Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985. Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Til útgerðarmanna í söluhugleiðingum Vegna mikillar eftirspurnar eftir veiði- heimildum vantar okkur veiðiheimildir í krókaaflamarkskerfinu og aflamarks- kerfinu. Góð kauptilboð og fjársterkir kaupendur. • Einnig vantar hlutafélög með veiðiheimildum, með eða án skips. • Önnumst einnig sölu skipa og báta. Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is ÚR VERINU ICELANDIC USA, Inc. dótturfélag Icelandic Group hf., hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok árs 2007. Ákvörð- unin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreif- ingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni í Newport News í Virginíu og í ný- legri dreifingarmiðstöð sem einnig er í Newport News. Lokunin á Cambridge-verksmiðj- unni mun hafa í för með sér áætlaða virðisrýrnun að fjárhæð um 0,8 millj- arðar króna (9 milljónir evra) sem mun gjaldfærast á fjórða ársfjórð- ungi 2006. Til viðbótar mun falla til um 0,4 milljarða (4 milljónir evra) endurskipulagningarkostnaður á sama ársfjórðungi. Lokunin mun skila sér í verulegri lækkun á kostn- aði. Áætluð árleg aukning á EBITDA er um 1,0 milljarður króna (11 milljónir evra) sem mun koma inn í bækur félagsins að fullu á árinu 2008. Lokahnykkur í sameiningu Verksmiðjan, sem hefur langa sögu í framleiðslu á sjávarafurðum, hefur starfað á austurströnd Mary- land síðan 1968 og starfa þar u.þ.b. 400 manns. Framleiðslan í verk- smiðjunni mun verða óbreytt á fyrsta ársfjórðungi 2007. Eftir það mun hún minnka smám saman og endanlega hætta í lok árs 2007. „Lokun á Cambridge-verksmiðj- unni er lokahnykkurinn í sameiningu Icelandic USA og Samband of Ice- land sem hófst á árinu 2005. Arðsemi af starfsemi Icelandic í Bandaríkj- unum hefur ekki verið nægjanlega góð mörg undanfarin ár og er þessi aðgerð nauðsynleg til að bæta þar úr. Verksmiðjan í Cambridge er orð- in gömul og óhagkvæm. Verksmiðj- an í Newport News er 30 árum yngri og mun hagkvæmari. Við þessa breytingu verður Newport News- verksmiðjan nýtt mun betur en áður, sem mun skila sér í bættri afkomu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandic Group. Icelandic lokar verksmiðju í Maryland í Bandaríkjunum Grímsey | Stundin var stór þegar Gyða Jónsdóttir EA 20, 15 tonna netabátur af gerðinni Víkingi sigldi inn í Grímseyjarhöfn. Þetta er rétt rúmlega eins árs gamall plastbátur frá Ólafsvík, í eigu feðganna Henn- ings Jóhannessonar og sona hans, Jóhannesar Gísla, Hennings og Sig- urðar. Þeir feðgar reka Fisk- markað Grímseyjar og Kræki á Dalvík. Grímseyingar flykktust nið- ur á bryggju til að samfagna þeim feðgum og fjölskyldum þeirra. Það er uppgangur í Grímsey þessar vik- urnar, eftir brotthvarf kvóta úr byggðinni í haust. Tveir nýir glæsi- bátar komnir í höfnina og von á þeim þriðja innan fárra daga. Þetta veit sannarlega á bjarta framtíð í nyrstu fiskveiðibyggð landsins. Á myndinni um borð í Gyðu Jóns- dóttur EA 20 eru, frá vinstri til hægri: Henning Henningsson, Jóhannes Gísli Henningsson, Ída Jónsdóttir eiginkona hans og Henn- ing Jóhannesson. Gullfalleg Gyða Jóns- dóttir EA 20 Morgunblaðið/Helga Mattína EFTIRFARANDI yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni barst Morg- unblaðinu í gærkvöldi: „Í leiðara Morgunblaðsins í gær var til um- fjöllunar ákæra á hendur þrem- ur núverandi og fyrrverandi for- stjórum olíufé- laganna. Látum nú liggja á milli hluta hve ósmekklegt það er af hálfu ríkisvaldsins að gefa út ákærur á hendur þessum mönnum nú rétt fyrir jól, þegar kerfið hef- ur tekið öll þessi ár til rannsóknar þess. Ritstjóra Morgunblaðsins er þetta ekki hugleikið í leiðara í sín- um. Honum er ofar í huga að tengja Baugsmálið svokallaða og mál olíufélaganna saman. Það þykir mér með öllu óviðeigandi því munurinn á þessum tveimur mál- um er umtalsvert meiri heldur en Morgunblaðið vill vera láta. Í leiðaranum er fjallað um að viðbrögð forsvarsmanna olíufélag- anna annars vegar og Baugs hins vegar hafi verið gjörólík. Forráða- menn Baugs hafi mætt ákærum af miklum þunga á opinberum vett- vangi, þeir hafi nýtt sér eignarað- ild að fjölmiðlum, sérfræðinga í al- mannatengslum og fjölmarga aðra í því skyni að hafa áhrif á almenn- ingsálitið sér í hag. Lögreglan hafi ekki tekið til máls og forsvars- menn Baugs hafi því staðið einir á sviðinu. Í leiðaranum segir síðan að forráðamenn olíufélaganna hafi hins vegar ekki gripið til varna með þessum hætti. Þeir hafi látið nægja að halda uppi vörnum gagnvart þeim opinberu aðilum, sem hafa haft mál þeirra til rann- sóknar. Þegar maður er ákærður fyrir eitthvað sem maður veit að er ekki satt, eins og hefur sannast hvað mig varðar – en allar sakargiftir á hendur mér hafa verið felldar nið- ur og ég sýknaður – er ekki óeðli- legt, að maður verji sig með öllum þeim ráðum sem maður getur. Undan því virðist Styrmi Gunn- arssyni svíða, enda hefur hann sem einn af upphafsmönnum Baugsmálsins viljað sjá veg þess með öðrum hætti en raunin hefur orðið í dómskerfinu hingað til. Vegna þessa samanburðar finnst mér rétt að halda til haga hve mál þessi eru í raun gjörólík. Baugsmálið á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Aldrei fyrr hefur jafn stórri lögreglurannsókn verið hrundið af stað með sam- krulli fárra áhrifamanna, þar sem ritstjóri Morgunblaðsins átti hvað stærstan hlut. Allan rannsóknar- tímann stóð lögreglan fyrir skipu- lögðum „leka“ af framgangi henn- ar þar sem því var haldið að almenningi að málið væri að vinda upp á sig vegna þess hve flókið og stórt það væri. Lögreglan átti sviðið á þeim tíma og reyndi að læða því að fólki í gegnum RÚV og Morgunblaðið að eitthvað mikið og stórt væri í aðsigi. Ákveðnir valdamenn gengu um bæinn og dreifðu sögum af rannsókninni og hvað myndi koma út úr henni. Sakborningar gátu lítið aðhafst á þeim tíma. Þegar svo loksins var ákært í málinu blasti við sakborn- ingum og öðrum að veiðiferð lög- reglunnar hafði ekki borið árang- ur sem erfiði. Aldrei fyrr hafa einstaklingar í neinu dómsmáli verið sakfelldir fyrirfram af jafn miklum ákafa af æðstu ráðamönn- um þjóðarinnar og sakborningar í Baugsmálinu. Aldrei fyrr hefur lögregla blásið til jafn mikillar sóknar og í Baugsmálinu, þegar í ljós kom að upphaflegar sakargift- ir skjólstæðings Styrmis Gunnars- sonar urðu að engu á fyrsta kvöldi rannsóknar, sem var í lok ágúst ársins 2002. Aldrei fyrr hefur verið eytt jafn miklum fjármunum, tíma og mannafla í rannsókn sakamáls af hálfu lögreglunnar. Það er því með öllu ósmekklegt að tengja þessi tvö mál saman og með öllu óviðeigandi að Styrmir Gunnars- son telji sig þess umkominn að leggja upp með þann samanburð, ekki síst í ljósi þess sem nú er vit- að um aðild hans að samsærinu. Honum verður gefið færi á að lýsa nánar aðkomu sinni og vina sinna að upphafi Baugsmálsins þegar réttarhöld hefjast í febrúar á næsta ári. Þeir sem ákærðir hafa verið í Baugsmálinu svokallaða hafa alltaf lýst yfir sakleysi sínu. Þótt málið hafi ekki enn verið leitt til lykta með endanlegum hætti hafa dóm- stólar ekki komist að annarri nið- urstöðu enn sem komið er en að refisverð brot hafi ekki verið fram- in í starfsemi Baugs. Morgunblaðið hefur alla vega tekið afstöðu í þessu máli. Þar á bæ er löngu orðið ljóst hvað mönn- um finnst um Baugsmálið. Það var raunar orðið ljóst áður en málið fór af stað því heimildir eru fyrir því að það hafi einmitt farið af stað fyrir atbeina Styrmis Gunnarsson- ar. Jóhannes Jónsson.“ Yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni Jóhannes Jónsson VERSLUN Blue Lagoon á Lauga- vegi 15 hlaut í gærdag viðurkenn- ingu fyrir fallegustu glugga- skreytingu verslunar í miðborg Reykjavíkur fyrir jólin árið 2006. Það er Þróunarfélag miðborg- arinnar sem afhendir viðurkenn- inguna. Morgunblaðið/RAX Jólaglugginn árið 2006 Eftirfarandi yfir- lýsing hefur bor- ist Morgunblað- niu frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, varaþingmanni og sveitarstjóra Hrunamanna- hrepps, vegna framboðs til al- þingiskosninga í Suðurkjördæmi: „Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til þings í komandi Alþingis- kosningum. Ég mun því ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi að þessu sinni. Ég vil þakka öllum þeim góðu stuðn- ingsmönnum sem hafa unnið með mér og hvatt mig til framboðs nú sem fyrr og hafa treyst mér til þing- setu.“ Ísólfur Gylfi Pálmason. Býður sig ekki fram til þings í vor Ísólfur Gylfi Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.