Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Til að minnka sykurlöngunina Króm SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði „HVERNIG er hægt að deila um það hvort fyrirbæri eins og helför- in, þar sem sex milljón gyðingum var útrýmt, hafi átt sér stað?“ er spurt í frétt frá Háskólanum á Ak- ureyri í tilefni fyrirlestrar sem þar verður haldinn í dag. Dr. Markús Meckl, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, er alþjóðlega viðurkenndur sér- fræðingur í helförinni og mun hann fjalla um þá ótrúlegu stöðu sem nú er uppi, en í vikunni hafa verið haldnar tvær alþjóðlegar ráðstefnur, þar af önnur þar sem fjöldi manna heldur því fram að helförin sé hugarórar. Fyrirlest- urinn verður í stofu Þ14 í húsi HA við Þingvallastræti og hefst kl. 14.    Sparisjóður Norðlendinga býður viðskiptavinum sínum á jóla- tónleika í Glerárkirkju í kvöld. Þeir hefjast kl. 20 en reyndar hef- ur öðrum verið bætt við kl. 22 vegna mikillar eftirspurnar. Fram koma Stúlknakór Akureyrarkirkju, Karlakór Eyjafjarðar og Regína Ósk. Miðar fást í afgreiðslu Spari- sjóðsins.    Lögreglan á Akureyri hefur upp- lýst íkveikju í fjölbýlishúsi við Drekagil 18. nóvember sl. þegar talsverðar skemmdir urðu af eldi og reyk. Þrír drengir á aldrinum 12–14 voru grunaðir um verkn- aðinn og hefur einn af þeim við- urkennt að hafa kveikt í blaða- bunka í sameign fjölbýlishússins. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að skilja ekki blaðabunka eftir í sam- eignum eða láta þá safnast saman á þeim stöðum þar sem mikil hætta getur skapast ef kviknar í þeim.    Síðustu sýningar á leikritinu Herra Kolbert hjá LA verða um helgina, í kvöld og á morgun. Þrátt fyrir góða aðsókn lýkur sýn- ingum nú um helgina, enda þarf að rýma til fyrir næstu frumsýn- ingu. Helförin sem hitamál Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kolbert Leikarar í verkinu ásamt höfundinum David Gieselmann. AKUREYRI JÓHANNES G. Bjarnason, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, vill berjast fyrir því að Akureyrarvöllur verði byggður upp þar sem hann er nú, með löglegri frjálsíþróttaaðstöðu, fyrir Landsmót UMFÍ 2009, og hætt verði við að byggja upp keppnisvelli með áhorfendastæðum á svæðum KA og Þórs. Framsóknarmenn höfðu það á stefnuskránni lengst allra í aðdrag- anda síðustu bæjarstjórnarkosninga að íþróttaleikvangur bæjarins yrði byggður upp til framtíðar með frjáls- íþróttaaðstöðu, þar sem aðalleikvang- ur bæjarins er nú. Skömmu fyrir kosningar tilkynntu svo þáverandi meirihlutaflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, að opnað yrði fyrir möguleika á því að húsnæði fyrir verslun og þjónustu yrði reist á nú- verandi vallarsvæði og lagt yrði til að aðalskipulagi yrði breytt með þeim hætti. Oddviti þeirra, Jakob Björns- son, sagði það hefði haft áhrif á þá ákvörðun, hve fáar athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í þá veru að Akureyrarvöllur yrði áfram á sama stað. „Ég held að heiðarlegast sé að segja að menn hafi ofmetið áhuga fólks á að halda vellinum þarna á svæðinu,“ sagði Jakob í vor. Í haust var svo samþykkt í bæj- arstjórn nýtt aðalskipulag þar sem ákveðið var að á vallarsvæðinu í mið- bænum yrði verslunarhúsnæði og blönduð byggð auk útivistarsvæðis. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það væri vitleysa að hverfa frá því að byggja upp Akureyrarvöll. Við átt- um bara ekkert bakland í vor eftir að stjórnir knattspyrnudeilda beggja fé- laganna lýstu því yfir að þær vildu fá keppnisvelli út í hverfin. Þess vegna lögðum við niður vopn en ég held að hver maður sjái það í hendi sér hve röng hugmynd það er að byggja upp keppnisvelli á tveimur stöðum í bæn- um, annan með frjálsíþróttasvæði, og byggja svo einhverjar verslanir og blandaða íbúðabyggð á vallarsvæð- inu,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að þetta mál hafi verið rætt ítarlega í hópi framsóknar- manna undanfarið og þeir komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé of seint að breyta áætlunum. „Það er einhugur um það í okkar hópi að marka þá stefnu að hverfa frá þeim áætlunum um að leggja völlinn niður.“ Jóhannes segir áhorfendastúkuna við aðalleikvanginn orðna gamla og lélega og jafnvel verði best að rífa hana og byggja nýja og samfara því verði hægt að færa vallarstæðið til. „Það er tæknilega ekki flókið en snýst miklu meira um pólitískan vilja,“ sagði Jóhannes Bjarnason. Framsókn vill byggja upp Akureyrarvöll Akureyrarvöllur Samkvæmt nýju deiliskipulagi verður blönduð byggð og verslunarhúsnæði á vallarsvæðinu. Framsóknarmenn eru mótfallnir því. „Ekki flókið en snýst um pólitískan vilja,“ segir oddvitinn Í HNOTSKURN »Framsóknarmenn hafaákveðið að berjast fyrir því á nýjan leik að íþrótta- leikvangur bæjarins verði áfram á sama stað. »„Ég held að hver maðursjái það í hendi sér hve röng hugmynd það er að byggja upp keppnisvelli á tveimur stöðum í bænum …“ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kópavogur | Samkvæmt nýsamþykktri fjár- hagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir miklum rekstrarafgangi þrátt fyrir að framundan sé mesta framkvæmdaár í sögu Kópavogs, að sögn Gunnars I. Birg- issonar bæjarstjóra. Íbúum Kópavogs hefur fjölgað um nær 1.200 manns á líðandi ári og eru þeir nú tæplega 28.000. Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 4% á næsta ári og verði hátt í 29.000 í árslok 2007. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum 12. desember sl. fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar fyrir árið 2007. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins verði rúmir tveir milljarðar króna eða 19% af skatttekjum bæj- arins sem eru áætlaðar 10,4 milljarðar en veltufé af rekstri er 15%. Heildartekjur Kópavogsbæjar 2007 eru áætlaðar rúmir 14 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að álagn- ing útsvars og fasteignaskatts haldist óbreytt milli ára. Laun og launatengd gjöld eru 52,3% af heildargjöldum. Áætlað er að útgjöld til rekstrar málaflokka A-hluta verði um 11,2 milljarðar króna sem er um 9% hækkun. Mest hækkun á sér stað á sviði fræðslu- og uppeldismála, eða alls um 700 milljónir króna. Heildarskuldir án lífeyrisskuldbindinga í árslok 2007 eru áætlaðar 11,1 milljarður króna, endurskoðun 2006 gerir ráð fyrir 10,7 milljörðum og heildarskuldir 2005 á árs- lokaverðlagi 2006 (nv 266,1) eru 10,6 millj- arðar króna. „Rekstur bæjarins er afar traustur,“ segir Gunnar Birgisson og bendir á að bærinn hafi ekki safnað skuldum. „Við skilum tveggja milljarða rekstrarafgangi þrátt fyrir það að við hækkum ekki nein þjónustugjöld þannig að um er að ræða raunlækkun á þjón- ustugjöldum á milli ára um 7%.“ Hann bætir við að ef handbært fé væri tekið frá rekstri tæki fjögur ár að greiða upp skuldirnar. Miklar framkvæmdir og fjárfestingar Mikill vöxtur hefur einkennt Kópavog und- anfarin ár. Ný hverfi hafa sprottið upp í Vatnsenda og eru frekari landakaup þar fyr- irhuguð til að tryggja framtíðarbygging- arland bæjarins og áframhaldandi vöxt. Ný hverfi rísa einnig í Fossvogsdal og á Kársnesi auk þess sem gert er ráð fyrir framkvæmdum og aukinni þjónustu við eldri hverfi bæjarins. Á næsta ári eru ráðgerðar framkvæmdir og fjárfestingar í byggingarlöndum fyrir samtals um 6,8 milljarða króna og er það meira en nokkru sinni fyrr á einu ári. Áhersla verður á framkvæmdir vegna íþróttamála, grunnskóla og leikskóla og gatnaframkvæmdir. „Við erum að fara í mesta framkvæmdaár í sögu bæjarins á næsta ári,“ segir Gunnar Birgisson. „Við erum með framkvæmdirnar á undan innflutningnum þannig að þetta ár verður okkur mjög þungt en 2008 verður mun léttara.“ Til framkvæmda í íþróttamálum verður varið um 1,7 milljörðum króna. Stærsta verk- efnið er bygging fjölnota íþróttahúss í Þing- unum en milljarður fer í það. Stúka við Kópa- vogsvöll kostar um 300 til 400 milljónir. 1,2 milljarðar fara í framkvæmdir við nýjar og gamlar götur. Tæpur milljarður fer í fram- kvæmdir við leik- og grunnskóla og 1,5 millj- arðar í kaup á nýbyggingarlandi. Fram- kvæmdir á vegum vatnsveitunnar verða fyrir um 600 milljónir og þar af um 400 milljónir í nýframkvæmdir á vatnsveitunni sem verður tekin í notkun í ágúst en þá verður hætt að kaupa vatn frá Reykjavík. Ráðdeild og aðhaldssemi Þrátt fyrir mikinn vöxt sveitarfélagsins og auknar kröfur um meiri þjónustu við íbúa hefur rekstur Kópavogsbæjar gengið vel und- anfarin ár. Gunnar Birgisson segir að skuldir aukist ekki á næsta ári og eigið fé hafi aukist ár frá ári sem þýði að framkvæmt hafi verið út úr rekstrinum. Reiknað sé með að eig- infjárhlutfallið verði komið upp í 50% á næsta ári. Gunnar Birgisson segir að traust staða Kópavogsbæjar sé vegna ráðdeildar og að- haldssemi í rekstrinum. Mikil breyting hafi orðið á tekjum bæjarins. 1990 hafi skatttekj- urnar verið lágar miðað við önnur sveit- arfélög en nú hafi staðan breyst og Kópa- vogsbær sé í hópi sveitarfélaga með hæstu skatttekjurnar. Fjöldi fyrirtækja hafi flutt í bæinn og þau hafi dregið fólk með sér auk þess sem byggingar þeirra hafi skapað tekjur fyrir bæinn. „Frábært starfsfólk og ráðdeild okkar og aðhald í rekstrinum hefur skapað þetta svigrúm.“ Mesta framkvæmdaár Kópavogs Morgunblaðið/RAX Vöxtur Ný íbúðahverfi hafa sprottið upp í Vatnsenda í Kópavogi og eru frekari landakaup þar fyrirhuguð til að tryggja framtíðarbyggingarland bæjarins og áframhaldandi vöxt. Í HNOTSKURN » Á næsta ári eru ráðgerðar fram-kvæmdir og fjárfestingar í bygging- arlöndum Kópavogs fyrir samtals um 6,8 milljarða króna. » Gert er ráð fyrir að rekstrar-afgangur ársins verði rúmir tveir milljarðar króna. » Í ágúst á næsta ári hættir Kópavog-ur að kaupa vatn frá Reykjavík. Traustur rekstur sveitarfé- lagsins og mikill rekstrar- afgangur áætlaður 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.