Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 35 t á leik- rir með þess- i vita til afi tekið sína á Pól- di. eð að u, þurfa r Hulda. u upp á ð gera ð vinna s ni Sæberg Lolita m og sum- stan tu vatni, auk lög- abyggð er s vel á staðir á fer fjölg- r að að leggja a þjón- æðinu. á næsta rða hvort ðið, eða mi. tu i ddsson a Bene- Frá því að Landspítalinn,nú Landspítali – háskóla-sjúkrahús, tók til starfa,hefur hann verið þunga- miðja lækninga, verklegrar kennslu og læknis- fræðilegra rannsókna hér á landi. Spítalinn er mikilvægasta stofn- un íslenska heilbrigð- iskerfisins og risavaxið „fyrirtæki“ á íslenskan mælikvarða, bæði hvað snertir starfsmanna- fjölda og rekstrar- kostnað. Um þessa stofnun er almennt mikil umræða í samfélaginu, eins og eðlilegt er. Umræðan hefur snúist um rekstrarform, rekstrarkostnað, deilur stjórnenda og dómsmál, skort á starfsfólki, mikið vinnuálag og fleira. Minna er rætt um gríð- arlegt umfang starfsemi sjúkra- hússins, vaxandi kostnað við ein- staka rekstrarþætti, slakt húsrými á ýmsum deildum og verkefni, sem sjúkrahúsinu hefur verið gert að taka að sér, en eiga þar ekki heim. Á þessu ári mun nánast þriðji hver Íslendingur koma til ein- hverskonar meðferðar á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Tölur sýna, að fyrstu 10 mánuði þessa árs komu 84.366 manns í sjúkra- húsið (taldar kennitölur) eða 8.436 að jafnaði hvern mánuð. Ef þessar tölur eru framreiknaðar til ára- móta, og reiknað með 7% fjölgun á milli mánaða, þá verður heildar- fjöldinn um 97 þúsund manns, eða því sem næst þriðji hver íbúi þessa lands Langflestir koma á bráða- móttökur sjúkrahússins, eða um 6.800 manns hvern einasta mánuð. Þá má geta þess, að á göngudeilir Landspítala komu um 210 þúsund einstaklingar fyrstu 10 mánuði árs- ins. Sé miðað við þessa tölu, þá verður heildartalan 250 þúsund um áramót. Rétt er að taka fram, að hér er talinn fjöldi heimsókna á göngu- deildir og bráða- móttökur, en ekki kennitölur. Margir sjúklinganna koma býsna oft. Öll heilbrigðis- þjónusta takmarkast af þeim fjármunum, sem til hennar er veitt. Málaflokk- urinn er nánast óseðjandi. Ný tækni, ný lyf, stöðugt stækkandi hópur aldraðra og fleiri og flóknari verk- efni kalla linnulítið á meira fjár- magn. Og þrátt fyrir stöðugar til- raunir til niðurskurðar og sparnaðar, hækka framlög til mála- flokksins. Ekki verður unnt að hægja á þessari þróun né stöðva hana, nema með því að rjúfa sam- stöðuna um velferðarsamfélagið. Hins vegar er nokkur þversögn í því fólgin, að velferðin, neysluþátt- ur hennar, fjölgar einstaklingum í sjúkdómaflokkum, sem áður voru nánast óþekktir. Má þar nefna of- fitu, sykursýki og hjartakvilla margskonar. Á meðan forvarnir ná ekki að margfaldast frá því sem nú er og ekki verður hugarfarsbreyt- ing meðal þegnanna, má ganga að því vísu, að útgjöld til Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana gera ekki annað en að vaxa. Til að renna frekari stoðum undir þessa staðhæfingu má nefna, að stöðugt fjölgar í hópi aldraðra. Við lifum lengur og gamla píramítamyndin af aldursskiptingu þjóðarinnar er smátt og smátt að taka á sig fern- ingsmynd. Á Reykjavíkursvæðinu fjölgaði íbúum í heild um 6,8% á ár- unum 2000 til 2500. 70 ára og eldri fjölgaði um 11,3% og 80 ára og eldri um 25,2%. Þeir, sem í elstu hópunum eru, þarfnast hvað mest þjónustu Landspítalans. Stundum er spurt: Í hvað fara allir þessir peningar hjá Landspít- alanum? Í fyrsta lagi er þess að geta, að launakostnaður sjúkra- hússins er um 70% af öllum rekstr- arkostnaði. Af þeirri fjárhæð renn- ur röskur þriðjungur til ríkisins aftur í formi tekjuskatta. Í öðru lagi má nefna, að stöðugt fjölgar dýrum og flóknum aðgerðum. Núorðið er hægt að setja verð- miða á aðgerðir. Einstakir þættir hafa verið verðlagðir samkvæmt svonefndri DRG-flokkun. Nú er t.d. vitað, að liðskiptaaðgerð á mjöðm kostar 1 milljón 42 þúsund krónur, kransæðahjáveita (án hjartaleggjar) kostar 1,5 milljónir og kransæðahjáveita með hjarta- legg kostar 2 milljónir 152 þúsund krónur. Keisaraskurður kostar 432 þúsund krónur og kransæðaþræð- ing 150 þúsund krónur. Þá er eins víst að fáir gerir sér grein fyrir legukostnaði hvern legudag á hinum ýmsu deildum. Á skurðlækningasviði er legukostn- aður hvern dag um 51 þúsund krónur, á lyflækningasviði eitt, 43 þúsund, á kvennasviði 48 þúsund og á lyflækningasviði tvö 72 þús- und krónur. Þetta kostnaðarúrtak er frá tímabilinu janúar til og með maí á þessu ári. Inni í þessum töl- um eru eftirfarandi liðir: launa- og læknakostnaður á legudeild, rekstrarkostnaður, þar með talinn lyfjakostnaður, heimfærður kostn- aður og samkostnaður. Ef hins vegar er reiknaður út heildarkostnaður hvern legudag, þ.e. að bætt er við skurðstofu- kostnaði, skurðlæknakostnaði, rannsóknakostnaði, gjörgæslu- og göngudeildarkostnaði hækka fyrr- nefndar tölur til mikilla muna. Á skurðlækningasviði hækkar þá legukostnaður á dag úr 51 þúsundi króna í 125 þúsund, á lyflækninga- sviði eitt hækkar kostnaðurinn úr 43 þúsund krónum í 74 þúsund, á kvennasviði úr 48 í 77 þúsund og á lyflækningasviði tvö úr 72 þúsund krónum í 93 þúsund. Rétt er að benda á það, að hér er miðað við kostnaðartölur frá fyrri hluta þessa árs, en frá því þessir útreikn- ingar voru gerðir hafa m.a. fallið til breytingar á kjarasamningum. Töl- urnar eru því eitthvað hærri nú. Af þessum tölum má vera ljóst, að það er ekki hagkvæmt, hvorki fyrir Landspítalann né íslenska ríkið, að nota sjúkrarúm á spítalan- um til langlegu fyrir aldraða sjúk- linga. Nauðsyn á fjölgun hjúkr- unarheimila fyrir aldraða er augljós. Þessar tölur geta einnig skýrt þá viðleitni starfsmanna sjúkrahússins að stytta eins og unnt er legutíma sjúklinga, án þess að stofna öryggi þeirra í hættu. Stórir hlutar af húsnæði Land- spítalans uppfylla ekki kröfur nú- tímans um góða aðstöðu sjúklinga og starfsmanna. Þetta húsnæði er barn síns tíma. Ef framkvæmdum við smíði nýs Landspítala verður ekki hraðað eftir mætti er hætt við að stefni í hreint öngþveiti. Skortur á starfsfólki, einkum hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum, hefur ekki bætt stöðu mála. Raunar er með nokkrum ólíkindum hvað starfsfólk hefur staðið af sér álag- ið. Þrátt fyrir þetta hefur starfsfólk Landspítalans náð umtalsverðum árangri á síðustu misserum og ár- um í að stytta hverskonar biðlista, sem oft hafa verið tilefni mikillar gagnrýni. Lækningaforstjóri sjúkrahússins segir í nýjum starf- semisupplýsingum, að bið eftir að- gerðum og annarri þjónustu hafi verið að styttast mjög og sé í flest- um greinum orðin óveruleg. Bið eftir bráðaðkallandi aðgerðum sé engin og sé það stundum vanmetið í umfjöllun um starf spítalans. Velferðarsamfélagið fær ekki lengi staðist ef heilbrigðiskerfi þess bregst. Hér á landi hefur um- ræða um heilbrigðismál iðulega verið á fremur neikvæðum nótum og sjaldnast tíundað það sem vel er gert. Jafnvel er fullyrt, að íslenska heilbrigðiskerfið sé eftirbátur ann- arra sambærilegra í löndum þar sem eru velferðarsamfélög. Þessi fullyrðing er fráleit. Vera má að aðrar þjóðir hafi gert eitthvað bet- ur en Íslendingar á einhverjum af- mörkuðum sviðum heilbrigðismála, en það á ekki við um heilbrigðis- kerfið í heild. Auðvitað eru skavankar á okkar heilbrigðiskerfi og má gera mun betur í geðheilbrigðismálum og umönnun aldraðra, svo dæmi séu nefnd. En sú gagnrýni, sem komið hefur fram á rekstri Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur oft á tíð- um verið ósanngjörn og lítið verið byggt á staðreyndum um umfang starfseminnar, aðstöðu starfs- manna og sjúklinga og stöðugt auknum kröfum um niðurskurð og sparnað á sama tíma og sjúkdóma- flokkum fjölgar og óskir um nýja og aukna þjónustu eru bornar fram. Nær þriðji hver Íslendingur kemur á Landspítalann á þessu ári Eftir Árna Gunnarsson »Málaflokkurinn ernánast óseðjandi. Ný tækni, ný lyf, stöð- ugt stækkandi hópur aldraðra og fleiri og flóknari verkefni kalla linnulítið á meira fjár- magn. Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Sunnudaginn 3. desembersíðastliðinn birti Morg-unblaðið langa grein umóskiljanlega afstöðu Hæstaréttar, eins og það er orð- að í fyrirsögn, til málaferla Lúð- víks Gizurarsonar gegn okkur börnum Hermanns Jónassonar, Stein- grími og mér undir- ritaðri. Í aðfaraorðum greinarinnar segir að Steingrímur og Pálína hafi ekki viljað ræða um málið við Morg- unblaðið. Þetta er rangt. Morgunblaðið hefur enga tilraun gert, hvorki fyrr né síðar, til þess að hafa samband við mig. Ég býst við því að ég hefði kosið að kynna mín sjónarmið hefði Morg- unblaðið leitað eftir því og mér verið kunnugt um efnismeðferð blaðsins. En mér var ekki gefinn kostur á því og sé mig því knúna til þess að skrifa þennan pistil. Mál þetta er samkvæmt ákvæðum barnalaga rekið í lok- uðu réttarhaldi og lögmenn okkar systkina hafa lagt ríka áherslu á að engar frásagnir af gangi máls- ins yrðu raktar til okkar og höf- um við hlítt því. Lúðvík Gizurar- son og lögmaður hans, Dögg Pálsdóttir, hafa hins vegar borið mál þetta á torg og sótt með það í fjölmiðla. Sú umfjöllun hefur verið algjörlega einhliða og rekin sem áróður þar sem ekki hefur verið hirt um að halda staðreynd- um til haga. Lúðvík Gizurarson Foreldrar Lúðvíks Gizurarson- ar gengu í hjónaband 30. maí 1931 og hinn 6. mars árið 1932 fæddist þeim sonur. Samkvæmt mæðraskýrslu Landspítalans mun hann getinn fyrrihluta júní- mánaðar 1931 og fæðist hann þannig röskum níu mánuðum eft- ir giftingu foreldranna. Pilturinn var þegar skráður Gizurarson og hefur svo verið alla tíð. Engar heimildir eru til frá hinum nákvæma, marg- reynda lögfræðingi og fyrrverandi hæstaréttardómara, Gizuri Bergsteins- syni, um að hann hafi efast um fað- erni frumburðarins og engar heimildir eru til um að móð- irin hafi komið á framfæri við yf- irvöld eða dómstóla öðrum upplýsingum um faðerni Lúðvíks en það sem uppgefið var við fæðingu. Hvers vegna kemur þetta mál upp núna? Um það eru nokkrar vísbendingar. Fullorðinn varð Lúðvík harðdrægur á eignir í samskiptum við systkini sín. Þannig hóf hann málaferli gegn þeim í því skyni að eignast einn jörðina Árgilsstaði í Rangárvalla- sýslu, en þaðan var Gizur faðir hans ættaður. Föðurbróðir Giz- urar, Ólafur, hafði hins vegar gengið þannig frá í erfðaskrá að bróðurbörnin hans, Lúðvík, Berg- steinn, Sigurður og Sigríður, erfðu jörðina að ¼ hluta hvert. Lúðvík hafði ekki erindi sem erf- iði í því máli, sbr. dóm Hæsta- réttar í máli nr. 430 frá 1989. Við uppgjör á dánarbúi Gizurar föður síns náðu erfingjar ekki einir að ljúka því máli sín á milli. Furðuleg bréf og ásókn í arf Á árinu 2003 fóru okkur systk- inum, mér og Steingrími, að ber- ast hin furðulegustu bréf frá Lúðvíki Gizurarsyni þar sem hann lýsir samvistum við okkur og fjölskyldu okkar, bæði í heimahúsum og sumarbústað. Enginn fótur er fyrir þeim frá- sögnum, heldur hugarburður einn. Auk þess fylgdu frásagnir og margvíslegar tilvitnanir í sam- skipti við fjölda fólks, sem var í kunningjahópi okkar og við vitum að aldrei áttu þau samskipti við Lúðvík sem hann lýsir. Verður því ekki nánar lýst hér, því um hugaróra er að ræða og skal kyrrt liggja. Síðan er það í árs- byrjun 2004 að okkur barst afrit af bréfi til ríkissaksóknara þar sem Lúðvík kærir Steingrím bróður minn fyrir að hafa „lagt undir sig og stolið þeim föðurarfi (1⁄3) sem ég átti að réttum lögum eftir föður minn Hermann Jón- asson“, eins og það er orðað. Í löngu og ruglingslegu viðtali í út- varpi 2005 segir Lúðvík Gizurar- son ítrekað að stolið hafi verið af sér arfi, „það er búið að stela 1⁄3 og ég vil fá því skilað“ segir hann orðrétt. Sama kemur fram í langri aðilaskýrslu hans fyrir dómi þar sem hann svarar því að- spurður að ástæðan fyrir aðgerð- um hans sé að fá erfðahlut eftir Hermann Jónasson. Lögmaður- inn Lúðvík Gizurarson ætti að vita að slíkt getur ekki að lögum gerst 30 árum eftir skiptalok í búi Hermanns Jónassonar. For- eldrar mínir létust bæði á árinu 1976. Að láta að því liggja nú að ásókn í fjármuni hafi ekkert með málatilbúnað og málsókn Lúðvíks að gera fær ekki staðist. Ófullnægjandi gögn Hafi Lúðvík Gizurarson, sem hefur réttindi hæstaréttarlög- manns, efast um faðerni sitt hef- ur hann sýnt því dæmalaust tóm- læti í áratugi. Honum hefði verið í lófa lagið, eins og hann lýsir samskiptum sínum við móður sína, að tryggja óvefengjanlegar heimildir frá henni um faðerni sitt, hafi hún haft eitthvað annað um það að segja heldur en kirkjubækur greina. Beint liggur við að álykta að svo hafi alls ekki verið. Auk þessa hafa þau „sönn- unargögn“ sem Lúðvík Giz- urarson hefur lagt fram í glösum ekki fengið þá meðferð sem krefjast verður eigi þau að hafa ótvírætt sönnunargildi í þýðing- armiklu máli. Þannig er með öllu óljóst hvernig staðið var að blóð- sýnatöku og samanburði sýna þegar Lúðvík fékk með dómi viðurkennt að Gizur Berg- steinsson væri ekki faðir hans enda var í því dómsmáli enginn til varna. Til þess máls var ekki stofnað af hálfu Lúðvíks fyrr en eftir að hann hafði tekið fullan arf eftir Gizur. Umfjöllun Morgunblaðsins Á Morgunblaðinu skilja menn ekki dóma Hæstaréttar. Þeim hefði verið næsta auðvelt að leita til einhvers af þeim ágætu lög- fræðingum sem blaðið hefur að- gang að. Engu að síður ætti blaðinu að vera ljóst að mál af þeim toga sem hér um ræðir verður að vinna af ýtrustu var- kárni og nákvæmni um sönn- unarbyrði og gildi sönnunar- gagna, þ.á m. framburð vitna. Það hefur Hæstiréttur gert til þessa og er þeim þáttum ekki lokið í þessu máli. Hins vegar hefur skörin færst upp í bekkinn ef Morgunblaðið lítur vald sitt svo gilt að það geti sagt Hæsta- rétti Íslands fyrir um hvernig skuli dæma í einstökum málum. Vonandi ná völd ritstjóra Morg- unblaðsins ekki inn fyrir veggi Hæstaréttar til áhrifa, þó að þar í húsi sitji með fleirum „innvígðir og innmúraðir“. Eftir stendur að með umfjöllun sinni vanvirðir Morgunblaðið friðhelgi einkalífs. En lætur ekki þar við sitja heldur kastar einnig til höndum við gagnaöflun. Ég tel líklegt að Morgunblaðið viðhafi þessi vinnubrögð vegna þess að faðir minn og bróðir eru þekktir af þjóðmálastarfi sínu, báðir sem fyrrverandi forsætisráðherrar. Hefði verið um þekkta stjórn- málamenn úr Sjálfstæðisflokki að ræða, sem væru í svipaðri stöðu, er ég viss um að Morgunblaðið hefði látið þá njóta friðhelgi svo sem frekast hefðu verið tök á, og forðast nafnbirtingar. Morg- unblaðið hefur til þessa notið trausts fyrir að virða friðhelgi og einkalíf, en þegar í hlut eiga fyrr- verandi stjórnmálaandstæðingar þrepar blaðið sig umsvifalaust niður á svið slúðurblaðamennsku. Eitt er víst að Lúðvík Gizurar- son nær fyrst og fremst með gerðum sínum – sem hafa því miður einkennst af ákaflega sær- andi og óvönduðum málflutningi – að varpa djúpum skugga á minningu þessa löngu látna fólks, foreldra sinna og föður míns, sem ættu að fá að hvíla í friði. Að skilja dóma Eftir Pálínu Hermannsdóttur »… Lúðvík Giz-urarson nær fyrst og fremst með gerðum sínum – sem hafa því miður einkennst af ákaflega særandi og óvönduðum málflutn- ingi – að varpa djúpum skugga á minningu þessa löngu látna fólks … Pálína Hermannsdóttir Höfundur er húsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.