Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, ÉG HEF ALLTAF VITAÐ AÐ MÉR ERU ÆTLAÐIR STÓRIR HLUTIR Í LÍFINU HVAÐ VAR ÞETTA? MJÖG ÓÞÆGILEGUR KJÁNA- HROLLUR FYRIRGEFÐU! ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ SKEMMA KÍKINN ÞINN! (SNIFF) MÉR ER BÚIÐ AÐ LÍÐA HRÆÐILEGA Í ALLAN DAG FYRIRGEFÐU AÐ ÉG ÖSKRAÐI Á ÞIG! ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ VERA REIÐUR ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ ÞÁ ER ÞETTA EKKI ÞAÐ HRÆÐILEGT... ÞETTA VAR NÚ EINU SINNI BARA KÍKIR (SNIFF) Í ALVÖRU? JÁ... EFTIR TÍU ÁR ÁTTU EFTIR AÐ EYÐILEGGJA BÍLINN MINN VEISTU HVENÆR ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER FARIÐ AÐ HALLA UNDAN FÆTI Í HJÓNABANDINU? HVENÆR ? ÞEGAR HANN ER HÆTTUR AÐ GEFA ÞÉR BLÓM... OG ER FARINN AÐ GEFA ÞÉR HVÍTLAUK TIL AÐ SETJA Í SÓSUNA Í STAÐINN ÞETTA ER GAMLA ÁRBÓKIN MÍN... HÚN MINNIR MIG BARA Á ÞAÐ HVAÐ ÉG ER ORÐIN GÖMUL EKKI ÞAÐ AÐ ÉG HAFI MIKIÐ BREYST Á ÞESSUM ÁRUM ÉG ÆTLA AÐ VONA HENNAR VEGNA AÐ HÚN SÉ AÐ LJÚGA LALLI, LEIÐIN TIL ÞESS AÐ FÁ NÁGRANNA OKKAR TIL ÞESS AÐ HÆTTA AÐ ÚÐA PALLINN OKKAR ER EKKI SÚ AÐ KAUPA STÆRRI ÚÐARA OG BLEYTA PALLINN ÞEIRRA ENN MEIRA VIÐ ERUM BÚIN AÐ REYNA ALLT ANNAÐ! SUMIR ÞURFA BARA AÐ LENDA Í ÞVÍ SAMA ADDA, VILTU RÆÐA AÐEINS VIÐ MIG? HVAÐ SAGÐI ÉG? ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA AÐ HEIMSÆKJA MIG PETER ÞÚ VEIST AÐ ÉG GERI ÞAÐ EKKI HAFA ÁHYGGJUR, ÉG FER AUÐVITAÐ VEL MEÐ NÝJU STJÖRNUNA MÍNA ÉG ELSKA ÞIG M.J. ÞETTA ER BESTI HLUTINN AF FERÐINNI FARÞEGAR Í FLUGI TIL LOS ANGELES, VINSAMLEGAST FARIÐ AÐ HLIÐI 10 Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu stendurfyrir fjölskyldudegi íHaukafelli næstkomandi sunnudag 17. desember, milli kl. 11 og 16, og er þetta er í fjórða skipti sem slíkur dagur er haldinn. Rannveig Einarsdóttir er í stjórn Skógræktarfélagsins: „Við leyfum fólki að koma og velja sér jólatré úr skóginum og fella sjálft,“ segir Rannveig. „Fjölskyldudagurinn er nokkurs konar uppskeruhátíð okkar skógræktarfólks, en fjöldi fólks leggur félaginu lið í formi óeig- ingjarnrar vinnu og fær að launum afurðir úr skóginum,“ bætir Rann- veig við. Sveinarnir fara á stjá Boðið verður upp á kökur og kakó og von er á góðum gestum: „Skammt frá skóginum er annáluð jólasveinabyggð og fullvíst að finna má einhverja sveina á vappi um skóginn sem eru allir af vilja gerðir við að hjálpa fólki að finna fallegt jólatré,“ segir Rannveig. Gestir á fjölskyldudeginum þurfa að koma vel klæddir og taka með sér sög til að fella tréð. Að sögn Rannveigar er orðinn nokkuð ræktarlegur skógur í Haukafelli, en eingöngu verða felld sitkagreni og stafafurutré. „Allir eru velkomnir í Haukafell, þó þeir séu ekki í jólatréshugleiðingum. Í Haukafelli eru góðar gönguleiðir og upplagt fyrir fjölskylduna að fá sér göngu í skóginum og fá ferskt loft í lungun. Umfram allt er fjöl- skyldudagurinn til skemmtunar og viljum við fá fólk til að njóta dagsins með okkur,“ segir Rannveig. „Sjálfri þykir mér þetta ómissandi hluti af jólunum, sérstaklega ef veð- ur er gott.“ Virk starfsemi Skógræktarfélag Austur- Skaftafellsýslu var stofnað 1952 og er sjálfstætt starfandi deild innan Skógræktarfélags Íslands. Félagið er með tvö skógræktarsvæði; ann- ars vegar í Haukafelli og hins vegar við Drápskletta á Höfn . „Í Hauka- felli höfum við undanfarið einkum unnið að grisjun skógarins, gerð tjaldstæðis, göngustíga og fræðslu- skilta. Inngangur að þjóðargersemi Haukafell er við jaðar Fláajökuls, sem er einn af skriðjöklunum sem ganga suður úr Vatnajökli. Með til- komu Vatnajökulsþjóðgarðs og auk- inni ferðamennsku á svæðinu mun vægi útivistarsvæða eins og Hauka- fells aukast,“ segir Rannveig. Að Haukafelli er hálftíma akstur til vesturs frá Höfn í Hornafirði en Haukafell er í um 5 kílómetra fjar- lægð frá þjóðvegi 1. Athygli er vakin á því að seinasti spölurinn að skóginum er ekki alltaf greiðfær öllum bílum. Nánari upplýsingar um fjöl- skyldudaginn má fá hjá Rannveigu í síma 699 1424. Útivist | Kakó og kökur, jólatré og jólasveinar í fallegri náttúru við rætur Vatnajökuls Jólastemning í Haukafelli  Rannveig Ein- arsdóttir fæddist á Mýrum í Hornafirði 1956. Hún lauk námi sem garðyrkju- fræðingur af yl- ræktarbraut frá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj- um í Ölfusi 1974, með blómaskreyt- ingar sem sérgrein. Hún leggur nú stund á fjarnám í umhverfisfræðum við Háskólann á Akureyri. Rann- veig starfrækti fyrirtækið Blóma- land í 25 ár, var svæðisstjóri Suður- landsskóga frá 2001 til 2005 og rekur nú eigið fyrirtæki Nátt- úrulega ehf. Rannveig hefur verið gjaldkeri Skógræktarfélags Aust- ur-Skaftafellssýslu frá árinu 2002. Rannveig er gift Magnúsi Jónassyni skrúðgarðyrkjumeistara og eiga þau tvö börn. UNGUR gestur á sögu- og menningarsafninu í St. Pétursborg í Rússlandi skoðar hér styttu af bolabít. Bolabíturinn er eitt af 221 listaverki sem stolið var af safninu í júlí sl. Þar af hefur 31 verið endurheimt og eru þau verk nú aftur til sýnis á sérstakri sýningu. Safnið var upprunalega stofnað af Katr- ínu miklu árið 1764 og hýsti til að byrja með 250 málverk hvaðanæva úr Evrópu sem keisaraynjan lét festa kaup á. Reuters Stolin list til sýnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.