Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 41 menning Það munu teljast tíðindi að tvöstærstu myndlistarsöfn NewYork-borgar, sem jafnframt eru einhver virtustu söfn heims, opnuðu á haustmánuðum yfirlits- sýningar hvort á sínum núlifandi abstraktmálaranum. Í september síðastliðnum var opnuð sýning á verkum eftir Sean Scully undir yf- irskriftinni „Walls of light“ (Veggir ljóssins) í Metropolitan-safninu og í október var opnuð sýningin „A retrospective of paintings and drawings“ (Yfirlitssýning á mál- verkum og teikningum) í MoMa sem spannar feril Bandaríkja- mannsins Brices Mardens.    Sean Scully fæddist í Dublin á Ír-landi árið 1945 en ólst upp í Lundúnum og er nú búsettur í New York auk þess sem hann eyðir dá- góðum tíma í Þýskalandi þar sem hann er prófessor við Listaakadem- íuna í München. Scully er einn allra besti abstraktmálari samtímans og tekur málverkið heldur engum vettlingatökum. Sækir í efnistök og yfirstærðir abstrakt-expressjón- isma eftirstríðsáranna en í stað þess að opna myndflötinn með litaf- læmi líkt og var algengt í þá daga hleður hann flötinn líkt og vegg þannig að maður rekst á hann af afli og er umsvifalaust kýldur til baka, langt inn í algleymi.    Brice Marden fæddist í NewYork árið 1938. Hann vakti fyrst athygli á sjöunda áratug síð- ustu aldar fyrir vaxkennd mónók- róm-málverk sem hann raðaði sam- an í litafleti. Á tíunda áratugnum skipti hann svo um gír og hóf að einblína á form og hreyfingu þar sem maður er leiddur eftir laus- dregnum línum sem skerast þvers og kruss – einna líkast því að maður sé fastur í abstrakt rússíbana. Báðir eru þessir málarar þekktir fyrir áþreifanleg og efnismikil mál- verk og þegar þetta áþekkar áherslur eru hjá tveimur áhrifa- miklum söfnum í senn hljóta ein- hver galleríin að bregðast við þeim. Við þekkjum það í litlum mæli hér á landi að þegar einn af frumherj- unum er sýndur í einu safnanna má vænta þess að sjá mynd eftir þann sama á trönum í glugga Gallerís Foldar. Einnig má oft sjá sam- svörun á milli þess sem er sýnt í Safni við Laugaveg og í Galleríi i8.    Í eins stórri galleríflóru og NewYork er auðvitað allt að gerast í einu en sveiflur fylgja samt árstíð- um líkt og hjá tískuvöruverslunum. Hvað varðar uppgang þessa efnis- kennda abstraktmálverks þá gaf Gallery Peter Blum okkur smjör- þefinn með alveg magnaðri sýningu á nýjum verkum eftir Joseph Mar- ioni; risastórir flekar með lag- skiptri lekandi málningu sem gleypa mann um leið og maður sviptir af hverri efnishulunni á eftir annarri og hverfur inn í óravíddir. Og nú síðast var það Belginn Raoul de Keyser sem opnaði í Gallery David Zwirner. En de Keyser, sem er 76 ára gamall, er alveg fantagóð- ur málari og með þeim ferskari sem fyrirfinnast í abstraktmálverki í dag. Er því ráð fyrir áhugasama að halda vestur um haf, eigi síðar en fyrir áramót, því ég sé ekki í hendi mér að íslensk myndlistarsena fylgi þessari haustsveiflu heimsborg- arinnar með því að leggja sérstaka áherslu á miðaldra og aldraða ab- straktmálara á næstu misserum. Abstrakt í uppsveiflu Án titils Belginn Raoul de Keyser sem opnaði í Gallery David Zwirner er alveg fantagóður málari. Uriel Scully er einn allra besti abstraktmálari samtímans og tekur málverkið engum vettlingatökum. AF LISTUM Jón B.K. Ransu » Í eins stórri gall-eríflóru og New York er auðvitað allt að ger- ast í einu en sveiflur fylgja samt árstíðum líkt og hjá tískuvöru- verslunum. ransu@mbl.is SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari nýtur mikillar velgengni á Englandi um þessar mundir og síð- asta vika var sérstaklega viðburðarík. Í vikubyrjun var hann útnefndur Best performer 2006, eða besti flytjandi ársins, hjá Opera Holland Park þar sem hann vann stórsigra í sumar. Þá gerðist það að Ólafur fékk boð með stuttum fyr- irvara um að hlaupa í skarðið fyrir heimsþekktan barí- tón, Alan Opie, í hlutverki Rigolettos við Opera North í Newcastle. Sýningin var mikill sigur fyrir Ólaf Kjartan. Í dómi í Theatre Revew, sem birtist fyrir helgi, segir gagnrýnandinn, Peter Lathan meðal annars: „Okkur hafði verið lofað að Alan Opie syngi Rigoletto en þegar tilkynnt var rétt áður en tjöldin voru dregin upp að hann hefði veikst og að Ólafur Sigurðarson, vara- maður hans í hlutverkið, ætti að syngja voru það mikil vonbrigði. Við lok fyrsta þáttar voru vonbrigðin löngu fokin út í veður og vind og við lok sýningarinnar varð maður ekki var við annað en gríðarlegan fögnuð og gleði andspænis kraftmiklum og aldeilis frábærum perform- ans hjá þessum íslenska barítónsöngvara. Söngur hans og leikur voru sterk heild í túlkun hans og hann náði að skapa – ef ekki hinn fullkomna Rigoletto, þá næstum fullkomna. Þarna upplifðu gestir augnablik þar sem hnakkahárin bókstaflega risu. Dauðdagi Gildu í lok sýningarinnar var nánast óbærilegur.“ Boðin fleiri stór hlutverk Þess má geta að Rigoletto er faðir Gildu og í lok verks- ins tekst hann á við þann harm að hafa sjálfur verið vald- ur að dauða hennar í átakamikilli senu föður og dóttur. Lathan lofar sýninguna í heild sinni og segir að þar hafi tónlistin, söngur og leikur skapað hrífandi upp- færslu sem snart djúpt. Opera North hefur boðið Ólafi Kjartani fleiri stór hlutverk í vetur og næsta haust eftir frammistöðuna í Rigoletto en hann mun einnig syngja í Þýskalandi í vor. Þess má til gaman geta að Rigoletto var eitt stærsta hlutverk Guðmundar Jónssonar sem var kennari Ólafs Kjartans á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bariton Ólafur Kjartan Sigurðarson gerir það gott um þessar mundir í óperuheiminum. Stórsigur Ólafs Kjartans Tónlist | Slær í gegn í London sem Rigoletto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.