Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 01.12.2006, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elísabet Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. febrúar 1934. Hún lést á heimili sínu Sóltúni 5 í Reykja- vík mánudaginn 20. nóvember síðastlið- inn. Móðir hennar er Helga Þorleifs- dóttir, f. 21. desem- ber 1909. Faðir hennar var Óskar Jónsson, f. 14. októ- ber 1910, d. 15. júlí 1962. Þau skildu. Fósturfaðir Elísabetar var Jón Guðjónsson, f. 20. janúar 1924, d. 8. desember 2005. Bróðir hennar er Jón Leifur, f. 1937, maki Lára Ingólfsdóttir, f. 1946. Systur henn- ar sammæðra eru Selma Jóns- dóttir, f. 1947; Hildur Jónsdóttir, f. 1948, maki Sigmundur Ríkarðs- son, f. 1943; og Magnea Björg Jónsdóttir, f. 1953. Systkini sam- feðra eru: Lilja, f. 1943, maki Sig- urður Kr. Jóhannsson, f. 1943; Kristín, f. 1945, maki Þorsteinn R. Hörgdal, f. 1952; Guðlaugur, f. 1949, maki Jónína Eiríksdóttir, f. úar 1981.c) Sólveig Hrönn, f. 1. mars 1985, unnusti Jan Keld Lar- sen, f. 25. maí 1985. Árið 1959 giftist Elísabet Birni Indriðasyni bifvélavirkja, f. 17. október 1935. Þau skildu árið 1980. Börn þeirra eru: 3) Helga Björg, f. 19. desember 1958, í sam- búð með Hans Petter Fransrud, f. 21. mars 1961. Sonur hennar og Þorvarðar Gunnlaugssonar er: a) Tómas, f. 18. febrúar 1980. Börn hennar og Guttorms Magnússonar eru: b) Kári Björn, f. 23. janúar 1989. c) Vera Björk, f. 14. apríl 1991. 4) Indriði Björnsson, f. 31. mars 1965, í sambúð með Ekater- inu Gagunashvili, f. 19. október 1976. Sonur þeirra er: a) Davíð Dimitry, f. 21. maí 2003. Sonur Indriða og Magnhildar Bjarkar Gísladóttur er b) Andri, f. 3. októ- ber 1986, dóttir Indriða og Agnes- ar Hauksdóttur er c) Sara, f. 26. september 1989. Elísabet ólst upp í Reykjavík, gekk í Melaskóla, lauk þaðan barnaskólaprófi og síðan gagn- fræðaprófi frá Laugarvatni. Eftir að hún giftist var hún lengst af heimavinnandi en starfaði síðan við afgreiðslu og umönnun. Útför Elísabetar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1952; Guðni Sig- urður, f. 1950, maki Rósa Þorsteinsdóttir, f. 1958; og Sigur- björg, f. 1953, sam- býlismaður Guð- mundur Einarsson, f. 1954. Elísabet var í sam- búð með Ingvari Al- freð Georgssyni, f. 15. september 1929, d. 29. júlí 1996. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Óskar Heimir, f. 29. janúar 1954, kvæntur Guðrúnu Matthíasdóttur, f. 21. nóvember 1954. Synir þeirra eru: a) Halldór Örn, f. 14. ágúst 1976, unnusta Þórdís Schram, f. 30. nóvember 1982. b) Bjarni Már, f. 8. júní 1982. 2) Sigrún Pálína, f. 8. nóvember 1955, gift Alfreð Wolfgang Gunn- arssyni, f. 5. ágúst 1953. Börn Sig- rúnar Pálínu og Sigurðar Blöndal eru: a) Elísabet Ósk, f.19. júní 1976, synir hennar eru Aron Pétur Magnússon, f. 11. júní 1994, og Viktor Stummann Hansen, f. 15. febrúar 2003. b) Bjarki, f. 11. jan- Elsku hjartans mamma mín, nú kveð ég þig í hinzta sinn. Erfitt er að segja allt það góða sem mér býr í brjósti í svona stuttri kveðju en minningin um þig er afar hlý og góð. Þú hefur reynst mér alla tíð eins og sú bezta mamma sem maður gat hugsað sér. Ávallt hefur þú staðið mér við hlið og stutt mig í gegnum lífið. Þú gekkst í gegnum lífið með bros á vör þótt á móti hafi blásið á stundum. Ávallt áttir þú auðvelt með að gefa af sjálfri þér og nærvera þín var mikil blessun þeim sem hennar nutu. Þú hafðir mikið yndi af nátt- úrunni og blóm, strá og steinar voru ávallt innan seilingar hjá þér. Kallið þitt kom nokkuð óvænt en sjálfsagt ertu að hluta til hvíldinni fegin í lok ævidags. Nú horfa börnin þín á eftir þér í þína lokaferð og glíma við sorgina hvert með sínum hætti. Æviárin með þér hafa gert mig að því sem ég er og ef það er eitt- hvað sem ég get státað af er það að stærstum hluta þér að þakka, þú skilaðir mér vel út í lífið. Þessi síðustu ár með þér þar sem þú gast verið svona mikið með Davíð drengnum okkar Katyu var mikill gleðiauki þar sem við vorum oft öll saman eitthvað að sýsla heima við, á ferðalögum og úti í náttúrunni. Það var mikil blessun að fá svo góðan tíma með þér þessi ár og þú fylgdir fjölskyldunni svo sannarlega vel úr hlaði. Þú stóðst þig vel í þínu lífi og gafst mikið af þér. Viðskilnaðurinn við þig er sár en minningin góð. Þú hafðir aðeins minnst á hvíldina fyrir stuttu og nú hefur þú fengið þá hvíld sem allir þurfa að lokum. Þakka þér fyrir allt, mamma mín, og hvíldu í friði. Indriði. Kæra tengdó, hvern hefði grunað að fyrir mánuði yrði okkar síðasta kveðja hvort til annars. Það var til- finningalega þungt símtal sem ég fékk að morgni mánudags 20. nóv- ember þegar Óskar mágur flutti mér þá frétt að þú værir látin. Hvernig í ósköpunum færir maður konunni sinni þær fréttir að mamma hennar sé dáin, börnunum að amma þeirra komi ekki oftar í heimsókn? Ein af mínum fyrstu hugsunum var hvað ég væri lánsamur að hafa litið inn til þín í haust. Ég hitti þig fyrsta sinni fyrir 13 árum, þegar við Pála dóttir þín byrjuðum okkar samband. Ég gat strax fundið fyrir því að þarna var kona sem enginn gengi yfir á óhrein- um skónum, og kona sem hefði reynt sitt af hverju í sínu lífi. Við gátum alltaf talað saman um daginn og veg- inn, og gang lífsins. Eftir að við Pála fluttum til Danmerkur urðu samtöl okkar að sjálfsögðu færri, en ég á yndislegar minningar frá samtölum sem við áttum úti á veröndinni, ferð- um í bæinn og bíltúrum um nágrenn- ið. Heimsóknin til þín í haust varaði ekki lengi, en hún er mér ómetanlega mikils virði nú. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm barstu höfuðið hátt og varst glöð, og það er sú minning sem ég geymi í hjarta mínu. Börnin þín, ömmubörnin og langömmubörnin hafa misst mikið, en við eigum ynd- islegar minningar sem við geymum öll djúpt í hjarta okkar. Ég sam- hryggist innilega mömmu þinni sem öldruð þarf að sjá á eftir barninu sínu í gröfina og systkinum þínum sem þurfa að kveðja þig hinsta sinni. Við höfum öll misst mikið, en minning- arnar eru okkar, og þær fær enginn að taka frá okkur. Elsku Elísabet tengdamamma, takk fyrir þau ár sem við þekktum hvort annað. Eins og þú orðaðir það stundum, þá getur bros dimmu í birtu breytt, og þau dimmu ský sem hvíla yfir okkur öllum núna, eiga eft- ir að þoka fyrir birtunni og minning- unum okkar um þig. Guð geymi þig. Þinn tengdasonur Alfred Wolfgang Gunnarsson. Elsku ammslan mín. Ég trúi þessu ekki ennþá. Þú ert farin. Þú munt aldrei framar strjúka yfir kinnina á mér. Þú munt aldrei framar kyssa mig á ennið. Þú munt aldrei framar senda mig út í sjoppu til að kaupa nammi handa okkur. Þú munt aldrei framar fara með mér út að borða á okkar stað. Þú munt aldrei framar sækja teppi handa mér og leyfa mér að kúra í sófanum. Ég gleymi aldrei, þegar ég kom að gista hjá þér og við fórum í langan göngutúr. Daginn eftir bjóst þú til vítamíndrykk handa okkur með kiwi, bönunum, appelsínum og fullt af öðr- um hollum ávöxtum og djúsi. Ég gleymi aldrei plötuspilaranum þínum og hvernig ég gat setið tím- unum saman við að hlusta á „Dýrin í Hálsaskógi“ og „Karíus og Baktus“. Ég gleymi aldrei, þegar við vorum alltaf í bíltúr, hvernig þú gast allt í einu farið að skamma sjálfa þig upp- hátt og sagt: „Elísabet, af hverju gerðirðu þetta?“ eða eitthvað annað og ég varð alltaf steinhissa. „Hvað gerði ég?“ spurði ég því ég gleymdi í þessum aðstæðum, að við værum nöfnur. Ég gleymi aldrei margra tíma samtölum okkar þegar ég bjó í Skeiðarvogi og hvað við vorum alltaf að hlæja að því, að við hefðum nú frekar átt að hlaupa hvor yfir til ann- arrar. Ég gleymi aldrei Kentucky Fried Chicken. Ég gleymi aldrei þér … Munum öll, eins og amma skrifaði á fermingarmyndina mína og sagði reglulega við mig: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!“ Elsku ammslan mín, eins og ég yf- irleitt kallaði þig og skrifaði í upphafi bréfa minna til þín, takk fyrir allan okkar tíma saman. Þú hefur gefið mér ótrúlega mikið, skopgáfu þína, nafnið mitt, hlýleika, innsæi, ferm- ingarmyndina, sem mér þykir svo vænt um, og ótrúlega marga aðra hæfileika og hluti. Ég mun alltaf elska þig. Elísabet Ósk. Elsku amman mín. Ég á mjög erf- itt með að trúa því að þú sért farin, þó að ég viti að þú ert hjá mér og átt alltaf eftir að vera það. En ég á aldrei eftir að sjá þitt bros aftur, fá gott öm- muknús, finna ömmulykt eða kyssa þína mjúku kinn. Við eigum aldrei eftir að fara og kaupa okkur ís í Álf- heimum með heitri súkkulaðisósu, aldrei eftir að fara í Laugardalslaug- ina saman og fara í pylsuvagninn á eftir. Ég á aldrei eftir að sofna í sóf- anum þínum aftur, þar sem þú komst og straukst mér um kinn. Ég man mína síðustu heimsókn til þín, þegar við fórum í sund og feng- um okkur pylsu og svala, fórum svo í heimsókn til Helgu ömmu. Síðan fór- um við heim og ég lagði mig á sófann meðan þú skaust eitthvað út. Svo kom stóra spurningin um hvað við ættum að borða, en við keyrðum í Nóatún og keyptum okkur djúp- steiktan kjúkling og fullt af ís og nammi eins og við vorum vanar og sátum svo lengi fram eftir að borða nammi og snakk og horfðum á alls konar sakamálaþætti og þætti um drauga og geimverur. Mér fannst ég svo heppin að eiga þig að. Það streymdi frá þér svo mikil hlýja þetta kvöld, mér fannst ég vera svo örugg hjá þér og elskuð fyrir að vera ég sjálf. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér og gefið og er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þér. Það er mér erfið tilhugs- un, að þú eigir ekki eftir að kynnast börnum mínum sem ófædd eru og verða langamma þeirra. Gefa þeim af þér, gleðja þau og kæta. Þú munt alltaf verða hluti af okkar lífi og huga. Sofðu rótt. Sólveig Hrönn. Hæ, elsku langamma. Þetta gerð- ist allt of hratt. Ég á eftir að sakna þess að fara með þér í sundlaugina. Ég á aldrei eftir að gleyma því. Það var bara best og sérstaklega þú. Þú átt alltaf eftir að vera í hjarta mínu. Ég elska þig svo mikið. Aron Pétur. Elsku Elsa, systir mín góð. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um þig, því mér finnst þú ekki vera farin. Minning mín um þig byrjar á Hrefnugötunni þar sem við áttum heima sjö fyrstu ár ævi minnar. Þetta voru góð ár og ekki skemmdi návist þín fyrir því við lékum okkur mikið saman. Þá voru hvorki tölvu- leikir né sjónvarp til þess að hafa of- an af fyrir okkur. Við urðum að gera það sjálf og voru tvinnakeflin frá saumunum hennar mömmu ekki svo lítill auður. Það er gaman að minnast sumarsins sem við vorum á Hólmum í Vopnafirði hjá föðurfólkinu okkar. Það var verið að byggja nýtt íbúðar- hús úr steini og var vatni safnað í tunnu við húsgaflinn. Sú saga gekk að það væri púki í tunnunni og stóð okkur stuggur af honum. Dag einn tók forvitnin völdin hjá þér og þú kíktir niður í tunnuna, og viti menn þar blasti við þér ófreskja ein úfin og ljót. Hrökklaðist þú frá tunnunni með miklum öskrum. Seinna kom í ljós að í þetta skipti var hárið á þér í úfnara lagi og þú varst ófreskjan sem blasti við þér í tunnunni. Þetta var rigningasumar og við sváfum í tjöldum og ekki var óalgengt að við berðumst við blautar sængur á morgnana. Næsti áfangi á lífsleið okkar fór fram í Camp Knox við Kaplaskjóls- veginn en þar áttum við heima í rúm þrjú ár. Á þeim árum þroskaðist þú úr stelpu í þessa líka flottu dömu. Enn var alltaf sama góða sambandið okkar á milli enda þú stóra systir sem ég leit alltaf upp til. Samband okkar rofnaði svolítið eftir að við fluttum inn í Hólmgarð í Bústaða- hverfinu, sjálfsagt mest vegna þess að þú fórst burt úr bænum til vinnu. Seinna þegar þú fluttist aftur í bæinn komst sambandið í sitt fyrra horf og hélst óslitið þar til á mánudaginn þegar þú fórst á vit feðra okkar. Ein er sú minning sem er mér ofarlega í huga en það er þegar þið Björn, mað- ur þinn, gáfuð mér skrautskrifað skjal á brúðkaupsdegi mínum með vísu sem þú hélst alltaf mikið upp á og hafðir að leiðarljósi í umgengni þinni við þína nánustu og aðra í kringum þig. Vísan er svona: Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Já, svona er nú lífið fullt af skemmtilegum minningum. Það myndi æra óstöðugan að rifja upp allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman en af nógu er að taka. Megi almættið vera með þér og afkomendum þínum um alla eilífð. Svo mælir þitt eina alsystkini og bróðir í þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Jón Leifur Óskarsson. Í nærri sex áratugi hefur þú verið Elsa stóra systir mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin og komir ekki aftur. Þú varst bara 14 ára þeg- ar ég kom í heiminn og oft passaðir þú mig. Þau tengsl sem mynduðust á milli okkar frá uppeldisárum mínum voru sterk og mér fannst oft að þú værir nærri því mamma okkar Selmu. Það var svo gott að trúa þér fyrir leyndarmálum, strákamálum og að bera undir þig ýmislegt sem maður vissi ekki hvernig skyldi leysa, þú varst með sérstakt innsæi í hlutina og þú hafðir alltaf tíma til að hlusta. Það var ekki bara ég sem leit- aði til þín með mín hjartans mál held- ur fundu allir í kringum þig hversu gott var að eiga þig að og þú eign- aðist alls staðar vini. Traust og skyn- semi var eitthvað sem maður fann streyma frá þér. Það er skrýtið að draga fram minningarnar um alla staðina sem þú hefur búið á og alltaf komum við í heimsókn. Stundum átt- ir þú heima í Hveragerði, svo á Sel- fossi, svo í Skagafirði, og í Reykjavík. Alltaf drusluðumst við Selma í heim- sókn og fengum að gista og það átti að heita að við værum að hjálpa þér með krakkana, vonandi var það stundum. En aðalminningin er um hláturinn og samtölin sem við áttum með þér fram á rauða nótt. Það var líka svona þegar þú komst með í Hrísey í sumar, mikið er ég þakklát fyrir það í dag að hafa fengið þig til mín í Perlu Eyjafjarðar. Þrátt fyrir lasleika þá komstu með á Dalvík, í Svarfaðardalinn okkar og tókst þátt í öllu í Hrísey. Meira að segja klifraðir þú yfir sjávargarðinn og komst með í fjöruna þegar það stóð til og máttir af engu missa. Stóra systir mín, þú ert og hefur alltaf verið hetja í mínum augum. Þú varst mér svo mikilvæg að þegar Rikki minn fæddist þá gerði ég allt sem mér datt í hug til að eignast hann á afmælisdaginn þinn 26. febr- úar, mér fannst svo sniðugt að ég eignaðist mitt fyrsta barn á sama degi og mamma okkar hafði eignast þig. Þið fiskarnir voruð líka náin og Rikka og Jóni Teiti þótti alltaf svo vænt um Elsu frænku. Það þótti öll- um vænt um þig. Svoleiðis ætla ég að muna þig og halda áfram að minnast góðu stundanna og smitandi hláturs- ins. Þú gast alltaf gert grín og slegið á létta strengi, jafnvel yfir veikind- um þínum, alveg þar til yfir lauk. Elsku Óskar, Pála, Helga Björg og Indriði, mamma ykkar situr nú á skýi langt fyrir ofan okkur, hlær lágt og smitandi. Guð og englar himinsins passa hana núna og hún veifar til okkar. Takk fyrir samveruna, elsku Elsa mín. Þín litla systir Hildur. Elskuleg systir, Elsa mín. Ævi manns er um margt undarleg, en um leið undursamleg. Þegar aldurinn færist yfir hvarflar hugurinn æ oftar til liðinna ára, áranna þegar maður var að hasla sér völl í starfi, stofna fjölskyldu, eignast börn og fylgjast með þeim vaxa úr grasi, komast til manns. En einkum þó til æskuár- anna sjálfra. Til alls þess góða fólks er studdi mann, hvatti til dáða, þótt þroskabrautin væri eftir á að hyggja fremur farin í hænufetum en helj- arstökkum. Alltaf var einhver til staðar, sem ungur drengur gat reitt sig á. Auður hvers æskumanns og auðna hans byggist á handleiðslu foreldra. Hjá þeim lærist að treysta á uppkomu sólar, þótt um stund héli á glugga. Að öll él styttir upp um síð- ir. Að æskuvorið er lífgjöf vonarinn- ar. Við systkinin vorum svo lánsöm að eiga góða foreldra, sem við ekki ein- asta treystum heldur litum líka upp til. Það gerðum við vegna þess að við fundum að við vorum þeim mikils virði. Að þau voru Guði þakklát fyrir að mega ala önn fyrir okkur, þrátt fyrir langvinnt sjúkdómsstríð föður okkar, er þau háðu hljóðlát saman. Ævin er varla annað en minninga- brot, örsmáir kristallar er merla á stjörnubjörtum himni liðinna ára. Eða eins og stórfljótið er byltist á milli bakka, símótandi farveg sinn. Árflaumurinn í yfirþyrmandi mætti sínum, þó settur saman úr örsmáum vatnsdropum, fyrst tveimur, svo tug- um saman og loks trilljón. Minning- arnar eru þannig vatnsdropar en gætu eins verið sæbarðir fjörustein- ar, slípaðir í ölduróti lífsins, hver og einn með sína sögu úr volkinu. Auk foreldra eiga sum börn systk- ini. Systkini okkar systkinanna voru að nokkru eins og álfabörn. Þau komu til okkar Sigga og Sigurbjarg- ar, alltaf eins og þau hefðu ætíð verið þar. Þau áttu sömu foreldra og við og þó voru þau börn föður okkar en ekki móður. Við fundum aldrei fyrir því og ég veit að móðir mín var þeim sem móðir. Jón Leifur var oftar langdvöl- um í siglingum og þá órafjarri, ein- hvers staðar hinum megin á hettin- um, en Elsa var jarðtengdari, nálægari. Já, við vorum rík, litlu systkinin, að eiga ykkur að, Jón Leif- ur og Elsa. Á jólum, sumrum og vetrum voruð þið stóru systkini okkar, hvort held- ur þið fóruð eða komuð aftur. Þið er- uð samofin æskuminningum okkar. Glaðværð ykkar og góð nærvera meðan allt lék í lyndi og þegar faðir okkar var sem veikastur. Elsku Elsa mín, umhyggja þín og mildi við okkur og móður okkar, þeg- ar hún stóð ein með okkur þrjú ófermd að föður þínum, föður okkar, látnum, gleymist aldrei og verður ekki fullþökkuð. Minningabrotin eru tærir dropar bergvatnsárinnar. Stórfljót vegna fjölda þeirra. Minn- ingin um þig er slípaðir steinar, ljósir af því að það er bjart yfir samveru- stundum okkar, öllum. Að eiga góða að er auður, það finn- Elísabet Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.