Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 20

Morgunblaðið - 01.12.2006, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „ÓGNARSPENNANDI“„ÁRÆÐIN OG GRÍPANDI“ DJÖRF OG EINLÆG Bókmenntaverðlau Danska ríkisútvarpsi Dönsku bóksalaverðlaunin 2 Undantekningin er mögnuð saga um hin mörgu andlit ástarinnar og illskunnar. Hún er margföld metsölubók í Danmörku og víða um heim, rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum. „Undantekningin er afbragðs saga ... ógnarspennandi ... höfundurinn sýnir ótrúlega innsýn í mannlegt eðli.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Frbl. „Framúrskarandi skáldsaga . . . Stórkostleg blanda af spennusögu með útsmoginni og flókinni atburðarás.“ Michael Eigtved, B.T. „Sagan er býsna vel spunnin ... höfundi tekst að byggja upp mikla spennu milli aðalpersónanna ... Feimnismál er lipurlega skrifuð skáldsaga og mannlýsingar hennar eru með ágætum.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. Líf Tómasar umturnast þegar hann kynnist hinni hálfjapönsku Saiko sem starfar sem sokkabux- namódel og kynnir hann fyrir vískídrykkju og verkum Haruki Murakamis. En Saiko á sér hræðilegt leyndarmál ... „Áræðin og grípandi skáldsaga eftir kjarkaðan höfund.“ Kári Gunnlaugsson, kistan.is Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ræddi í gær við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og fullviss- aði hann um að bandarísku hersveit- irnar færu ekki frá Írak „fyrr en verkefni þeirra er lokið“. Hann sagði að herliðið yrði áfram í Írak eins lengi og stjórn Maliki vildi. Bush fór einnig lofsamlegum orðum um íraska forsætisráðherrann og sagði hann „rétta manninn fyrir Írak“. Maliki sagði á fundi hans og Bush í Amman í Jórdaníu að skipting Íraks í þrennt myndi aðeins auka á vand- ann og leiða til enn meiri blóðsúthell- inga. Bush lagði áherslu á að hraða þyrfti þjálfun íraskra öryggissveita til að þær gætu komið á friði og hald- ið uppi lögum og reglu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu leið- toganna eftir fundinn sagði að þeir hefðu rætt hvernig Bandaríkjamenn gætu auðveldað íröskum yfirvöldum „að einangra ofstækismenn frekar og sækja alla ofbeldis- og hryðju- verkamenn til saka samkvæmt íröskum lögum“. Leysi upp Mahdi-herinn Fundur Bush og Maliki átti að vera í fyrradag en honum var frestað eftir að The New York Times birti leynilega skýrslu þjóðaröryggisráð- gjafa Bush þar sem hann lét í ljós efasemdir um að Maliki væri fær um að binda enda á átökin í Írak, einkum árásir vopnaðra hópa úr röðum sjíta. Bush lauk þó lofsorði á Maliki á blaðamannafundi þeirra í Amman í gær, sagði hann rétta manninn til að koma á friði í Írak. Fréttastofan AP hafði eftir hátt settum aðstoðarmanni Malikis að Bush hefði lagt fast að forsætis- ráðherranum að leysa upp Mahdi- herinn svonefnda, vopnaðar sveitir stuðningsmanna sjía-klerksins Muqtada al-Sadr. Heimildarmaður- inn sagði að Maliki hefði engu lofað í því sambandi. „Þetta er ekki stórt vandamál og við finnum lausn á því,“ hafði heimildarmaðurinn eftir Mal- iki. Gengu úr stjórninni Þrjátíu stuðningsmenn Sadr á þingi Íraks ákváðu að hætta að styðja stjórn Malikis og sex ráð- herrar úr röðum þeirra gengu úr stjórninni til að mótmæla fundi for- sætisráðherrans með Bush. Nokkrir þingmannanna sögðu í gær að þeir hygðust fá aðra þing- flokka til að fara að dæmi þeirra og krefjast þess að Bandaríkjastjórn kallaði hersveitir sínar í Írak heim. „Rétti maður- inn fyrir Írak“ Reuters Í skugga blóðsúthellinga Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og George W. Bush Bandaríkjaforseti eftir blaðamannafund í Amman í gær. Í HNOTSKURN » Embættismenn Samein-uðu þjóðanna áætla að 3.709 Írakar hafi beðið bana í árásum í Írak í október. Er það mesta mannfall í einum mánuði í stríðinu í Írak. » Bagdad-búar sögðust ígær ekki búast við því að fundurinn í Amman yrði til þess að lát yrði á blóðsúthell- ingunum. „Þetta eru innantóm orð,“ sagði einn þeirra. „Bush og Bandaríkjamenn hafa ekki gert neitt fyrir okkur.“ London. AFP. | Margir hafa orðið til að tjá Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, samúð sína en nú er ljóst, að James Fraser, fjögurra mánaða gamall sonur hans, er haldinn slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis). Um er að ræða erfðasjúk- dóm, sem einkum leggst á lungu og meltingarfæri. Þetta er annað áfallið á fáum ár- um fyrir þau hjón, Brown og Söruh, en 2002 misstu þau barn, fyrirbura, sem lést 10 dögum eftir að hann kom í heiminn. Unnt er halda slímseigjusjúk- dómi í skefjum með lyfjagjöf og annarri meðferð en til jafnaðar lifa þeir, sem hann hafa, ekki lengur en fram á þrítugsaldur. Talsmaður þeirra hjóna sagði, að þeim hefði verið sagt, að líklega myndi sjúk- dómurinn láta til sín taka mjög fljótlega og hefði það síðan verið staðfest með rannsóknum. Á þess- ari stundu er hann þó einkenna- laus. Þau Brown og Sarah hafa átt þrjú börn; John, sem er þriggja ára, Fraser og Jennifer Jane, sem þau misstu. David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins, varð einna fyrstur til að tjá Brown og konu hans samúð sína en Ivan, sonur þeirra Camerons og Samönthu, er haldinn flogaveiki og krampalömun í senn. Sagði hann, að þeim hjónum yrði mikið hugsað til Brown og Söruh en Cameron hefur áður lýst áfallinu og hryggð- inni, sem sótti hann fyrst eftir að ljóst var hvernig komið var fyrir syni hans. Með alvarlegan erfðasjúkdóm Reuters Sæl með soninn Brown og Sarah með James Fraser á leið heim af fæðingardeildinni í júlí sl. TVEIR læknastúdentar í Álaborg í Danmörku hafa gert merka upp- götvun. Unnt er að hlusta fólk og komast þannig að því hvort blóðtappi er yfirvofandi. Þannig verður hægt að bjarga lífi margra og spara um leið stórar fjárhæðir í heilbrigðis- kerfinu. Aðferðin er ákaflega einföld. Fólk er hlustað og heyrist eitthvert hvísk- ur í æðum er hætta á ferðum. „Þetta er einfalt og ódýrt og á færi allra lækna. Með þessu er hægt að komast hjá rándýrum rannsóknum en útkoman er yfirleitt sú, að 40% þeirra, sem ganga í gegnum slíkar rannsóknir, eru alls ekki sjúk,“ segir Samuel Schmidt, annar læknastúd- entanna, að því er fram kom í Berl- ingske Tidende. Mikill áhugi Ýmsir læknar og sérfræðingar í Danmörku hafa sýnt uppgötvun læknastúdentanna mikinn áhuga, til dæmis Jan Skyt Madsen, yfirlæknir á amtssjúkrahúsinu í Gentofte. „Hugmyndin virðist vera bráð- snjöll og aðferðin einföld og mjög ódýr,“ segir Madsen. Schmidt segir, að verið sé að fín- pússa aðferðina og vinna að ýmsum tæknilegum atriðum henni tengdum. Hlustað á yfirvofandi blóðtappa NEFND demókrata og repúblikana sem falið var að endurskoða stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmál- unum hyggst birta tillögur sínar á miðvikudaginn kemur. The New York Times segir að nefndin hyggist meðal annars leggja til að bandaríska herliðið í Írak verði kallað heim í áföngum án þess að hún tiltaki ákveðin tíma- mörk. CNN-sjónvarpið kvaðst hafa heimildir fyrir því að lagt yrði til að heimkvaðningin hæfist „tiltölulega snemma á næsta ári“. Hermt er að nefndin vilji einnig að grannríki Íraks, þeirra á meðal Íran og Sýrland, hefji viðræður um aðgerðir til að binda enda á blóðs- úthellingarnar. Tillögurnar krefjast verulegrar stefnubreytingar af hálfu Banda- ríkjastjórnar. Ekkert hefur bent til þess að George W. Bush Banda- ríkjaforseti ljái máls á því að hefja brottflutning bandaríska herliðsins frá Írak. Stjórn hans hefur og verið treg til að hefja samstarf við stjórn- völd í Íran og Sýrlandi sem hún segir hafa ýtt undir ofbeldið í Írak. Herliðið fari í áföngum HÁTTSETTUR embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu segir, að Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafi engin áhrif haft á stefnu eða ákvarðanir ríkis- stjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta í málefnum Íraks. Þar hafi verið um algera einstefnu að ræða enda sé „breska brúin“ milli Evrópu og Bandaríkjanna að hverfa. Kom þetta fram hjá Kendall Myers, háttsettum ráðgjafa í utan- ríkisráðuneytinu, á ráðstefnu í Washington síðastliðinn þriðjudag og sem svar við spurningu frá blaða- manni breska dagblaðsins The Tim- es. „Þetta var allt fullfrágengið frá byrjun, einhliða samband, sem ekki fól í sér tillitssemi eða umbun af nokkru tagi,“ sagði Myers og bætti við, að tillögur bresku stjórnarinnar hefðu ekki verið „virtar viðlits, því miður“. Myers, sem er sérfræðingur í breskum málefnum, hafði ekkert fal- legt að segja um framgöngu sinnar eigin ríkisstjórnar í Írak og hann spáði því að það nána samband, sem þó hefði verið með þeim Blair og Bush, yrði ekki endurtekið. „Það, sem ég held og óttast, er að Bretland muni fjarlægjast Bandaríkin og nálgast Evrópu enn meir. Í þeim skilningi er Lundúnabrúin að hrynja,“ sagði Myers. Þessi óvana- lega hreinskilnu ummæli eru höfð til marks um þá óánægju, sem lengi hefur kraumað undir í bandaríska utanríkisráðu- neytinu með Íraksstríðið. Þá kunna þau líka að endurspegla þá veiku stöðu sem Bush er nú í. Sir Menzies Campbell, leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagði um- mæli Myers sýna þá fyrirlitningu, sem „þrælslund“ Blairs hefði verið sýnd í Washington og hvatti til að hið sérstaka samband Breta við Banda- ríkjamenn yrði endurskoðað. Ummæli Myers hafa vakið nokk- urt uppnám í bandaríska stjórnkerf- inu og í fyrrakvöld sagði Terry Dav- idson, talsmaður utanríkisráðu- neytisins, að Myers hefði ekki verið að túlka skoðanir ráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar. „Breska brú- in“ að hrynja? Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.