Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 41 ÍSLENSKA verkalýðshreyfingin hefur haft frumkvæði um málefni er- lendra starfsmanna og réttindi þeirra til íslenskra starfs- kjara. Það hefur verið hlutverk hreyfing- arinnar að berjast gegn félagslegum und- irboðum sem kunna að leiða til lækkunar launa á íslenskum vinnu- markaði. Sú umræða sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um „mál- efni innflytjenda“ á sér rætur í þeim breyt- ingum sem eru að verða vegna aðildar okkar að hinu evrópska efnahagssvæði og þeirri staðreynd að evrópski vinnumark- aðurinn er að verða einn, stærri og mun opnari en verið hefur. Það hefur kosti og galla. Þar sem launamun- ur milli landa er jafn- mikill og raun ber vitni (um 30.000 krónur á mánuði í Eistlandi) liggur í augum uppi að margir sækja í betri kjör. Um 400.000 Eistar starfa erlendis, en Eistar eru um 1,4 milljónir. Í Noregi eru um 120.000 starfsmenn frá Pól- landi og Eystrasaltslöndum og hér á Íslandi fjölgar útlendingum sem aldrei fyrr. Mörg fyrirtæki sækjast eftir erlendu starfsfólki og sum reyna að hliðra sér hjá þeim leikreglum sem gilda á vinnumarkaðnum. Önnur flytja úr landi. Slíkt vekur óróa, ugg og tilfinningaþrungna umræðu. Tilskipun ESB um „útsenda starfsmenn“ hefur verið misnotuð bæði hérlendis og erlendis. Evrópu- samtök starfsfólks í byggingariðnaði (EFBWW) og Evrópusamtök verk- taka (FIEC) telja tvö vandamál áber- andi. Annars vegar fari gráa svæðið milli „sjálfstætt starfandi ein- staklinga“ og „launþega“ vaxandi og því þurfi að skilgreina betur í lögum hvers lands hvað átt er við með hug- tökunum og hins vegar er oft erfitt að sannreyna, lögformlega og í reynd, hvort starfsmaður falli undir tilskip- unina eða ekki. Það er undir aðild- arlöndunum og löggjöf þeirra komið að tryggja gegnsæi að þessu leyti. Í þessu sambandi telja aðilar vinnu- markaðarins í Evrópu mikilvægt að koma á laggirnar virku eftirliti gistilandsins með starfskjörum hinna „út- sendu starfsmanna“ og að fulltrúar vinnu- málastofnana og verka- lýðshreyfingar hafi ótvíræðar heimildir til að kanna starfskjör hinna erlendu starfs- manna. M.ö.o. lagaum- hverfið er að mestu í lagi en það skortir á að framkvæmdin uppfylli skilyrðin. Þar þurfa menn að taka sér tak. Við getum ekki horft framhjá þeirri nýju sam- keppnisstöðu sem ís- lenskt launafólk er kom- ið í gagnvart verkafólki frá öðrum löndum, né heldur þeirri þróun að íslensk fyrirtæki flytji starfsemi sína þangað sem starfskjör eru lakari eða fari í út- rás. Á vettvangi Actavis starfa um 8.000 einstaklingar erlendis, þar af um 6.000 í Búlgaríu og Serbíu. Á vettvangi íslenskra fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum starfa um 10.000 manns á launum sem ekki ná 15% af launum ASÍ-félaga og það þrátt fyrir 60 stunda vinnuviku eins og í Litháen þessa dagana. Sú um- ræða sem nú er í gangi í þjóðfélaginu um „Ísland fyrir Íslendinga“ verður einfeldingsleg og kjánaleg í þessu samhengi. Samfélagið allt verður að bregðast við nýjum tímum hnattvæð- ingar á málefnalegan hátt og án upp- hrópana. Til þess að tryggja samkeppn- isstöðu Íslendinga á alþjóðlegum vinnumarkaði verður að efla starfs- menntun, stokka upp menntakerfið og skapa störf sem geta staðið undir háum tekjum. Láglaunastörfin fara þangað sem laun eru lægri. Finnar brugðust við sama vanda og við Ís- lendingar stöndum nú frammi fyrir með stórauknum framlögum til menntunar, aukinnar fullorð- insfræðslu og nýjum tækifærum til starfsmenntunar, meðan hér er allt í skötulíki. Fullorðinsfræðsla launa- fólks er hér nánast eingöngu í hönd- um aðila vinnumarkaðarins meðan stjórnvöld horfa í gaupnir sér. Finnar greiða allt að 3.000 kennslustundir í finnsku fyrir þá innflytjendur sem það þurfa og þeir hafa sett gríðarlegt fjármagn í aukna starfsmenntun til þess einmitt að styrkja samkeppn- ishæfni Finna. Hvar finnst sambæri- leg stefnumörkun íslenskra stjórn- valda? Að útlendingar leiti hingað til lands er ekki ógnun við íslenskt launafólk, þvert á móti hefur það styrkt hagkerfið og gert samfélagið margbreytilegra. Sumir, þeir sem vinna við Kárahnjúka, Héðinsfjarð- argöng og Fjarðaál, eru hér tíma- bundið, en aðrir, einkum Taílend- ingar og Pólverjar, hafa leitað hingað til lífs og starfa, eins og Færeyingar gerðu á síðustu öld. Gagnvart þessu fólki hafa stjórnvöld staðið illa að málum. Það er fyrst nú að þau virðast vera að vakna til vitundar um mik- ilvægi þess að auka lífsgæði innflytj- enda og auðvelda gagnkvæma aðlög- un að íslensku samfélagi, m.a. með stóraukinni áherslu á markvissa ís- lenskukennslu. Þetta hafa stjórnvöld gert m.a. vegna þrýstings frá Starfs- greinasambandinu og Samtökum at- vinnulífsins. Við gerð kjarasamninga árin 2000 og 2004 voru málefni út- lendinga til umræðu og nýlega ósk- uðu SGS og SA sameiginlega eftir því að ríkisstjórnin tryggði verulega auk- ið framlag til íslenskukennslu útlend- inga. Ríkisstjórnin hefur nú orðið við því erindi og því ber að fagna. Heild- stæða stefnumörkun í málefnum inn- flytjenda vantar hins vegar ennþá og sama á við um stefnumótun vegna breyttrar samkeppnisstöðu verka- fólks á Íslandi í hnattvæddu efna- hagsumhverfi, eins og hér hefur verið lýst. Það verkefni er afar brýnt. Stefnumörkun í málefnum útlendinga og hnattvæðingin Skúli Thoroddsen fjallar um málefni innflytjenda og samkeppnisstöðu verkafólks á Íslandi »Heildstæðastefnumörk- un í málefnum innflytjenda vantar hins veg- ar ennþá … Skúli Thoroddsen Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. BEIN LÝSING Fyrirlestur fyrir áhugafólk um heimilislýsingu þar sem fjallað er um ljóstækni, fagurfræði, orkukostnað og annað sem hafa þarf í huga. Laugardaginn 2. desember, klukkan 10.00 f.h. í verslun okkar í Skeifunni. Skráning hjá Ásgrími í s. 568 7733 eða með pósti á asgrimur@epal.is Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Látið kerti aldrei loga innanhúss án eftirlits Munið að slökkva á kertunum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.