Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 39 ÞAÐ eru spennandi tímar fram undan hjá Landmælingum Íslands á Akranesi. Stofnunin, sem fagnaði 50 ára afmæli á árinu, hefur lengst af ver- ið leiðandi í útgáfu prent- aðra landakorta á Íslandi. Um áramótin mun starf- semi Landmælinga taka þó nokkrum breytingum. Síðustu árin hafa orðið miklar fram- farir í allri tækni í kortagerð og landmælingum og ýmis fyrirtæki og félagasamtök hafið margs konar út- gáfur landakorta enda kröfurnar miklar og þörfin fjölbreyttari en áð- ur. Því hefur að undanförnu verið unnið að því hjá Landmælingum Ís- lands og í umhverfisráðuneytinu að laga starfsemi stofnunarinnar að nýjum aðstæðum. Í tengslum við það samþykkti Alþingi síðasta vor ný lög um starfsemi Landmælinga Íslands sem taka gildi strax í byrjun nýs árs. Nýju lögin byggjast að mestu á tillögum starfshóps um- hverfisráðherra. Formaður hópsins var Hugi Ólafsson frá umhverf- isráðuneyti en auk hans áttu sæti Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur, um- hverfisráðuneyti, Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, og Reimar Pétursson, lög- fræðingur, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og Verslunarráði. Með nýju lögunum er hlutverki og verkefnum stofnunarinnar breytt og er lögð aukin áhersla á grunnverk- efni og öfluga miðlun upplýsinga til samfélagsins. Stærsta breytingin felst í því að stofnunin dregur sig úr samkeppni á markaði og hættir að gefa út prentuð kort nú um áramót- in. Hlutverk og verkefni Landmæl- inga Íslands eru ágætlega skilgreind í nýju lögunum en þau eru í stórum dráttum eftirfarandi: – Vera umhverfisráðuneytinu til ráðuneytis á fagsviðum stofn- unarinnar – Uppbygging og viðhald lands- hnita- og hæðarkerfis – Gerð, viðhald og miðlun á staf- rænum þekjum í mælikvarða 1:50 000 – Skráning og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn – Gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga – Að veita aðgang að gögnum sem stofnunin varðveitir – Faglegt samstarf við háskóla, fyrirtæki og alþjóðleg samtök Hjá Landmælingum Íslands á Akranesi starfa nú 28 manns, flestir með sérhæft háskólanám á þeim fagsviðum sem stofnunin starfar á. Framtíð stofnunarinnar er björt og framundan er mikið átak í að sam- ræma vinnubrögð allra sem á þessu sviði starfa, ekki síst því samvinna opinberra aðila þarf að aukast veru- lega til að ná meiri árangri og til að koma í veg fyrir tvíverknað. Mark- mið Landmælinga Íslands er að tryggja að ávallt séu aðgengilegar áreið- anlegar land- fræðilegar grunn- upplýsingar um allt Ísland. Til þess að svo megi verða stefnir stofnunin að því að vera áfram leiðandi varðandi þekkingu og fræðslu á sviði landupplýs- inga, landmælinga og fjarkönnunar. Landmælingar Íslands vísa veginn áfram Magnús Guðmundsson skrifar um starfsemi Landmælinga Íslands »Markmið Landmæl-inga Íslands er að tryggja að ávallt séu að- gengilegar áreiðanlegar landfræðilegar grunn- upplýsingar um allt Ís- land. Magnús Guðmundsson Höfundur er forstjóri Landmælinga Íslands.                        Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.