Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 24
|föstudagur|15. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Það er fátt betra en góður Chi- anti Classico frá Toscana með mat og það er ágætis úrval af honum til í vínbúðunum. » 26 vín Í Galleríi Thors í Hafnarfirði starfa saman tíu listakonur sem sjá í sameiningu um rekst- urinn. » 28 hönnun Grafarvogskirkja er sjöföld þessa dagana, því auk frum- gerðarinnar getur þar að líta sjö piparkökukirkjur. » 26 aðventan Yfir jólahátíðina eru gómsætir eftirréttir og sætmeti mið- punktur veisluhaldanna á mörgum heimilum. » 30 matur Það má beita ýmsum ráðum til að sigrast á jólastressinu, en hreyfing, hollusta og gott skap eru ráð sem klikka aldrei. » 32 heilsa Arnór Guðjohnsen þekkja flestir landsmenn sem góðan fótboltamann, nema nú á síðari tímum þekkja menn hann kannski frekar sem föður og umboðsmann besta knattspyrnu- manns Íslands, Eiðs Smára Guðjohn- sen. Einhvern veginn er ekki hægt að hefja samtal við hann öðruvísi en spyrja fyrst hvort lífið sé bara fót- bolti en hann hlær bara innilega að spurningunni. „Ég verð að við- urkenna að það hefur verið þannig hingað til,“ segir hann og bætir við eftir stundarþögn „og er svo sem enn.“ Nú um helgina á Eiður Smári ásamt liði sínu, Barcelona, stórleik á móti hinu brasilíska Internacional de Porto Alegre. Arnór ætlar að sjálf- sögðu að horfa á leikinn í beinni út- sendingu á Sýn, en segir helgarnar annars yfirleitt vera afslappaðar á sínu heimili. „Yfirleitt tökum við kon- an mín það rólega helgar,“ segir hann. „Öðru hvoru eru einhverjar uppákomur og heimsóknir, farið að hitta vinafólk og svona,“ bætir hann við og lýsir svo upphafi dæmigerðrar helgar hjá sér. „Á föstudögskvöldum byrjum við, konan mín og ég, á því að elda saman góða fiskrétti og sitjum svo tvö og spjöllum og förum yfir at- burði liðinnar viku.“ Spenntari fyrir spænska boltanum nú orðið Trúr fótboltanum segist hann svo gjarnan eyða laugardögunum í að horfa á enska boltann. „Ég verð þó að viðurkenna að ég geri minna af því síðan Eiður fór frá Englandi, nú bíð ég spenntari eftir spænska bolt- anum,“ segir hann og hlær við. Rödd Arnórs verður dreymin þeg- ar talið berst að sveit og hugs- anlegum sveitaferðum. „Við Anna stefnum á að eignast sumarhús ein- hvern tímann, vonandi á næstunni. Þá kannski eyðir maður helgunum meira þar. Mér finnst það mikil stemning að fara upp í sum- arbústað,“ segir hann léttilega. Fjölskyldujól í ár Arnór og eiginkona hans, Anna Borg, eru eins og aðrir að undirbúa jólin. Hann segist þó gjarnan vilja eiga eftir að gera eitthvert smotterí alveg fram á Þorláksmessu. „Við er- um ekki þetta fólk sem klárar þetta í byrjun desember,“ segir hann. „Við viljum svona komast í stemninguna, sem eykst auðvitað eftir því sem nær dregur jólum. Maður klárar jú börn- in og barnabörnin, frændfólk og svona fyrst, en í það sem snýr að nán- ustu fjölskyldu viljum við gjarnan gefa okkur tíma alveg fram að jól- um,“ segir Arnór og bætir við að það tilheyri nú alveg að hafa smástress í kringum það að klára dæmið. Arnór upplýsir óvænt að Eiður Smári og fjölskylda komi heim til Ís- lands til að eyða jólunum í ár. „Ég held að það sé í fyrsta skipti í ein átta ár,“ segir hann. „Það er óskaplega mikil tilhlökkun í þeim að upplifa ís- lensku jólin aftur eftir allan þennan tíma,“ segir Arnór að lokum og ekki laust við að greina megi tilhlökkun í röddinni því það styttist í jólin og um leið heimkomu sonarins og fjölskyldu hans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afslöppun Arnór Guðjohnsen á skrifstofu sinni í Hlíðasmára. Hann byrjar flestar helgar á að elda góðan fiskrétt með konu sinni, Önnu Borg. Smástress gefur réttu stemninguna AP Leikgleði Eiður Smári leikur með Barcelona gegn gömlu félögum sín- um í Chelsea. Að horft sé á leik Barcelona og Internacional de Porto Alegre á sunnu- dag kl. 10.20 í beinni útsendingu á Sýn. Alltaf er stemning í því að fara í leikhús þegar góðar sýningar eru í boði. Hitta makann í hádeginu á virkum degi og borða saman. Koma sér upp sumarbústað svo hægt sé að fara þangað um helgar. Fara og horfa á börnin á æfingum og kappleikjum. Arnór mælir með … Jólatréð er eitt af vörumerkjum jóla nútímans, næst á eftir jóla- sveininum. Það hefur nefnilega ekki alltaf verið það og reyndar er flest á huldu um uppruna þess. Trjádýrkun ku hins vegar liggja djúpt í mannkynssögunni. Til forna skreytti fólk í Róm og víðar hús sín um nýárið með grænum trjágreinum en það átti að boða gæfu. Mistilteinninn frægi er víst afsprengi þess. Nútímafólk spáir áreiðanlega lítið í gæfuna en meira í gerðina og glansinn þegar það velur sér litlu skemmtilegu jólatrén og keilurnar á borðið, hvort sem er á skrifstofuna, í eld- húsið, stofuna eða svefnherbergin. Þau má líka nota í borðskreyting- ar og nafnspjaldakeilur Það er líka aldrei að vita nema að þau færi húsráðendum líka gæfu … Einfaldleiki Tveir einfaldir en fallegir turnar sem báða má nota í borðskreytingar eða stilla upp sitt hvorum megin við fallega skál. Sá glæri er líka fallegur einn og sér og á hann má jafnvel hengja látlaust jóla- skraut. Rauður 4.875 kr. Orm- son. Glær 1.890 kr. Debenhams. Öðruvísi Tréð sem er eins og samansett úr sælgætisstafnum vinsæla ætti að vinna hug allra nostalgíufíkla. Dökki túrkísliturinn í hinu er óvenjulegur en fer vel með tískulitunum. Þar sem verð- ið er gott má nota það undir nafnspjöld á matarborðinu. Sælgætistré, 1.590 kr. Debenhams. Túrkistré, 299 kr. Sø- strene Grenes. Tímalaust Þetta tré er eiginlega tíma- laust, hefðbundið en samt mínímalískt. Það passar jafnvel inni hjá antíksafnara, hippum með furuhúsgögn og mínimal- istum með allt úr stáli. Það einfaldlega virkar. 1.990 kr. Next. Hvítar fjaðrir eru líka klassískar. 2.390 kr. Debenhams. Stálgreinar Gylltur, brons og kopar hafa ver- ið heitir litir í vetur og þetta stílhreina tré fer vel á dökkum við. 1.590 kr. Next. Morgunblaðið/Ásdís Gæfurík og glitrandi jólatré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.