Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 21 SUÐURNES NORÐFJARÐARSAGA I Áhugafólk um byggðasögu og sögu Norðfjarðar ætti ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | Atvinnumálaráð Sand- gerðisbæjar undirbýr mikið átak í atvinnumálum bæjarins. Bæjar- stjórn hefur samþykkt að leggja 60 milljónir kr. til verkefnisins á næstu fjórum árum. Jón Norðfjörð, vara- formaður atvinnumálaráðsins, segir að ákveðið hafi verið að fara í átakið til að fylgja eftir vel heppnuðu mark- aðsátaki sem leiddi til fjölgunar íbúa Sandgerðis á síðasta ári. Atvinnuleysi er lítið í Sandgerði um þessar mundir þrátt fyrir veru- legar hremmingar í atvinnumálum á undanförnum árum og fjölgun íbúa. Jón Norðfjörð nefnir að breytingar í sjávarútvegi sem leiddu til þess að meginhlutinn af kvóta Sandgerðinga var fluttur annað og fiskvinnsla dróst stórkostlega saman hafi verið mikið áfall. Einnig brottför varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli enda hafi um 10% vinnufærra Sandgerð- ina unnið þar þegar mest var. „Eftir áfallið í sjávarútveginum hefur þró- unin verið jákvæð. Ný fyrirtæki hafa komið og önnur vaxið verulega,“ seg- ir Jón. Nýr vegur að flugstöðinni Hann segir að þótt ekki sé merkj- anlegt atvinnuleysi hafi brottför hersins haft áhrif á Suðurnesjum. Þau komi meðal annars fram hjá ýmsum þjónustufyrirtækjum. Á móti samdrætti á öðrum sviðum og fjölgun íbúa í öllum sveitarfélög- unum kemur fjölgun starfa við flug- völlinn. Jón nefnir öryggisgæslu sem dæmi. „Flugstöðin er í raun stóriðja okkar Suðurnesjamanna og störfum þar hefur fjölgað ört á síðustu árum. Mér telst til að það séu 1.400 til 1.600 starfsmenn við alþjóðaflugvöllinn. Mikilvægt er að starfsemin fái tæki- færi til að vaxa og dafna áfram. Ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið við vinnu atvinnumála- ráðs er að gera nýjan veg úr þéttbýl- inu í Sandgerði og að flugstöðvar- svæði Keflavíkurflugvallar, innanbæjarveg, en yfir 90% af flug- vellinum og starfsemi honum til- heyrandi er innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar. Jón segir að slík tenging geti verið mikilvæg fyrir bæjarfélagið, þegar litið er nokkur ár fram í tímann. Auk góðrar að- komu fyrir þá sem vinna á flugvell- inum opni hann möguleika til skipu- lagningar atvinnusvæðis fyrir flugsækna starfsemi á nýjum stöð- um. Bæjarstjórn hefur vísað tillögu um nýja veginn til skipulagsráðs bæjarins en Jón tekur fram að vinna þurfi málið í samvinnu við yfirvöld samgöngumála og flugvallarins enda sé þarna um að ræða varnarsvæði sem þurfi að aflétta og öryggissvæði flugbrauta sem þurfi að taka tillit til. Undirbúa markaðsátak Markaðsátakið „Sandgerðisbær innan seilingar“ sem bæjarstjórn stóð fyrir skilaði góðum árangri á síðasta ári, jafnvel meiri árangri en reiknað var með því íbúum fjölgaði um hátt í 10%. Jón segir að bæjaryf- irvöld hafi fullan hug á því að efla at- vinnulífið í kjölfarið og skapa grund- völl til enn frekari aukningar. Nefnir í því sambandi að brottför varnar- liðsins skapi einstæð tækifæri. Jón hefur unnið að könnun meðal atvinnurekenda í bæjarfélaginu um þjónustu sveitarfélagsins. Verið er að vinna úr upplýsingunum og í kjöl- farið verður unnið að úrbótum. Þá er ætlunin að hefja markaðs- átak sem miðar að því að kynna kosti Sandgerðisbæjar. Jón segir að ná- lægðin við alþjóðaflugvöllinn, höfn- ina og hin gjöfulu fiskimið geri bæ- inn að góðum kosti fyrir fyrirtæki á ýmsum sviðum. Til þessa markaðs- átaks hefur bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar ákveðið að verja 60 milljón- um kr. samtals á næstu fjórum árum. Tillögur atvinnumálaráðs um ráðstöfun þessa fjár eru til athug- unar á vegum bæjarstjórnar. „Við munum á næstu vikum ákveða næstu skref en í okkar huga er alveg ljóst að sú uppsveifla sem hófst í Sandgerðisbæ í fyrra hefur gefið okkur byr í seglin og við sjáum fram á að geta haldið áfram á öllum sviðum næstu misserin – og þá ekki síst með stuðningi við uppbyggingu atvinnulífsins,“ segir Jón Norðfjörð. Vinna að markaðsátaki til að undirbúa frekari fjölgun íbúa Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Átak Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suð- urnesja, vinnur að undirbúningi átaks í atvinnumálum í Sandgerði. Í HNOTSKURN » Íbúum hefur fjölgað mikiðá Suðurnesjum og ekki síst í Sandgerði. Margir íbúanna vinna utan svæðisins. » Markaðsátaki Sandgerð-isbæjar er ætlað að fylgja eftir fjölgun íbúa og stuðla að áframhaldandi fjölgun íbúa. Sandgerði | Með von og trú, minn- ingar- og styrktartónleikar, verða haldnir í Safnaðarheimilinu Sand- gerði í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um frændurna Jóhann Fannar Ingibjörnsson og Guðmund Adam Ómarsson sem fórust í bif- reiðaslysi í ágúst sl. og til styrktar fjölskyldu Jóhanns. Að tónleikunum stendur ungt tónlistarfólk úr Sandgerði sem hef- ur fengið fleiri til liðs við sig. Þeir eru haldnir í nafni Mamma Mía og Aftanfestival-hópsins sem er hópur ungs tónlistarfólks. Fram koma: Sigurbjörg Hjálm- arsdóttir, Matti Óla, Klassart, Hobbitarnir, Karlakór Keflavíkur, KK, Ellen Kristjánsdóttir, séra Björn Sveinn Björnsson og Kirkju- kór Hvalsneskirkju. Kynnir er Hjálmar Árnason Forsala aðgöngumiða er í Hafn- arvideo og Shellskálanum Sand- gerði. Minningar- og styrktartón- leikar í kvöld LANDIÐ Ísafjörður | Óþreyjufullt skíðafólk á Ísafirði fékk ósk sína uppfyllta í gær þegar lyfturnar í Tungu- dal voru ræstar í fyrsta sinn í vetur. Mikill snjór er í Tungudal, líklega sá mesti um árabil. Útlit var fyrir að ekki yrði hægt að opna skíða- svæðið fyrir áramót vegna þess að fjármagn sem til þess var ætlað í ár var upp urið. Fram kemur í frétta- tilkynningu að með sam- eiginlegu átaki bæjaryf- irvalda í Ísafjarðarbæ og Skíðafélags Ísfirðinga hafi tekist að leysa það mál. Myndin var tekin þegar verið var að setja síðustu stangirnar á vírinn í efstu lyftunni. Skíðasvæðið opnað Ljósmynd/Rúnar Óli Karlsson Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Ísfélag Vest- mannaeyja fagnaði 105 ára afmæli á föstudaginn, 1. desember, en afmæl- isveislan var haldin á sunnudaginn þar sem um 200 manns mættu. Þar vann Rut Haraldsdóttir sitt fyrsta opinbera embættisverk sem bæjar- stjóri í afleysingum en hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti. Mikið var um dýrðir í afmælis- veislunni. Við það tækifæri afhenti Ísfélagið átta líknar- og hjálpar- félögum styrki, 200 þúsund krónur hverju félagi, samtals 1.600 þúsund krónur. Félöginu eru Kvenfélagið Líkn, slysavarnadeildin Eykyndill, Meðferðarheimilið Búhamri, Sam- býlið Vestmannabraut, Þroskahjálp, Hjartaheill, Krabbavörn og Björg- unarfélag Vestmannaeyja. Konur láta til sín taka Félaginu bárust gjafir og kveðjur og kom Rut Haraldsdóttir, starfandi bæjarstjóri, með blómvönd frá Vest- mannaeyjabæ. Rut gegnir starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í leyfi Elliða Vignissonar bæjarstjóra. En það eru fleiri konur í Eyjum sem láta til sín taka og tók Guðbjörg Matthíasdóttir, stjórnarmaður í Ís- félaginu, við blómvendinum úr hendi Rutar. Rut var í sumar ráðin fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnun- arsviðs Vestmannaeyjabæjar og er sem slík staðgengill bæjarstjóra. Kona hefur ekki áður gegnt svo háu embætti í Eyjum og er hún líka fyrst konan sem sest í stól bæjarstjóra. „Elliði bæjarstjóri tók sér frí um daginn og þá var ég allt í einu orðin bæjarstjóri,“ sagði Rut sem ekki vildi gera mikið úr þessari upphefð. „Ég kann mjög vel við starfið hjá Vestmannaeyjabæ. Það er bæði skemmtilegt og fjölbreytt og hefur allt gengið á ljúfu nótum. En það hef- ur ekki mikið reynt á mig sem bæj- arstjóra,“ bætti hún við en fyrsta op- inbera embættisverkið var að færa Ísfélaginu blómvönd á 105 ára af- mælinu. Rekstur Ísfélagins hefur gengið vel undanfarið og alls hefur það fjár- fest fyrir 6,5 milljarða króna á síð- ustu fimm árum í kvóta og skipum. Lauslega áætlað hefur félagið keypt skip fyrir 1,5 milljarða og kvóta fyrir um 5 milljarða. Nú er verið að fjárfesta enn frekar með breytingunum á Guðmundi VE í Póllandi. Hann var lengdur um 12,5 metra. Eftir að Guðmundur brann þar sem hann var í skipasmíðastöð- inni Nauta í Póllandi var ákveðið að skipta út öllum tækjum í vinnslunni og endurnýja allt skipið framan við brú. Á Guðmundur að geta fryst 150 tonn á sólarhring og borið 900 tonn af frystum afurðum og liðlega 2.000 tonn af bræðslufiski eftir breyting- arnar. Guðmundur er væntanlegur heim fyrir jól. „Afmælisbarnið“ gaf gestunum góðar gjafir Morgunblaðið/Sigurgeir Konur við stjórn Rut Haraldsdóttir, starfandi bæjarstjóri, afhendir Guð- björgu Matthíasdóttur (til vinstri) blómvönd í tilefni af tímamótunum. Elsta hlutafélag landsins heldur upp á 105 ára afmæli Garður | Aðventustund Krabba- meinsfélags Suðurnesja og stuðn- ingshópsins Sunnan 5 verður á morgun, miðvikudag, kl. 20 í Kaffi Flös á Garðskaga. „Gefum okkur tíma og eigum saman notalega kvöldstund. Njót- um þess fá súkkulaði/kaffi og smá- kökur og hlusta á Björn Stefánsson lesa upp úr bók sinni Suðurnesja- skopi og sr. Björn Svein Björnsson flytja jólahugvekju,“ segir í frétta- tilkynningu. Allir sem málið varðar eru boðnir velkomnir. Aðventustund hjá Sunnan 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.