Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 22

Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TVÆR sýningar verða opn- aðar almenningi í Þjóðminja- safni Íslands næstkomandi laugardag. Annars vegar er um að ræða sýninguna Á mót- um tveggja tíma, þjóðlífs- myndir frá árunum 1946 til 1960 teknar af Guðna Þórð- arsyni, Guðna í Sunnu. Þess má geta að ævisaga Guðna er nýútkomin. Hin sýningin nefnist Hátíð í bæ en þar má líta myndir eftir tvíburabræðurna Ingimund og Kristján Magnússon. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Höfundur sýning- arinnar er Ágústa Kristófersdóttir. Ljósmyndasýningar Jólasýning og þjóðlífsmyndir Hátíð í bæ. BRYNJÓLFSMESSA Gunn- ars Þórðarsonar er komin út á geisladiski, en verkið samdi Gunnar við texta Brynjólfs Sveinssonar biskups (1605– 1675) er gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Íslands sem leiðtogi kirkjunnar. Hann var álitinn mikill fræðimaður, heimspekingur og frumkvöðull á sviði mennta og hafði m.a. forgöngu um að safna handritum til að láta skrifa þau upp. Flutn- ingurinn er í höndum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar, blandaðs kórs og unglingakórs undir stjórn Hákons Leifssonar. Tónlist Brynjólfsmessa Gunnars komin út Gunnar Þórðarson FRÁ OG með mánudeginum til laugardagsins 3. febrúar 2007 verða Kjarvalsstaðir lokaðir vegna viðgerða og endurbóta. Á sunnudaginn lýkur því þrem- ur sýningum sem þar standa yfir. Í vestursal sýnir hin unga listakona Þórdís Aðalsteins- dóttir verk sín undir yfirskrift- inni „Því heyrist hvíslað“. Í austursal eru til sýnis verk eft- ir Kjarval og aðra frumherja íslenkrar málara- listar og í norðursal er sýning sem er sérstaklega hugsuð til að kynna börnum ólíka nálgun mynd- listarmanna að viðfangsefnum sínum. Myndlist Kjarvalsstöðum lokað tímabundið Þórdís Aðalsteinsdóttir MATTHIAS Müller-Wiefering, yf- irmaður Goethe-stofnunarinnar í Kaupmannahöfn, er þessa dagana staddur hér á landi í því skyni að leggja drög að starfsemi Goethe- stofnunarinnar hérlendis á næsta ári. Goethe-stofnunin hefur sem kunnugt er rekið skrifstofu hér- lendis síðustu misseri, með einum starfsmanni, þ.e. Stephanie Hontcha sem er menningarfulltrúi á Íslandi fyrir Goethe-stofnunina. Nýverið fór Hontcha í orlof og þegar Müller-Wiefering var spurð- ur hvort búið væri að ráða starfs- mann í afleysingar sagðist hann ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi, en tók fram að málið væri í vinnslu. Þegar hann var inntur eftir því hvort skrifstofan yrði rekin áfram hérlendis eða hvort til stæði að flytja hana til Kaup- mannahafnar sagðist hann hvorki geta né vilja tjá sig um það að svo stöddu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Müller-Wiefering hafa átt fundi með forsvarsmönnum nokk- urra lista- og menningarstofnana hérlendis þann stutta tíma sem hann ætti hér viðdvöl. Aðspurður sagði hann of snemmt að upplýsa í hverju viðburðir næsta árs fælust, en tók fram að starfsemin yrði með svipuðu sniði og á árinu sem er að líða. Sagðist hann gera ráð fyrir að starfsemin yrði kynnt með formlegum hætti í janúar nk. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins átti Matthias Müller- Wiefering í fyrradag fund með ráðgjafarnefnd sem skipuð er hin- um ýmsu fulltrúum úr lista- og menningarlífinu sem hafa einhvers konar tengsl við Þýskaland, t.d. vegna menntunar sinnar. Á fund- inum var varpað fram ýmsum hug- myndum um menningarviðburði sem Goethe-stofnunin gæti staðið fyrir eða komið að hér á landi. Samkvæmt heimildum blaðamanns kemur nefndin næst saman í maí. Fundað um áframhaldandi starf- semi Goethe-stofnunar hérlendis Morgunblaðið/Eyþór Starfsemi Goethe-stofnunin bauð til athafnar í Borgarleikhúsinu vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem haldið var í Þýskalandi í sumar. BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur selt kvikmyndaréttinn á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur til þýska kvikmyndaframleiðand- ans Ziegler Film. Meðal kvik- mynda sem Ziegler Film hef- ur áður framleitt er Unkenrufe eftir skáldsögu þýska nób- elsskáldsins Gün- ters Grass. Þriðja táknið er væntanlegt á 25 tungumálum í yfir eitt hundrað löndum. Önnur glæpasaga Yrsu, Sér grefur gröf, er nýkomin á markað en nú þegar hefur útgáfurétturinn á henni verið seldur til fjölda landa austan hafs og vestan. Þá hafa erlendir fram- leiðendur nú þegar sett sig í sam- band við Veröld og óskað eftir við- ræðum um kaup á kvikmyndarétti á nýju bókinni. Í tilkynningu frá Veröld segir að hópur framleið- enda frá nokkrum löndum hafi sett sig í samband við forlagið og viljað fá að kvikmynda Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur. Viðræður hafi staðið við þessa aðila und- anfarið ár en að vandlega athuguðu máli hafi forráðamenn Veraldar hins vegar ákveðið að veðja á þýska framleiðandann Ziegler. Þriðja tákn- ið myndað í Þýskalandi Yrsa Sigurðardóttir FORSVARSMENN Gnesin- tónlistarháskólans í Moskvu hafa lýst því yfir að íslensk tónverk verði hér eftir á verkefnaskrá stúdenta háskólans. Þetta kemur fram í Stikl- um, vefriti utanríkisráðuneytisins um menningar- og landkynning- armál. Fyrir tæpri viku voru haldnir tón- leikar í Moskvu þar sem eingöngu voru leikin verk eftir íslensk tón- skáld. Sendiráð Íslands í Moskvu og Gnesin-tónlistarháskólinn stóðu sameiginlega að þeim. Á efnisskrá voru verkin „Tveir hetjusöngvar“ eftir Pál Ísólfsson, „Sónata fyrir fiðlu og píanó“ og „Ristur“ eftir Jón Nordal, „Viki- vaki“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, „Ný rímnadanslög“ eftir Jón Leifs, „Fjórar abstraktsjónir“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, „Hræra“ eftir Þorkel Sigurbjörns- son, „Tveir rómansar fyrir fiðlu og píanó“ eftir Árna Björnsson og „Sónata fyrir trompet og píanó“ eftir Karl Ó. Runólfsson. Mikill heiður fyrir íslenska tónlist Í móttöku Benedikts Ásgeirs- sonar, sendiherra Íslands í Moskvu, eftir tónleikana 24. nóvember síðast- liðinn var því lýst yfir af hálfu for- varsmanna Gnesin-tónlistarháskól- ans að íslensk tónverk yrðu hér eftir á verkefnaskrá stúdenta háskólans. „Þetta er óneitanleg mikill heiður fyrir íslenska tónlist og góð kynning fyrir íslenska tónlist í Rússlandi en Gnesin-tónlistarháskóli er stærsti tónlistarháskóli Rússlands og með virtari tónlistarháskólum Evrópu. Í framhaldinu er ráðgert enn víðtæk- ara samstarf sendiráðsins og tónlist- arháskólans,“ að því er segir í Stikl- um. Tónlist | Nýir landvinningar íslenskrar tónlistar Íslensk verk á verkefna- skrá rússnesks háskóla Jón Nordal Páll Ísólfsson LISTI yfir þær bækur sem seljast best í Bandaríkjunum um þessar mundir birtist í gær í Wall Street Journal. Efst á listanum yfir skáldsögur er spennu- sagan Cross eftir James Patterson. Þetta er tólfta bókin um rannsóknarlög- reglumanninn Alex Cross eftir Patterson sem ætti að vera orð- inn vanur því að tróna efst á metsölulistum enda notið mikilla vinsælda frá upphafi. Í öðru sæti er bókin For One More Day eftir Mitch Albom og í því þriðja er Dear John eftir Nicholas Spar. Efst á listanum yfir aðrar bækur en skáldsögur situr heilsuritið You: On A Diet: The Owner’s Manual for Waist Management eftir sérfræðingana Mehmet Oz og Mich- ael Roizen. Í þessari bók svipta þeir hul- unni af því hvernig auðveldlega má losna við mittisspikið. John Grisham er í öðru sæti með bókina The Inn- ocent Man: Murder and Injustice in a Small Town og The Audacity of Hope eftir Barack Obama er í því þriðja. Spenna og spik á toppnum í USA James Patterson efstur á bandarískum bóksölulistum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi árétting frá Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands: „Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands tekur saman lista yfir sölu- hæstu bækurnar fram að jólum og er listinn birtur vikulega í Morgun- blaðinu. Bók Óttars Martin Norð- fjörð Hannes: Nóttin er blá, mamma, sem gefin er út af Nýhil, hefur tvær vikur í röð verið á lista yfir sölu- hæstu bækur í flokki ævisagna og endurminninga. Fjallað er um bók- ina í Bókatíðindum og hún hefur ISBN-númer. Vakin skal athygli á því að bók þessi er óhefðbundin að því leyti að hún er einungis tvær blaðsíður og því langt frá því að vera sambærileg að umfangi við aðrar ævisögur á listanum yfir söluhæstu bækur.“ Bóksölulist- inn – árétting ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.