Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 47

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 47 Atvinnuauglýsingar Bílamálari óskast Óskum eftir að ráða bílamálara og aðstoðar- mann við bílamálun. Frábær vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 567 8686. Bílastjarnan, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík. Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi verður haldinn þriðjudaginn 12. desember 2006 kl. 17.30 í félagsheimili sjálfstæðismanna, Álfabakka 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Aðalfundur verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar á Garðatorgi 7, Garðabæ, í dag, fimmtudaginn 7. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staða bæjarmála: Gunnar Einarsson bæjarstjóri. 3. Gestur fundarins: Ragnheiður Elín Árnadóttir, frambjóðandi til Alþingis 2007. 4. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Fundir/Mannfagnaðir Fræðslu- og skemmtifundur verður haldinn sunnudaginn 10. desember 2006 kl. 14:00 í hliðarsal á Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Fyrirlestur: Það eru forréttindi að lifa með fötlun. Freyja Haraldsdóttir. 2. Upplestur úr nýjum bókum: Einar Már Guð- mundsson les úr nýútkomnum bókum sín- um, „Nafnlausir vegir“ og „Ég stytti mér leið framhjá dauðanum“. Einnig verður lesið upp úr nýjustu bók Fríðu Sigurðardóttur, „Í húsi Júlíu“. 3. Tónlistaratriði: Söngnemar frá Söngskólan- um í Reykjavík. Veitingar í boði félagsins. Eigum saman góða stund á aðventunni. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Aðalfundur 2006 Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 7. desember 2006 í Hlíðasmára 19 kl. 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.Gestur fundarins, Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, fjallar um fjárfestingar Kópa- vogs í landi innan bæjarmarka. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Tilboð/Útboð Útboð á sorphirðu fyrir stofnanir Akureyrarbæjar Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í sorphirðu fyrir stofnanir bæjarins. Gert er ráð fyrir að samningur um sorphirðu verði til 4 ára með möguleika á framleng- ingu um 2 ár. Umsjónaraðili útboðsins er: Hagþjónusta Akureyrarbæjar, Eggert Óskarsson, verkefnastjóri, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Sími 460 1000, fax 460 1001. Netfang: eggert@akureyri.is Útboðsgögn verða seld á 3.000 kr. frá og með 7. desember 2006 kl. 13:00 í þjónustuanddyri Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Hægt er að fá útboðsgögn send með tölvupósti sé þess óskað. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en 22. desember 2006 kl. 13:00 og verða þau opnuð kl. 13:00 þann sama dag í fundarsal 2. hæð, Geisla- götu 9, að viðstöddum þeim bjóðendum, eða full- trúum þeirra, sem þess óska. Verkefnastjóri hagþjónustu Ýmislegt Egilsbúð í Neskaupstað Rekstur félagsheimilisins Egilsbúðar í Nes- kaupstað er laus til umsóknar. Útboðsskilmála og gögn er að finna á heima- síðunni, www.fjardabyggd.is og á skrifstofum Fjarðabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2006. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 470 9062. Félagslíf Bæn og lofgjörð í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet og Björn Tómas. Allir velkomnir. Fimmtudagur 7. des. 2006 Samkoma kl. 20.00 í Háborg, fé- lagsmiðstöð Samhjálpar, Stang- arhyl 3. Vitnisburður og söngur. Predikun Kristinn P. Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is I.O.O.F. 11  1871278½  M.A.* I.O.O.F. 5  1871278  Jv Landsst. 6006120719 X Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Skólabraut 33, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1979, Akranesi, þingl. eig. Hilda Sigríður Pennington, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., Greiðslumiðlun hf., Íbúðalánasjóður, Kreditkort hf. og Tryggingamið- stöðin hf., þriðjudaginn 12. desember 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 6. desember. Esther Hermannsdóttir, ftr. FRÉTTIR Í FRÉTT sem samþykkt var á al- mennum fundi í Kennarafélagi Menntaskólans að Laugarvatni er tekið undir og lýst yfir stuðningi við það starf sem unnið er af hálfu menntamálaráðuneytis og forystu kennarasamtaka í landinu og stuðl- ar að nýbreytni, sveigjanleika og almennt betra skólastarfi í landinu. „Sérstaklega styður fundurinn áform um eflingu kennaramennt- unar á öllum skólastigum, eflingu verk- og starfsnáms, viðleitni til að minnka brottfall úr framhalds- skólum, og eflingu námsefn- isgerðar. Fundurinn styður góð áform um samræmingu námsefnis og samvinnu milli skólastiga. Fundurinn telur hins vegar ekki að það sé skynsamlegt að stefna að styttingu námstíma til stúdents- prófs. Með einstaklingsmiðuðu námi telur fundurinn að nemendur eigi að hafa valmöguleika að miða námshraða við þarfir hvers og eins. Fundurinn varar við og mótmæl- ir öllum áformum um skerðingu á námi/námsframboði til stúdents- prófs en tekur undir að eitthvað af núverandi námsefni framhalds- skóla megi kenna í grunnskóla,“ segir í samþykkt fundar kennara við Menntaskólann að Laug- arvatni. Ekki skynsam- legt að stytta námstíma til stúdentsprófs MARGT var um manninn hjá Geð- hjálp laugardaginn 2. desember þeg- ar fulltrúar hvaðanæva af landinu mættu og undirrituðu með stjórn Geðhjálpar stofnsáttmála um deildir félagsins á landsvísu. Viðkomandi stofnsáttmáli er grundvallaður á lögum Geðhjálpar og þeirri stefnu- mótun er félagið setur sér. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu fé- lagsins: www.gedhjalp.is Í kjölfar söfnunar Kiwanishreyf- ingarinnar á Íslandi haustið 2004, sem bar yfirskriftina „Rjúfum ein- angrun geðsjúkra á landsbyggð- inni“, rann til Geðhjálpar fjármagn sem gerði félaginu m.a. kleift að undirbúa stofnun landsbyggð- ardeilda. Trúnaðarmenn Geðhjálpar á landsbyggðinni hófu störf í byrjun árs 2006 í sjö landshlutum (Suð- urnes, Vesturland, Vestfirðir, Norð- urland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland). Þessir sömu trúnaðarmenn koma til með að fara fyrir deildum Geðhjálpar hver á sínu svæði til að byrja með. Stefnt er að því að það fjármagn sem safnast með yfirstandandi átaki Sparisjóðanna; „Þú gefur styrk“ gangi enn frekar til að renna stoðum undir þetta aðkallandi verkefni og verður þá sérstaklega horft til ungs fólks sem rekist hefur illa í kerfinu og/eða er „týnt“. Nánari upplýs- ingar um átakið og þátttöku er að finna á: www.sparisjodur.is Deildir Geð- hjálpar á lands- byggðinni stofnaðar Gjöf til kvenna Soroptimistasystur úr Kópavogi afhentu Sunnuhlíð tvo lyftibaðstóla. Lilja Guðmundsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, María Ein- arsdóttir, Þóra Guðnadóttir, Sigurborg Einarsdóttir, Margrét Árnadóttir og Hildur Hálfdanardóttir. Gáfu Sunnuhlíð tvo lyftibaðstóla SOROPTIMISTAKLÚBBUR Kópavogs afhenti nýlega hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð tvo lyftibaðstóla, að andvirði 1,1 milljón króna. Aðalverkefni Soroptimistaklúbbs Kópavogs hefur frá upphafi verið stuðningur við hjúkrunarheimilið með fjárframlögum og ýmsum tækja- gjöfum. Megin uppistaðan í tekjuöflun klúbbsins hefur verið sala jólakorta, en kortin eru hönnuð af Jónínu Magnúsdóttur soroptimistasystur, þekkt undir listamannsnafninu Ninný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.