Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STJÓRN Samtaka fiskvinnslu án
útgerðar mótmælti í gær starfs-
háttum á íslenzku fiskmörkuðunum
og krafðist skjótra úrbóta. Óskar
Þór Karlsson, formaður samtak-
anna, sagði ástandið algerlega óvið-
unandi og kæmi þar margt til. Nú-
verandi starfshættir brytu í bága
við lög um starfsemi fiskmarkaða
en þeim væri ætlað að tryggja
frjáls viðskipti og tryggja jafnræði
milli kaupenda og seljanda. Svo
væri ekki í dag.
Það eru nokkur atriði sem fisk-
kaupendur gera sérstaklega at-
hugasemdir við. Þeir segja að ítrek-
að standist fiskur á uppboði ekki
uppgefna stærð og skakki þar oft
miklu. Einnig vanti oft mikið upp á
uppgefna vigt og oft reynist óger-
legt að fá leiðréttingu.
Ýmis fleiri atriði brenna á fisk-
kaupendum, meðal annars hvernig
fiskmarkaðirnir nýta bankaábyrgðir
þeirra. Telja þeir að þar sé um mis-
notkun að ræða, þar sem annar
kostnaður sé færður á reikning
fiskkaupandans en sá sem snýr
beint að kaupum á fiski og beinum
kostnaði við uppboðið. Hyggjast
nokkrir stórir kaupendur endur-
nýja ábyrgðir sínar þar sem skýrt
verður kveðið á um það að þær nái
aðeins til beins kostnaðar við fisk-
kaupin.
Jafnframt beinir stjórn SFÁÚ
því til sjávarútvegsráðherra að
hann sjái til þess að útgáfu reglu-
gerðar um starfsemi fiskmarkaða
verði hraðað eins og framast er
kostur.
Í bréfi til ráðherransson segir
meðal annars á þessa leið: „Eins og
ráðherra er kunnugt, þá er mælt
fyrir setningu þessarar reglugerðar
í lögum nr 79/2005 um uppboðs-
markaði fyrir sjávarafla og má ljóst
vera að reglugerðinni er ætlað það
mikilbæga hlutverk að skapa um-
gjörð um dagleg viðskipti á fisk-
mörkuðunum. Útgáfa hennar hefur
hins vegar dregizt úr hömlu, sem
hefur að okkar mati leitt til þess að
á fiskmörkuðunum hafa þróazt
óviðunandi viðskiptahættir, vinnu-
brögð sem verður að leiðrétta. Það
teljum við hægt að gera með áð-
urnefndri reglugerð og því er brýnt
að hún taki gildi sem fyrst.“
Munum skoða þetta
Eyjólfur Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsmarkaðar,
segir að þeir þurfi að fá tíma til að
fara yfir þesssar athugasemdir. Það
hafi verið gott að fá þær með form-
legum hætti. Þeir hafi vitað af
nokkurri óánægju um tíma. „Þessir
viðskiptahættir hafa viðgengizt
lengi, en nú munum við skoða með
fiskmörkuðunum hvað við getum
gert fyrir fiskkaupendur,“ segir
Eyjólfur.
Víkurfréttir/Þorgils
Mótmæli Óskar Þór Karlsson, formaður SFÁÚ, afhendir Eyjólfi Guðlaugs-
syni, framkvæmdastjóra Íslandsmarkaðar, athugasemdir fiskkaupenda við
starfsemi markaðanna og kröfur um úrbætur. Fyrir framan þá eru Birgir
Kristinsson, frá Ný-fiski, Grétar Finnbogason frá Hafgæðum og Albert
Sveinsson frá Ný-fiski. Auk þeirra voru á fundinum Jón Steinn Elíasson frá
Toppfiski, Steingrímur Leifsson frá Frostfiski og Bjarni Áskelsson, starfs-
maður Íslandsmarkaðar.
Krefjast úrbóta
á starfsemi
fiskmarkaða
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÚR VERINU
EFTIR 2 ára niðursveiflu í þorsk-
veiðum við Færeyjar er sá guli aftur
farinn að veiðast. Auðunn Konráðs-
son formaður Meginfelags Útróðra-
manna segir á heimasíðu Landssam-
bands smábátaeigenda að að
undanförnu hafi veiðzt mikið af
smáum þorski við eyjarnar.
„Allt lítur út fyrir að verulegt
magn sé á ferðinni, líklega sterkur
árgangur að koma inn í veiðarnar.
Annars hefur tíðin leikið okkur grátt
í haust og það sem af er vetri en á
móti kemur að fiskverð hefur sjaldan
verið hærra. Það er því sæmilegt-
hljóð í okkur nú,“ sagði Auðunn.
Auðunn sagði þorskveiðina nú
ekki koma sjómönnum á óvart þó
fiskifræðingar hefðu spáð viðvarandi
þorsksleysi næstu árin. Samtímis
hefðu þeir gagnrýnt stjórnvöld í
Færeyjum fyrir að hunza tillögur Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins.
„Færeyingar hlusta jú á ráðið og
hafa alltaf gert en sjaldnast farið eft-
ir þeirra ráðum. Við erum vanir
sveiflum í veiðum og förum því ekki á
taugum þó það tregist, hvað þá að
okkur detti í hug að banna veiðar á
tilteknum tegundum. Færeyingar
rekja þessar sveiflur til náttúrunnar
og meðan við heimilum ekki togveið-
ar innan 12 mílna þá er ástæðulaust
að óttast að veiðar á grunnslóð valdi
því að ekki fæst bein úr sjó“, sagði
Auðunn Konráðsson.
Mikið af þorski
við Færeyjar
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölmennur fundur Á fundi stjórnmálafræðiskorar í Öskju í HÍ mætti m.a.
fólk sem hlerað var hjá og afkomendur fólks sem hlerað var hjá.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„BRÓÐIR minn hafði nýlokið bif-
vélavirkjanámi árið 1952. Ári síðar
var honum boðið að fara í framhalds-
nám í Bandaríkjunum, á verkstæði
sem var fyrirmyndarverkstæði. Það
var búið að ganga frá öllum málum,
vinnu og húsnæði og öllu slíku. En
hann fékk ekki vegabréfsáritun. Af
hverju fékk hann hana ekki? Vegna
þess að móðurbróðir hans og afi hans
höfðu verið í Nóvuslagnum á Torfu-
nesbryggjunni 1933 eða 19 árum áð-
ur. Hvaðan kom Bandaríkjamönnum
sú vitneskja? Hverjir veittu þá vitn-
eskju?“ spurði Haukur Sigurðsson
menntaskólakennari á fundi sem
stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís-
lands efndi til um hleranir í tilefni af
bók Guðna Th. Jóhannessonar sagn-
fræðings.
Haukur sagði að margir sem sóttu
um atvinnu í Bandaríkjunum hefðu
mátt sæta því að fá ekki atvinnuleyfi.
Þetta ástand hefði varað áratugum
saman. Forsenda fyrir því hefði hins
vegar verið upplýsingasöfnun á Ís-
landi og að bandarísk stjórnvöld
fengju þær upplýsingar í hendur.
Spjaldskráin átti
sér ekki stað í lögum
Guðni var með framsöguerindi á
fundinum þar sem hann reyndi að
svara spurningunni „Ógnuðu þeir ör-
yggi ríkisins?“ Guðni sagði ljóst að
stjórnvöld á tíma kalda stríðsins
hefðu talið raunverulega ógn til stað-
ar. Á fyrri hluti tímabilsins hefðu
þau óttast valdarán en á síðari hlut-
anum hefði óttinn aðallega snúist um
að vernda öryggi erlendra gesta sem
hingað komu. „Samt er þó haldin
áfram spjaldskrá um kommúnista og
svokallaða velunnara kommúnista.
Það má segja að það sé fyrst og
fremst arfur frá liðinni tíð. Óþarfi, ef
út í það er farið og ekki byggt á
skýrri lagastoð, svo maður noti kurt-
eislegt orðalag.“
Í sambandi við símahleranirnar
sagði Guðni að það hefði ekki komið
sér á óvart að sími Einars Olgeirs-
sonar og Bryjólfs Bjarnasonar, for-
ystumanna sósíalista, hefðu verið
hleraðir. Sér hefði hins vegar komið
á óvart að sími t.d. Finnboga Rúts
Valdimarssonar, fyrrverandi rit-
stjóra Alþýðublaðsins, hefði verið
hleraður. Finnbogi Rútur hefði aldr-
ei starfað í hreyfingu kommúnista.
„Það má kannski segja eftir á um
spurninguna, ógnuðu þeir öryggi
ríkisins? Það var nær aldrei nein ógn
til staðar. „Þeir“ voru aldrei til sem
sameiginlegur hópur ógnvalda,“
sagði Guðni og bætti við að öryggi
ríkisins væri hins vegar alltaf við-
fangsefni sem stjórnvöld yrðu að
sinna.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, sagði
hleranir á símum þingmanna og
stjórnarandstöðu pólitískar njósnir,
heimskulegt athæfi og ganga þyrfti
úr skugga um að það endurtæki sig
ekki. Ekkert benti til þess að þeir
sem voru hleraðir, alþingismenn eða
aðrir, hefðu ógnað öryggi ríkisins.
Hann sagði að hleranir árið 1951,
sem til komnar voru vegna samnings
Viðreisnarstjórnarinnar við Breta
um landhelgismál, hefðu ekki verið
annað en pólitískar njósnir þáver-
andi stjórnvalda á símum leiðtoga
stjórnarandstöðunnar. Jón Baldvin
sagði að Bandaríkjamenn hefðu lagt
áherslu á að komið væri í veg fyrir að
menn sem þeir töldu varasama
fengju vinnu á varnarsvæðinu á Mið-
nesheiði. Til að það væri hægt hefði
þurft að stofna leyniþjónustu.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra sagði bók Guðna Th.
Jóhannessonar sýna að hér hefði
ekki verið haldið uppi öflugri njósna-
starfsemi. Hleranir hefðu verið
miklu minni en halda mætti miðað
við umræðu manna hér heima, og
miklu minni en í Skandinavíu. Leyni-
þjónustan hefði verið lítil, aðeins
skipuð 2–3 mönnum. Menn hefðu
verið vanbúnir að takast á við það
verkefni að gæta öryggis ríkisins.
„Nær aldrei nein ógn við
öryggi ríkisins til staðar“
Í HNOTSKURN
»Sjávarútvegsráðherrabenti á að það hefði verið
almenn skoðun manna á þess-
um tíma að öryggi ríkisins
væri ógnað. Einar Ágústsson,
fyrrverandi utanrík-
isráðherra, og Kristján Eld-
járn, fyrrverandi forseti,
hefðu lýst áhyggjum í þessa
veru.
»Guðni Jóhannesson sagðiað símahleranirnar hefðu
átt þátt í að sefa ótta stjórn-
valda við þessa meintu ógn.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur hafnaði í gær kröfu verjenda
sakborninga tengdra Baugi Group, í
málarekstri vegna meintra brota á
skattalögum, þess efnis að ríkislög-
reglustjóri og yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra
yrðu kallaðir fyrir dóminn sem vitni.
Krafan var sett fram vegna þess
að sakborningarnir, þau Jón Ásgeir
Jóhannesson, Kristín Jóhannesdótt-
ir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jóns-
son og Stefán H. Hilmarsson, töldu
að reglur um réttláta málsmeðferð
hefðu verið brotnar á þeim með um-
mælum yfirmanna hjá ríkislögreglu-
stjóra í fjölmiðlum.
Verjendur fimmmenninganna til-
kynntu dómara að þeir hygðust
kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.
Var því frestað málflutningi um að-
alkröfu verjenda í málinu, þess efnis
að rannsókn ríkislögreglustjóra á
meintum skattalagabrotum yrði úr-
skurðuð ólögmæt
Öllum skylt að bera vitni
Eggert Óskarsson héraðsdómari
féllst ekki á kröfur verjenda í málinu
og sagði að á meðan á rannsókn
stæði væri enga heimild að finna í
lögum um að sá sem rannsakaði mál
gæfi skýrslu fyrir dómi sem vitni.
Hafnaði hann þar með þeim rök-
um sem Þórunn Guðmundsdóttir hrl.
setti fram, en hún sagði grundvall-
arregluna þá að öllum væri skylt að
gefa skýrslu fyrir dómi nema sérstök
undantekning væri gerð í lögum.
Jón H. Snorrason, saksóknari
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, sagði enga heimild í lögum
fyrir því að kalla til vitni vegna máls
byggðs á þeim lagagreinum sem
verjendur hafi tiltekið. Auk þess
myndi það sennilega reynast sér um
megn að sitja sem vitni í vitnastúku
og jafnframt spyrja sjálfan sig út úr
sem fulltrúi ákæruvaldsins í málinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ekki í vitnastúku Jón H. Snorrason saksóknari þarf ekki að bera vitni
nema Hæstiréttur snúi úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær.
Yfirmenn RLS ekki
látnir bera vitni
TILKYNNT var í gær um meðdóm-
endur í hluta Baugsmálsins, en að-
almeðferð í málinu hefst 12. febr-
úar nk. Arngrímur Ísberg verður
dómsformaður í málinu, en með-
dómendur verða Jón Finnbjörnsson
héraðsdómari og Garðar Valdi-
marsson hrl.
Um er að ræða þann hluta Baugs-
málsins sem varð til eftir að Hæsti-
réttur staðfesti frávísun á 32
ákæruliðum, en Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkissaksóknari í
málinu, gaf út endurákæru í mál-
inu. Sakborningar eru þeir Jón Ás-
geir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson
og Jón Gerald Sullenberger.
Meðdóm-
endur valdir