Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÆLIR landsmenn. Nú fer að líða að því hvort Alcan hafi áhuga á að stækka ál- ver sitt á Íslandi eða ekki. Ef áhugi verður á stækkuninni þá mun sú ákvörðun þurfa að fara fyrir íbúa Hafn- arfjarðar vegna ákvarðanna bæjaryf- irvalda um íbúakosn- ingu í stærri málum. Íbúakosning er mjög vandmeðfarin og enn hef ég ekki séð neinar leikreglur um hvernig unnt sé að framkvæma slíka kosningu. Í sjálfu sér er íbúa- kosning ekki ólýðræðisleg í hlut- verki sínu heldur þvert á móti lýð- ræðisleg og mun hún örugglega verða fordæmi í öðrum stærri mál- um þjóðarinnar. Íbúakosning, ef hún verður að veruleika, hlýtur að mínu viti að þróast yfir í þjóðarkosningar. Þar sem valdið færist frá Alþingi og fyrirtækjum yfir til landsmanna. Slíkar kosningar hljóta að verða í kjölfarið og ég tala ekki um ef ein- hverjar reglur væru um það hvað mörg prósent þjóð- arinnar þyrfti til að krefjast slíkra kosn- inga. En eru margir Hafnfirðingar sem krafist hafa íbúakosn- inga vegna þess að þeir hafa sett sig svo vel inn í stækkun ál- versins? Það hefur al- gjörlega farið fram hjá mér nema á einum fundi um stækkunina á síðastliðnu hausti þar sem örfáir stuðn- ingsmanna Vinstri grænna kröfðu bæjarstjóran um íbúakosningu enda áróðursmenn þar á ferð. En ég er hugsi hvort Alþingi þurfi ekki að taka upp þessi mál og breyta stjórnarskránni ef þetta fordæmi verður að veruleika. Það vita allir að fólk er kosið í bæjarstjórnir og til Alþingis til að taka á erfiðum málum. Þeir setja sig inn í hlutina og skoða þá frá A til Ö. Við al- menningur höfum ekki allan þann tíma til að lesa 1000 blaðsíðna greinagerðir um allt það sem okkar ágætu lögkjörnu menn eru kosnir til að gera. Á fundi sem ungir jafnaðarmenn héldu sunnudaginn 19. október kom fram að 50 manns hafi sótt um starf hjá fyrirtækinu í síðastliðnum mánuði. Mjög erfitt er að fá starf hjá fyrirtækinu þar sem starfs- mannavelta er mjög lítil enda borg- ar fyrirtækið sambærileg laun sem vissulega þarf að berjast fyrir vegna samkeppni ódýrs vinnuafls frá öðrum þjóðum. Er það ekki hugsunarefni fyrir verkalýðshreyf- inguna að semja ár eftir ár um lág laun og sitja síðan hjá þegar menn veitast að fyrirtækjum sem borga samkeppnisfær laun? Hvar er verkalýðshreyfingin í þessu máli? Vissulega eru ruðningsáhrif frá ómanneskjulegum láglaunum í betri laun? Þetta ættu menn eins og Ögmundur ásamt fleirum að vita. Það er unnið mjög gott starf hjá Alcan og starfsumhverfið til fyrirmyndar. Umhverfis- og örygg- isþáttum er mjög vel sinnt enda ár- angurinn við að lágmarka gróð- urhúsalofttegundir á heimsmælikvarða síðasta áratug miðað við í upphafi starfsseminnar. Að lokum: Peningakassi Hafn- arfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. Þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfelldan ára- fjölda varðar. Í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram. Sjálfur er ég hlynntur stækkun enda búinn að vinna hjá góðu fyr- irtæki í um 10 ár. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, en í upphafi átti þessi vinna aðeins að verða stökkpallur hjá mér. Alcan- Ísal er gott fyrirtæki Árelíus Þórðarson fjallar um stækkun álversins í Straumsvík og íbúakosningu þar að lútandi » Íbúakosning, ef húnverður að veruleika, hlýtur að mínu viti að þróast yfir í þjóðarkosn- ingar. Þar sem valdið færist frá Alþingi og fyrirtækjum yfir til landsmanna. Árelíus Þórðarson Höfundur er flokksstjóri í Skautsmiðjunni. SÍÐASTLIÐINN september kynnti ríkisstjórn Íslands aðgerða- áætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi, sem endurspeglar áherslur aðstandenda 16 daga átaks gegn kyn- bundnu ofbeldi. Að- gerðaáætlunin felur í sér margvíslegar úr- bætur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis sem eiga flestar að koma til framkvæmda á næstu tveimur ár- um. Meðal annars er kveðið á um fræðslu, aðstoð fyrir þolendur og meðferðarúrræði fyrir gerendur. Einnig er gert ráð fyrir rann- sóknum á ofbeldinu auk ýmissa breytinga á lögum og starfsreglum sem munu auðvelda þolendum að slíta ofbeldissamböndum og leita réttar síns. Blendinn fögnuður Amnesty International fagnar því að ríkisstjórn Íslands hafi myndað sér stefnu um hvernig skuli tekið á kynbundnu ofbeldi. Fögnuðurinn er þó blendinn því í fjárlögum fyrir árið 2007 er hvergi minnst á aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Á nýafstöðnu málþingi Samfélagsins, félags framhaldsnema við Félagsvísindadeild HÍ, um nauðganir kom fram að gert væri ráð fyrir að flestar fram- kvæmdir aðgerðaáætl- unarinnar kostuðu ekkert en veitt yrði fé til stakra verkefna ef viðkomandi ráðuneyti teldu að þörf væri á því. Íslenskum stjórn- völdum virðist því skorta stefnu hvað varðar rekstr- argrundvöll málaflokksins þótt að- gerðaáætlunin kveði t.d. á um rannsóknir og útgáfu fræðsluefnis sem að sjálfsögðu kostar sitt. Ísland er þó ekki eina landið sem þarf að kljást við misræmi í orðum og gjörðum ráðamanna þegar kem- ur að úrræðum fyrir þolendur kyn- bundins ofbeldis. Reynsla ná- grannalanda okkar sýnir að slíkum aðgerðaáætlunum þarf að fylgja eftir af einurð til að úrbæt- urnar valdi jákvæðum og raun- verulegum breytingum á lífi þol- enda. Sveitastjórnarkönnunin í Noregi Heimilisofbeldi er umfangs- mikið en falið vandamál í Noregi líkt og annars staðar. Þarlendar rannsóknir benda til þess að rúm- ur fjórðungur norskra kvenna sé, eða hafi verið beittur ofbeldi af hálfu maka. Jafnframt virðast að- eins 40% þolenda heimilisofbeldis nýta sér úrræði hins opinbera. Norska ríkisstjórnin hefur samið tvær aðgerðaáætlanir gegn kyn- bundnu ofbeldi en vorið 2005 lét Noregsdeild Amnesty Int- ernational kanna þau úrræði sem þolendum heimilis- og kynferðisof- beldis standa til boða í sinni heimabyggð. Könnunin leiddi í ljós að um helmingur sveitarstjórna þekkti ekki umfang kynbundins ofbeldis í sínu sveitarfélagi og um 10% sögðu að slíkt ofbeldi ætti sér ekki stað í viðkomandi byggð- arlagi. Aðeins 15% buðu upp á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis en 68% vísuðu til neyðarmóttöku í öðrum sveit- arfélögum í allt að 300 km fjar- lægð. 95% sveitarfélaganna höfðu ekki samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og tveir þriðju hlutar svarenda buðu ekki upp á upplýsingar um úrræði fyrir íbúa viðkomandi sveitarfélaga. Könnunin sýndi því að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar höfðu ekki leitt sem skyldi til raunverulegra breytinga á að- stöðu margra kvenna sem búa við heimilisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi. Staðlausir stafir? Noregsdeild Amnesty Int- ernational kynnti niðurstöður könnunarinnar í ágúst 2005. Í kjölfarið stofnaði deildin aðgerð- anet með 70 hópum sem fóru með skýrsluna til yfirvalda í hér- aði, kröfðust funda og þrýstu á um úrbætur. Aukin úrræði fyrir þolendur kynbundins ofbeldis urðu þannig kosningamál í sveitastjórnarkosningum og það leiddi til aukinnar nærþjónustu við þá. Næsta skref hér á Íslandi verður að tryggja að úrbætur nýsaminnar aðgerðaáætlunar skili sér í raunverulegum og áþreifanlegum breytingum á lífi þolenda kynbundins ofbeldis. Ís- landsdeild Amnesty International hvetur íslensk stjórnvöld til að fylgja aðgerðaáætluninni eftir af einurð og veita fé til málaflokks- ins til að tryggja að áætlunin verði ekki staðlausir stafir. Að- eins þá er hægt að tryggja rétt- indi þolenda í framkvæmd. Raunveruleg réttindi? Íris Ellenberger skrifar í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi »Næsta skref hér áÍslandi verður að tryggja að úrbætur ný- saminnar aðgerðaáætl- unar skili sér í raun- verulegum og áþreifanlegum breyt- ingum á lífi þolenda kynbundins ofbeldis. Íris Ellenberger Höfundur er herferðastjóri hjá Ís- landsdeild Amnesty International. UNDANFARIÐ hefur verið nokkur umfjöllun um rannsókn mína á tengslum heilsu og tekna á Íslandi. Stund- um hefur umfjöllunin verið misvísandi og vafasömum fullyrð- ingum slegið upp í fyr- irsögnum. Þess vegna vil ég fjalla í stuttu máli um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Hér á landi sér hið opinbera um að fjár- magna stærstan hluta af heilbrigðisþjónustu landsmanna. Að baki þessari miklu þátttöku ríkisins í greiðslu á heilbrigðisþjónustu liggja jafnréttissjón- armið. Þeir efnameiri geta keypt sér meira af ýmsum gæðum en ekki hefur þótt réttlátt að heilsa sé hluti af þessu hvatakerfi samfélags- ins. Íslensk lög um heilbrigðismál hefjast á eftirfarandi hátt: "Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjón- ustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði." Þrátt fyrir þessi markmið er töl- fræðilega marktækur munur á heilsu fólks eftir fjárhagsstöðu hér á landi og eru þeir efnameiri almennt við betri heilsu en þeir efnaminni. Þessi munur er þó ekki sérlega mikill í samanburði við önnur lönd. Einnig ber að geta þess að ekki er allur breytileiki heilsu eftir tekjum tilkom- inn vegna fjárhagslegs skorts, heldur eru ýmsir aðrir þættir sem spila inn í. Hátekjufólk er um margt ólíkt lág- tekjufólki. Meðal þess sem skilur hópana að er menntun en hún hefur bæði áhrif á heilsu og tekjur. Einnig má nefna ýmsa þætti í lífsstíl ein- staklinga, s.s. reykingar, sem eru al- gengari hjá lágtekjufólki en há- tekjufólki. Ef stjórnvöld hafa áhuga á að draga enn frekar úr sambandi tekna og heilsu hér á landi væri því ekki síður vænlegt að líta til lífstíls og menntunar efnaminni einstaklinga en aðgengis þeirra að fjármagni. Mikið hefur verið gert úr því í fjöl- miðlum að miklar tekjur virðast hafa neikvæð áhrif á heilsu þegar leiðrétt hefur verið fyrir öðrum aðgreinandi breytum, s.s. lífsstíl og menntun. Þetta þýðir þó ekki að þeir efnameiri séu al- mennt við verri heilsu en þeir efnaminni – það er ekki raunin. Þetta þýðir aðeins að ef við hugsum okkur meðal einstakling – hvað varð- ar menntun, reykingar, áfengisneyslu og fleira í þeim dúr – þá hverfur mest af því sambandi sem áður mátti merkja á milli heilsu og tekna. Þetta bendir til þess að stór hluti þessa sam- bands hafi verið tilkom- inn vegna annarra þátta en fjárhagslegs skorts. Það er rétt að á hærri tekjustigum verður sambandið með þeim hætti að auknar tekjur standi í sambandi við verri heilsu. En það er rétt að halda því til haga að hér er ekki um að ræða hrátt samband á milli þessara tveggja þátta, heldur bein tengsl eftir að leiðrétt hefur verið fyrir öðrum þáttum. Ekki er ljóst hvað veldur þessari niðurstöðu. Stress hefur verið skoðað í þessu samhengi en það virðist ekki stjórna þessu sambandi þó svo að það hafi sannarlega áhrif á heilsu. Aðrar tilgátur eru t.d. þær að hátekjufólk taki sér síður tíma til þess að sinna heilsunni vegna þess að fórnir sem þarf að færa felast að stærstum hluta í tíma og töpuðum tekjum þessara aðila við að taka sér frí úr vinnu. Slík ákvörðun getur haft töluvert tekju- tap í för með sér. Önnur tilgáta er sú að hátekjufólk svari spurningum um heilsu sína öðruvísi en lágtekjufólk, geri hugsanlega meiri kröfur til heilsu sinnar og dragi þess vegna upp neikvæðari mynd af heilsu sinni við svörun kannana. Hvort ástæð- urnar liggja í þessum tilgátum eða öðrum er enn ókannað. Áhrif tekna á heilsu Tinna Laufey Ásgeirsdóttir fjallar um rannsókn á tengslum heilsu og tekna á Íslandi Tinna Laufey Ásgeirsdóttir »Hátekjufólker um margt ólíkt lágtekju- fólki. Meðal þess sem skilur hópana að er menntun en hún hefur bæði áhrif á heilsu og tekjur. Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og starfar sem sérfræðingur við Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.