Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 38

Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SÍÐASTA tölublaði tímaritsins Ísafoldar var grein um lífið og til- veruna á vistheimilinu Grund og hefur hún vakið verðskuldaða at- hygli. Aðbúnaður gamla fólksins kemur okkur öllum við. Þeim er treyst fyr- ir miklu sem reka og stjórna hjúkr- unarheimilum og elli- heimilum. Að sjálf- sögðu gerir samfélagið til þeirra kröfur um að umhyggja og aðbún- aður sé með sóma- samlegum hætti. Mér er ekki kunn- ugt um með hvaða hætti stjórnvöld fylgj- ast með slíkri starf- semi en það er sann- arlega umhugsunarefni eftir lestur þessarar greinar. En við hljótum að fagna því þegar fjölmiðill gerir mik- ilvægum málum skil í alvöru. Al- menningur á rétt á að vita sannleik- ann. Stjórnvöld, rekstraraðilar og aðrir eiga að sæta eftirliti fjölmiðla og almenningsálits. Gagnrýni og ábendingar um það sem miður fer á að nota til þess að bæta ástand, gagnrýni er eðlilegur hlutur, nauð- synleg og á að vera sjálfsögð. Og í lýðræðisþjóðfélagi á gagnrýnin að vera opin, því það er nefnilega al- menningur, þú og ég, sem að lokum ber ábyrgðina. Til þess þurfum við að vita sannleikann og til þess eru fjölmiðlar. Rannsóknarblaðamennska var ekki fundin upp á Ísafold eða DV. Þetta er vel þekkt og viðurkennd aðferð til þess að afla mikilvægra upplýsinga sem vandfengnar eru á annan hátt. Það er heldur ekkert nýtt að hlutaðeigandi séu mishrifnir af því, iðulega vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela. Í nágranna- löndum okkar eru mýmörg dæmi um vel heppnaða rannsóknarblaða- mennsku, þar sem viðbrögð sam- félagsins hafa verið „hvernig gat þetta gerst, hver er ábyrgur, hvern- ig bætum við úr?“. Á Íslandi er ágætt dæmi rannsóknarblaða- mennska Reynis Traustasonar, nú- verandi ritstjóra Ísafoldar, sem af- hjúpaði þingmann sem gerst hafði sekur um eitthvað miklu meira en „tækni- leg mistök“. Hlálegt er því að sjá einmitt þennan mann vændan um að vera „alltaf að reyna að selja ósann- indi“, eins og Kjartan Magnússon gerir í grein sinni í Morg- unblaðinu á mánudag- inn sl. í tilraun sinni til þess að stimpla alla rannsóknarblaða- mennsku sem fleipur og ósannindi. Kjartan fellur í sömu gryfju og Júlíus Rafns- son, forstjóri Grundar, gerði í Kast- ljósi í síðustu viku að bregðast við umfjöllun Ísafoldar með stóryrðum en ekki nokkrum rökum. Þessir ágætu menn halda því fram að greinin sé uppfull af rangfærslum og jafnvel ósannindum. Þrátt fyrir það nefnir hvorugur eitt einasta dæmi um nokkurt atriði sem rangt er farið með. Jú, Júlíus taldi að rangt hefði verið farið með tímann sem beinbrotin kona lá veinandi á gólfi í herbergi sínu áður en tekið var mark á henni og hún flutt á spít- ala. Hún hefði einungis þurft að bíða í 6 klst. en ekki 16 klst.! Raunar er ekkert talað um klukkustundafjölda í Ísafold en er semsagt í lagi að beinbrotnum vistmanni sé ekki sinnt í 6 klst.? Svari hver fyrir sig. Viðbrögð forstjóra Grundar og þeirra sem hann virðist hafa gert út af örkinni í fjöldaskrif í Morg- unblaðið hafa verið einkar dapurleg. Engu er svarað með efnislegum rökum, sem líklega eru þá engin eða samviskan svona voðalega slæm. Þess í stað er ráðist á blaðakonuna persónulega og reynt að hafa af henni mannorðið. Í Kastljósi reyndi forstjórinn ítrekað að stimpla hana sem rasista. Jú, fyrir að skýra frá því að starfsmenn Grundar væru margir hverjir útlendingar illa tal- andi á íslensku, en sinntu samt umönnun vistmanna. Er ekki gert ráð fyrir því á Grund að starfsmenn og vistmenn geti talað saman skammlaust? Þetta er ekki rasismi, þetta er heilbrigð skynsemi. Fram- angreind grein nafna míns er bein- línis ærumeiðandi þar sem blaða- konunni eru gerðar upp alls kyns illar hvatir og allt kallað rógur sem í greininni er sagt. Grein hans sjálfs er aftur dæmi um versta róg. Hvað annað er t.d. svona orðalag, „leitt að blaðakonunni var sleppt lausri til að meiða eldra heimilisfólk andlega“. Hvað á maðurinn við? Heldur hann að hún hafi gengið um ganga til að sæta færis að laumast að vistmönn- um og pynta þá andlega þegar eng- inn sá til? Raunar er grátbroslegt að sjá þessi orð í sömu málsgrein og Grund er hrósað fyrir góða þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna. Raunveruleikinn er sá að blaðakon- an gegndi þarna störfum um viku- tíma eins og hver annar nýr starfs- maður en hélt dagbók um það sem fyrir augu og eyru bar dag hvern. Vart verður það að andlegri pynt- ingu nema þá kannski þeim sem slæma samvisku hafa sökum þess að skrifin getur hver sem er lesið í tímariti. Um þá má með sanni segja að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Kjartan Rolf Árnason fjallar um viðbrögð og umfjöllun í til- efni af grein í Ísafold »Er ekki gert ráð fyrir því á Grund að starfsmenn og vistmenn geti talað saman skammlaust? Kjartan Rolf Árnason Höfundur er verkfræðingur. Í MORGUNBLAÐINU 28. nóv- ember sl. birtist grein eftir Ragnar Arnalds þar sem hann brást við ráð- stefnu á vegum Alþjóðamálastofn- unar HÍ sem hann hafði setið nokkr- um dögum áður. Samkvæmt skilningi Ragnars var hér um að ræða eins konar vakning- arsamkomu stuðnings- manna Evrópusam- bandsins, eða „hallelújakór“, þar sem honum heyrðust allir fyrirlesarar syngja ein- um rómi. Hann nefnir undirritaðan sem einn af forsöngvurum kórs- ins, enda hef ég, að sögn Ragnars, helst reynt að telja þjóðinni trú um það á und- anförnum árum að sjálfstæðisbaráttan hafi verið eftirsókn eftir vindi og sjálfstæðið hafi því verið Ís- lendingum einskis virði. Þetta finnst mér nokkuð nýstárleg túlkun á skoðunum mínum, en Ragn- ari er svo sem heimilt að skilja þær eins og hann vill. En eitthvað virðist hann hafa misskilið fyrirlesturinn sem ég flutti á ráðstefnunni, kannski vegna þess að vangavelturnar voru of flæktar. Reyndar fjallaði ég lítið sem ekkert um sjálfstæðið, þótt það megi skilja á orðum Ragnars, heldur ræddi ég fyrst og fremst spurninguna hvort Íslendingar glötuðu fullveldinu við að ganga í ESB. Niðurstaða mín var sú að svarið væri allmiklu flóknara en Ragnar Arnalds vill vera láta, þótt ég telji lítinn vafa leika á því að aðild myndi þýða umtalsverðan flutning fullveldis til Brussel eða Strass- borgar. Í fyrsta lagi fer því fjarri að þjóðir glati öllu fullveldi við inngöngu í ESB. Sambandið er og hefur alltaf verið klúbbur sjálfstæðra þjóðríkja, en alls ekki „stórríki“. Þannig leggja stjórnarskrártillögur þær sem felldar voru í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hol- landi og Frakklandi á síðasta ári einmitt ofur- áherslu á jafnrétti ríkjanna og sjálfs- myndir aðildarþjóð- anna. Í öðru lagi benti ég á að ýmis ríki og fræðimenn hafa einmitt litið á sambandið sem vörn gegn þeirri ógn þeir telja að stafi að fullveldinu nú á tímum. Rökin eru þau helst að hnattvæðing og of- urvald Bandaríkjanna í heiminum hafi gert smáum þjóðríkjum erf- itt að verja fullveldi sitt. Í þriðja lagi hafa íslensk stjórnvöld oft talið nauð- synlegt að fórna ákveðnum þáttum fullveldisins. Þannig hefur Íslend- ingum gengið illa að tryggja varnir ríkisins upp á eigin spýtur og hvort sem við innleiðum nær sjálfkrafa 5 eða 80% af reglugerðum ESB er greinilegt að ýmsar af samþykktum sambandsins rata nokkuð beint inn í íslensk lög án þess að þær séu rædd- ar eða forsendur þeirra af lýðræð- islega kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar. Með þessu er ég ekki að boða inn- göngu í ESB og það hef ég aldrei gert. Innganga í ESB er pólitísk spurning sem ákveðin verður af þjóð- inni í atkvæðagreiðslu og þar mun hver og einn gera málið upp við sjálf- an sig og sína samvisku. En ég hef gagnrýnt það að óttinn við afsal full- veldis sé helst notaður sem röksemd gegn inngöngu í ESB. Ástæðan er sú að fullveldið er alls ekki einfalt fyr- irbæri sem annaðhvort er fengið eða glatað. Þannig að ef við höfnum ein- dregið öllum takmörkunum á full- veldi þjóðarinnar hljótum við um leið að mæla gegn öllum þeim samn- ingum sem takmarka í orði eða verki sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar, hvort sem þar er um að ræða aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eða Schengen-sáttmálanum, og reyndar má deila um hvort ýmislegt í sam- starfi Norðurlandaþjóða samrýmist ströngum skilgreiningum á fullveldi. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að fara slíka leið í alþjóðamálum væri ekki úr vegi að þau leituðu í smiðju Banda- ríkjastjórnar en hún hefur verið mjög varkár í að samþykkja alþjóðasamn- inga eða reglur sem takmarka full- veldisrétt ríkisins, þ.e.a.s. þeirra eig- in ríkis, eins og fram hefur komið í afstöðu þeirra til Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins og ýmissa sátt- mála sem snúa að umhverfismálum. Af grein Ragnars má ráða að ráð- stefnan sem hann vildi sækja var ein- hvers konar pólitískur kappræðuf- undur þar sem sanntrúaðir andstæðingar og stuðningsmenn ESB hefðu komið saman og hvor fylking um sig hefði reynt að kveða hina í kútinn. Ráðstefnan sem hann sat var aftur á móti allt annars eðlis, en þar sem Ragnar virðist túlka heiminn þannig að allir þeir sem taka ekki undir einstrengingslega afstöðu hans til ESB séu félagar í einum hallelújakór þá fannst honum að hann væri kominn á vakning- arsamkomu Evrópusinna. Mín upp- lifun var allt önnur því að ég lærði margt á ráðstefnunni sem ég hafði ekki heyrt áður. Sumt af því mátti nota til að rökstyðja aðild að ESB, en annað mátti túlka á gagnstæðan hátt. Auðvitað komu ekki allar hugs- anlegar skoðanir fram á þessum fundi, enda var tíminn knappur, en ég gat ekki betur séð en litróf skoðana væri nokkuð breitt. Enn síður var leitað til allra þeirra háskólakennara sem kennt hafa námskeið um hnatt- væðingu eða hafa lýst skoðunum á Evrópusamstarfi því að þeir skipta tugum. Reyndar heyrði ég ekki ann- an samhljóm í erindunum en þann að fyrirlesarar vildu ræða málin af þekkingu og yfirvegun. Því er það niðurstaða mín að ráðstefna Alþjóða- málastofnunar um stöðu Íslands í ut- anríkismálum hafi fremur hljómað sem röð af einsöngslögum en sam- stilltur kórsöngur, enda kannast ég alls ekki við að vera meðlimur í nein- um hallelújakór. Er ég í kór? Guðmundur Hálfdanarson svarar grein Ragnars Arnalds vegna ráðstefnu á vegum Al- þjóðamálastofnunar HÍ »Reyndar heyrði égekki annan sam- hljóm í erindunum en þann að fyrirlesarar vildu ræða málin af þekkingu og yfirvegun. Guðmundur Hálfdánarson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. ÞÓTT TALAÐ sé um að umhverf- ismál eða öldrunarmál verði kosn- ingamálin að vori virðist sem umferð- armálin á höfuðborgarsvæðinu séu á allra vörum. Margir tala um Garða- bæ sem stærstu hraða- hindrun landsins þar sem í gegnum bæinn liggja stofnleiðir til höf- uðborgarinnar og um- ferð ætti að vera greið- fær. Spaugstofumenn gerðu grín að umferð- arteppunni og sýndu leikþátt þar sem ráð- herra samgöngumála tók við samskotum. Umferðarmálin bar líka á góma í síðasta áramótaskaupi. Er um- ferðarkerfið á höf- uðborgarsvæðinu al- gjörlega sprungið eða bara „joke“. Hvað um úrbætur? Hafnfirðingar, fólk af Álftanesi og Suð- urnesjamenn sem sækja vinnu eða nám á Reykjavíkursvæðið vita að umferðin tepp- ist gjarnan í Garðabæ. Hvort heldur er farið um Reykjanesbraut við Vífilsstaði eða Engidal. Á álagstímum myndast langar bílaraðir frá Kaplakrika að umferð- arljósum í Garðabæ. Fari maður um Engi- dal greiðist smám sam- an úr kösinni þegar kemur undir Arn- arneshæðina og greið- fært er í gegnum Kópavog. Sumir spekúlantar telja or- sök umferðarteppunnar vera still- inguna á umferðarljósunum í Garða- bæ en með meiri samstillingu ljósanna væri hægt að auðvelda um- ferðina til muna. Það er því mikið framfara- og réttlætismál að laga um- ferðarljósin að þeirri miklu umferð sem um þetta svæði fer. Það er staðreynd að bílafloti landans hefur stóraukist og með nýj- um íbúðarhverfum í Hafnarfirði og Garðabæ t.d. Áslandi og Ásvöllum í Hafnarfirði og Ásunum og Sjálandinu í Garðabæ hefur umferðarþungi aukist gríðarlega. Reikna má með að ein- hverjir Suðurnesjamenn sem áður störfuðu hjá Varnarliðinu sæki nú vinnu á höfuðborg- arsvæðinu og fleiri sækja nú nám þangað en nokkru sinni fyrr. Stjórnendum viðkom- andi bæjarfélaga og rík- isvaldinu ber skylda til að huga að því sem bet- ur má fara varðandi um- ferðarmannvirki og um- ferðarmenningu. Það er nauðsynlegt fyrir alla sem hagsmuna eiga að gæta þ.e. sveitarfélögin á þessu svæði að huga að gatnakerfinu, um- ferðinni og hvernig al- menn umferð af þessum svæðum tengist Reykja- vík ekki bara hvað ör- yggi og sjúkraflutninga varðar. Miklir þunga- flutningar eru um þetta svæði bæði eldsneytis- og malarflutningabílar. Fólk spyr hvort þunga- flutningar þurfi að eiga sér stað á mestu álags- tímum á morgnana og seinni part dags. Aðrir benda á að ekki þurfi allir skólar að byrja á sama tíma, að mikilvægt sé að hafa sveigjanlegan vinnutíma eða auka almenningsvagnakerfið og huga betur að umhverfisáhrifum. Lífsgæði eru mikið í umræðunni og fólk hugar æ meira að heilsu sinni bæði líkamlegri og andlegri. Að sitja í sínum fína bíl en komast ekki áfram sökum skipulagsleysis og ónógrar fyrirhyggju yfirstjórnar sveitarfélaga gerir fólk pirrað og er mikil tímasóun. Um er að ræða sveitarfélög sem lögðu sig fram um að bjóða nýjar byggingarlóðir og fólk hafði vænt- ingar um að fá sómasamlega sam- félagsþjónustu og komast leiðar sinn- ar, en finnst það nú hafa verið svikið. Vegna umferðarinnar finnst sum- um að það sé prísund að búa í Hafn- arfirði, betra að búa í Garðabæ, reglulega gott að búa í Kópavogi og kannski best að búa þar sem maður þarf ekki að nota bíl og kemst leiðar sinnar, bæði til vinnu eða í skólann á hjóli eða gangandi án þess að nota grisju fyrir öndunarfærum vegna óþarfa útblásturs bíla sem ekki kom- ast áfram. Gleðifréttirnar eru hins vegar að líklega verða langþráðar úrbætur í umferðarmálum jólagjöfin í ár þar sem fyrirhugað er að taka í notkun nýtt umferðarstýrikerfi fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu. Gömlu stjórn- kassar umferðarljósanna verða látnir víkja og nýir fullkomnir stjórnkassar settir í staðinn. Lagður verður ljós- leiðari og fleiri skynjarar settir niður sem skynja umferðarflæðið. Ein stjórntölva verður fyrir öll umferð- arljósin og stjórnkassana sem stað- sett verður í Borgartúni Reykjavík. Ég hvet bæði Vegagerðina, gatna- málastjóra og sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu til að upplýsa al- menning betur um það sem til stendur og þær breytingar sem verið er að ná fram með samtengdri um- ferðarstýringu á höfuðborgarsvæð- inu. Umferðarmenning á höfuðborgarsvæðinu Helga Margrét Guðmunds- dóttir fjallar um samgöngumál Helga Margrét Guðmundsdóttir »Ég hvetbæði Vega- gerðina, gatna- málastjóra og sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu til að upplýsa almenn- ing betur um það sem til stendur og þær breytingar sem verið er að ná fram með sam- tengdri umferð- arstýringu á höfuðborg- arsvæðinu. Höfundur er verkefnastjóri og íbúi í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.