Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÍSLENSKUKENNSLA Í VINNU-
TÍMA ER GÓÐ FJÁRFESTING
Það frumkvæði sem Þjónustu-miðstöð Laugardals og Háa-leitis sýndi með því að bjóða er-
lendu starfsfólki sínu upp á íslensku-
nám á vinnustað í vinnutíma er til
fyrirmyndar og hefur þegar skilað
góðum árangri.
Í Morgunblaðinu í gær var fjallað
um starfstengda íslenskukennslu fyrir
útlendinga og þann árangur sem slík
kennsla skilar, til erlenda starfsfólks-
ins, vinnuveitenda og þeirra sem njóta
þjónustu starfsmannanna.
Alþjóðahús stendur nú fyrir slíkum
starfstengdum íslenskunámskeiðum
en áður var það fyrirtækið Fjölmenn-
ing sem stóð fyrir slíkri starfsemi.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss segir að hugmyndin sé
sú, að námsefnið taki mið af vinnu-
staðnum og komi fólki af stað í sínu ís-
lenskunámi. Fram kemur í máli hans
að Grandi og Myllan hafi tekið
ákveðna forystu í að nýta námskeið af
þessu tagi en önnur fyrirtæki séu farin
að taka við sér, t.d. verktakafyrirtæki.
Samkvæmt því sem Líney Úlfars-
dóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumið-
stöð Laugardals og Háaleitis, segir, þá
er þetta í fyrsta sinn sem starfsmönn-
um Reykjavíkurborgar er boðið upp á
nám af þessu tagi.
Það er jákvætt spor í rétta átt og
mun skila sér í ánægðara starfsfólki
og því sem er ekki síður mikilvægt –
ánægðari viðskiptavinum, sem í þessu
tilviki eru annars vegar íbúar í þjón-
ustuíbúðum fyrir aldraða við Dalbraut
og hins vegar aldraðir og fatlaðir, sem
njóta heimaþjónustu frá Þjónustumið-
stöðinni.
Fatmire Hoda, sem sótti íslensku-
námskeiðið á vinnustað sínum í þjón-
ustuíbúðum fyrir aldraða við Dal-
braut, var mjög ánægð með
námskeiðið og lýsti árangrinum svo:
„Ég lærði mikið og samstarfsmenn
mínir hafa sagt við mig að ég hafi bætt
mig mikið eftir þetta námskeið.“
Árangur af framtaki sem þessu er
mælanlegur, eins og fram kemur í máli
Einars Skúlasonar. Hann greinir frá
því að Grandi hafi kannað áhrifin af
starfstengdu íslenskunámi á sínum
vinnustöðum og í ljós hafi komið að
starfsmannavelta minnkaði, starfs-
ánægja jókst og veikindadögum fækk-
aði.
Slíkar niðurstöður eru öðrum auð-
vitað hvatning og forsvarsmenn fyr-
irtækja átta sig á því að íslenskukunn-
átta erlendra starfsmanna
fyrirtækjanna er ekki einkamál
starfsmannanna.
Því betri líðan starfsmanna á vinnu-
stað, aukið sjálfstraust, með aukinni
þekkingu á okkar erfiða tungumáli, ís-
lenskunni, tryggir vinnuveitendum
betra og jákvæðara starfsfólk. Þannig
er fjárfesting fyrirtækja og starfs-
menntasjóða í íslenskukennslu fyrir
erlent starfsfólk, ekki aðeins jákvæð
fjárfesting, heldur einnig arðbær fjár-
festing.
ÚLDNIR, SOÐNIR, FALDIR OG GLEYMDIR
Fyrir nokkrum vikum tók einhveraf þeim rafmagnið, þeir úldnuðu
og var hent á haugana. Fyrir þremur
vikum sprakk hitaveiturör þar sem
þeir voru geymdir, en svo heppilega
vildi til að vatnið lak út úr húsinu en
ekki inn í það. Í vikunni fór öllu verr
þegar annað rör fór í sundur og þeir
voru næstum því soðnaðir. Kannski
skiptir það engu máli, því að það
skoðar þá hér um bil enginn; þeir sem
ekki fóru á haugana eru geymdir uppi
á þriðju hæð í húsi við Hlemm, gengið
inn frá Hverfisgötu.
Um hverja er verið að tala? Jú, dýr-
gripi þjóðarinnar, náttúrugripi, suma
hverja sýnishorn af sjaldgæfum eða
jafnvel útdauðum tegundum lífvera,
eins og geirfuglinn margfræga.
Mörgum hefur verið safnað með ær-
inni fyrirhöfn, en aðstaðan til að sýna
þá er svo gjörsamlega óboðleg, bæði
safngripunum og gestum, að það er
landi og þjóð til hreinnar skammar.
Á sínum tíma var Náttúrugripa-
safnið vinsælt safn. Það fékk inni í
hinu nýja og glæsilega Safnahúsi við
Hverfisgötu í upphafi tuttugustu ald-
ar, um leið og Forngripasafnið, Þjóð-
skjalasafnið og Landsbókasafnið.
Þrjú síðarnefndu söfnin hafa fyrir
löngu fengið þúsunda fermetra fram-
tíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripa-
safnsins hefur hins vegar farið stöð-
ugt minnkandi eftir að Hið íslenzka
náttúrufræðifélag afhenti ríkinu það
til varðveizlu árið 1947.
Náttúrugripasafnið kúldrast í 200
fermetra húsnæði – að stigagöngum
meðtöldum. Stigagangarnir eru ekki
með lyftu, þannig að fatlaðir eiga að
því engan aðgang. Safnið er lokað í
desember. Yfir vetrarmánuðina er
það annars opið í tvo og hálfan tíma á
dag, fjóra daga í viku. Sumarmánuð-
ina þrjá er það opið jafnmarga daga í
viku, í fjóra tíma í senn. Þar er hins
vegar engin leiðsögn. Geymslur á
safnið litlar og frystigeymslur engar,
sem var ástæða þess að ómetanlegt
safn fuglshama og annarra sýna var
geymt í frystigeymslu hjá óábyggi-
legu fyrirtæki úti í bæ.
Hvað er eiginlega að þjóð, sem um-
gengst náttúruminjar sínar með
þessum hætti? Öll önnur Evrópuríki
eiga náttúrugripasöfn, þar sem veitt
er fræðsla um náttúrufar viðkomandi
lands fyrir heimamenn og erlenda
gesti. Sums staðar er stórkostleg
upplifun að koma í þessi söfn, til
dæmis í London.
Fáar þjóðir eru jafnháðar nátt-
úrunni og Íslendingar og færa má rök
fyrir því að óvíða sé almenningur
jafnstoltur af náttúru lands síns og
hér. Hvernig stendur þá á því að
stjórnvöld hafa á undanförnum árum
útvegað söfnum, sem hýsa afrek
mannsandans, gott og aðgengilegt
húsnæði en líta á safn með handa-
verkum skaparans í íslenzkri náttúru
sem afgangsstærð? Segir það eitt-
hvað um afstöðu þeirra til náttúrunn-
ar? Ríkisstjórn og Alþingi eiga að
reka af sér slyðruorðið og gangast
fyrir því að byggja Náttúrugripasafn,
sem við getum verið þekkt fyrir.
ERLENDIR starfsmenn á leik-
skólanum Hvarfi við Álfkonuhvarf
í Kópavogi hafa í vetur fengið ís-
lenskukennslu einu sinni í viku
eftir vinnu. Kennslan fer fram í
skólanum og er fjármögnuð af
skólanum sem er einkarekinn.
Fjórir starfsmenn og maki eins að
auki, hafa því getað sótt sér
menntun eftir vinnu sér að kostn-
aðarlausu.
Hulda Magnúsdóttir, íslensku-
kennari sem starfar á leikskóla í
Reykjavík, hefur séð um kennsl-
una. Hún segir að nemendunum
hafi farið mikið fram síðan kennsl-
an hófst en henni verður haldið
áfram eftir áramótin.
„Við miðum kennsluna við það
orðfæri sem notað er í leikskólum
en einnig er kennd almenn ís-
lenska, sagnir og fleira,“ segir
Hulda. M.a. sé lögð áhersla á að
nemendurnir læri nöfn á dýrum á
íslensku og annað sem nýtist þeim
í starfi með börnunum.
„Í byrjun töluðum við saman á
ensku í tímunum en nemendunum
hefur farið það mikið fram að nú
tölum við saman á íslensku,“ segir
Hulda um árangur nemenda sinna.
Hún segir að þar sem erlendum
starfsmönnum fjölgi hratt
skólum sé nauðsynlegt fyr
skólana að bregðast við m
um hætti. Hún segist ekki
þess að aðrir leikskólar ha
upp íslenskukennslu fyrir
starfsmenn.
Starfsmennirnir eru frá
landi, Kanada og Lettland
„Þau er mjög ánægð me
geta sótt námið eftir vinnu
ekki að fara út í bæ,“ segi
„Stjórnendur skólans tóku
þessu og eru með þessu að
starfsfólk sitt hæfara til a
með börnunum.“
Starfsfólk fær ókeypis
íslenskukennslu
Morgunblaðið/Árn
Kennsla Starfsmenn á leikskólanum Hvarfi við Álfkonuhvarf í Kópavogi, þær Jennifer frá Kanada og L
frá Lettlandi, fá aðstoð Huldu Magnúsdóttur við íslenskunámið.
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur
keypt Hitaveitu Skorradals ehf.
Orkuveitan hefur áhuga á að
stækka dreifikerfið, að sögn Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar stjórn-
arformanns. Á þessu svæði, eink-
um norðan við vatnið, eru nokkur
hundruð sumarbústaðir og þeim
fer fjölgandi.
Skorradalshreppur boraði eftir
vatni í landi Stóru-Drageyrar fyrir
rúmum áratug og hitaveita tók til
starfa árið 1996. Orkuveitan yfir-
tekur skuldir Hitaveitu Skorra-
dals að fjárhæð 26 milljónir kr. og
greiðir Skorradalshreppi þá fjár-
muni sem hann lagði á sínum tíma
í virkjun og hitaveitu en það voru
28 milljónir kr. OR tekur við
rekstri hitaveitunnar um áramót.
Komið að endurbótum
Davíð Pétursson, oddviti
Skorradalshrepps, segir að mikil
eftirspurn sé eftir tengingu við
hitaveituna sem núverandi kerfi
ráði illa við. Með kaupum Orku-
veitu Reykjavíkur skapist meira
rekstraröryggi og fleiri eigi kost á
að tengjast. Guðlaugur Þór segir
að gera þurfi ákveðnar endur-
bætur á hitaveitunni.
Hitaveitan sér lögbýlum
arbústöðum sunnan og ves
Skorradalsvatns fyrir heit
alls á níunda tug bústaða a
býlanna. Mikil sumarhúsa
norðan vatnsins, til dæmis
fimmta hundrað sumarbús
þremur jörðum, og þeim f
andi. Guðlaugur Þór segir
Orkuveitan hafi áhuga á a
þangað hitaveitu og bjóða
ustu sína sem víðast á svæ
Það verði athugað nánar á
ári og of snemmt að fullyr
eða hvenær af því geti orð
hvaðan orkan til þess kæm
Skoða möguleika á veit
í stór sumarhúsahverfi
Undirritun Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þórod
forstjóri undirrituðu kaupsamning fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur. Á milli þeirra eru Steinunn Fjóla
diktsdóttir varaoddviti og Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps.
Orkuveita Reykjavíkur kaupir Hitaveitu Skorradals