Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR Alþingi liggur nú frum- varp um fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvar á landsbyggðinni flutt af þingflokki Samfylking- arinnar. Ég skora á þingmenn hvar í flokki sem þeir standa að styðja þetta frumvarp því sí- menntunarmiðstöðv- arnar um allt land standa fyrir mik- ilvægri starfsemi sem eykur lífsgæði, eflir at- vinnulíf og byggð. Símenntunarmið- stöðvarnar mynda net í heimabyggð sem gerir fólki kleift að sækja sér menntun. Miðstöðv- arnar styðja nám til aukinna starfsréttinda, þær eru samstarfs- aðilar háskólanna um framboð á fjarnámi og þær bjóða uppá styttra starfsnám sem við- urkennt er af Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins og menntamálaráðu- neyti. Auk alls þessa bjóða þær fræðslu um menningu, lífsstíl og heilsu, sem auka lífsgæði fólks al- mennt. Ennfremur starfa náms- ráðgjafar við símenntunarmiðstöðv- arnar, sem aftur eru gjarnan í mjög nánu samstarfi við vinnumiðlun og fyrirtæki á sínu starfssvæði. Það er vegna símenntunarmið- stöðvanna og samstarfs þeirra við háskólana að réttindafólki í kennslu á leik- og grunnskólastigi hefur fjölgað svo á landsbyggðinni að nú er það undantekning fremur en regla að réttindalaust fólk sé að störfum. Þetta hefur aukið gæði skólastarfsins og þar með lífsgæðin á landsbyggðinni, auk þess að gefa fólki sem áður starfaði ófaglært við uppeld- isstörf kærkomið tæki- færi til að mennta sig. Ferðamáladeild Hólaskóla er dæmi um háskóladeild, sem býð- ur fjarnám um allt land. Það var meðal annars fyrir hvatningu frá Fræðsluneti Aust- urlands sem við fórum alvarlega að hugsa um fjarnám. Þar vissu menn að þörf væri fyrir það nám sem við vorum að bjóða og jafnframt að fjarnáms- formið myndi henta væntanlegum nemendum best. Þannig var sí- menntunarmiðstöð tengiliður síns svæðis gagnvart háskólastofnun og mikilvægur ráðgjafi við uppbygg- ingu náms við hæfi. Þá eru símenntunarmiðstöðv- arnar skólinn sem stendur fyrir ís- lenskunámi fyrir útlendinga og þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þess. Allir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk eigi aðgang að íslensku- námi ef það ætlar að starfa og búa á Íslandi. Símenntunarmiðstöðvarnar þekkja sitt heimafólk, þekkja at- vinnulífið, menntunarstigið og áhugasvið síns markhóps sem er fólkið í viðkomandi byggðarlagi. Þess vegna geta þær brugðist hratt við og boðið námið sem þörf er fyrir hverju sinni. Þetta sannaðist til dæmis hér á Norðurlandi vestra þegar tilkynnt var um að Fæðing- arorlofssjóður yrði staðsettur á Hvammstanga og aukin verkefni færu til sýslumannsembættisins á Blönduósi. Þá bauð Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra umsvifalaust uppá skrifstofu- tækninám fyrir þá sem vildu auka möguleika sína á að fá þessi störf. Þetta er alvöru byggðastefna fyrir þekkingarsamfélag samtímans. Með því að efla einstaklingana, veita fólki aðgengi að fjölbreyttu námi bæði formlegu og óformlegu, erum við að styrkja samfélagið allt. Stöndum saman um að efla símennt- unarmiðstöðvar um allt land, mennt er máttur. Þarft frumvarp liggur fyrir – allir saman nú! Guðrún Helgadóttir fjallar um símenntunarmiðstöðvar » Stöndum saman umað efla símennt- unarmiðstöðvar um allt land, mennt er máttur. Guðrún Helgadóttir Höfundur er kennari við Hólaskóla. MÖRGUM er í fersku minni upphlaup Aldísar Hafsteinsdóttur og félaga í bæjarstjórn Hvera- gerðis í svokölluðu Eyktarmáli. Hún og félagar hennar dreifðu á kerfisbund- inn hátt ósannindum um málið og bæjarbúar voru sagðir hlunn- farnir um milljarða króna í viðskiptum sín- um við Eykt. Jafn- framt voru þeir sem að samningagerðinni stóðu fyrir hönd bæj- arins gerðir tor- tryggilegir og sakaðir um óheilindi og þá ekki síst fyrrverandi bæj- arstjóri sem lá undir ásökunum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Þessum málflutn- ingi var haldið úti í kosningabarátt- unni með „maður á mann aðferð- inni“ og í stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytisins. Vandlega var passað upp á að úrskurður fengist ekki fyrr en eftir kosningar til að hann skaðaði ekki málflutn- ing frambjóðenda sjálfstæð- ismanna því það var augljóst allan tímann hver úrskurður ráðherra yrði. Ráðherra kveður upp úrskurð Kærunni var að sjálfsögðu vísað beina leið aftur til föðurhúsanna og verður úrskurður ráðherra frá því í sumar ævarandi skjalfestur vitn- isburður um framgöngu Aldísar og félaga í málinu. Í kjölfar úrskurð- arins hafði bæjarstjóri uppi stór orð um að málinu væri hvergi lokið og hótaði að nú skyldi dóm- stólaleiðin farin. Engu líkara var en að þar mælti einræðisherra í bananalýðveldi sem hunsar lögleg- ar og lýðræðislega teknar ákvarð- anir fyrri bæjarstjórna. Svona svipað og að R-listinn hefði látið rífa ráðhúsið við Tjörnina vegna þess að vinstrimenn í Reykjavík voru á móti byggingu þess á sínum tíma. Í framhaldi af úrskurðinum og hótunum bæjarstjóra um lögsókn var heldur hljótt um málið þar til fréttir berast nú þess efnis að sömu einstaklingar og söfnuðu undir- skriftum gegn samn- ingnum hafi nú und- irritað samkomulag við Eykt. Miðað við fyrri yfirlýsingar bæj- arstjóra í málinu mætti álykta að hún hefð sótt gull í greipar Eykt- armanna í við- aukasamningi fyrst bú- ið var að semja. En skoðun leiðir annað í ljós. Afrakst- urinn í samkomulaginu er þessi:  Tæki á leikvöll við væntanlegan leikskóla í hverfinu sem metinn er á fimm milljónir króna. Ekki stór dúsa þegar höfð er til hliðsjónar fjárfesting samnings- aðila í verkefninu sem hljóðar að lág- marki upp á þrjá milljarða króna.  Orðinu íþróttahús er nú bætt við í samningnum þar sem áður var talað um grunnskóla og skólamannvirki. Markmiðið með þessu er í raun óskiljanlegt því að í huga flestra er íþróttahús sjálfsagður og eðlilegur hluti skólamannvirkja.  Búið er til ákvæði sem kveður á um skil á landinu ef það verður ekki byggt sem hefur enga þýðingu um- fram þau endurskoðunarákvæði sem fyrir voru í samningnum við Eykt. Eina málsgrein viðaukasamningsins sem eitthvað kveður að er þessi: „Fulltrúar Hveragerðisbæjar og Eyktar lýsa yfir ánægju með sam- starfið vegna uppbyggingar austan Varmár til þessa og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að samstarfsverkefnið gangi sam- kvæmt áætlunum til loka.“ Umræddir fulltrúar sem skrifuðu undir samninginn eru bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna í Hveragerði. Í ljósi þessa mikla árangurs hinna slyngnu samningamanna er eðlilegt að það ágæta sjálfstæðisfólk svari því hvers vegna þau skrifi nú með pomp og prakt upp á nær óbreytt samkomulag og gert var við Eykt af meirihluta Samfylkingar og Fram- sóknar? Hvað varð um milljarðana sem hafðir voru af bæjarbúum? Hvað varð um dómstólaleið Aldísar? Hvers vegna var samfélaginu í Hveragerði skipt í tvær fylkingar í málinu fyrst ekki bar meira á milli? Hvers vegna var borinn út óhróður um fyrrverandi bæjastjóra vegna Eyktarmálsins? Eflaust finnast Aldísi og félögum svörin við spurningunum hér að ofan vera aukaatriði því að tilgangurinn helgaði meðalið en málflutningur sumra þeirra einstaklinga sem verst hafa látið í Eyktarmálinu verður seint talinn til þeirra bestu verka. Ávinningurinn er Hvergerð- inga Eftir situr samstarfsverkefni við eitt öflugasta byggingarfyrirtæki í landinu Eykt ehf. þar sem stefnt er á tvöföldun íbúafjölda á næstu 12 ár- um án verulegrar fjárhagsáættu bæjarins. Hann er í anda þeirrar uppbyggingarstefnu sem rekin var í bæjarfélaginu á síðasta kjörtímabili í meirihluta samstarfi Framsóknar og Samfylkingar. Hvergerðingar geta horft bjartsýnir fram á veginn, upp- byggingin verður ekki stöðvuð þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi tekið tímabundið við stjórnartaumunum. Sjónhverfingar sjálfstæðis- manna í Eyktarmálinu Herdís Þórðardóttir fjallar um svokallað Eyktarmál í Hveragerði »Hvergerðingar getahorft bjartsýnir fram á veginn, upp- byggingin verður ekki stöðvuð þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi tekið tímabundið við stjórnartaumunum. Herdís Þórðardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerði. MORGUNBLAÐIÐ hefur að und- anförnu farið geyst hvað varðar áróð- ur gegn blaðakonu Ísafoldar og tíma- ritinu vegna greinar sem fjallar um elliheimilið Grund. Fæstir þeirra sem fá birtar greinar hafa sérstök rök fyrir því að á Grund sé málum öðruvísi háttað en lýst er í greininni. Enginn hefur af því áhyggjur að eldri kona datt fram úr rúmi sínu að kveldi og fótbrotnaði án þess að því væri sinnt fyrr en daginn eftir. Og fæstir hafa af því áhyggjur að gamla fólkið er einmana og starfsfólk svelt í laun- um. Ég hirði ekki um að svara nema einni úr röð Moggagreina sem vissulega bendir til þess að blaðið hafi ákveðið að leggjast í ákveðinn farveg. Allar greinarnar eiga það sammerkt að gefa ranga mynd af því hver efnistök Ingibjargar Daggar Kjart- ansdóttur eru. Aumastur tilskrif- endanna er krabba- meinslæknirinn Kjart- an Magnússon. Helstu rök Kjartans fyrir því að rangfærslur séu í greininni eru fengin frá fimm ára syni hans. Meðal þess sem hann telur sér sæm- andi er að halda því fram að Ingi- björg Dögg hafi meitt gamla fólkið andlega. Hann getur þess í engu að nöfnum og aðstæðum er breytt í greininni til að hlífa vistmönnum og starfsfólki. Ingibjörg Dögg vann störf sín á Grund af alúð, rétt eins og annað starfsfólk, og fékk á endanum ekki krónu fyrir. Hún lýsti einfaldlega því sem fyrir augu bar og gerði það af þeim heiðarleika sem er aðalsmerki hennar sem blaðamanns. Kjartan beitir fyrir sig þeim óhróðri að ritstjórinn, sá sem þetta skrifar, hafi í gegnum tíðina selt ósannindi. „Það er greinilegt að starfsmenn tímaritsins með ritstjór- ann í fararbroddi þekkja það af langri reynslu að ósannindi og fleipur selja,“ segir Kjartan og vísar til þess að þeir sem standa að Ísafold hafi á sínum tíma starfað á DV. „Ritstjór- inn starfaði um árabil á DV og kann greinilega ekki að breyta verklagi sínu …,“ er meðal þess sem Kjartan krabbameinslæknir hef- ur fram að færa. Það er óumflýjanlegt að spyrja Kjartan hvað hann eigi við með þessum orðum. Hefur krabbameins- læknirinn eitt dæmi um rangfærslur mínar eða er hann hreinræktaður lygamörður sem þjónar lund sinni með því að ráðast að æru manna. Svarið er augljóst. Ekki er til eitt dæmi fyrir siðanefnd eða dóm- stólum um að ég hafi nokkurn tímann verið sekur fundinn um rang- færslur, hvað þá lygi. Í grein hans er ekki eitt einasta dæmi um að Ingibjörg Dögg hafi far- ið með rangt mál í um- fjöllun sinni og því er málflutningur krabba- meinslæknisins óhróður einn og bendir til þess heiðarleiki hans sé eitt- hvað sem þyrfti geisla- meðferðar með. Sem dæmi um rakalaust bullið í krabbameins- lækninum má nefna að hann telur það vera inn- legg í málflutning sinn að ritstjórinn sé með „ankannalegt höfuðfat“. Ég gæti lagst svo lágt, ef ég kærði mig um, nefnt á móti ljót gleraugu krabba- meinslæknisins og „ankannalegt glott“ sem bendi til þess að hann sé afstyrmi. Með sama hætti og hann bendlar undirritaðan við að ljúga að lesendum gæti ég ályktað rakalaust að hann væri afleitur læknir, beinlín- is hættulegur sjúklingum sínum. Ég þyrfti ekkert að líta til siðanefndar lækna eða dóma. Þar væri nóg að staðhæfa rétt eins og „læknirinn“ gerir. Þá gæti ég bætt um betur og óttast um skjólstæðinga hans og efast um að Kjartan Magnússon krabbameinslæknir lækni þá. Skrif hans benda óneitanlega til þess að þarna sé á ferð maður sem í engu er treystandi. Og Mogginn telur sér sæmandi að birta óhróðurinn. Þar er ég undrandi á Styrmi Gunnarssyni ritstjóra sem ég þekki sem hinn vænsta mann. Ljóst er að skrif Kjartans fela í sér meiðyrði og ábyrgð Morgunblaðsins snýr að því að dreifa því sem lekur úr penna læknisins. En sé grannt skoðað má rekja áróður Kjartans til þeirra tíma þegar hann var umdeildur og sum- part illa séður trúnaðarlæknir Stræt- isvagna Reykjavíkur og þótti ganga gegn sjúkum bílstjórum. Um það eru til dæmi. En það er önnur saga. Krabbameinslæknir, læknaðu sjálfan þig. Krabbameins- læknir, læknaðu sjálfan þig Reynir Traustason gerir athugasemdir við grein Kjartans Magnússonar Reynir Traustason »Hefurkrabba- meinslæknirinn eitt dæmi um rangfærslur mínar eða er hann hrein- ræktaður lyga- mörður sem þjónar lund sinni með því að ráðast að æru manna? Höfundur er annar tveggja ritstjóra Ísafoldar. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.