Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 15 ERLENT Washington. AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun ekki út- nefna John Bolton til áframhaldandi setu sem sendi- herra Bandaríkja- stjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum, þegar embættis- tíð hans rennur út síðar í desember, að því er kom fram í yfirlýsingu Hvíta hússins. „Forsetinn hef- ur með semingi samþykkt ákvörðun John Boltons, sendiherra Bandaríkjastjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum, að störfum hans fyrir stjórnina ljúki þegar emb- ættistíð hans rennur út,“ sagði Dana Perino, talskona Hvíta hússins. Útnefning Boltons var umdeild á sínum tíma en eftir sigur demókrata í kosningunum í nóvember þótti ljóst að dagar hans hjá SÞ væru taldir. Bolton segir af sér hjá SÞ John Bolton PALESTÍNSKIR mótmælendur halda uppi myndum af föngum í haldi Ísraelsmanna, þ.m.t. af Marwan Barghouti, leiðtoga Fatah-hreyfinginnar, fyrir utan egypska sendiráðið á Gaza-svæðinu í gær. Kröfðust mótmælendurnir lausnar fanganna. Omar Suleiman, yfirmaður egypsku leyniþjónustunnar, átti í síðustu viku fund með ísraelskum ráðamönnum, í því skyni að ryðja úr vegi mikilvægri hindrun fyrir friðarferlinu, nefnilega þeirri staðreynd að nú eru hátt í 10.000 pal- estínskir fangar í ísraelskum fangelsum. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísrael, fer til Frakk- lands í næstu viku þar sem hún mun eiga fund með Jacques Chirac, forseta landsins, Philippe Douste- Blazy utanríkisráðherra og öðrum ráðamönnum. AP Krefjast lausnar úr haldi Ísraelsmanna Caracas. AFP. | Vinstrisinninn Hugo Chavez fagnaði endurkjöri sínu í forsetakosningunum í Venesúela innilega aðfaranótt mánudags er hann strengdi þess heit að stuðla að „byltingarlýðræði“ í landinu, um leið og hann sendi helsta fjandvini sínum, Bandaríkjastjórn, tóninn. „Yfir 60 prósent [kjósenda] greiddu áætlun sósíalista atkvæði sitt,“ sagði Chavez, þar sem hann stóð í sigurvímu á svölum for- setahallarinnar í höfuðborginni Caracas. Írönsk stjórnvöld fögnuðu úrslit- um kosninganna en áður hafði ver- ið haft eftir forsetanum að hann legði nú áherslu á góð tengsl við bandarísk stjórnvöld, þvert á fyrri stefnu. Forsetinn notaði hins vegar tækifærið og sendi George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, tón- inn við mikinn fögnuð stuðnings- manna sinna sem létu ekki grenj- andi rigningu aftra sér frá því að taka þátt í fögnuðinum með leið- toganum. „Þetta er enn einn ósigur heimsveldis Herra Hættu,“ sagði Chavez og vísaði til sögupersónu, bláeygðs Bandaríkjamanns sem stelur landi frá grunlausum kot- bændum, í skáldsögu Rómulos Gallegos frá árinu 1929. Annar „ósigur djöfulsins“ „Þetta er annar ósigur fyrir djöfulinn sem vill drottna yfir heiminum,“ sagði leiðtoginn og endurtók umdeild ummæli sín um Bush. Hann lét þó ekki staðar numið heldur sendi Kúbuleiðtoganum Fidel Castro, sem að öllum lík- indum liggur fyrir dauðanum, „bróðurlega kveðju“ og sneri sér því næst að líkneski af Jesú Kristi og bað almættið um guðlega leið- sögn. „Þetta er bylting,“ sagði verka- maðurinn Juan Carlos Braca- monte, sem ferðaðist 450 km til að berja leiðtogann umdeilda augum. Sigurreifur Chavez boðar áherslu á „byltingarlýðræði“ Í HNOTSKURN »Chavez leiddi misheppnaðvaldarán hersins árið 1992 og náði fyrst kjöri sex árum síðar, árið 1998, og svo endur- kjöri til sex ára árið 2000. »Þegar 78% atkvæða höfðuverið talin hafði Chavez hlotið 61,35% atkvæða en and- stæðingur hans, jafnaðarmað- urinn Manuel Rosales, 38,39%. Reuters Í sigurvímu Hugo Chavez fagnar sigrinum aðfaranótt mánudags. Varsjá. AFP. | Andrzej Lepper, land- búnaðarráðherra Póllands, og einn nánasti samstarfsmaður hans eru undir rannsókn vegna ásakana um að ráðherrann hafi þvingað konu til að hafa við sig mök í staðinn fyrir starf hjá flokki sínum, Sjálfsvarnar- flokknum. Janusz Kaczmarek ríkis- saksóknari hóf rannsóknina á ákær- unum sem geta leitt til allt að átta ára fangelsisvistar. Lepper, sem er fyrrverandi svína- bóndi og hnefaleikamaður, er að- stoðarforsætisráðherra og leiðtogi flokks síns. Pólitísk framtíð hans er nú í uppnámi eftir að dagblaðið Gaz- eta Wyborcza birti í gær viðtal við einstæða tveggja barna móður sem fullyrti að hún hefði verið þvinguð til að hafa mök við Lepper í staðinn fyr- ir starf hjá flokknum, boð sem hún hefði ekki getað hafnað sökum fjár- hagsstöðu sinnar. Sagðist hún líka hafa þurft að hafa mök við sam- starfsmanninn til að halda stöðunni. Lepper und- ir rannsókn Motorlift Ke›judrifnu Chamberlain Motorlift bílskúrshur›aopnararnir eru öflugir og sterkbygg›ir og fást fyrir allar stær›ir og ger›ir bílskúrshur›a. Motorlift er me› kröftugum en hljó›látum mótor og flægilegri fjarst‡ringu sem au›veldar umgengni um bílskúrinn e›a geymsluhúsnæ›i› í hva›a ve›ri sem er. Motorlift fæst í byggingavöruverslunum um land allt. bílskúrshur›aopnarar Fí to n / S ÍA ME‹ ÍSLENSKUM LEI‹BEININGUM. THE MBA THAT TAKES CHINA SERIOUSLY introduced by BI Norwegian School of Management In addition to the full-time MBA program, BI also offers: • An 18 month part time Executive MBA in cooperation with ESCP-EAP • Two-year Master programs in Business, Financial Economics, International Marketing & Management (one year in Norway and one year in Germany, UK, France or Singapore) • Two-year part time Executive MBA in Technology Management in cooperation with NIT in Hamburg Information meeting on Thursday November 7th at 17.00 at hotel Nordica, Reykjavik For further information, please contact Program Manager Ellen H. Berg: Tel: +47 46 41 00 65 e-mail: ellen.h.berg@bi.no or mba@bi.no www.bi.edu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.