Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR KOMIN Í VERSLANIR Hugljúf og hátíðleg jólatónl ist sem lýkur upp töfraheimi aðventu og jóla með Björgu Þórhal lsdóttur og einvalal ið i hl jóðfæraleikara og kóra. Frumflutt eru ný ís lensk jólal jóð eft ir ýmsa höfunda, þar á meðal l jóð eft ir Sigurbjörn Einarsson biskup. Miðasala á www.midi . is og við innganginn. Miðapanntanir í Næs Connection s 544 5959 útgáfuTÓNLEIKAR Langholtskirkju 2. desember kl.17 Akureyrarkirkju 3. desember kl. 17 Með Drengjakór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur & kammersveit Með Kór Akureyrarkirkju & kammersveit K A M M E R S V E I T Guðni Franzson klarínetta Tatu Kantomaa harmonika Elísabet Waage harpa Arna Kristín Einarsdóttir þverflauta Kjartan Guðnason marimba & slagverk Pawel Panasiuk selló Kjartan Valdemarsson orgel Kári Þormar orgel Eyþór Ingi Jónsson orgelHÆDAS M ÁRA 4 S Í M I 5 4 4 5959 J Ó L A V Ö R U R N A R K O M N A R Fjárhagsáætlun Kópavogs 2007 Dagskrá: Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007. Opið hús verður í dag, laugardaginn 2. desember, milli kl. 10 og 12 í Hlíðasmára 19 Allir velkomnir Sjálfstæðisfélag Kópavogs „ÉG SKIL ekki þetta upphlaup, því það er ekkert leyndarmál að við styrkjum þennan fund, enda kemur það skýrt fram í fundarboðinu,“ segir Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur hjá Eli Lilly, sem sendi út boð um jóla- fund Geðlæknafélags Íslands til fé- lagsmanna. Eins og greint var frá í blaðinu í gær var fundarboðið sent út með haus Geðlæknafélagsins annars veg- ar og lyfjafyrirtækisins Eli Lilly hins vegar. Þegar leitað var viðbragða Kristófers Þorleifssonar, formanns félagsins, við þessu í fyrradag kann- aðist hann ekki við málið og sagði ekkert til í því að fundarboð á jóla- fund félagsins hefði verið sent út af hálfu lyfjafyrirtækisins. Ekki náðist í Kristófer í gær þegar eftir því var leitað. Krafa um fræðslu á fundinum „Það var leitað til okkar og við spurð hvort við værum tilbúin að styrkja fræðslufund Geðlækna- félagsins í desember og ég sam- þykkti að styrkja þann fund,“ segir Ólafur og vísar þar til boðaðs jóla- fundar nk. laugardag. Aðspurður segir Ólafur fyrirtækinu berast fjöldi beiðna um styrki, frá bæði fag- félögum, starfsmönnum heilbrigð- isgeirans og sjúklingasamtökum, svo fáein dæmi séu nefnd. Segir hann fyrirtækið hafa sett sér það viðmið að ef viðkomandi fræðslufundur sé ekki á vegum fyrirtækisins hafi það hvorki áhrif á hvaða fræðsluefni tek- ið sé fyrir né hvernig það sé flutt, en að meginreglan sé sú að fulltrúi fyr- irtækisins sitji alla fræðslufundi sem fyrirtækið styrki og sé því í lófa lagið að gera athugasemdir ef fundur er ekki í samræmi við styrkumsókn. „Við gerum auðvitað kröfu um það að það verði fræðsla á þessum fundi og það er fullyrt við okkur að það verði fræðsla þarna,“ segir Ólafur og tekur fram að hann muni sjálfur verða viðstaddur boðaðan jólafund. „Þannig að ef það kemur í ljós að það sem fyrirtækið er að styrkja er ekki það sem beðið var um styrk fyrir þá mun ég að sjálfsögðu gera at- hugasemd við það og taka málið upp við stjórn Geðlæknafélagsins, enda er markmið okkar ekki að styrkja einhverja skemmtidagskrá,“ segir Ólafur. Spurður hvort til greina komi að afturkalla styrki til fræðslufunda komi í ljós að ekki hafi verið um fræðslu að ræða segist Ólafur ekki getað svarað því. Spurður hvort ein- hvern tímann hafi komið upp sú staða að fagfélag hafi sótt um styrk til að halda fræðslufund, sem hafi síð- an að mati fulltrúa Eli Lilly ekki upp- fyllt hugmyndir þeirra um hvað felist í fræðslufundi svarar Ólafur að sér sé ekki kunnugt um það. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi er Eli Lilly aðili að Frumtökum, sem er samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi, en eins og greint var frá í blaðinu í gær gerðu fulltrúar Frum- taka og Læknafélags Íslands nýverið með sér samkomulag um að virða sameiginlega yfirlýsingu fasta- nefndar evrópskra lækna (CPME) og Samtaka lyfjaiðnaðarins í Evrópu (EFPIA). Í samkomulaginu kemur m.a. fram að til að sjálfstæði og trú- verðugleiki beggja samningsaðila sé tryggður þurfi algert gegnsæi og því verði að gera opinber öll tengsl sem leiða til eða gætu talist leiða til hags- munaárekstra. „Það er þannig, af því að það er auðvelt að gagnrýna sam- skipti lyfjafyrirtækja og heilbrigð- isstétta, þá verða hlutirnir að vera gagnsæir og uppi á borðinu. Þess vegna höfum við þessar reglur,“ seg- ir Ólafur. Telur samráðsvettvang vanta Í samtali við Sigurbjörn Sveins- son, formann Læknafélags Íslands, segir hann stjórn félagsins afar áhugasama um að báðir aðilar virði fyrrnefnt samkomulag. „Það er mín skoðun að í þetta samkomulag vanti formlegan samráðsvettvang lækna og lyfjadreifingarinnar þar sem hægt væri að fara yfir framkvæmd ein- stakra atburða og sérstaklega það sem þykir fara úrskeiðis,“ segir Sig- urbjörn og tekur fram að hann sjái fyrir sér að slíkur samráðsvett- vangur veitti siðferðilegt aðhald en væri ekki einhvers konar „stóri- bróðir“. Segist hann myndi vilja að læknafélög og lyfjafyrirtæki þyrftu að tilkynna samráðsnefndinni allar sameiginlegar uppákomur eða fundi sem styrkt eru og að allir læknar, sem boðið væri á slíka fund, yrðu upplýstir um að tilkynnt hefði verið um fundinn og hann haldinn í sam- ræmi við samstarfsreglurnar. „Það er ekki þar með sagt að sækja þyrfti um leyfi fyrir fundum. Í þessu fælist hins vegar drengskap- arloforð um að farið væri að regl- unum.“ Spurður hvort hann teldi æskilegt að hægt væri að sekta þá sem færu ekki eftir samkomulaginu, líkt og t.d. er gert víða á hinum Norð- urlöndunum, svarar Sigurbjörn því til að hann hafi ekki mikinn áhuga á þeirri leið. „Ég tel að við eigum að fara leið leiðbeinandi reglna og álits jafningja,“ segir Sigurbjörn. Styrkja ekki skemmtidagskrár Jólafundur Geðlæknafélagsins Fundarboð um jólafund Geðlæknafélags Íslands er merkt með haus félagsins og merki lyfjafyrirtækisins Eli Lilly. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Geð- læknafélags Íslands: „Vegna umræðu fjölmiðla um jólafund Geðlæknafélags Íslands telur stjórn félagsins rétt að fram komi að jólafundurinn er eins og margir aðrir fræðslufundir lækna styrktur af lyfjafyrirtæki að hluta. Geðlæknafélag Ís- lands fer að sjálfsögðu eftir siðareglum um samskipti lækna og lyfjafyr- irtækja. Stjórn Geðlæknafélags Íslands.“ Yfirlýsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.