Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðríður Guð-mundsdóttir fæddist í Vesturhúsi í Höfnum 27. apríl 1921. Hún lést á sjúkrahúsi Kefla- víkur 7. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Jónsdóttir, f. 2. desember 1901, d. 23. janúar 1985 og Guðmundur Magnússon, f. 6. apríl 1897, d. 8. jan- úar 1974. Guðríður eignaðist þrjú systkini, þau eru Magnús, látinn og þær Ráðhildur og Magnúsína sem lifa systur sína. Guðríður giftist 9. maí 1942 Jó- hanni Gunnari Friðrikssyni frá Látrum í Aðalvík, d. 23. október 2003. Börn þeirra eru: 1) Sverrir, f. 12. janúar 1939, kvæntur Ingi- björgu Guðnadóttur, f. 3. júlí 1943, þau eiga tvo syni og fimm barnabörn. 2) Einar, f. 12. janúar 1939, kvæntur Hjördísi Brynleifs- dóttur, f. 12. júní 1944, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Guð- laug, f. 15. nóvem- ber 1944, gift Óm- ari Steindórssyni, f. 20. mars 1942, þau eiga þrjár dætur og átta barnabörn. 4) Þórunn María, f. 23. febrúar 1946, gift Eiríki Hansen, f. 30. maí 1942, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Guðríður ólst upp í Höfnum. Hún flyt- ur ásamt manni sínum og sonum til Keflavíkur 1941, en þá hafði Jóhann byggt hús að Heiðavegi 19. Þau byggðu hús að Hólabraut 2 1956 og það var þeirra heimili til æviloka. Guðríður var fyrst og fremst húsmóðir og mikil hann- yrðakona, vann verslunarstörf og verkamannavinnu. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Keflavík- ur. Útför Guðríðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdamóðir mín, Guðríður Guð- mundsdóttir, ættuð frá Vesturhús- um í Höfnum, er látin, 85 ára að aldri. Kynni mín af Guggu eins og hún var ávallt kölluð hófust fyrir rúm- um 40 árum er ég kynntist Guð- laugu dóttur hennar, sem síðar varð eiginkona mín. Gugga kynntist ung eiginmanni sínum Jóhanni Friðrikssyni ættuð- um frá Látrum í Aðalvík. Jói hafði komið sem vertíðarmaður til starfa í Höfnum hjá frænda Guggu, en það tíðkaðist mjög um fyrri hluta síð- ustu aldar að ungt fólk færi að heiman í leit að vinnu þar sem lítið var að gerast á mörgum stöðum á landsbyggðinni á þessum tíma. Ung að árum felldu þau saman hugi. Þau fluttu til Keflavíkur með tvíburana Sverri og Einar en þeir fæddust í Höfnunum, eftir að Jói hafði byggt frá grunni upp hús að Heiðarvegi 19 þar í bæ. Í Keflavík fæddust þeim dæturnar Guðlaug og Þórunn. Fljótlega eftir að þau flutt- ust til Keflavíkur kom upp sú staða að systkini Jóa sem enn bjuggu í Aðalvík fluttu suður og settust að hjá þeim á meðan þau voru að koma sér fyrir, þetta átti einnig við fjölda fólks að vestan, bæði skyldmenni og aðra sem lögðu leið sína til Kefla- víkur að gist var um lengri og skemmri tíma hjá Guggu og Jóa og alltaf var til pláss í þessu litla húsi fyrir þá sem þangað leituðu. Gugga tók mjög vel á móti þessu fólki og heyrði maður oft rætt um það hversu vel hefði verið tekið á móti þeim. Árið 1956 hafði Jói ásamt fjölskyldu sinni byggt stórt og fal- legt tveggja hæða hús að Hólabraut 2. Þar útbjó Gugga hlýlegt og nota- legt heimili fyrir fjölskylduna og það var í raun og veru sá staður sem allar fjölskylduminningarnar eru tengdar við í dag, enda mjög góður staður til þess að koma í heimsókn og ræða mál dagsins, og alltaf voru góðar veitingar á boð- stólum, því Gugga hafði mjög gam- an af því að eiga flottar tertur og annað bakkelsi fyrir gesti og gang- andi. Sameiginlegt áhugamal þeirra hjóna var að ferðast til annarra landa, til þess að kynnast menningu þeirra og siðum og njóta fegurðar þeirra. Þessi áhugi á ferðalögum byrjaði nokkuð snemma og ég man eftir því að hafa heyrt talað um ferð sem þau fóru með Heklunni til Evr- ópu og síðar eftir að ég kom inn í fjölskylduna fóru þau í hina marg- frægu Baltica-ferð, sem Karlakór Reykjavíkur stóð fyrir, til landa við Miðjarðarhafið og lifði sú minning vel og lengi hjá þeim. Þau gerðust félagar í ferðaklúbbnum Eddu sem var hópur áhugafólks um ferðalög til landa sem ekki voru þá komin á dagskrá íslensku ferðaskrifstof- anna á þeim tíma. En annars má segja að þau hafi ferðast um mest- allan heim, það var Kínaferðin, Rússlandsferðin, Suður-Ameríku- ferðin, Bandaríkjaferðin, auk fjölda skemmri ferðalaga á sólarstrendur Evrópu. Nokkrar ferðir fórum við hjónin með þeim innanlands og höfðu þau mikið gaman af. Þegar heilsu Jóa tók að hraka var það Gugga sem var hans stoð og stytta í veikindum hans. Er hann lést fyrir um það bil þremur árum varð mikill missir og söknuður hjá henni, enda höfðu þau verið gift í yfir 60 ár og verið mjög samrýnd. Gugga hafði alla tíð fram á síðasta dag mjög gott og sterkt minni og var því mikill fróðleiksbrunnur, þar sem hún gat alltaf fyllt upp í þær eyður sem upp komu er rætt var um fyrri tíma. Nú er komið að leiðarlokum hjá elskulegri tengdamóður minni og er mér efst í huga þakklæti fyrir góð kynni og frábæra umhyggju sem hún veitti mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Við eigum dásamleg- ar minningar um góða konu sem vildi allt fyrir okkur gera. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur Ómar. Elsku amma, nú þegar við kveðj- um þig streyma fram í huga okkar minningar um samveru okkar og hversu stór hlekkur þú varst í lífi okkar. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa á Hólabraut 2. Þið voruð alltaf svo hlý og góð við okkur. Alltaf nægt góðgæti á borð- um svo ekki sé minnst á sörukök- urnar sem þú bakaðir fyrir hver jól. Þótt sjónin væri farin að dofna bak- aðir þú þær samt og naust þess að gefa okkur að smakka. Það er erfitt fyrir okkur að hugsa til þess að amma á Hólabrautinni verður ekki með okkur á jólunum. Elsku amma, þú varst búin að lifa góðu lífi með afa. Þið voruð búin að ferðast saman út um allan heim. Nú ert þú komin til hans og þið getið haldið áfram að ferðast saman. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín. Við vitum að nú líður þér vel eftir erfið veikindi. Guð blessi þig. Jóhann, Jörgen og Eiríkur. Gugga amma er nú látin, aðeins þremur árum eftir að Jói afi féll frá. Það er erfitt að hugsa um ömmu án þess að Jói afi og Hólabrautin komi upp í hugann. Andrúmsloftið á Hólabrautinni var alveg einstakt og þar átti fjölskyldan öll öruggt skjól. Amma og afi voru þeim kostum gædd að kunna vel að taka á móti gestum. Það var líkt og þeim hefði verið það í blóð borið, svo sjálfsagt og eðlilegt var það þeim, enda var þar oft mikið um gesti og gangandi. Amma var alveg einstök handa- vinnukona, allt sem hún tók sér fyr- ir hendur vann hún af alúð og vand- virkni. Það sem hún gerði hvað mest af síðustu árin var að hekla og það voru stoltar ömmustelpur sem gengu með barnavagna um Kefla- vík með milliverk í sængurverum saumuðum af ömmu. Þegar við vor- um yngri saumaði hún handa okkur dúkkuföt og á meðan amma hafði sjón til saumaði hún líka dúkkuföt handa langömmustelpunum sínum. Á sínum yngri árum, saumaði amma mikið af fötum og okkur þótti alltaf ótrúlegt að heyra ömmu segja sögur um skömmtunarmiða og að hún hefði þurft að haga sniðum eft- ir því hve marga metra af efni hún náði að verða sér úti um. Hún var líka iðin við að telja út og það eru margir fallegir gripir eins og púðar, rókokóstólar og myndir sem eftir hana liggja. Það var alltaf mikil reisn yfir ömmu, hún var þessi hljóðláta týpa sem hafði sig ekki mikið í frammi en náði sínu í gegn með staðfestu og sannfæringarkrafti. Hún hafði sterka nærveru og var með ein- dæmum vel gefin kona og við höfum stundum grínast með það að hún væri svolítil prinsessa í sér. Amma var alltaf vel til fara þegar hún fór á mannamót enda átti hún marga pelsa, loðhúfur og skartgripirnir voru stórir og vandaðir eins og al- vöru prinsessum sæmir. Amma var mjög stolt af öllum af- komendum sínum og fylgdist vel með því hvernig þeim vegnaði í líf- inu. Hún sýndi námi okkar systra mikinn áhuga og hvatti okkur áfram með ráði og dáð. Þegar við hugsum til baka getum við ekki annað séð en að amma hafi verið mikil jafnréttiskona á mælikvarða þess tíma. Það má með sanni segja að það sé duglegum og kjarkmikl- um konum eins og henni að þakka, umbætur eins og réttindi kvenna og umbætur í heilbrigðis- og mennta- málum sem áttu sér stað á 20. öld- inni. Það er sárt að missa nána ætt- ingja og ósjálfrátt kemur upp sökn- uður þegar svo ánægjulegar minn- ingar sækja að eins og allar þær sem við áttum á Hólabrautinni. Við munum ávallt minnast ömmu með hlýjum hug og með tímanum mun þakklæti fyrir allt það góða sem hún gaf okkur koma í stað sorg- arinnar sem við finnum til núna. Agnes Ósk, Fanney Pet ra og Íris Helma Ómarsdætur. Nú hefur hún elsku amma fengið friðinn. Jói afi hefur tekið á móti henni opnum örmum. Þó að við vitum að hún amma Gugga er nú á betri stað er þó sárt á sjá eftir henni. Þótt ýmislegt hafi fölnað með árunum, eins og gerist og gengur, förlaði minni hennar aldrei. Hvort sem hún var að rifja upp löngu liðna atburði eða segja frá nýjustu fréttum úr Keflavík var hvergi snurðu á að finna. Það eru þær samræðustundir, við eldhús- borðið á Hólabrautinni, sem við munum sakna mest. Takk fyrir allt elsku amma. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín barnabörn, Atli Már, Brynleifur Örn og Sandra Sif Þegar ég hugsa til systur minnar Guggu sem lést 7. desember sl., þá kemur upp í huga minn að hún og hennar fjölskylda er búin að vera fastur liður í mínu lífi frá því ég fæddist. Gugga var þá tuttugu og tveggja ára og voru þá Einar og Sverrir fjögurra ára. Ég tel mig hafa verið mjög heppna að hafa átt þá og síðan Gullý og Þórunni að fé- lögum og vinum alla tíð. Það voru ófáar ferðirnar sem ég, mamma og pabbi fórum eftir kvöldmat upp á Heiðarveg til að vera samvistum við fjölskyldu Guggu systur. Það voru mínar sælustundir. Eins er það ljóslifandi í huga mér að ég og mamma fórum til Guggu eftir há- degi, skólinn búinn og þær mamma og Gugga voru byrjaðar að sauma jólafötin á okkur krakkana. Þá minnist ég með ánægju þess tíma sem Gugga og fjölskylda bjuggu á Hafnargötunni heima hjá mömmu og pabba, en þá var verið að byggja Hólabraut 2. Það voru gleðistundir. Ég man að þegar þau fluttu varð ég ákaflega sorgmædd því ég hefði viljað hafa þau áfram heima. En ég var heppin það var ekki langt að fara upp á Hólabraut. Þrátt fyrir mikinn aldursmun okkar systranna voru náin tengsl á milli okkar og margt sameiginlegt. Báðar erum við fæddar í apríl. Sömu ár og ég eignast strákana mína eignast hún alltaf barnabörn og þegar ég eign- ast barnabörn þá eignast hún barnabarnabörn. Vorum við því oft uppteknar af börnum og barna- börnum á sama tíma á æviskeiði okkar. Eftir að ég eignast mína fjöl- skyldu eru þær stundir ekki ófáar sem ég og fjölskylda mín áttum með Guggu og fjölskyldu hennar á jólum og á öðrum hátíðarstundum. Það var föst regla um langa tíð að fjölskyldur okkar Ráðu systur hitt- ust hjá Guggu og Jóa á jólunum og áttum saman ánægjustundir. Eru það ógleymanlegar stundir í mínum huga. Ég kveð systur mína með þakk- læti og virðingu og þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Megi guð og gæfa fylgja hennar fjölskyldu um ókomna tíð. Kveðja, Magnúsína litla systir. Guðríður giftist bróður okkar Jó- hanni Friðrikssyni ung að aldri og hófu þau búskap að Heiðarvegi í Keflavík. Það var happ okkar yngri systkinanna að eiga athvarf hjá þeim, þegar við fórum að flytja frá heimili okkar á Látrum í Aðalvík til Keflavíkur. Svo var um fleiri skylda og vandalausa. Þá sannaðist að Jói bróðir hefði gifst góðri konu, sem gerði að verkum að gott var þar að vera, enda gestkvæmt hjá þeim alla tíð. Þegar börnin voru uppkomin hófst nýr þáttur í lífi þeirra, sem þau notuðu til þess að skoða heim- inn. Ég og Dilla konan mín ferð- uðumst mikið með þeim, bæði í tengslum við saumaklúbbinn þeirra „Bláa blómið“ og í ferðaklúbbnum Eddu. Margar af þessum ferðum voru mjög eftirminnilegar, ekki síst ferðin til Kína. Ég minnist þess allt- af þegar Gugga gerðist sérfræðing- ur í silkikaupum í glæsilegri versl- un í Peking, enda var hún orðin leiðsögumaður fyrir hóp af konum þegar yfir lauk, enda sérfræðingur í hannyrðum og smekkleg og listræn á flestum sviðum. Ekki er hægt að koma öllu að í stuttri grein, en eitt er víst að við erum að kveðja góða konu sem hef- ur verið okkur mjög kær í gegnum tíðina og við vitum að hún fær góð- ar móttökur, þegar hún stígur yfir þröskuld hins ókunna. Blessuð sé minning hennar. Guðmunda og Þórbergur. Minningin um Guggu frænku, systur mömmu, er góð. Ég á marg- ar góðar minningar frá Hólabraut- inni og fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til Guggu og Jóa. Húsið var stórt og spennandi fyrir börn að leika sér í, sérstaklega efsta hæðin þar sem Sverrir frændi bjó um tíma, það var spennandi að heim- sækja hann. Lengi vel var það siður í minni fjölskyldu að fara til Guggu frænku á aðfangadagskvöld eftir að búið var að opna alla pakkana. Minningin um þessar samveru- stund með fjölskyldunni er góð og eitthvað sem aldrei hverfur. Gugga tók alltaf vel á móti öllum og er dótaskúffan í eldhúsinu eitthvað sem aldrei gleymist. Gugga og Jói komu ávallt til okkar á annan í jól- um og eru ófáar vistirnar sem ég spilaði með Jóa yfir jólin, hvort sem það var á jóladag heima hjá Ráðu og Henna eða heima hjá okkur á Faxabrautinni. Alltaf var jafngam- an að spila vist með Jóa, meiri keppnismann er erfitt að finna. Gugga og Jói voru afar heppin og farsæl, fáir eru svo heppnir að eiga svona stóra og góða fjölskyldu, hvort sem það eru langafabörn, barnabörn, tengdadætur- og synir eða synir og dætur. Gugga var um- lukin ást alla sína ævi. Ég vil þakka fyrir að eiga svona góða ættingja, þakka fyrir öll þau jól sem við höfum verið saman, þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman um leið og ég og mín fjölskylda vottum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eysteinn og fjölskylda. Guðríður Guðmundsdóttir ✝ Sendum öllum vinum og ættingjum innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móður, ömmu, langömmu og systur, HÓLMFRÍÐAR ÁSGEIRSDÓTTUR, er lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 24. nóvember síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð veri með ykkur öllum. Sverrir Jónsson, Charlotta Sverrisdóttir, Ásgeir Sverrisson, barnabörn, langömmubörn og María Ásgeirsdóttir. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.