Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 21 ANNAÐ kvöld klukkan 20 heldur Sönghópurinn Reykja- vík 5 jólatónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Sönghópinn, sem var stofn- aður á haustmánuðum 2003, skipa söngvararnir Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir, Aðalheiður Þor- steinsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson. Þau hafa sérhæft sig í þéttradda- söng í anda sönghópanna Manhattan Transfer og New York Voices. Hópurinn mun, ásamt hljómsveit, flytja íslensk og erlend jólalög við allra hæfi. Jólatónleikar Reykjavík 5 í Fríkirkjunni Hera Björk Þórhallsdóttir MYNDLISTARKONAN Hye Joung Park hefur opnað sýn- inguna Einskismannsland í gallerí Bananananas á Lauga- vegi 80. Hye er frá Suður- Kóreu en býr og starfar í Reykjavík og London. Und- anfarið hefur hún í verkum sín- um fengist við skynjun á tíma, rými og upplifun einstaklings- ins á hlutskipti sínu. Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er unnið sérstaklega með íslenska skammdegið og vetrarhörkur í huga. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 16–18 fram að jólum, síðasti sýningardagur er 23. des. Myndlist Einskismannsland í Bananananas Hye Joung Park Á MORGUN klukkan 13 munu Haraldur Jónsson listamaður og Jón Proppé gagnrýnandi spjalla um listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur og mál- verkaheim hennar við áhorf- endur og Huldu sjálfa í Ný- listasafninu. Málverk Huldu eru til sýnis í safninu og geta safngestir í kjölfar spjallsins skoðað sýningu hennar við tón- listarflutning Lay Low og Sig- tryggs Baldurssonar sem byrja að spila klukkan 14. Léttar veitingar eru í boði og allir velkomnir sem endranær. Myndlist Listamannaspjall í Nýlistasafninu Hulda Vilhjálmsdóttir ÍTALSKA lögreglan hefur komið upp um alþjóðlegan listaverka- glæpahring með höfuðstöðvar í Róm. Hefur afhjúpunin leitt í ljós örlög um eitt hundrað stolinna list- muna. Rannsókn á málinu hefur staðið í yfir tvö ár en á þessu stigi málsins hefur enginn verið handtekinn í tengslum við það. Alls eru 35 manns hins vegar grunaðir um að- ild að glæpahringnum; meðal þeirra arkitekt og fornmunasalar. Margt dýrmætra muna Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur mununum verið stolið á síðustu tuttugu árum og hafa ein- hverjir þeirra verið seldir til út- landa. Má þar nefna mynd frá sautjándu öld eftir ítalska mál- arann Pietro Paolo Bonzi sem var stolið úr einkasafni en smyglað yfir til Frakklands. Eins fannst 300 kílóa altaristafla frá tólftu öld sem var stolið í nágrenni Napólí árið 2003, auk fleiri verka. Að sögn lögreglunnar eru sumir hinna stolnu listmuna nú í safneign lista- og fornminjasafna sem munu hafa beitt óleyfilegum starfs- aðferðum til að komast yfir þá. Er unnið að því að fá munina til baka. Helstu starfsstöðvar listaverka- þjófanna eru þrjár ítalskar borgir; Róm, Napólí og Palermo, en jafn- framt liggja þræðir þeirra til Bandaríkjanna, Spánar og fleiri ríkja. Afhjúpun listaverka- þjófa Höfuðstöðvar í Róm en starfsemin alþjóðleg FINNBOGI Pétursson, Ragnar Kjartansson og Steingrímur Ey- fjörð eru í hópi um fimmtíu nor- rænna listamanna sem taka þátt í nútímalistasýningunni Dreamlands Burn í listasafninu Mucsarnok í höfuðborg Ungverjalands, Búda- pest. Sýningin er söguleg að því leyti að árið 1906 gafst listamönn- um frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð tækifæri á að kynna verk sín á vetrarsýningu sem var einmitt haldin á sama stað. Eins og gefur að skilja einkenn- ist sýningin í ár hins vegar af öðr- um áherslum en fyrir hundrað ár- um og er unnið í fjölbreytta miðla sjónlistar. Þá eru hliðarviðburðir sýningarinnar fjölmargir, s.s. kvik- myndasýningar, fyrirlestrar, um- ræður og tónleikar. Sýningarstjórn er í höndum Edit Molnár og Líviu Páldi. Styrkt af norrænu ráðherranefndinni Ragnar og Steingrímur eiga verk í Mucsarnok en Finnbogi kemur fram með alþjóðlega tón- listarhópnum freq_out þegar nokk- uð er liðið á sýninguna, dagana 19.–25. febrúar. Mun hópurinn setja upp innsetningu auk þess að halda tónleika undir stjórn for- sprakkans Carls Michaels von Hausswolf og er þemað 0–11.000 rið, eins og í öllum uppákomum freq_out. Verkefni Finnboga og félaga nefnist „freq-out 6“ en áður mun hópurinn, sem er að stærst- um hluta norrænn, fremja „freq_out 5“ í Taílandi dagana 8.–15. janúar. Dreamlands Burn var opnuð sl. fimmtudag og stendur til 28. febr- úar á næsta ári. Hún er styrkt af norrænu sendiráðunum fimm, nor- rænu ráðherranefndinni, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og einkafyrir- tækjum. Myndlist | Þrír íslenskir listamenn sýna í höfuðborg Ungverjalands Norræn nútímalistasýning í Búdapest Morgunblaðið/Kristinn Útrás Finnbogi Pétursson er einn þeirra sem tekur þátt í nútímalista- sýningunni Dreamlands Burn. TIL HAMINGJU MEÐ REYKJANESVIRKJUN! Reykjanesvirkjun er gufuaflsvirkjun, 100 MW. Borholur eru 12, 1.800-2.600 m djúpar og hiti í þeim er 285-315 °C. Til kælingar eru notaðir 4.000 I/sek af sjó. Húsbyggingar eru samtals 12.700 m². Hönnun virkjunarinnar hófst í mars 2004, framkvæmdir á svæðinu hófust í júlí sama ár og fullum afköstum var náð í júní 2006. Í tilefni af vígslu Reykjanesvirkjunar óskum við Hitaveitu Suðurnesja og öllum starfsmönnum fyrirtækisins til hamingju með merkan áfanga. Verkfræðingar og arkitektar Reykjanesvirkjunar F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.