Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 59 menning Hvað segirðu gott? Ég er í sjöunda himni. Án Hemma. Enda með nýja bók og samning við langstærsta kvikmyndafyrirtæki Þýskalands. Skál! Notarðu stefnuljós? (Spurt af Jó- hanni Helgasyni, síðasta aðalsmanni.) Stundum. Kanntu þjóðsönginn? Þúsund ár og titrandi tár og allt það? Ég held það bara. Áttu þér gælunafn? Nei. Hvað talar þú mörg tungumál? Ég get bjargað mér á fjórum tungu- málum. Raymond Chandler eða Sjövall og Wahlöö? Auðvitað Chandler. Ég er minna fyrir Inspector Maximus. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Fyrir skömmu. Til London. Slapp samt við flensuna hans Egils Helga. Uppáhaldsmaturinn? Margkryddaðar nautalundir með sveppum og grænpiparsósu. Og flösku af San Pedro Cabo de Hornos rauðvíni. Bragðbesti skyndibitinn? Jack Daniels. Hvað bók lastu síðast? Rebecca West eftir Fay Weldon. Hvaða leikrit sástu síðast? MAMMA MIA! Abba-fjör í London. Gat ekki annað. Hvaða plötu ertu að hlusta á? The Lion and the Cobra. Fyrstu plötu Sinead O’Connor. Hún er svo dásamlega reið. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Engin. Þú ferð á grímuball sem …? Hver veit. Auður Haralds? Gerður Kristný? Helstu kostir þínir? Þrautseigja. Þrjóska. En gallar? Ég hlýt að vera gallalaus! Fyrsta ástin? Eins og rússibani sem fór út af spor- inu. Besta líkamsræktin? Að skokka um borgina með gems- ann í eyranu. Algengasti ruslpósturinn? Þreytt auglýsingablöð um drasl sem ég þarf ekki og vil ekki kaupa. Hvaða ilmvatn notarðu? Pure Poison. Dior. Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? Ég elska Þjóðverja. Þeir eru svo hrifnir af bókunum mínum! Uppáhaldsbloggsíða? Belle de Jour. Fyndin stelpa sem heldur nafni sínu leyndu. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Ertu ástfangin(n)? Íslenskur aðall | Stella Blómkvist Auður Haralds eða Gerður Kristný? Aðalskona vikunnar er eitt af stóru spurninga- merkjunum í íslenskri bókmenntasögu. Hún heitir Stella Blómkvist og elskar Þýskaland. Morgunblaðið/Árni Sæberg Harðsoðin Þykir meira til Chandler koma en Inspectors Maximus. ÞAÐ liggur kannski ekki margt ósagt um Bítilinn John Lennon, sem var myrtur á Manhattan-eyju í des- ember árið 1980. Um hann og hljóm- sveitina hafa komið út ótal bækur, sjónvarpsþættir og heimild- armyndir. Lennon er þó kannski sá Bítill sem liggur best við höggi þeg- ar kemur að gerð heimildarmynda þar sem ógrynni myndefnis er til frá frægðarárum hans. Þá voru hann og Yoko Ono eiginkona hans látlaust milli tannanna á fjölmiðlum, og voru dugleg að nýta sér þá athygli til að vinna að framgangi samfélagslegra baráttumála. Það er einmitt um þessi baráttumál Lennons og feril hans sem félagslegs aðgerðasinna sem heimildarmyndin Bandaríkin gegn John Lennon fjallar. Frásagnarramminn afmarkast við tilraunir bandarískra stjórnvalda til að klekkja á Lennon og það almenn- ingsálit sem Bítillinn skapaði sér í Bandaríkjunum, en um leið er dreg- in upp svipmynd af miklu umbylt- ingarskeiði í bandarísku þjóðlífi. Í bakgrunni er Víetnamstríðið og tímabil Nixon-stjórnarinnar sem hafði litla þolinmæði fyrir and- ófsröddum gegn umdeildum stjórn- arháttum hennar. Þegar komið var fram á áttunda áratuginn höfðu ýmsir forkólfar hippakynslóðarinnar fyllst efasemdum gagnvart þeim hugsjónum sem áður drifu frið- arhreyfinguna áfram, og meiri harka færðist í andófsaðferðir þeirra. Þegar Lennon flutti með Yoko Ono til New York um þetta leyti lentu þau í hringiðu þessara hreyfinga, en Lennon skapaði sér þó sess sem skýr talsmaður frið- samlegra mótmæla. Lennon var ein- beittur og opinskár andstæðingur Víetnamstríðsins og var það ekki síst sú sannfæring sem bakaði hon- um óvild bandarískra stjórnvalda, sem skipuðu tónlistarmanninum í flokk óvina ríkisins, njósnuðu um hann og reyndu að vísa honum úr landi. Þótt mikið efni sé til um Bítlana er nálgunaraðferð þessarar myndar mjög athyglisverð. Hún staðsetur Lennon í hringiðu harðra pólitískra deilumála og leggur þannig áherslu á stjörnu sem beitir frægðarvaldi sínu til að vinna að framgangi fé- lagslegs réttlætis. Helstu styrk- leikar myndarinnar felast í þeirri portrettmynd sem brugðið er upp af Lennon, en hann bjó yfir sterkri sannfæringu sem hann fylgdi óhræddur eftir og tjáði oft á ógleym- anlegan máta. Þá dregur myndin sterkt fram hversu vel Lennon átt- aði sig á gangvirki ímynda- samfélagsins og því hversu mikil hugmyndafræðileg áhrif hann gæti haft á þeim vettvangi í krafti frægð- ar sinnar og tónlistar. Þetta er vel gerð og áhugaverð kvikmynd sem bregður birtu á mikilvæga þætti í lífi og listsköpun Lennons. Hugsjónamaðurinn Lennon Friðarsinni „Vel gerð [...] mynd sem bregður birtu á miklvæga þætti í lífi og listsköpun Lennons.“ KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: David Leaf og John Schein- feld. Fram koma: Yoko Ono, Carl Bern- stein, Noam Chomsky, Walter Cronkite, Gore Vidal, Angela Davis, G. Gordon Liddy, George McGovern, o.fl. Bandarík- in, 99 mín. Bandaríkin gegn John Lennon (The US vs. John Lennon)  Heiða Jóhannsdóttir AP Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar LAUGARDAGINN 16. DESEMBER KL.14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 16. DESEMBER KL. 17.00*– ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hulda Jónsdóttir Kór ::: Gradualekór Langholtskirkju tónsprotinn í háskólabíói Leroy Anderson ::: Jólaforleikur Pjotr Tsjajkovskíj ::: Hnotubrjóturinn, 6 þættir Henryk Wieniawski ::: Polonaise brillante Franz Xaver Gruber ::: Heims um ból Jórunn Viðar ::: Það á að gefa börnum brauð Jórunn Viðar ::: Jól Hrafnkell Orri Egilsson ::: Jólasyrpa í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar *tónleikar utan áskrifta Brautryðjandi og læknir af Guðs náð Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis Athyglisverðar frásagnir af einstökum læknisverkum Spaugsemi og leiftrandi hagmælska Dreifing: Sími 663 1224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.