Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 39 Í DAG fögnum við miklum áfanga í baráttunni fyrir því sjálfstæði sem jafnframt gerði okkur Íslendinga að þátttakanda í samfélagi þjóðanna. Þessi mikli dagur í sögu þjóðarinnar er að þessu sinni einnig helgaður Degi rauða nefsins, sérstöku söfnun- arátaki fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF. Til þessa söfnunarátaks er efnt með gleðibrosi og miklu glensi einvalaliðs skemmti- krafta og grínista í þriggja klukku- stunda opinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Aðdragandi Dags rauða nefs- ins hefur verið sala á rauðu trúða- nefjunum undanfarnar vikur ásamt geisladisk með laginu „Brostu“ sem þeir Baggalútsmenn hafa samið og gefa söfnuninni en ýmsir þekktir einstaklingar léðu flutningi lagsins rödd sína. Hugmyndin að Degi rauða nefsins – Red Nose Day – er annars komin frá Bretlandi og var vakin þar fyrir tveim áratugum af góðgerð- arsamtökum þekktra leikara og grínista til að mæta neyð barna í fá- tækum löndum með víðtækri fjár- öflun. UNICEF Ísland brýtur nú upp á því að við tökum til við söfnun með sama hætti og gefist hefur svo vel hjá Bretum. Nýlega gerðu Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip rausnarlegan styrktarsamning við UNICEF Ísland til næstu þriggja ára og fyrsta verkefnið með þeim er Dagur rauða nefsins en að því standa einn- ig 365, Icelandair, Ís- lensk almannatengsl og Saga Film. Við kunnum þeim fyr- irtækjum og þeirra ágætu forystumönn- um miklar þakkir fyrir gott samstarf. UNI- CEF á Íslandi þakkar einnig Baggalúti, Senu, Geimsteini og öllum sem komu að laginu Brostu. Við eig- um mörgu góðu fólki og fyrirtækjum mikið að þakka fyrir tímafrekan undirbúning við verðugt átak. Þegar þakka skal fyr- ir stuðning Íslendinga við UNICEF ættu að koma nöfn þess hóps Ís- lendinga sem mest gef- ur til hjálpar bág- stöddum og sjúkum börnum í þróunarlönd- unum. Sá nafnalisti myndi hins vegar fylla flestar, ef ekki allar, síð- ur Morgunblaðs þessa dags. Það eru þeir yfir 8000 ein- staklingar sem eru skrásettir heims- foreldrar og gefa mánaðarlega til starfseminnar. Nokkur fjöldi þeirra hefur skráð sig nýverið. Við beinum þeirri áskorun til annarra sem treysta sér til að leggja með þessum hætti til mánaðarlegt framlag sem hvert og eitt getur haft mikil áhrif til að bæta kjör eða bjarga börnum sem eiga um sárt að binda, skortir nær- ingu, kennslu, húsnæði, umhyggju og öryggi. Í dag viljum við eiga samleið með þér, lesandi góður, og góða stund í gleði við að gefa þeim sem mest þurfa. Dagur rauða nefsins – Aðstoð með brosi! Einar Benediktsson fjallar um starfsemi UNICEF Ísland í til- efni af Degi rauða nefsins Einar Benediktsson » Í dag viljum við eigasamleið með þér, lesandi góður, og góða stund í gleði við að gefa þeim sem mest þurfa. Höfundur er stjórnarformaður UNICEF Ísland. TENGLAR .............................................. www.rauttnef.is. Fréttir í tölvupósti Bor›apantanir í síma 444 5050 e›a vox@vox.is Jólamatse›ill me› íslenskri villigæs í a›alrétt frá 1. des. & villigæs Jól D i g i t a l S o u n d P r o j e c t o r Fjölrása heimabíó í aðeins einum hátalara! Innbyggður magnari. Engir bakhátalarar eða hátalarasnúrur út um allt gólf. Með nýrri tækni frá Yamaha (Digital Sound Projector) er hljóðbylgjunum beint á nákvæman hátt í ólíkar áttir þannig að þú heyrir hljóminn í mismunandi rásum fyrir framan þig, aftan – frá öllum hliðum – úr einum hátalara. Auðvelt í uppsetningu, fágað útlit og fáanlegt í tveimur stærðum. Allir í fjölskyldunni, líka ferfættlingarnir, kunna að meta þessa nýju tækni frá Yamaha. YSP-1100 YSP-900 Heimabíó í einum hátalara sem er svo raunverulegt að það blekkir jafnvel þá sem hafa næmustu heyrnina Yamaha heimabíó fæst hjá söluaðilum um land allt. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 6 0 5 3 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.