Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Sverrir FULLTRÚAR Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarráði spurðu borgarstjóra á fundi ráðsins í gær hvort hann teldi eðlilegt að kjörnir fulltrúar ráði sig til fyrirtækja til að annast hagsmunagæslu fyrir þau gagn- vart þeim sviðum Reykjavíkurborgar þar sem þeir eru í pólitískri forystu fyrir og vísa í því sambandi til ráðn- ingar Óskars Bergssonar til Faxaflóahafna og umræðu í fjölmiðlum þar um. Í bókun vegna þessa segir ennfremur að verkefnið fel- ist í „nauðsynlegri hagsmunagæslu Faxaflóahafna, m.a. gagnvart framkvæmda- og skipulagssviðum Reykjavík- urborgar. „Viðkomandi er sem kunnugt er formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipu- lagsráðs að auki. Í ráðningarsamningi sem lagður var fram í stjórn Faxaflóahafna í vikunni segir: „Markmið verkefna er að koma áfram og stuðla að markvissri þróun og uppbyggingu Mýrargötusvæðisins og gæta hagsmuna Faxaflóahafna við uppbyggingu og þróun þess. Í því felst m.a. nauðsynleg hagsmunagæsla Faxaflóahafna sf. gagn- vart þeim aðilum, lóðareigendum, Reykjavíkurborg og öðrum sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæð- ið og uppbyggingu þess.“ Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG spurðu einn- ig borgarstjóra hvort það væri stefna núverandi meiri- hluta að ráða pólitískt í smærri og stærri verkefni án auglýsingar og vísuðu í því sambandi til þess að tveir varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins hefðu verið verkefnaráðnir hjá Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfn- um, auk þess sem tveir starfsmenn Framsóknarflokksins hafi einnig fengið verkefnaráðningu. Borgarstjóri spurður út í verkefnaráðningar 2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öðruvísi gjafakörfur n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Heilnæmt, hollt og framandi... Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 15. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Keflavík og Njarðvík töpuðu bæði naumlega á útivelli >> 4 DRAUMURINN RÆTTIST „ÞAÐ FÓR EKKERT AÐ GANGA HJÁ MÉR Í HANDBOLT- ANUM FYRR EN Á ELDRA ÁRI Í ÞRIÐJA FLOKKI“ >> 2 Rúrik hefur verið tæplega hálft annað ár í röðum Charlton, kom þangað frá HK í byrjun september 2005, og hefur fyrst og fremst spilað með varaliði félagsins. Út- sendararar frá Valencia fylgdust með honum í leikjum íslenska unglingalands- liðsins í október, þegar það lék í milliriðli Evrópukeppninnar í Svíþjóð, og hafa haft augastað á honum síðan, að sögn Ólafs Garðarssonar umboðsmanns. Félög í Þýskalandi, Skotlandi, Englandi og á Norðurlöndunum hafa einnig spurst talsvert fyrir um hann á undanförn- um vikum. Samn- ingur Rúriks við Charlton rennur út í vor en félagið hefur þá rétt til að fram- lengja hann til eins árs. Rúrik sagði við Morgunblaðið í gær að það væri að sjálf- sögðu spennandi þegar stórlið á borð við Valencia sýndi sér áhuga. „Fyrst var rætt um að ég færi og æfði með Valencia en það hefur síðan þróast upp í það að þeir vilja fá mig að láni. Mér skilst að þeir vilji fá mig beint inn í leik- mannahópinn hjá sér, bæði vegna þess að einhverjir leikmenn séu meiddir og svo fari einhverjir frá félaginu í janúar.“ Pirraður yfir að fá ekki tækifæri með aðalliðinu Rúrik, sem er 18 ára gamall, hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði Charlton til þessa en honum hefur gengið mjög vel með varaliði félagsins. „Það er komið til mín nánast á hverri æfingu og sagt við mig að ég sé alveg að komast í aðalliðshópinn, en samt gerist ekki neitt. Ég er búinn að vera dálítið pirraður yfir þessu í vetur því mér hefur gengið mjög vel með varaliðinu, en samt er alltaf keyrt á sömu leikmönnunum í að- alliðinu. Ég skil þetta að vissu leyti, það getur verið erfitt að breyta miklu þegar liðið er í slæmri stöðu í úrvalsdeildinni eins og núna. Ég held áfram mínu striki og reyni að láta þetta ekki fara í skapið á mér, og vona að tækifærið komi þegar Charlton spilar við Liverpool um helgina, eða þá í deildabikarleiknum við Wycombe í næstu viku,“ sagði Rúrik. Hann vakti athygli með HK í 1. deild- inni sumarið 2005, þá 17 ára gamall, og fór til Charlton í kjölfarið. Rúrik átti fast sæti í 21 árs landsliðinu á þessu ári og lék alla leiki þess í Evrópukeppninni, og þá varð hann markahæsti leikmaður U19 ára landsliðsins á árinu, og spilar með því áfram í milliriðli Evrópukeppninnar síðar í vetur. Valencia vill fá Rúrik að láni frá Charlton SPÆNSKA stórliðið Valencia vill fá ís- lenska unglingalandsliðsmanninn Rúrik Gíslason að láni frá enska úrvalsdeild- arfélaginu Charlton í sex mánuði, eða frá áramótum og út þetta keppn- istímabil. Charlton hefur fengið um þetta formlega ósk frá spænska félaginu og eru forráðamenn enska liðsins að velta henni fyrir sér. Valencia er í ní- unda sæti spænsku 1. deildarinnar en liðið varð Spánarmeistari 2002 og 2004 og vann UEFA-bikarinn 2004. Spænska stórliðið hefur óskað eftir því við Charlton Athletic að fá hinn 18 ára gamla Rúrik Gíslason lánaðan til vorsins Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Rúrik Gíslason GRÉTAR Rafn Steinsson, andsliðsmaður í knatt- pyrnu og leikmaður Alkma- ar í Hol- landi, fór úr axlarlið eftir að- eins fimm mínútna leik í gær- kvöld þegar lið hans vann frækinn útisigur á evilla á Spáni, 2:1, í UEFA- ikarnum. Honum var kippt ftur í lið á hliðarlínunni og Grétar harkaði af sér og lék í úmar 35 mínútur eftir það n þurfti að fara af velli egna mikilla verkja áður en yrri hálfleik lauk. „Einn leikmanna Sevilla ór aftan í herðablaðið á mér ftir að boltinn var farinn. xlinni var kippt í liðinn og mér gekk mjög vel í fyrri hálfleik en það var leiðinlegt að fara af velli í svona stór- leik. Þetta var dálítið sárt en adrenalínið var á fullu og það og hafragrauturinn frá mömmu gömlu hélt manni gangandi,“ sagði Grétar Rafn við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann sagði að eftir væri að ákveða hvort hann tæki sér eina eða tvær vikur í hvíld vegna meiðslanna, eða hvort hann harkaði af sér og spilaði þá fjóra leiki sem Alkmaar á eftir fram að ára- mótum. Jóhannes Karl Guðjónsson var í hópi Alkmaar en kom ekki við sögu í leiknum. Alkmaar tryggði sér sigur í riðlinum með þessum óvæntu úrslitum. Dregið er til 32-liða úrslita í dag og mögulegir mótherjar Alkma- ar eru Livorno, Leverkusen, Lens, Zulte-Waregem, Hapoel Tel-Aviv og Fener- bache. rétar Rafn teinsson Grétari kippt í axlarlið í byrj- un í Sevilla ftir Víði Sigurðsson s@mbl.is EVRÓPUMEISTARAR Barcelona áttu ekki í nokkrum vandræð- um með að leggja meistaralið Norður- og Mið-Ameríku, Club Am- erica frá Mexíkó, í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða en mótið er haldið í Japan. Börsungar höfðu yfirburði í leiknum og unnu 4:0 og gerði Eiður Smári Guðjohnsen fyrsta mark Barce- lona snemma í leiknum. Markið kom eftir glæsilegt spil leikmanna Barcelona og endaði með sendingu frá Iniesta á Eið Smára sem var á miðjum vítat- eignum, vinstra megin þó. Boltinn kom fyrir aftan hann en Eiður Smári náði að teygja sig í boltann og senda hann með góðum snúningi í hægra markhornið. Márquez gerði annað mark Bör- sunga á 37. mínútu, Ronaldinho bætti því þriðja við á 65. mínútu og Eiður Smári var síðan tekinn af velli mínútu síðar. Fjórða og síðasta markið gerði Deco á 84. mínútu. Barcelona er því komið í úrslit mótsins og mætir Internacional frá Brasilíu í úrslitaleik á sunnudaginn. „Við erum mjög ánægðir með hvernig við lékum og við nutum þess virkilega að spila þennan leik. Það má vel vera að þetta hafi virst auðvelt, en það var það alls ekki,“ sagði Ronaldinho eftir leikinn. „Úrslitaleikurinn verður erfiður.“ Reuters Marki fagnað Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Club America ásamt Andrés Iniesta í Japan í gær á heims- meistaramóti félagsliða. Barcelona vann leikinn, 4:0, og leikur til úrslita á sunnudaginn. Eiður kom Barcelona á bragðið föstudagur 15. 12. 2006 bílar mbl.isbílar Kia Cee’d prófaður í Frakklandi » 2 NÝR LEXUS LS 460 LÚXUSBÍLL MEÐ 380 HESTAFLA V8 VÉL HLJÓÐLÁTUR OG TÆKNILEGA FULLKOMINN >> 4 AC Schnitzer, sem breytir BMW- bílum, ætlar að bjóða upp á spennandi kost í slagnum um öflugasta BMW-inn. Sá verður með V8 vél, 411 hestafla. Skemmst er frá því að segja að þessi bíll sló metið fyrir hrað- skreiðasta BMW-inn í heiminum með því að ná 331,78 km/klst á 13 km Nardo-hringnum, sem er ekki langt frá meintum há- markshraða nýjustu M5 og M6 með V10-vélinni eftir að búið er að fjarlægja tölvustýrða hraða- takmörkun þeirra sem takmark- ar hraðann við 250 km/klst. Undir þær kvaðir gangast þýskir bílaframleiðendur aðrir en Porsche.rísklegur Sumt er að mati Ac Schnitzer betra í óhófi og er litaval og hönnun bílsins augljóslega undir áhrifum frá þeirri speki. Ac Schnitzer slær hraðamet AFRAKSTUR af virku hönnunar- og ugmyndastarfi Mitsubishi er að kila sér í framleiðslubílum sem eru ð koma á markað. Í næsta mánuði ynnir Mitsubishi nýjan og sportlegri ancer sem verður boðinn með reiðu úrvali véla og gírskiptinga á ílasýningunni í Detroit. Aflmiklar élar og nýstárlegar en þrautreyndar írskiptingar ásamt nýjum, skörpum num er aðall Lancer, þessa sport- ega millistærðarbíls, sem byggist á eim hönnunarlínum sem kynntar oru í hugmyndabílunum Concept-X g Concept-Sportback 2005. Nýja Lancer línan verður sett á markað í Evrópu í september á næsta ri og ætlar Mitsubishi að bjóða hann flestum útfærslum þegar fram líða stundir. Lancer verður skipt upp í fjóra flokka eftir vélarstærðum, það er grunngerð, miðgerð, efri miðgerð og sportbíl. Hann verður í boði með fimm vélum, þar á meðal 2ja lítra, 140 hestafla dísilvélinni frá VW, sem hef- ur kitlað margan manninn sem prófað hefur VW Golf og VW Passat með þeim vélarkosti. Sú vél er jafnframt í boði í stóra fjölnotabílnum Mitsubishi Grandis Di-D og Outlander Di-D. Þá verða í boði 5 eða 6 gíra handskiptir gírkassar, CVT-reimskipting, fjög- urra þrepa sjálfskipting og 6 þrepa hálfsjálfskipting með tvöfaldri kúplun og gírskiptihnöppum í stýri. Nýju hönnunarlínuna má greinilega lesa út úr framenda Lancers. Á undanförn- um árum hefur Mitsubishi sýnt hvern hugmyndabílinn á fætur öðrum á stærstu bílasýningunum út um allan heim. Þar hefur nýja hönnunarlínan verið kynnt í hugmyndabílum eins og CZ2, Tarmac, Spyder og Pajero Evolution en jafnframt framleiðslu- bílum eins og Colt, Grandis og nýja Outlander sportjeppanum. Sportlegri Lancer næsta haust Sportlegur Breitt úrval véla og skiptinga verða í nýjum Lancer. Yf ir l i t                                  ! " # $ %             &         '() * +,,,                           Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Staksteinar 8 Umræðan 36/41 Veður 8 Bréf 40 Úr verinu 14 Minningar 42/50 Viðskipti 16/17 Menning 54/56 Erlent 18/19 Leikhús 58 Menning 20/21 Myndasögur 60 Höfuðborgin 22 Dægradvöl 61 Akureyri 22 StaðurStund 62/63 Austurland 23 Bíó 62/63 Suðurnes 23 Víkverji 64 Daglegt líf 27/32 Velvakandi 64 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Alls hafa 19 þotur, sem flytja her- gögn frá Kanada til Afganistan, lent á Keflavíkurflugvelli til að taka elds- neyti sl. mánuð. » Forsíða  Hæstiréttur hefur dæmt sam- einað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóa- manna til að greiða fyrrum mjólk- urframleiðanda 1,6 milljóna króna inneign í séreignasjóð. Ekki var búið að tilkynna breytingar á sam- þykktum MS til samvinnufélags- skrár áður en framleiðandanum var greidd inneign hans og giltu því eldri samþykktir. » Baksíða  Yfirmaður hjá breska fyrir- tækinu Mott MacDonald hefur gagnrýnt ítalska verktakafyrirtækið Impregilo vegna vinnuslysa við Kárahnjúkavirkjun. Tveir starfs- menn Impregilo hafa slasast alvar- lega við vinnu sína á undanförnum vikum. » 4 Erlent  Til harðra skotbardaga kom við landamærastöð á Gaza í gær milli Hamas og Fatah-manna og féll einn maður, lífvörður Ismail Haniyeh for- sætisráðherra og Hamas-liða. Ísr- aelar meinuðu honum að taka með sér tugmilljónir dollara sem hann hafði safnað til aðstoðar Palest- ínumönnum á ferð sinni um grann- löndin. » Forsíða  Dauði Díönu prinsessu af Wales, sem fórst í bílslysi í undirgöngum í París árið 1997, var „hörmulegt slys“, að því er höfundar viðamikillar skýrslu um málið fullyrða. » 18  Breska lögreglan leitar að dul- arfullum manni sem ekur um á blárri BMW-bifreið. Maðurinn er talinn geta veitt mikilvægar upp- lýsingar um morðin á vændiskonum í Ipswich. Staðfest hefur verið að fjórar vændiskonur hafa verið myrt- ar. » 19 Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað frá Útivist sem verð- ur dreift á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Í GÆR var orkusviði Landsvirkj- unar afhent fyrsta fullbúna mann- virki Kárahnjúkavirkjunar. Það er þjónustuhús við rætur Valþjófs- staðarfjalls í Fljótsdal, en stöðvar- hús virkjunarinnar er inni í fjallinu. Í húsinu verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn stöðvarinnar og íbúðir, mötuneyti, verkstæði og stjórn- herbergi þaðan sem er miðstjórn allrar virkjunarinnar og lokuvirkja Fljótsdalsstöðvar, en henni verður þó jafnan fjarstýrt frá Reykjavík. Guðmundur Pétursson, yfirverk- efnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið í Fljótsdalsstöð í gær að tíu fastir starfsmenn yrðu við stöðina. Hann segir búið að setja niður stálfóðringu í fallgöng, sandblása þau og verið að undirbúa málningu. Í stöðvarhúsinu er byggingarvinnu að heita má lokið. Niðursetning véla er á mjög góðu róli, vél 1 er tilbúin til forprófana og verður byrjað á því í janúar, vél 2 er nánast tilbúin líka og verið að fínstilla hana. Síðan eru fjórar vélar á mis- munandi samsetningarstigum. Búið er að setja saman og prófa þrjá fyrstu spennana sem tengjast vél- unum og sá fjórði kominn í hús en verið að smíða tvo þá síðustu er- lendis. Megnið af stjórn- og hjálparbún- aði fyrir vélar er uppsettur og byrj- að að prófa hann. Greiningar að vélum er búið að steypa inn og eftir að sandblása, mála og tengja síð- asta hluta þeirra. Aðkomugöng eru búin, strengjagöng fullkláruð og búið að leggja háspennustrengi frá spennum og út í tengivirkishús og tengja þar við háspennubúnað á vegum Landsnets. Frárennslis- skurður út í Jökulsá í Fljótsdal er nánast búinn og úttekt var gerð á honum í gær. Verkið stendur því að sögn Guðmundar mjög vel á stöðv- arhússsvæðinu og meginvinnan sem eftir er við vélasamsetningu og prófanir á öllum búnaði. Fyrsta vél virkjunarinnar fer í rekstur í apríl og sú síðasta næsta haust. Fljóts- dalslínur 3 og 4 eru nánast tilbúnar nema möstur og verður rafmagni hleypt á línurnar 8. janúar næst- komandi. Georg Pálsson er stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar og flytur hann væntanlega inn í hina nýju skrif- stofu sína í þjónustuhúsinu í dag. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áfangi Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar, sýnir hið nýja þjónustuhús. Fyrsta mannvirki Kára- hnjúkavirkjunar afhent Rafmagni verður hleypt á Fljótsdalslínur 3 og 4 í janúar Í HNOTSKURN »Fyrsta mannvirki Kára-hnjúkavirkjunar, þjón- ustuhús Fljótsdalsstöðvar, var formlega afhent í gær. » Í húsinu eru skrifstofur,mötuneyti og íbúðir fyrir 10 fasta starfsmenn, verk- stæði og stjórnstöð. »Framkvæmdir í Fljótsdalganga vel, gangsetja á fyrstu vél virkjunarinnar í apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.