Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 25 SUÐURNES PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Glucosamine 1000 mg í hverri töflu Sodium- og skelfiskfrítt Glucosamine Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Ég var svo oft að leita mér að ákveðnum fötum og fann ekki neitt. Ég varð því bara að sauma þau sjálf,“ sagði Alda Sveinsdóttir fatahönnuður sem hannar föt undir vörumerkinu iD- Alda og selur í eigin verslun í Reykjanesbæ. Hún sagðist jafn- framt hafa verið umvafin saumandi og heklandi konum á sínum yngri árum sem gætu hafa haft áhrif á þá ákvörðun hennar að læra fatahönn- un. Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur gjarnan verið vettvangur mikillar gerjunar í menningarlífi Reykja- nesbæjar og jafnframt hafa íbúar notað tækifærið og látið gamlan verslunardraum rætast. Alda Sveinsdóttir fatahönnuður er einn af þessum íbúum en hún opnaði Rokk Smiðjuna í bílskúr við heimili sitt á Suðurgötu, sem selur fatnað og fylgihluti. Margir halda að Rokk Smiðjan hafi einungis verið Ljós- anæturuppákoma en svo er aldeilis ekki og að sögn Öldu er hún á fullu við markaðssetningu samhliða saumaskapnum. „Mig hafði langað til að opna vinnustofuna mína og þessi stóri bílskúr gaf mér það tækifæri. Ég sit því við saumavélina ef rólegt er í búðinni.“ Suðurnesjaverslun Eins og nafn verslunarinnar gef- ur til kynna svífur rokkið yfir vötn- um og Alda segist vera bæði mikið fyrir rokkið og pönkið. „Þemað í nýju fatalínunni minni er rokk í rómantík. Ég er mjög rokkuð og pönkuð í litavali, nota mikið skæra liti eins og rautt og blátt, ásamt svörtu og hvítu. Rómantíkin er hins vegar í blúndunum, rykkingunum og dúlleríinu í fötunum.“ Í bland við hönnun býður Alda upp á sérvaldar notaðar kvenflíkur og fylgihluti sem koma ýmist frá Bretlandi eða Danmörku, en slíka verslun fannst henni vanta í bæj- arfélagið. Áhugi á notuðum fötum hefur gjarnan verið tengdur við ungt fólk en Alda segir það hafa komið sér ánægjulega á óvart að konur á öllum aldri komi í versl- unina. „Ég held nú stundum að þær villist hér inn en svo er ekki. Tískan undanfarið hefur verið á þá leið að blanda saman notuðum fötum og nýjum og það er ekki bara unga fólkið sem hefur áhuga á því. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur síðan ég opnaði og mér finnst það mjög ánægjulegt að mest selst af minni hönnun. Konur koma kannski til að kaupa notuð föt en fara svo út með eitthvað af mínum fötum,“ sagði Alda sem jafnframt selur hönnun annarra Suðurnesjakvenna. „Mig langar til að hafa þetta svona Suð- urnesjaverslun og þær sem eru að selja verkin sín hér eru tvíburasyst- urnar keflvísku, Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur, sem hanna undir merkinu Lúka Art & Design, og Lóla pönk eða Linda Guðmundsdóttir úr Garðinum.“ Úr ferðamálafræði í hönnun – En hvers vegna fór kona sem er menntaður ferðamálafræðingur í fatahönnun? „Það var nú eiginlega margt sem kom til,“ sagði Alda. „Ég hafði nú aðallega farið í ferðamálafræði vegna nálægðarinnar við flugstöð- ina og þótt ég hafi klárað námið þá fann ég mig aldrei nógu vel. Svo þegar maðurinn minn fór í kvik- myndanám til London ákvað ég að kynna mér hönnunarskóla og var svo lánsöm að það var eitt laust pláss í London Center for Fashion Studies og þaðan lauk ég námi árið 2004. Ég fann strax að þetta var eitthvað dýpra og meira fyrir mig. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf haft brennandi áhuga á fatahönnun sem slíkri hafði ég samt sem áður alltaf dregist að öllu tengdu listum og fag- urfræði. Það var held ég bara tíma- spursmál hvenær ég fyndi það sem hentaði mér. Ferðamálafræðin var að mestu leyti góður atvinnumögu- leiki fyrir mér en fatahönnunin opn- aði nýjar dyr að sköpun og lífs- ánægju þótt hún sé eilítið áhættusamari atvinnugrein. En hamingjan er áhættunnar virði,“ sagði Alda Sveinsdóttir og sagðist sjá möguleika í því að nýta ferða- málafræðina í markaðssetningu hönnunar sinnar fyrir erlenda ferðamenn. Rokkuð og rómantísk föt Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hönnuður Alda Sveinsdóttir selur eigin hönnun og annarra Suður- nesjamanna í verslun sinni og opinni vinnustofu í Reykjanesbæ. Í HNOTSKURN »Alda Sveinsdóttir lærðiferðamálafræði en sneri sér fljótt að hönnun. »„Fatahönnunin opnaði nýj-ar dyr að sköpun og lífs- ánægju.“ Alda Sveinsdóttir selur eigin föt í opinni vinnustofu TENGLAR ............................................ www.myspace.com/idalda Grindavík | „Ég hef stefnt að þessu lengi, alveg frá því ég fylgdist með systur minni í þessari keppni,“ segir Stefanía Ósk Mar- geirsdóttir, píanónemandi í Tónlistarskól- anum í Grindavík, en hún náði öðru sæti í miðstigi í keppni píanó- nemenda sem EPTA, Evrópusamband píanó- kennara, hélt nýlega í Salnum í Kópavogi. Tónlistarskóli Grinda- víkur birti frétt um þetta á vef bæjarins. Stefanía Ósk segir að sér hafi þótt það svo spennandi þegar Dína María, eldri systir hennar, tók þátt í keppninni fyrir þremur árum að hún hafi ákveðið að taka sjálf þátt. Síðan hafi hún fengið mikla hvatningu frá píanókenn- aranum, Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Hún hefur æft sig fyrir þessa keppni í hálft ár. Segir að það hafi verið strembið enda sé mikil vinna að fínpússa lögin þannig að hún nái þeim fullkomlega. Stefanía er fimmtán ára gömul, nem- andi í tíunda bekk Grunnskóla Grindavík- ur og hefur auk þess stundað píanónám frá átta ára aldri. Hún hefur verið dugleg að koma fram í bænum. Leikið á tónleikum á vegum tón- listarskólans og við ýmis tækifæri í grunn- skólanum og á hjúkrunarheimilinu. Hún segist hafa fengið mikla æfingu í að koma fram og sviðsskrekkurinn hafi lagast mik- ið að undanförnu. Hún stefnir að því að halda áfram í tón- listarnámi en framtíðin er að öðru leyti óráðin. „Fótboltinn, vinirnir og fjöl- skyldan,“ segir Stefanía þegar hún er spurð um önnur áhugamál. Hún varð þó að sleppa úr æfingum í knattspyrnunni þegar álagið var sem mest í undirbúningi fyrir píanókeppnina. Þá er hún að stofna hljómsveit með vin- um sínum, segist bara eiga eftir að útvega sér hljómborð. Stefanía reiknar með að þetta verði rokkhljómsveit. Lengi stefnt að þátttöku Stefanía Ósk Margeirsdóttir AUSTURLAND Vopnafjörður | Úrslit spurninga- keppninnar Með íslenskuna að vopni, sem haldin var meðal grunn- skóla á Austurlandi í tengslum við dag íslenskrar tungu, urðu á þann veg að b-lið grunnskólans Egilsstöð- um og Eiðum bar sigur úr býtum. Atti liðið kappi við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í úrslitakeppninni, sem haldin var á Vopnafirði. Grunn- skóli Vopnafjarðar varð í þriðja sæti. Í verðlaun fékk sigurliðið 200 þús- und krónur, Fáskrúðsfjarðarkepp- endur 100 þúsund og þeir vopnfirsku 50 þúsund. Féð rennur væntanlega til nemendastarfs viðkomandi skóla. Karl Th. Birgisson samdi spurningar og var spyrill og dómari Gunnar Gunnarsson blaðamaður. Sigríður Dóra Sverrisdóttir á Vopnafirði skipulagði keppnina og er stefnt að því að hún verði árlega. Nemendur á Egilsstöðum unnu íslenskukeppni Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Sigurvegarar Anna Berglind, Svav- ar og Magnhildur í Egilsstaðaskóla. Eskifjörður | Bergen, gömul nóta- stöð og eitt af elstu húsunum á Eski- firði gengur nú í endurnýjun lífdag- anna sem lúxushúsnæði. Fjárfestingarfélagið Klif ehf. er að hefja framkvæmdir við að endurgera þetta gamla timburhús sem 6 íbúða fjölbýlishús. Það stendur við fjöruna miðsvæðis á Eskifirði. Íbúðir verða á tveimur hæðum, nema turníbúð sem verður á þriðju hæð. Þær eru ýmist þriggja eða fjög- urra herbergja og frá 78,8 fermetr- um upp í 117,8 fermetra hver og verður verð um 200 þúsund krónur á fermetra. Íbúðunum fylgir stór verönd sem liggur að fjörunni og svalir sem verða á efri hæðunum með útsýn yfir fjörðinn. Einkabryggja fylgir húsinu Allar íbúðir afhendast fullbúnar með parketi á gólfum, flísalögðum baðherbergjum og uppsettum tækj- um. Utandyra verður jörðin þöku- lögð og malbikað að inngangi með aðgengi fyrir ýmiss konar neyðar- þjónustu. Upplýst grjóthleðsla og bryggja er við fjöruborðið, en húsinu fylgir sérbryggja. Boðið er upp á möguleika á vali á innréttingum og gólfefnum ef gengið er frá kaupum fyrir 15. desember og heitir Klif þeim sem það gera glaðn- ingi að andvirði 180 þúsunda króna. Baldvin Samúelsson hjá Klifi segir áætluð verklok í byrjun apríl á næsta ári og sé stefnt að því að afhenda fyrstu íbúðirnar mánuði fyrr. Vígsla skólamannvirkja í dag Í dag verða ný skólamannvirki vígð á Reyðarfirði. Eru það nýbygg- ingar við leikskólann Lyngholt og grunnskóla Reyðarfjarðar, sem einnig mun hýsa tónlistarskóla Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar ásamt al- menningsbókasafni. Að auki hafa farið fram endurbætur á eldra hús- næði skólans. Um einum og hálfum milljarði hefur verið varið til endur- bóta á grunnskólum Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og í Neskaupstað frá árinu 1998. Vígsluathöfnin á Reyð- arfirði hefst kl. 16 í sal grunnskólans. Þá verður á sunnudag opið hús í Melgerði 13 á Reyðarfirði, nýju fjöl- býlishúsi fyrir eldra fólk, og er þar einnig þjónusturými fyrir eldri borg- ara. Fasteignafélag Austurlands ehf. reisti húsið og býður fólki að skoða það milli kl. 14 og 16. Gamla nótastöðin verður glæsibygging Afstöðumynd/Klif ehf. Bryggjuhús Gamla nótastöðin í fjörunni um miðbik þorpsins á Eskifirði umbyltist brátt í fallegt fjölbýlishús með fagurri útsýn og einkabryggju. Gamla Bergenhúsið á Eskifirði gert upp sem fjölbýli í fjöru Í HNOTSKURN »Gera á upp gamla nótastöðsem stendur í fjörunni í miðju þéttbýlis á Eskifirði. »6 íbúðir verða í húsinu ogá tveimur hæðum. »Skólamannvirki á Reyðar-firði verða vígð í dag. Borgarfjörður eystri | Bakkagerðis- kirkja á Borgarfirði eystra er 105 ára um þessar mundir. Hún var vígð á fyrsta sunnudegi í aðventu árið 1901. Um fimm ára skeið hefur verið unnið að viðgerðum á kirkjunni og er þeim nú að mestu lokið. Nk. sunnudag verður messað í Bakka- gerðiskirkju þar sem þessa verður minnst. Sóknarnefnd Bakkagerð- iskirkju hefur einnig unnið að end- urbótum á húsinu Heiðargerði á Borgarfirði í samstarfi við Heil- brigðisstofnun Austurlands og er þar nú sameiginleg starfsaðstaða fyrir heilsugæslu, söfnuð og sókn- arprest, sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur. Vígslubiskup Hólastiftis, hr. Jón Að- alsteinn Baldvinsson, prédikar við messuna í Bakkagerðiskirkju og blessar safnaðarheimili og heilsu- gæslusel í Heiðargerði. Sóknar- nefnd býður til kaffisamsætis í Fjarðarborg að messu lokinni. Bakkagerðis- kirkja 105 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.