Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borðaði ég kvöldmat í gær?
„Svona skrifar alvöru stílisti,
tilgerðarlaust, nákvæmt, meitlað og
mátulega absúrd.“
Ágúst Borgþór Sverrisson, www.vettvangur.net.
„Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist
um skýra fléttu hverrar sögu án
útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg
hæðni sem veldur hlátri hjá
grandalausum lesanda sem veit varla
hvers er von.“
Páll Baldvin Baldvinsson,
Fréttablaðinu 13. nóvember.
„Óskar er leikinn í að skapa tvíræðar
aðstæður og hefur gott auga fyrir
hinu sérstaka í fari manna. Þetta er fyrsta bók
höfundar og mér finnst þetta góð byrjun á rithöfundarferli.“
Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. 25. nóvember.
„Bókin er vel skrifuð, markviss og látlaus stílbrögð gera hana
einstaklega læsilega. Er það athyglisvert hversu sterkar allar
sögurnar eru.“
Valur Grettisson, Blaðinu 6. desember.
Önnur prentun komin
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
JARÐVEGSROF hefur verið mikið í
haust sunnanlands og ástandið
óvenju slæmt, miðað við síðasta ára-
tug, að mati
Sveins Runólfs-
sonar land-
græðslustjóra hjá
Landgræðslu rík-
isins. Einkum
hefur uppblástur-
inn verið áber-
andi á mörkum
afrétta og
byggða.
„Það er mat
okkar hjá Landgræðslunni að það
hafi verið óvenju há tíðni storma
núna í haust og oft verið mikil óveð-
ur,“ sagði Sveinn. „Hér hefur verið
ákaflega snjólétt á láglendi og eins á
öllum sunnlensku afréttunum. Það
hefur gengið á með frostum og þiðn-
að á milli. Þá verður oft mikil frost-
lyfting á lítt grónu landi. Svo þiðnar
og frýs aftur og mikið af lausum
jarðvegi situr eftir ofan á. Í storm-
unum fer þessi jarðvegur af stað.
Okkur vantar þann skjöld og vörn
sem snjórinn er og eins vantar miklu
meiri gróður til að verja okkar dýr-
mæta jarðveg.“
Af einstökum svæðum telja þeir
hjá Landgræðslunni að mjög mikið
jarðvegsrof hafi orðið í haust neðst á
rangæsku afréttunum, þ.e. á Rang-
árvallaafrétti og Landmannaafrétti.
Líklega varð mesta jarðvegsrofið þó
á auðnunum suður af Langjökli. Á
Haukadalsheiðinni, þar sem hefur
verið mikið landgræðsluátak á und-
anförnum áratugum, virtist gróður-
inn halda jarðveginum að mestu í
skefjum. Erfitt er að gera sér grein
fyrir umfangi gróðurskaðanna nú.
Þó sagði Sveinn það þekkt af fyrri
reynslu að nýgræðingur fari oft
mjög illa við svona aðstæður.
„Við vonum bara að það fari að
snjóa þannig að þessi fokgjarni ís-
lenski eldfjallajarðvegur fái vörn
fyrir stormunum,“ sagði Sveinn.
Lítill snjór síðustu ár
Síðustu ár hafa verið ákaflega
snjólétt og sagði Sveinn að þeim hjá
Landgræðslunni þætti þetta ár slá
öllu við.
Sveinn sagði gríðarmikið hafa
áunnist í landgræðslu. Engu að síður
væru auðnir nær 40% af öllu flatar-
máli landsins. „Við erum ekki að tala
um að græða þær allar upp heldur að
koma gróðri í þær auðnir sem mað-
urinn hefur sjálfur skapað með um-
stangi sínu á liðnum ellefu hundruð
árum,“ sagði Sveinn. Hann telur að
óheppilegar veðuraðstæður í haust
eigi að vera hvatning til landsmanna
að herða róðurinn í landgræðslu og
hamla þannig gegn jarðvegseyðing-
unni. Einnig þurfi að efla skógrækt á
illa förnu landi. Þá verndar kjarrið
jarðveginn í snjóléttum vetrum.
Tíðir stormar, hitabrigði og snjóleysi hafa valdið miklum uppblæstri sunnanlands
Óvenju mikið
jarðvegsrof
Ljósmynd/Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Uppblástur Í haust hefur mátt sjá stróka af uppblásnum jarðvegi sunnan-
lands. Jarðvegseyðingin hefur verið hvað verst sunnan Langjökuls.
Í HNOTSKURN
»Landgræðsla ríkisins miðar upphaf sitt við stofnun SandgræðsluÍslands árið 1907 og verður því 100 ára á næsta ári.
»Landgræðslan er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum oger reynsla Íslendinga af baráttu við landeyðingu því mikil.
» Í fyrstu beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaðimörgum byggðarlögum. Tekist hefur að hefta skæðasta foksand-
inn og klæða mikið land gróðri á ný.
Sveinn Runólfsson
HUGBÚNAÐUR frá Bandarísku al-
ríkislögreglunni, FBI, vegna erfða-
efnisskrár lögreglu hefur ekki enn
verið afhentur ríkislögreglustjóra og
því tefst enn um sinn að skráin kom-
ist í gagnið. Vonast er eftir því að
hugbúnaðurinn verði settur upp
fljótlega. Alþingi setti lög um erfða-
efnisskrá lögreglu árið 2001 og var
ákveðið að nota hugbúnaðinn Codis
sem er í eigu FBI. Samningaviðræð-
ur við bandarísk stjórnvöld hafa
dregist á langinn vegna breytinga
sem Bandaríkjamenn hafa verið að
gera á samningum við erlend lög-
gæsluyfirvöld en í ágúst í fyrra lá
fyrir viljayfirlýsing frá FBI.
Að sögn Árna Albertssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislög-
reglustjóra, var allur vélbúnaður
kominn í hús fyrir rúmlega viku. Nú
sé beðið eftir að FBI sendi staðfest-
ingu um að hægt sé að nýta hugbún-
aðinn og síðan muni FBI senda sér-
fræðinga til að setja upp hug-
búnaðinn. Óvíst sé hvenær FBI
sendi sérfræðinga sína til landsins
en vonandi verði það sem allra fyrst.
Erfðaefnisskrá
lögreglu tefst
ODDUR Helgason ættfræðingur er
miðpunktur þáttar sem þýska rík-
issjónvarpið er að gera um ætt-
fræðiáhuga Íslendinga og aðgang
Íslendinga að ættum sínum.
„Þeir hafa verið að mynda hjá
mér undanfarna daga og fá upplýs-
ingar,“ segir Oddur, sem rekur fyr-
irtæki sitt ORG-ættfræðiþjónust-
una ehf. í gömlu þjónustumiðstöð
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur við Skeljanes í Skerjafirði.
Ættfræðiþjónusta í áratug
Á heimasíðu sinni (simnet.is/org)
segir Oddur að hann sérhæfi sig „í
ættrakningum og söfnun allra
þeirra ættfræðigagna sem Íslend-
inga varðar og þar með eru talin
gögn um Vestur-Íslendinga.
Þá er átt við allt það fólk sem
þetta land byggir og hefur byggt,
forfeður þess erlendis og afkom-
endur þesss erlendis og allt fólk er
því tengist og unnt er að afla upp-
lýsinga um.“
Þessi starfsemi hefur víða vakið
athygli. Í haust var t.d. unnið að
gerð þýskrar heimildarmyndar um
ættfræðiáhuga Íslendinga og mik-
ilvægi ættfræði hér á landi, þ.á m.
um ættfræðivefinn Íslendingabók
og notkun hans í daglegu lífi hér á
landi, og var meðal annars rætt við
Odd í þessu sambandi. „Það eru
alltaf einhverjir hérna að fá upplýs-
ingar,“ segir hann. „Hérna er líka
svo margt myndrænt. Þetta er heilt
listaverkasafn.“
Fyrir um tíu árum fór Oddur út í
þennan rekstur. Síðan hefur hann
oft sagt að hann hafi átt eina ætt-
fræðibók í byrjun en nú skipti þær
þúsundum. Hann segir að hann sé
með 645.750 manns skráða í ætt-
fræðigrunn sinn og bækur hans
skipti þúsundum. „Þessi grunnur er
miklu stærri en grunnurinn hjá Ís-
lendingabók,“ segir Oddur. „Ég er
dellukarl, þetta er hugsjónastarf og
ég fullkomna allar dellur.“
„Þetta er hugsjónastarf og
ég fullkomna allar dellur“
Morgunblaðið/Kristinn
Ættfræði Oddur Helgason ættfræðingur er miðpunktur þáttar sem þýska ríkissjónvarpið er að gera.
SAMNINGUR á milli Garðabæjar og
Klasa hf. um uppbyggingu nýs mið-
bæjar í Garðabæ verður undirritaður
á Garðatorgi í dag kl. 12.00.
Skv. samningnum verður byggður
nýr miðbæjarkjarni í Garðabæ á
næstu þremur til fjórum árum. Mið-
bærinn verður byggður samkvæmt
hugmyndum sem Klasi hf. hefur þró-
að á sl. tveimur árum í samstarfi við
Garðabæ og hagsmunaaðila á Garða-
torgi.
Í fréttatilkynningu er haft eftir
Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra
Garðabæjar, að með þeim hugmynd-
um sem nú liggja fyrir sé leitast við að
skapa góða sátt um uppbyggingu
miðbæjarins.
Svæðinu sem samningurinn nær til
er skipt í þrjá hluta. Svæði I er við
Kirkjulund og er ætlað undir íbúðir,
svæði II er við Garðatorg þar sem
verða verslanir, þjónusta og íbúðir og
svæði III, sem er við Hafnarfjarðar-
veg á svæði sem áður nefndist Sveina-
tunga, er ætlað undir verslun og þjón-
ustu. Samkvæmt nýlegu samkomu-
lagi menntamálaráðherra og bæjar-
stjórnar Garðabæjar verður byggt
húsnæði fyrir Hönnunarsafn Íslands
á svæði II sem verður mikilvægur
hluti af heildarmynd svæðisins. Gert
er ráð fyrir að byggðar verði um 200
íbúðir á hinu nýja Garðatorgi.
Skv. samningnum mun Klasi kosta
vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og
greiða fyrir byggingarrétt en Garða-
bær skuldbindur sig til að úthluta
Klasa þeim lóðum sem við á.
Garðabær
fær nýjan
miðbæ
Samið við Klasa um
uppbygginguna