Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HLJÓMSVEITIN Sviðin jörð heldur útgáfutónleika á Grand Rokk í kvöld klukkan 21. Sveit- in spilar lög af nýrri plötu sinni Lög til að skjóta sig sem hefur að geyma 13 frumsamin lög þeirra Magnúsar R. Ein- arssonar og Freys Eyjólfs- sonar með textum Davíðs Þórs Jónssonar, en þeir fjalla allir um eymdina, sorgina og þján- inguna. Magnúsi og Frey til fulltingis í kvöld verða þeir Hjörtur Howser, sem spilar á píanó, Ragnar Sig- urjónsson trommuleikari og kontrabassaleikarinn Einar Sigurðsson. Útgáfutónleikar Sviðin jörð spilar á Grand Rokki Freyr Eyjólfsson HEFÐ er fyrir því að leik- félagið Hugleikur standi fyrir jóladagskrá þegar aðventan gengur í garð. Að þessu sinni verður dagskráin framin í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni „Jólabónus“, fyrst í kvöld klukkan 21 og síð- an verður hún endurtekin nk. fimmtudag á sama tíma. Boðið verður upp á fjóra ein- þáttunga eftir jafnmarga höf- unda í leikstjórn félagsmanna. Einþáttungarnir nefnast Bónusförin, Jólasveinar eru líka kynver- ur, Mikið fyrir börn og Skurður. Að auki verður á boðstólnum jólatónlist úr ýmsum áttum. Leiklist Hugleikur í Þjóð- leikhúskjallaranum Jólin koma BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu serenöðutónleika í 26. sinn í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, á dánardegi Wolfgangs Amadeusar Moz- arts. Í tilefni þess að í ár eru 250 ár liðin frá fæðingu Mozarts leika þeir félagar kvöldlokkuna „Gran Partitta“ fyrir 13 blás- ara en verkið er af mörgum tal- ið kóróna blásaraserenaða. Leikskáldið Peter Schaffer notar t.d. dulmagnaðan hæga þáttinn á áhrifamikinn hátt í leikriti sínu Amadeus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Tónleikar Blásarar minnast afmælis Mozarts Wolfgang Ama- deus Mozart ÞÚSUNDIR aðdáenda leikstjórans Peters Jacksons, ásamt nafntog- uðum leikurum og leikstjórum, hafa mótmælt því á netinu að Jackson verði ekki fenginn til að gera kvik- myndina um Hobbitann eftir sögu J.R.R. Tolkien. Mótmælin virðast hafa skilað ár- angri því nú hef- ur New Line framleiðslufyr- irtækið ákveðið að maðurinn sem á svo eftir- minnilegan hátt kom þríleik Tolkiens um Hringadróttinssögu á hvíta tjaldið, verði þrátt fyrir allt við stjórnvölinn þegar kvikmyndin um Hobbitann verður gerð. Jackson upplýsti sjálf- ur á netinu að New Line hefði ákveð- ið að fá annan leikstjóra til að gera myndina og leiddi það til stuðnings- herferðar sem skilaði sér í yfir 50.000 stuðningsyfirlýsingum. Á netinu voru allir unnendur þríleiks Jacksons um Hringadróttinssögu hvattir til að sniðganga kvikmynd um Hobbitann sem leikstýrt er af öðrum en Jackson. Talsmenn New Line höfðu áður látið sér nægja að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að samstarfið við Jackson í kringum gerð Hobbitans væri erf- itt og að leikstjórinn hefði höfðað mál á hendur fyrirtækinu. Jackson heldur því fram að New Line skuldi sér og fyrirtæki sínu, Wingnut, pen- inga fyrir gerð Hringadróttinssögu. Jackson segir að New Line haldi Hobbitanum í gíslingu meðan á málarekstrinum standi. Stuðningur við Jackson á netinu jókst stöðugt og nú virðist sem stuðningur Ian McKellans, sem lék Gandalf í Hringadrottinssögu, Elijah Wood og MGM, sem á dreifingarréttinn á Hobbitanum, hafi gert útslagið. Hringurinn Hobbitinn er fyrsta bókin sem fjallar um hringinn. Jackson leikstýrir Hobbitanum Stuðningur á netinu gerði útslagið Peter Jackson SÖNGVARARNIR Dolly Parton og Smokey Robinson, stjórnandinn Zubin Mehta, söngleikjahöfund- urinn Andrew Lloyd Webber og kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg voru þeir listamenn sem veitt voru verðlaun fyrir ævistarf í þágu listanna. Þetta var í 29. sinn sem hátíðin fór fram og er hún einn af hápunktunum í listalífinu í Wash- ington á ári hverju. Viðurkenning- arnar voru veittar í kvöldverð- arboði í utanríkisráðuneytinu og var gestgjafinn Condolezza Rice ut- anríkisráðherra. Við þetta tækifæri sagði hún: „Listalífið blómstrar mest í lýðræði. Listin er túlkun mannlegs anda og túlkar um leið frelsi mannsins.“ Á meðal gesta við athöfnina var sálarsöngkonan Aretha Franklin, sem hlaut þessa viðurkenningu árið 1994, og fiðlu- leikarinn Itzhak Perlman sem hlaut þau árið 2003. Uppskeruhátíð í Washington Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Dave McMillan, prófessor íháskólanum í Manitoba íKanada og ljósmyndari,opnar sýningu í Galleríi Auga fyrir auga nk. fimmtudag þar sem sýndar verða ljósmyndir sem hann hefur tekið á tólf ára tímabili í Tsjernóbyl í Úkraínu. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég heillast svo mikið af viðfangsefn- inu,“ segir McMillan um tíðar ferðir sínar á þennan yfirgefna og óhugn- anlega stað. „Ég hef haft áhuga á því að kanna sambandið milli nátt- úru og menningar sem á stundum hefur leitt mannkynið í ógöngur. Ég las um eftirmál kjarnorkuslyss- ins í Tsjernóbyl og hvernig ein nú- tímaleg borg hvarf í sjálfsprottinn gróður á fáeinum árum og bygg- ingar grotnuðu niður. Þyrlur sem voru notaðar til þess að slökkva eldana í kjarnorkuverinu voru skildar eftir á frjósömum engjunum því þarna er að sjálfsögðu enginn landbúnaður lengur. Tsjernóbyl var því í mínum huga sláandi vitn- isburður um mannlegan breysk- leika. Maðurinn hefur þarna gert stórt landsvæði óbyggilegt sem áður var eitt hið frjósamasta í Úkraínu,“ segir McMillan. Í upphafi ætlaði hann eingöngu að fara í eitt skipti til Tsjernóbyl en í október síðastliðnum fór hann í sína tólftu för þangað. Hann hefur myndað ýmislegt annað á þessum tólf árum en hann segir að þau við- fangsefni hafi ekki sömu þýðingu í huga sér og Tsjernóbyl. „Mér finnst ég hafa fundið þarna eitthvað sem endurómar innra með mér og allt annað sem ég hef gert sé yf- irborðskennt í samanburði við Tsjernóbyl.“ Viðskilnaðurinn áhrifaríkastur Hann fór í fyrsta sinn 1994 og vissi þá ekki hvort sér yrði hleypt inn á hið svokallaða lokaða svæði umhverfis kjarnorkuverið. „Ég vissi ekki við hverju mátti búast. Það var engin ummerki eða skemmdir að sjá á byggingum því sprengingin sjálf var einangruð við sjálft kjarnorkuverið. Það sem er áhrifaríkast er að upplifa viðskiln- aðinn. Þarna eru vinnuvélar og þyrlur sem hafa verið skildar eftir í óreiðu. En mestan áhuga hef ég haft á borginni Pripyat sem var byggð fyrir fjölskyldur starfsmanna í kjarnorkuverinu. Þarna bjuggu um 45.000 manns þegar slysið varð. Pripyat er nútímaleg borg. Fyrstu húsin þar voru byggð árið 1976, á sama tíma og kjarnorkuverið var reist. Það var enn verið að byggja íbúðarhús þegar ógæfan dundi yfir. Þess vegna er í borginni fjöldi byggingarkrana og byggingarefnið liggur þar ónotað. Það er sérstök tilfinning að ganga inn í skóla og sjúkrahús í borginni og finna þar ennþá blóðvökva í pokum og lyf. Eitt skipti fór ég inn í líkhús og þar sá ég sýnishorn af líffærum. Það var allt skilið eftir við brottflutning- inn,“ segir McMillan. Í upphafi bjuggu 135.000 manns á mengunarsvæðinu en McMillan segir að nú búi þar um 1.700 manns, einkum miðaldra og þaðan af eldra fólk sem hefur snúið aftur til síns heima á minna menguð svæði. Aðspurður segir McMillan að hann telji enga hættu steðja að sér þrátt fyrir tíðar ferðir inn á meng- uð svæði. „Á menguðustu stöðunum er mér ráðlagt að vera ekki lengur en í tíu mínútur. Ég hef farið eftir þessu og aldrei verið lengur en níu daga í senn á svæðinu.“ McMillan er farinn að skrá niður GPS-punkta í borginni til þess að rata um hana, en hann segir að í hvert sinn sem hann kemur til Pribyat hafi borgin breyst. Gróður spretti hvarvetna, tré vaxi upp úr gólfum í skólastofum, og sumstaðar sé gróðurinn svo þéttur að vart sjá- ist handa skil. Veggir hrynja og byggingar hverfa í glímu sinni við tíma og veður. Hann segir að það skipti máli á hvaða árstíma hann fari til Pribyat. Ákjósanlegast sé að fara þangað í október þegar gróð- urinn er farinn að hopa fyrir vetr- inum. Að sumri til sé erfitt að kom- ast leiðar sinnar í borginni fyrir gróðri og laufskrúði. „Stundum finnst mér eins og ég þurfi sveðju til að brjóta mér leið áfram. Heimildagildi ljósmynda er það sem við hugsum oftast um þegar við tökum myndir. En mér finnst ég vera ljósmyndari sem tekur myndir sem fjalla alveg jafnmikið um sjálfan mig og viðfangsefnið, t.d. skynjun mína á litum eða ljósi, hluti sem skipta mig miklu máli en það vill svo til að þeir lýsa um leið þessum tiltekna stað.“ Ljósmyndir | Dave McMillan sýnir afrakstur tólf heimsókna til Tsjernóbyl Kjarnorkuviðskilnaður Ljósmynd/David McMillan Viðskilnaður Björgunarþyrlur tærast upp á engjunum. Skólalok Tíminn hefur stöðvast í skólastofu í Pribyat. Skráir sambandið milli náttúru og menningar Í HNOTSKURN »Tsjernóbyl er yfirgefin borg íNorður-Úkraínu. »Orkuverið var nefnt eftirborginni en er 14 km norðan hennar. »Borgin var yfirgefin 1986þegar kjarnorkuslysið varð. »Samhliða byggingu kjarn-orkuversins var byggð borg- in Pribyat fyrir starfsmenn vers- ins og fjölskyldur þeirra. »Hluti íbúa í Tsernóbyl og Pribyat hefur snúið aftur. »Heimili þeirra eru ekki að-greinanleg frá yfirgefnum heimilum nema vegna skilta sem á stendur: „Eigandinn býr hér.“ Á sýningunni, sem verður opnuð 7. desember nk. og stendur til 18. janúar, sýnir McMillan 15 valdar ljósmyndir frá Tsjernóbyl. Gallerí Auga fyrir auga er staðsett að Hverfisgötu 35. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.