Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FJÖLGA þarf sjúkraliðum og hjúkr- unarfræðingum verulega á næstu árum til þess að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta kom fram á fundi sem Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra hélt í gær en þar var kynnt skýrsla sem Hag- fræðistofnun hefur unnið fyrir ráðu- neytið um þörf fyrir fólk í heilbrigð- isþjónustunni. Fram kemur í skýrslunni að fjöldi lækna sem út- skrifaður er á ári hverju sé nokkuð viðunandi og ástandið í stétt sjúkra- þjálfara sé nokkuð gott. Á fundinum gerðu ráðherra og þeir Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar og Axel Hall, sérfræðingur hjá stofn- uninni, grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar og unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Tryggvi sagði ljóst að á næstu ár- um myndi eftirspurn eftir heilbrigð- isstarfsmönnum vaxa mjög á Ís- landi. „Bæði vegna þess að aldurs- samsetning þjóðarinnar er að breytast vegna lægri fæðingartíðni og aukinnar lífslengdar,“ sagði Tryggvi. Auk þess hefði lífsstíll fólks breyst og eftirspurn eftir heilbrigð- isþjónustu myndi vaxa mikið í fram- tíðinni. Sagði Tryggvi að í spánni kæmi fram að lyfta þyrfti grettistaki í því að mennta heilbrigðisstarfs- menn. Í haust hefðu yfirvöld ákveðið að auka fjárframlög til Háskóla Ís- lands og Háskólans á Akureyri til þess að mennta fleiri hjúkrunar- fræðinga en plássum fyrir nema var þá fjölgað úr 80 í 105 í HÍ og úr 35 í 45 í HA. Ástandið ekki gott hjá sjúkraliðum Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að ástand mála hjá sjúkraliðastéttinni sé almennt ekki gott. Síðastliðin 10 ár hafi að jafnaði um 87 sjúkraliðaleyfi verið gefin út á ári og sé miðað við spá fagfélags þeirra sé ljóst að of fáir einstakling- ar sæki í sjúkraliðanám. Gera megi ráð fyrir að útskrifa þurfi á bilinu 120 til 140 sjúkraliða á ári en takist ekki að laða að fleiri í námið muni skorturinn aukast á næstu árum. Sama gildir um hjúkrunarfræð- inga. Um 110 hjúkrunarfræðingar útskrifast á ári hverju en Hagfræði- stofnun telur raunhæft að gera ráð fyrir að útskrifa þurfi 130 til 140 hjúkrunarfræðinga árlega. Að jafn- aði útskrifast um 48 læknar hér á landi árlega, sem er nokkuð við- unandi, að því er segir í skýrslunni. Þar er hins vegar bent á að taka verði tillit til þess að stór hópur lækna hverfi tímabundið af innlend- um vinnumarkaði meðan hann sæki sérmenntun til útlanda. Á móti komi þó að fleiri stundi nú grunnnám í út- löndum og komi svo hingað til lands sem unglæknar og vinni tímabundið sem slíkir. Ástandið í stétt sjúkra- þjálfara er nokkuð gott, segir í skýrslunni, en árlega útskrifast um 20 sjúkraþjálfarar. Um 500 hjúkrunarfræðingar starfa við annað Axel Hall ræddi m.a. þá þætti sem hefðu áhrif á framboð og eftirspurn innan heilbrigðiskerfisins. Sagði hann m.a. að tækniframfarir og hag- vöxtur hefðu áhrif, breyttir lifnaðar- hættir og fleira. „Við erum hluti af alþjóðlegum vinnumarkaði. Sér- hæfðir starfskraftar hafa mörg tækifæri til þess að stunda störf bæði hér á landi og erlendis,“ benti hann á. Þá myndi fólk nýta sér þau tækifæri sem nú byðust til að fara fyrr á eftirlaun, m.a. vegna tilkomu viðbótarlífeyrissparnaðar. Á endan- um snerist málið svo um launakjör- in, sem skiptu ávallt miklu. Axel sagði að það sem sennilega lægi til grundvallar skorti á starfs- fólki í heilbrigðisþjónustunni nú væri að margt hjúkrunarfólk hefði horfið til annarra starfa. Fram kom í máli heilbrigðisráðherra á fundinum að í dag vinni um 500 menntaðir hjúkrunarfræðingar við annað en sína grein. „Okkur vantar þetta fólk inn, það er vont að missa það út,“ sagði Siv. Alls eru hjúkrunarfræð- ingar í landinu um 3.000 talsins. Kvaðst ráðherra í heildina ánægð með mannaflaspána. Ljóst væri að við þyrftum að „herða okkur í að út- skrifa fleiri hjúkrunarfræðinga og mennta fleiri sjúkraliða.“ Þörf á verulegri fjölgun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á næstu árum Grettistaki þarf að lyfta í menntun heilbrigðis- starfsmanna að því er fram kom á fundi þar sem skýrsla um starfs- fólk í heilbrigðiskerfinu var kynnt. Morgunblaðið/Golli Skortur Viðvarandi mannekla hefur verið á Landspítalanum undanfarin misseri. Helst vantar sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga til starfa. Myndin er af sjúkraliðum á endurhæfingardeild Landspítalans á Grensás. hefur verið skýrlega leitt í ljós, að áfrýjandi hafi krafið fyrirtækin Mjólku (þ.e. hinn upphaflega kvart- anda) og Ostahúsið um mismun- andi verð, er þau keyptu af honum undanrennuduft, sbr. reikninga dags. 7. október 2005. Var verðið til Ostahússins ekki leiðrétt til hækk- unar en gefinn út reikningur á hækkuðu verði hinn 14. október 2006 og þá ekki að frumkvæði áfrýjanda heldur þá fyrst eftir að erindi þess efnis hafði borist hon- um frá Mjólku. Fer því ekki á milli mála, að mati áfrýjunarnefndar samkeppnismála, að umræddum viðskiptaaðilum áfrýjanda hafi ver- ið „mismunað með ólíkum skilmál- um í sams konar viðskiptum,“ (í skilningi c liðar 2. mgr. 11. gr. sam- keppnislaga), á þeim tíma er hér um ræðir, þótt mismununin varði að vísu í stuttan tíma. Af þessu leiddi tímabundna skerðingu á samkeppnisstöðu umræddra við- skiptaaðila, í merkingu umgetins ákvæðis samkeppnislaga. Með vísun til þess, sem hér hefur verið sagt, sem og að öðru leyti til röksemda Samkeppniseftirlitsins fyrir hinni kærðu ákvörðun, ber að staðfesta hana,“ segir enn fremur í niðurstöðunni. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest þá niðurstöðu Samkeppnieftirlitsins að Osta- og smjörsalan sf. hafi brotið ákvæði samkeppnislaga við sölu á undan- rennudufti til Mjólku, þar sem fyrirtækið hafi ekki notið sömu við- skiptaskilmála og Ostahúsið. Osta- og smjörsalan höfðaði mál- ið gegn Samkeppniseftirlitinu til að fá ákvörðun þess hrundið um að samkeppnislög hefðu verið brotin. Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála segir að ljóst sé að búvörulög gildi um verðákvörð- un mjólkurafurða og gangi þau framar samkeppnislögum þar sem búvörulögunum sleppi falli við- skipti með búvörur undir sam- keppnislög. Osta- og smjörsalan ráðandi í sölu á undanrennudufti Segir jafnframt að ljóst sé að Osta- og smjörsalan sé markaðs- ráðandi hvað varði framleiðslu og sölu á undanrennudufti hér á landi og hafi í raun réttri einokunarstöðu miðað við núverandi aðstæður. „Af hálfu Samkeppniseftirlits Osta- og smjör- salan braut sam- keppnislög á Mjólku SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra ræddi aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um. Nú hefði plássum í námi í hjúkr- unarfræði verið fjöglað sem væri ánægjulegt. Þetta myndi leysa fyrir- sjáanlegan vanda „en það verður vandi þangað til þessir nýju nemar fara að útskrifast sem verður ekki fyrr en eftir fjögur ár“. Líka þyrfti að stuðla að fjölgun sjúkraliða. Verið væri að vinna í því en áfram yrði þó skortur á sjúkralið- um. „Það er alveg ljóst að við þurf- um að halda mjög vel utan um starfsmennina sem eru í þessum greinum,“ sagði Siv. Hrósaði hún sérstaklega Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi fyrir átak sem þar væri verið að gera í þessu. Þar væri búið að ráða starfsþróunarstjóra, sem ræddi við starfsmenn, m.a. þá sem hygðust hætta. Siv sagði að vinna þyrfti að því að þeir sem lykju sjúkraliða- og hjúkr- unarfræðinámi skiluðu sér til starfa í þessum greinum og einnig þyrfti að huga að því að ráða erlenda hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. „Við er- um með hlutfallslega mjög fáa er- lenda hjúkrunarfræðinga,“ sagði Siv. Á LSH væru þeir í kringum 40 talsins. Um helmingur þeirra hefði verið við störf í meira en fimm ár. Áfram skortur á næstunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.