Þór bróðir Elíasar tók oft þátt í taflmennskunni og það kom fyrir að við félagarnir öttum kappi við fjölskylduföðurinn. Elías varð einnig tíður gestur í Hlíðar- gerðinu, á heimili foreldra minna. Herbergið var oft þéttsetið og stund- um var gestina og gestgjafana farið að svíða í augun af tóbaksreyk. Þetta voru áhyggjulaus ár í minn- ingunni. Á þessum árum byrjuðum við að smakka áfengi og venja komur okkar á Veitingastaðinn Sigtún ásamt félögum okkar Steina, Gumma ,,stóra“, Axel, Gumma Hans, Ella ,,litla“ og fleirum. Nokkr- ir þeirra héldu vinskap við Ella í mörg ár, en eftir tvítugt má segja að leiðir okkar hafi skilið, rétt eins og hjá ferðalöngum sem gengið hafa langan veg saman en ákveða síðan á vegamótum að fara hver í sína áttina í leit að hamingjunni. Það var ein- hvern veginn þannig hjá okkur. Á síðustu tuttugu árum man ég eftir að hafa hitt Ella tvisvar fyrir tilviljun á förnum vegi. Í bæði skiptin barst það í tal svona fyrir kurteisissakir hvort við ættum ekki að hittast aftur og lyfta glasi. Það varð ekki neitt af því. Aðstæður voru breyttar og kannski áttum við fátt annað sameiginlegt en þessa gömlu góðu tíma við Breiða- gerðisskólann og í Rauðagerðinu sem voru löngu liðnir. Lífið getur verið öfugsnúið og ósanngjarnt. Það er ömurlegt hlut- skipti fyrir foreldra að þurfa að sjá á eftir börnum sínum, en þau Lúðvík og Sigríður hafa þurft að reyna slíkt tvisvar með nokkurra ára millibili. Hughreystingarorð eru einskis megnug gegn slíkum harmi, en ég votta foreldrum Elíasar Tryggva mína dýpstu samúð, svo og bræðrum hans, þeim Einari, Lúðvík Þór og Ólafi og fjölskyldum þeirra. Frosti Eiðsson. Elías Tryggvi Nordgulen Lokað Vífilfell í Reykjavík verður lokað í dag, frá klukkan 12-15, vegna jarðarfarar GUNNARS M. SIGURÐSSONAR. Vífilfell hf. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs föður okkar, tengda- föður, bróður, afa og langafa, ÞORVALDAR MAGNÚSSONAR, Gullsmára 11, Kópavogi. Árni Rúnar Þorvaldsson, Valgerður Sumarliðadóttir, Magnús Smári Þorvaldsson, Þóra Þorgeirsdóttir, Halldór Bergmann Þorvaldsson, Alda Sigrún Ottósdóttir, Magnús Ívar Þorvaldsson, Kolbrún Haraldsdóttir, Guðni Þór Þorvaldsson, Sigurlaug Pálsdóttir, María M. Magnúsdóttir, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, PÉTURS ÞÓRS MELSTEÐ hárskerameistara, Rauðarárstíg 3, Reykjavík. Ragnheiður Melsteð, Magnús Scheving, Grétar Melsteð, Cilje Alexandersen, Jónína Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson og barnabörn. Elsku afi minn, ég trúi varla að þú sért farinn. En þér líður vonandi vel og ég veit að Lilja frænka tekur vel á móti þér. Ég man þegar við systkinin vorum lítil og von var á þér á Hauganes, þá fylltumst við mik- illi tilhlökkun því að í töskunni þinni var alltaf að finna Malt og nammi sem Njáll Friðrik Bergsson ✝ Njáll FriðrikBergsson fædd- ist í Sæborg í Gler- árhverfi á Akureyri 12. mars 1935. Hann lést á dvalarheim- ilinu Sundabúð á Vopnafirði 29. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 7. nóvember. maður fékk ekki á hverjum degi. Þú gistir alltaf í herberginu mínu og við vorum boð- in og búin að hjálpa þér að bera inn töskuna þína sem góðgætið var í en þú varst ekkert að flýta þér að opna hana og gafst þér alltaf nóg- an tíma í að láta okkur bíða eftir því að hjálpa þér við að taka uppúr töskunni. Oft laumaðir þú einum og einum hundraðkrónaseðli í vasann minn og sagðir mér að kaupa mér eitthvað fallegt fyrir skólann og það breyttist ekki þó árin liðu. Fótboltinn skipaði stóran sess í þínu lífi og þú varst mikill áhugamað- ur um enska boltann og þá sérstak- lega varstu Chelsea-aðdáandi númer eitt og minnist ég þess hvað þú gast fjasað mikið yfir leikjunum þar sem þú skartaðir að sjálfsögðu Chelsea- treflinum og það var ekki alltaf fal- legur lestur, sérstaklega þegar illa gekk. Nánast alla þína tíð hafðir þú sjó- mennsku að þínu starfi og varst alls staðar vel liðinn og í sumar þegar Þráinn maðurinn minn fór túr á togaranum Brettingi frá Vopnafirði, þar sem þú varst um borð í mörg ár þá var ég svo stolt að heyra af hve mikilli virðingu skipverjarnir töluðu um þig og þín störf. Elsku afi, ég vona að þér líði vel og þú sért sáttur og þú smellir einum kossi á Lilju frænku fyrir mig og þrátt fyrir að þeir bláu hafi tapað um helgina þá hugsa ég til þín í vor þegar titillinn er í höfn. Ástarkveðjur, afi minn, og ég sendi ömmu Sjöfn, börn- unum þínum og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Þín dótturdóttir Petra Sif.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.