Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 48

Morgunblaðið - 01.12.2006, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Martha Krist-jánsson fæddist í Köln 4. desember 1911. Hún andaðist á heimili sínu 23. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Dimitri Papafoti, f. 23.12. 1882 í Serres á Norður-Grikklandi, d. 22.2. 1965 í Ham- borg, og kona hans Wilhelmine Daut, f. 12.3. 1890 í Bad Kreuznach í Þýska- landi, d. 2.1. 1981 í Hamborg. For- eldrar hennar voru Ludwig og Wilhelmine en Dimitri var einn þriggja sona grísks rétttrún- aðarprests Georgs og konu hans Ekaterinu. Systkini Mörthu eru Hedwig, f. 16.2. 1910, og Petro, f. 31.5. 1913, d. 4.10. 1981. Hinn 27.6. 1936 giftist Martha Einari Kristjánssyni, f. 24.11. 1910, d. 24.4. 1966. Foreldrar hans voru Kristján Helgason, f. 7.12. 1879, d. 5.9. 1945, og Val- gerður Halldóra Guðmundsdóttir, f. 12.5. 1879, d. 24.6. 1944. Systk- ini Einars voru Gústaf, Helga, Júl- íus, Bragi og Baldur, sem öll eru látin. Börn Mörthu og Einars eru: 1) Valgerður, f. 22.4. 1939 í Duis- burg, m. Pétur H. Snæland, f. 17.11. 1938. F.m. Benedikt Örn Árnason, f. 23.12. 1931. Börn þeirra: A) Einar Örn, f. 29.10. 1962, m. Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1964. Börn: a) Hrafnkell Flóki, f. 27.6. 1992, b) Kolbeinn Hringur, f. 6.7. 1999, c) Arn- grímur Broddi, f. 11.1. 2001; B) með faðirvorið á grísku. Dimitri tapaði fyrirtæki sínu í kreppunni 1929 og flutti fjölskyldan til Dres- den þar sem hann fékk góða stöðu í öðru tóbaksfyrirtæki. Martha sótti verslunarskóla þar sem hún nam m.a. hraðritun en píanónám hafði hún stundað síðan á unga aldri. Foreldrar Mörthu, Hedwig, eldri systirin, og fjölskylda henn- ar bjuggu í Dresden. Þau misstu þar allt sitt í stríðinu og fluttu öll til Hamborgar fyrir stríðslok. Martha kynntist Einari Krist- jánssyni óperusöngvara í Dresden árið 1934. Hann var þá yngsti fast- ráðni söngvarinn við óperuna þar. Þau giftust árið 1936 og fóru í brúðkaupssiglingu til Íslands með farþegaskipinu Milwaukee. Þau fluttu til Stuttgart sama ár þegar Einar fór á samning við óperuna þar. Árið 1938 réðst Einar til óp- erunnar í Duisburg. Þar fæddust dætur þeirra hjóna og þar bjuggu þau Martha til ársins 1941 þegar leiðin lá til óperunnar í Hamborg. Þar misstu þau íbúð sína í loftárás 1945. Sumarið 1946 kom fjöl- skyldan öll heim til Íslands en Martha og Einar héldu brátt aftur til útlanda. Árin þar á eftir efndi Einar til söngferða víðsvegar í Evrópu, m.a. í Þýskalandi, á Ís- landi, í Vín og Stokkhólmi. Martha fylgdi Einari en dætur þeirra bjuggu á meðan á heimilum Gústafs og Braga, bræðra Einars, þangað til hann réðst svo til kon- unglega leikhússins í Kaupmanna- höfn árið 1948. Heim til Íslands fluttu Martha og Einar árið 1962. Einar lést árið 1966. Eftir það bjó Martha í Reykjavík hjá Brynju dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Útför Mörthu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Árni, f. 24.4. 1964, m. Lilja Gissurardóttir, f. 14.4. 1966, börn þeirra: a) Vala Mar- grét, f. 11.8. 1987, b) Áróra, f. 20.5. 1989, og c) Benedikt Örn, f. 13.12. 1991. 2) Brynja, f. 29.5. 1941 í Duisburg, m. Óskar Sigurðsson, f. 11.10. 1935. Börn þeirra eru: A) Martha, f. 13.5. 1963, m. Ragn- ar Kristjánsson, f. 3.5. 1961, barn þeirra: a) Þórarinn Kristján, f. 4.6. 1999. F.m. Árni Oddsson, f. 17.10. 1960. Börn þeirra: b) Óskar, f. 4.4. 1985, c) Bjarni, f. 2.12. 1987; B) Ásta, f. 14.10. 1964, f.m. Ingimar Jónsson, f. 11.5. 1957. Barn þeirra Brynja, f. 9.12. 1986. C) Einar Júl- íus, f. 1.9. 1970, m. Rakel Hólm Sölvadóttir, f. 16.11. 1975. Börn þeirra: a) Brynhildur Júlía, f. 31.12. 1996, b) Anita Íris, f. 4.4. 2001. Martha naut hefðbundinnar menntunar til 14 ára aldurs en þá voru systurnar, en þær voru ætíð mjög samrýndar, sendar á heima- vistarskóla í Aþenu einn vetur til að læra grísku, frönsku og ensku. Þær þjáðust af heimþrá og sótti faðir þeirra þær og þau sigldu til Marseilles og tóku lest um París til Kölnar. Faðir þeirra, sem átti tóbaksvöruverksmiðju í Köln, hafði mikil umsvif á vegum gríska samfélagsins þar og lét m.a. inn- rétta kapellu í húsnæði sínu. Þar voru guðsþjónustur haldnar á sunnudögum og Martha fór þar Söknuðurinn verður mikill. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín Brynja. Í dag kveð ég ömmu mína sem ég hafði þau forréttindi að alast upp hjá nánast allt mitt líf, þar sem hún bjó á heimili foreldra minna frá því ég var tveggja ára gömul. Maður kann að meta það í dag hvaða forréttindi það voru að hafa ömmu inni á heimili okk- ar öll þessi ár. Þannig kynntist mað- ur ólíkum viðhorfum og menningu. Í dag finnst manni gaman að rifja upp að flestallir mínir vinir kunnu t.d. blótsyrði á þýsku! Já, og ekki sakaði að hafa hana til að gera þýskustílana í framhaldsskólanum. Ógleymanleg- ar eru ferðir okkar mæðgna með ömmu til Hamborgar þar sem langamma bjó, þar fengum við að kynnast landinu sem hún ólst upp í. Unglingsárin liðu og maður tók ömmu svona eins og sjálfsögðum hlut á heimilinu og gat nú stundum pir- rast yfir að þurfa að taka til og ganga almennilega frá, þó svo að maður þakki í dag margt af því sem hún kenndi manni. Amma var alger snill- ingur í að búa til mat og það eru að- eins þrjú ár síðan ég hunskaðist til að búa til baunasúpuna á sprengidag- inn, fram að því eldaði hún ofan í mig. Hin síðustu ár höfum við amma verið nokkuð mikið saman þar sem oft kom í minn hlut að aðstoða hana þegar foreldrar mínir voru erlendis. Marg- ar stundir gátum við setið og spjallað um lífið og tilveruna, sem sitja eftir í dag sem yndisleg minning. Ég kveð ömmu mína með kvöldbæninni sem við fórum alltaf með saman: Láttu ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Ásta. Yndislega langamma mín var að kveðja þessa jörð með miklum sóma. Ég kom til ömmu og afa eftir skóla, allan grunnskólann. Alltaf var hún langamma til staðar í kjallaranum. Hún er búin að búa hjá ömmu og afa síðan ég man eftir mér. Þegar maður kom niður í heimsókn var boðið upp á súkkulaðirúsínur í nammiskálinni. Það var alltaf svo gaman að koma og tala við þig, það gaf manni svo mikið að kíkja því þú sagðir alltaf að ég væri yndisleg stelpa og góð. Ég man líka á sumrin þegar ég var á yngri árum, og þú fórst oft út í sól- bað til að fá lit í kinnarnar og horfðir á mig leika mér á rugguhestinum og þér fannst mjög gaman að henda hringjum með mér á spjald og við töldum alltaf stigin. Þú kenndir mér að telja á þýsku þegar ég var að sippa og það voru ekki fá hundruðin sem við töldum saman. Það voru líka margar stundir sem við áttum saman þegar ég og mamma vorum að hugsa um þig, þegar amma og afi skruppu til útlanda. Þegar ég kom með kaffið handa þér og lumaði oftast á vínarbrauði, sem þér fannst svo gott, varstu svo ánægð og þakk- aðir alltaf svo vel fyrir þig. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú brostir, þú varst svo sæt og fín, ég hef alltaf sagt að þú værir mesta krútt í heimi. Ég hef líka oft sagt þér að ég ætla að vera svona krumpukrútt eins og þú varst, en þú fórst alltaf að hlæja þegar ég sagði þetta við þig og strauk þér um mjúku kinnarnar þínar. Yndislega langamma mín, ég kveð þig með söknuði og tárum en samt brosi því ég veit að þér líður vel. Þín Brynja. Það var alltaf svo gaman að koma til langömmu, eða ömmu löngu eins og við börnin kölluðum hana. Hún var alltaf svo glöð og tók svo vel á móti okkur með súkkulaðirúsínum. „Meine Kinder“ kallaði hún okkur. Það sem er okkur Áróru mjög minn- isstætt er rugguhesturinn heima hjá langömmu Mörthu. Þegar við vorum litlar gátum við ekki beðið eftir að fá að fara í heimsókn til hennar og leika okkur á þessum fallega rugguhesti! Við munum heldur aldrei gleyma litla sæta jólatrénu hennar, sem stóð allt- af á skenknum um jólin, sem verða ekki eins án hennar. Þegar við Áróra rifjum upp stundirnar með lang- ömmu munum við helst eftir hvað hún var alltaf hlæjandi og mikill húmoristi. Það var líka út af henni sem ég vildi læra þýsku í skólanum í Bretlandi, og mér fannst svo gaman að geta skilið hana þegar hún talaði þýsku. Nú er hún farin frá okkur á betri stað, til Einars síns. Hún átti langt, gott og innihaldsríkt líf, en allt renn- ur sitt skeið að lokum. Við erum svo heppnar að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur, og ég er mjög þakklát fyrir það. Amma langa, þín er sárt saknað og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okk- ar. Kindurnar þínar, Vala Margrét og Áróra. Líf manna er samsett úr fjölda smáatriða í tímaröð er mynda sam- fellda heild, sem við nefnum ævi. Æv- in er misjöfn eftir atvikum eins og skapferli einstaklingsins, en sameig- inlegt markmið allra er að leita ham- ingjunnar. Hana þarf að finna við hinar ólíkustu aðstæður í mannlífinu. Þetta kemur fyrst í hug mér er ég minnist gamallar vinkonu minnar, Mörthu Papafoti. Ég kynntist henni er ég var við verkfræðinám í Dres- den í Þýskalandi frá haustinu 1932. En hún átti eftir að trúlofast Einari bekkjarbróður mínum úr Mennta- skólanum í Reykjavík, sem þá bjó í Dresden og stundaði söngnám við saxnesku ríkisóperuna þar. Ég hef áður skýrt frá því í minn- ingargrein um Einar Kristjánsson óperusöngvara hvernig örlögin tóku í taumana þegar hann hugðist leggja fyrir sig verslunarfræði og beindi honum stystu leið inn í Ríkisóperuna í Dresden, eina af kunnustu stofn- unum sinnar tegundar í heiminum. En sagan var þar með ekki öll. Einar eignaðist fjölda aðdáenda af mjúka kyninu svo sem sjá mátti þeg- ar hann hélt ljóðasöngtónleika sjálf- ur utan óperunnar. En Einar eign- aðist kærustu. Hann fann sína hamingju í Dresden. Hún var af grískum ættum og hét Martha Papa- foti og bjó í foreldrahúsum. Það kom fyrir að við íslensku stúdentarnir voru boðnir á þetta gríska heimili og ég man hve okkur þótti skondið hve mörg nöfn voru hin sömu og við höfð- um lært í mannkynssögunni. Ég man t.d. eftir manni sem hét Þemistokles og einn að nafni Perikles Pulides var mágur Mörthu. Stúdentarnir sem voru samtíma mér við nám voru Árni Snævarr, Hörður Bjarnason, Gústaf Pálsson, Jón Vestdal o.fl. Þar voru einnig Katla Pálsdóttir kona Harðar og Laufey Bjarnadóttir, kölluð Bíbí, kona Árna. Martha var dökkhærð og fríð og var mér ekkert á móti skapi að vera hennar „kavalér“ þegar við fengum miða í óperuna og Einar var að syngja. Við sátum og krepptum hnefana með þumla inn á við sem heitir „den Daumen halten“ til þess að óska honum góðs gengis. Okkur var alveg sama þótt miðarnir væru uppi á efstu svölum á 4. hæð þar sem við gátum hlustað yfir okkur hrifin á fjögurra til fimm tíma langa Wagner- óperu með helstu söngstjörnum þess tíma. Ferðir okkar í óperuna voru ótalmargar og sem fyrr var sagt var ég upp með mér að vera í fylgd með svo glæsilegri stúlku, svo fólk fór að halda við værum par en ég var frekar óframfærinn og átti á þeim tíma enga kærustu. Mér er minnisstætt Óperu- ballið þegar gólf var sett yfir öll sæt- in í salnum. Það voru dúkuð borð í hverri stúku á öllum hæðum og við skemmtum okkur og dönsuðum. Mamma Mörthu, Wilhelmine, bauð oft svöngum Íslendingum í íslenska kjötsúpu á laugardögum en Bíbí Snævarr og Katla sáu um að baka ís- lenskar pönnukökur. Einnig var boð- ið upp á gríska baunasúpu þegar Grikkir komu líka jafnsvangir og Ís- lendingarnir. Það bragðaðist allt vel hjá Wilhelmine og oft var glatt á hjalla. Þessi námsár og röð eftir- minnilegra tónleika og óperusýninga höfðu mótandi og ævarandi áhrif á mig sem tónlistarunnanda svo og vin- átta þeirra hjóna sem ég af hjarta er þakklátur fyrir. „Die alte Burschen herrlichkeit“ kemur ekki aftur en minningarnar um æskufjör og tón- listarnautn eru ljúfar að ylja sér við. Einlægar samúðarkveðjur til dætr- anna Völu og Brynju og fjölskyldna þeirra. Einar B. Pálsson. Löngu og viðburðaríku lífi kærrar vinkonu er lokið. Hún var móðir bestu vinkonu minnar og amma krakka sem mér finnst óendanlega vænt um. Hún var ótrúleg kona hún Martha, hafði lifað lífi sem okkur var óskap- lega fjarri fyrir fjörutíu og fimm ár- um. Ég hitti hana fyrst um það leyti er bestu vinir mínir Brynja og Óskar voru að ganga í hjónaband. Mikið stóð til og von var á pabba og mömmu Brynju frá Kaupmannahöfn. Ég get nú ekki neitað því að mér fannst þetta meira en lítið spennandi að fá að berja augum sjálfan Einar Kristjánsson óperusöngvara, einn frægasta Íslending í útlöndum, og grísk-þýska eiginkonu hans, Mörthu, sem ég hafði heyrt að væri ótrúleg heimskona. Og það var hún svo sann- arlega. Hógvær, sérkennilega falleg með glampandi fagurt bros í augun- um. Ekki grunaði mig þá að við ætt- um eftir að verða samferða alla þessa leið. Þau Einar ákváðu að flytja til Ís- lands árið 1962 og var það ásetningur hans að miðla ungum söngvurum af sinni miklu reynslu úr glæstum óp- erusölum Evrópu. Þau bjuggu sér nýtt heimili á Nýlendugötunni og hugðust njóta samveru með sinni ört stækkandi fjölskyldu. Dæturnar Vala og Brynja höfðu báðar stofnað heimili og þau vildu njóta þess að vera í nálægð við þær og litlu angana sem komnir voru í heiminn. Viðbrigð- in voru mikil fyrir Mörthu sem búið hafði alla sína ævi í stórborgariðunni með púlsinn á leikhúslífi og tónlist af öllum stigum. Matarmenning var líka mjög fábreytt á Íslandi á þessum ár- um, og fyrir listakonu á því sviði var býsna fátt um fína drætti. En hún lét ekki deigan síga, töfraði fram alls konar framandi rétti fyrir karl sinn og krakka og stóð að líflegu og nær- andi heimilislífi. Gaman var að koma á Nýlendugötuna og njóta samver- unnar þar, allir fallegu hlutirnir sem bjargast höfðu úr stríðinu og áttu sína sögu kölluðu stundum tár á hvarm er minningin varð of sterk til að hægt væri að túlka hana með orð- um. Lífið fór að renna í nýjan farveg og í mörg horn að líta. Einar undi sér vel við starf sitt í Tónlistarskólanum og íslenskir nemendur þóttust himin hafa höndum tekið að fá að njóta krafta hans. En þá kom áfallið mikla; Einar veiktist hastarlega og lést í apríl 1966 langt fyrir aldur fram. Mikill var harmur minnar góðu vin- konu og þungur, ástin hennar í lífinu horfin sjónum. En það var nú seigt í henni Mörthu minni og ýmislegt hafði hún nú lifað um dagana þótt ekki væri aldurinn hár. Hún átti sér áhugamál og hún átti vini og ættingja úti í hinum stóra heimi sem hún lagði mikla rækt við, skrifaði bréf og kort til allra og ferð- aðist helst á hverju ári til Hamborgar og síðar til Vínar að heimsækja bróð- ur sinn og systur. Hún las reiðinnar ósköp og hafði geysigaman af kvik- myndum, þekkti alla leikara og leik- stjóra og var hafsjór af fróðleik í þeim efnum og svo leysti hún þræls- legar krossgátur af áhuga og kallaði það heilaleikfimi. Brynja og Óskar voru um þetta leyti að flytja í nýja húsið sitt í Brúnastekknum og í framhaldi af því flutti Martha til þeirra og hófst sam- býli með þeim sem var að öllu leyti mjög sérstakt og einstaklega náið. Þær mæðgur voru hvorugar skap- lausar og gríska blóðið sagði stund- um til sín en annan eins húmor og lífsánægju sá maður ekki á mörgum stöðum sem þar. Óskar með sínum rólegheitum var sífellt tilbúinn að gera tengdamóður sinni allt til geðs og laumaði að henni svona og svona bröndurum ásamt ýmsu öðru góðu. Brynja var alla tíð vakin og sofin yfir velferð mömmu sinnar, sá um að allir hlutir væru eins og hún vildi helst hafa þá og annaðist hana af þvílíkri umhyggju að fágætt er. Þar sat virð- ingin fyrir í fyrsta sæti ásamt gleðinni að geta gert eitthvað eins og hún er vön að segja. Ömmu- og langömmubörnin voru líf og yndi Mörthu og gladdist hún ómælt yfir fallegu og vel gerðu krökkunum sínum. Okkur Mörthu kom sérlega vel saman og hnýttist með okkur sterk vinátta sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta öll þessi ár. Eitt sinn var ég á milli húsa og dvaldi um tíma í Brúna- stekknum. Sátum við þá oft saman kvöldstundir og mösuðum um allt milli himins og jarðar, skoðuðun gamlar ljósmyndir sem allar áttu sína sögu, oft tengdar æsku hennar, foreldrum og systkinum, tilhugalífi þeirra Einars, dætrunum litlum og með flottari tískumyndum sem ég hef séð af henni sjálfri. Við hlustuð- um einnig á og spjölluðum töluvert um tónlist og virtist hún þekkja flesta söngvara strax á fyrstu tónum, það voru góðar stundir og minnis- verðar. Sjálf var hún ágætur píanó- leikari en flíkaði því lítt. Hún virkilega naut þess að vera til og var algjörlega klár fram á síðasta dag, níutíu og fimm ára gömul. Hún kvaddi heiminn eins og hún hafði óskað sér á hljóðlátu kvöldi við und- urfagran söng Einars síns heima hjá Brynju sinni. Guð gefi henni góða ferð. Systrunum Völu og Brynju og þeirra fjölskyldum svo og tante Hedy og hennar fólki sendi ég kæra kveðju. Það var gott að eiga hana að. Þórunn B. Jónsdóttir. Martha Kristjánsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.