Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 26

Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 26
|föstudagur|1. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Kolbrún Karlsdóttir hefur verið að sulta allt sitt líf og hefur hvorki meira né minna en 50 ára reynslu af sultugerð. » 28 matur Árum saman var Pouilly Fuissé þekktasta hvíta Búrgundar- vínið á Íslandi og eitt vinsæl- asta hvítvínið á landinu. » 31 vín Grænland og Kólumbía eru eft- irminnileg lönd, segir Brynja Benediktsdóttir sem farið hefur víða með leiksýningu sína. » 30 ferðalög Mér finnst gaman að und-irbúa jólin á aðvent-unni og ég er þegar bú-in að gera mína ensku jólaköku sem ég er búin að vökva reglulega með brandíi og býð svo vinum og ættingjum að smakka sem koma í heimsókn til mín fram að jól- um. Í frítímanum finnst mér gott að slaka á við lestur góðra bóka og þá kýs ég helst vandaðar glæpasögur. Svo er líka gott að slaka á með því að sauma út og núna er ég að sauma út jólaskraut til að hengja á jólatréð mitt,“ segir Helga Maureen Gylfa- dóttir, safnvörður í Árbæjarsafni, en það er nóg að gera hjá henni um þessar mundir í vinnunni. „Við erum að setja upp jólaskraut í hverju húsi hér á Árbæjarsafninu og undirbúa okkar árlegu jólasýn- ingu sem verður núna á sunnudag- inn og líka næsta sunnudag á eftir. Þessi jólasýning er orðin fastur lið- ur í jólahaldi borgarbúa og hefur vaxið heilmikið á þeim sautján árum sem hún hefur verið haldin og hing- að kemur sama fólkið ár eftir ár sem lítur á það sem hluta af aðvent- unni að koma hingað og upplifa jólin eins og þau voru í gamla daga. Gest- irnir eru líka svo ánægðir að fá að taka þátt, en bæði börn og full- orðnir fá að föndra, búa til músa- stiga, hjartapoka og ýmislegt fleira. Allir fá líka að smakka á heitu hangikjöti sem sýður í potti á hlóð- um í Hábæ og gömlu jólasveinarnir verða líka á þvælingi hér að hrekkjalómast. Svo hafa krakkarnir sérstaklega gaman af því að fá far með hestvagninum.“ Morgunblaðið/RAX Jólaundirbúningur Helga Maureen Gylfadóttir, safnvörður í Árbæjar- safni, býður vinum og ættingjum upp á enska jólaköku á aðventunni. Babúskur á jólatréð Morgunblaðið/Sverrir Glatt á hjalla Árleg jólasýning í Árbæjarsafninu hefst næsta sunnudag. Helga hefur ýmsa jólasiði í heiðri aðra en ensku jólakökuna, hún skreytir hátt og lágt og meðal ann- ars með skrauti frá öðrum löndum. „Ég hef lengi haft það fyrir sið að kaupa mér jólaskraut í þeim útlönd- um sem ég fer til, þannig að ég get rakið ferðalög mín vítt og breitt um heiminn á jólatrénu mínu. Ég hef farið víða um Evrópu og líka til Mexíkó og á þessu ári fór ég til Sankti Pétursborgar í Rússlandi, þannig að ég keypti mér rússneskar babúskur á jólatréð,“ segir Helga og bætir við að það sé farið að horfa til vandræða hvað hún á mikið skraut á jólatréð og kannski verði hún að fara að fá sér tveggja metra hátt tré til að koma öllu skrautinu fyrir. „Ætli ég gefi ekki Árbæj- arsafninu eitthvað af þessu skrauti þegar fram líða stundir, en fólk hef- ur gert heilmikið af því að gefa safn- inu gamalt jólaskraut, ýmist heima- tilbúið eða keypt, þannig að við eigum orðið gott safn af jólaskrauti frá ýmsum tímum. Til dæmis amer- ískt jólaskraut sem hingað hefur borist með skipasiglingum í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Helga sem hefur nóg að gera um helgina enda meðlimur í kór Neskirkju sem verð- ur með jólatónleika á sunnudaginn. Jóladiski: Nat King Cole er alltaf mjög traustur og falleg jólalögin hans. Bakaríi fyrir helgarkaffið: Björnsbakarí á Hringbraut. Slökun í jólastressinu: Árbæjarsafnið, þar sem stemningin er rólegri en í verslunarmiðstöðvum. Borg til að heimsækja: York í Englandi. Helga Maureen mælir með NÚ er kominn á markað sérstakur nuddgalli fyrir ungbörn. Á gallann eru merktar grunnstrokur í ungbarnanuddi sem eiga að hvetja foreldra til þess að nudda börnin sín. Merkingarnar eiga að minna á strokurnar, þær eru ekki hugsaðar þann- ig að nauðsynlegt sé að fylgja línunum til hins ýtr- asta. Gallanum fylgir leiðbeiningabæklingur. Þægilegra er fyrir foreldra að hafa leiðbeining- arnar fyrir framan sig til að þurfa ekki sífellt að líta af barninu á bók eða blað. Sumum börnum finnst óþægilegt að láta nudda sig og færast undan því. Það getur verið vegna þess að þeim finnst óþægilegt að vera nakin og bætir þá nuddgallinn úr því. Þetta á sérstaklega við um eldri börn. Mikilvægt er að börnunum sé hlýtt þegar þau eru nudduð og þar af leiðandi er nuddgallinn góð lausn, því hann heldur hita á barninu á meðan það er nuddað. Lokaverkefni ungra vísindamanna Upphaf nuddgallans má rekja til lokaverkefnis þriggja stúlkna í uppeldisfræði í Menntaskólanum á Akureyri. Þær ákváðu svo að nota það sem framlag sitt í keppnina Ungir vísindamenn, sigr- uðu í henni og unnu rétt til þátttöku í Evr- ópukeppni Ungra vísindamanna sem fór fram í Moskvu 2005. Frekari upplýsingar má fá á www.cuddlemec- lothes.com. Gallinn verður seldur í versluninni Adams í Smáralind, versluninni Spez á Akureyri, auk þess sem hægt verður að panta hann á vefn- um og fá sendan í póstkröfu. Nuddaðu barnið Myndrænt Á gallann eru merktar grunnstrokur í ungbarnanuddi.                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.