Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                       Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/39 Staksteinar 8 Minningar 40/46 Veður 8 Brids 46 Úr verinu 16 Menning 50/56 Erlent 18/19 Leikhús 55 Menning 20/22 Myndasögur 56 Höfuðborgin 24 Dægradvöl 57 Akureyri 24 StaðurStund 58 Austurland 25 Dagbók 58 Landið 25 Víkverji 60 Daglegt líf 26/31 Velvakandi 60 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Viðhorf 34 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market hefur ákveðið að hætta markaðssetningu á íslensk- um vörum í verslunum sínum. Er það gert vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. » Forsíða  Breytingar á frumvarpi um al- mannatryggingar munu m.a. fela í sér að gildistöku 300 þúsund króna frítekjumarks atvinnutekna lífeyr- isþega verði flýtt til 1. janúar nk. » 4  Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra kynnti í gær aðgerð- aráætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis. Með henni er m.a. stefnt að bættum aðbúnaði þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi og eru í áhættuhópi. » 14  Talsmaður verktaka hjá Sam- tökum iðnaðarins segir verktakafyr- irtæki vel í stakk búin til að takast á við auknar vegaframkvæmdir og að aðstæður á þessum markaði verði vart hagstæðari. » Baksíða Erlent  George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, segir að ný Íraksskýrsla gefi mjög dökka mynd af stöðunni í Írak en í henni séu áhugaverðar til- lögur og hann taki allar tillögur al- varlega. Forsetinn biður um póli- tískt vopnahlé í Íraksmálinu og með þjóðarhag í huga sé best að allir vinni saman í því. » Forsíða  Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna eiga efnuðustu tvö prósent jarðarbúa meira en helming heildarauðs heim- ilanna og ríkustu 10 prósentin eiga 85 prósent auðsins. » 18  Vladímír Kolesníkov, aðstoðar- dómsmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar ættu að efna til eig- in rannsóknar á dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítv- ínenkos. » 19 Kynning – Morgunblaðinu fylgir kynn- ingarblaðið Akureyri. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur hafnað skaðabótakröfu Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri hf., áður Olíufélagið hf., vegna tjóns sem hann hlaut af ólögmætu samráði olíufélag- anna sem talið er að hafi átt sér stað frá árinu 1993 til loka ársins 2001. Taldi dómurinn að sóknaraðili hefði ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að sýna fram á tjón sitt. Sigurður fór fram á 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns síns og byggði útreikning sinn á niður- stöðum í skýrslu hagfræðingsins Johns M. Connors, prófessors við Purdue-háskólann í Bandaríkjunum. Connor rannsakaði 674 tilvik svokall- aðs yfirverðs sem stafað hefði af verð- samráði fyrirtækja víðsvegar um heiminn og komst að því að miðgildi yfirverðs á árunum 1991 til 2003 hefði verið 17–19% í Evrópu. Sigurður greiddi tæpar 1,2 milljón- ir kr. fyrir eldsneyti á tilteknu tíma- bili og byggði á því að ef ekki hefði verið fyrir samráð olíufélaganna hefði hann greitt 18% lægra verð. Fjölskipaður héraðsdómur taldi skýrsluna ekki haldbæra sönnun fyrir því að stefnandi hefði greitt tiltekið lægra verð ef samráð olíufélaganna hefði ekki komið til og sýknaði Ker af aðalkröfu stefnanda. Í málflutningi stefnanda kom fram að hafa yrði í huga að erfiðleikum bundið væri að sanna nákvæmlega fjárhæð tjónsins í tilvikum sem þessu og hefði það m.a. leitt til þess að dóm- stólar víða í Evrópu hefðu slakað á sönnunarkröfum því neytendur yrðu að fá að byggja á því að til að öðlast bótarétt væri nægilegt að gera tjón sennilegt, þótt nákvæm fjárhæð væri ekki tilgreind. Ef litið yrði svo á að stefnanda hefði ekki tekist að sanna tjón sitt með fullnægjandi hætti ætti að dæma honum bætur að álitum. Héraðsdómur taldi skilyrði skaða- bóta uppfyllt sem lytu að saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda. Dóm- urinn féllst hins vegar á það með stefnda að ótvírætt skilyrði þess að bætur yrðu dæmdar að álitum væri að stefnandi hefði gert allt sem í hans valdi stæði til að sýna fram á tjón sitt. Það þótti ekki hafa verið gert í mál- inu. Ker hf. sýknað af skaða- bótakröfu vegna samráðs Héraðsdómur féllst á skilyrði til skaðabóta en kröfurnar voru ófullnægjandi Í HNOTSKURN »Aðalkrafa stefnanda var180 þúsund krónur í skaðabætur, varakrafa 35 þús- und kr., þrautavarakrafa 26 þúsund kr. og þrautaþrauta- varakrafa að bætur yrðu dæmdar að álitum dómsins. »Héraðsdómur féllst ekki ákröfur stefnanda, sýknaði Ker hf. af tveimur og vísaði tveimur kröfum frá dómi. »Þetta er fyrsta mál ein-staklings gegn olíufélög- unum vegna ólöglegs samráðs þeirra og samvinnu. ÞAU voru björt og glöð skólabörnin í eldri deild Grunn- skólans í Grímsey sem héldu útgáfutónleika undir stjórn skólastjórans síns, Dónalds Jóhannessonar. Krakkarnir sungu eins og englar lögin 11 á diskinum Skólajól fyrir foreldra og velunnara. Öll undirbúnings- vinna, söngæfingar, undirleikur og framleiðsla á disk- inum var í höndum skólastjórans. Allur ágóði rennur í ferðasjóð eldri deildarinnar, en börnin halda á hverju vori í gott ferðalag upp á fastalandið. Diskurinn fékk góðar undirtektir, flestir gestanna keyptu disk og sum- ir marga. Það var sannarlega góð og gleðileg stemning yfir „skólajólunum“ á heimskautsbaug. Skólajól á heimskautsbaug Morgunblaðið/Helga Mattína LEITAÐ var aðstoðar danska varð- skipsins Triton síðdegis í gær þeg- ar íslenskur fiskibátur datt úr sjálf- virkri tilkynningaskyldu um 20 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Áður hafði verið reynt að kalla bát- inn upp. Báturinn fannst fljótt, voru skipverjar við vinnu á þilfari og heyrðu ekki í fjarskiptabúnaði. Datt úr tilkynn- ingaskyldu ALLS segjast 40% unglinga í 10. bekk í skólum landsins hafa orðið ölvuð á síðastliðnum 12 mánuðum skv. könnun á vímuefnaneyslu ung- linga í 6.–10. bekk. Rannsóknin var unnin í samvinnu Háskólans á Akur- eyri og Lýðheilsustöðvar og náði til alls 11.800 nemenda. Hæst hlutfall nemenda sem sögð- ust hafa orðið ölvaðir á síðastliðnum 12 mánuðum var á Norðurlandi vestra eða 49% en lægst á Norður- landi eystra eða 28%. Hlutfall unglinga í Reykjavík sem höfðu orðið ölvaðir var nálægt lands- meðaltali eða 42%. Hlutfallið í ná- grannabyggðum Reykjavíkur var 36%. Fram kemur í könnuninni að 10% unglinga í 10. bekk segjast reykja daglega. Hæst er hlutfallið í Reykja- vík þar sem 15% unglinga segjast reykja daglega og hlutfallið er 16% á Suðurnesjum. Þá má lesa út úr könn- uninni að hlutfall dagreykinga- manna í 10. bekk er nær helmingi lægra í nágrannabyggðum Reykja- víkur eða 8%. Könnunin leiðir einnig í ljós að 10% unglinga í 10. bekk segjast hafa prófað hass. Hæst er hlutfallið í Reykjavík eða 13% og á Suðurnesj- um þar sem það er 12%. Hlutfall unglinga sem höfðu prófað hass í 10. bekk er mun lægra í nágranna- byggðum Reykjavíkur eða 8% að meðaltali skv. niðurstöðum könnun- arinnar. Svarhlutfall í könnuninni var 86%. 10% unglinga í tíunda bekk reykja daglega 40% segjast hafa orðið ölvuð og 10% hafa prófað hass MAÐURINN sem brenndist alvar- lega í eldsvoðanum í Ferjubakka í Breiðholti hinn 7. nóvember sl. liggur enn á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Hann er tengd- ur við öndunarvél og hefur líðan hans verið óbreytt frá því hann var lagður inn á sjúkrahúsið. Gríðarlegur eldur braust út en þegar slökkvilið mætti á vettvang tókst að bjarga manninum út ásamt eiginkonu hans. Hún lést á sjúkra- húsi eftir stutta legu. Enn á gjörgæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.