Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is M öndlugrautur, heima- gerður ís, smákökur, pavlova, plómubúð- ingur, panettone, baklava, triffli, mar- sípan, ávaxtakökur, eplakaka með trönuberjasósu, ostakökur, soufflé, sacherterta og crème caramel eru nokkrir af þeim eftirréttum sem eru í aðalhlutverkum á jólaborðum heims- ins. Sums staðar í Evrópu (t.d. í Pro- vence í Frakklandi) er boðið upp á 13 hefðbundna eftirrétti á jólum, þar sem Jesú og lærisveinarnir eiga full- trúa hver í sínum rétti. Hér er skyggnst inn í jólaeftirréttahefð þriggja landa: Ítalíu, Ástralíu og Grikklands. Pandoro og panettone Líkt og Frakkar innbyrða ógrynn- in öll af fois gras-lifrarkæfunni dýr- mætu um jól og áramót, borða Ítalir ósköpin öll af jólakökunum pandoro og panettone. Panettone á ættir sínar að rekja til Mílanó og um er að ræða nær kringlótta, mjúka og smjörauð- uga hveitiköku, mikla og volduga sem inniheldur að auki rúsínur og bita af sultuðum berki af sítrusávextinum „cedro“. Uppruni pandoro er mun óljósari en talið er að hann eigi rætur sínar að rekja til Veneto-héraðs á 15. öld, en heimildir segja til um að hjá hástétt- inni þar hafi verið á boðstólum kaka sem hét „pan de oro“ eða hið gyllta brauð, sem var einmitt keilulaga kaka líkt og pandoro sem skreytt var með gullblöðum. Pandorohefðin er þó ætíð tengd Verónasvæðinu, því á 18. öld þróast pandorogerð í Veróna, sem byggist svo aftur á uppskriftinni að „pane di Vienna“, eða Vínarbrauði (ekki þó nákvæmlega í þeim skilningi sem við þekkjum það), en hér er um að ræða tækni þar sem ótal lögum af deigi og smjöri er raðað á víxl í form og við bökun verður kakan mun meiri að umfangi og mýkri en ella. Ótal tilbrigði eru seld af kökunum í búðum og bakaríum, t.d. fylltar með alls kyns kremum, súkkulaði og lí- kjörum, en flestir borða þó klassíska panettone- eða pandoroköku á jól- unum. Panettone er gjarnan fylltur með ís (þá er hattur skorinn á kökuna og 3⁄4 af innviði hennar fjarlægður og hafður jafnvel í morgunmat á annan í jólum), kakan fyllt með ís og lokið sett á. Kakan er svo skorin í sneiðar, sem eru gullfallegar (sérstaklega ef hugað er vel að ísfyllingunni, t.d. rifs- berjum blandað saman við ísinn). Pandoro er hins vegar gjarnan skorin í þversum sneiðar (eftir breiddinni) og sneiðunum raðað á víxl, þannig að úr verður jólatréslaga kaka. Yfir kök- una er svo stráð flórsykri. Klassískt er að bera fram með báð- um kökunum vanillu-, súkkulaði-, romm-, kampavíns-zabaglione-, eða kaffisósu. Einnig má nota kökuna sem botna (skera þversum), bleyta sneiðar e.t.v. með líkjör og fylla að vild. Yfirleitt bakar fólk ekki sjálft umræddar kökur, heldur kaupir í stórmörkuðum eða í „pasticceria“, en útbýr semsé fyllingar og sósur til að bera fram með þeim. Það er svo aftur stór munur á fjöldaframleiddum pan- doro- og panettonekökum (sem margar hverjar eru þó afbragð, eins og t.d. frá Bistefani sem einmitt eru fáanlegar á Íslandi) og þeim sem keyptar eru í „pasticceria“ (bakaríum sem eingöngu baka kökur og sæt- meti). Ítalir narta í pandoro og panettone frá nóvember og langt fram í janúar, jafnvel í morgunmat, en á aðfangadag á miðnætti og á gamlárskvöld eru svo hinar stóru panettone- og pandoro- stundir og þá er gjarnan keypt sér- staklega vönduð jólakaka í „pastic- ceria“ sem er fyllt og smurð eftir kúnstarinnar reglum. Herlegheit- unum er svo yfirleitt skolað niður með freyðivíni eða eftirréttarvínum á borð við Moscato D’Asti, Malvasia eða Brachetto. Ítalir láta ekki staðar numið í pan- doro- og panettoneáti að jólum og áramótum afloknum, heldur hafa þeir fundið upp alls kyns búðinga og eft- irrétti úr hinum ástsælu kaloríu- bombum til að gæða sér á fram eftir vetri. Ein ástæðan fyrir þessu er að verslanir setja kökurnar á súper- tilboð eftir jólin til að klára birgðirnar og Ítalir svara kallinu vitanlega og borða meiri panettone. Sósur með panettone og pandoro Vanillusósa ¾ bolli rjómi 2 bollar mjólk 2 msk. mjólk (til að bæta við í lokin ef þarf) 1 msk. vanillusykur eða 1 van- illubaun 3 msk. sykur 2 eggjarauður 3 msk. sterkja Ef notuð er vanillubaun, skulu fræ- in skafin innan úr henni og lögð til hliðar. Setjið mjólk, rjóma og van- illufræ (vanillusykur eða dropa) sam- an í pott og látið suðu koma upp. Þeytið saman eggjarauður, sykur og sterkju í skál og hrærið eggjablönd- unni varlega saman við heita mjólk- urblönduna. Látið suðu koma upp að nýju, hrærið í og takið af hellu. Kælið. Mandarínu-súkkulaðikrem 300 g dökkt súkkulaði 1 lífænt ræktuð mandarína 2½ dl mjólk 1 dl rjómi 70 g sykur lögg af appelsínulíkjör (ef vill) Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hitið saman mjólk, rjóma og sykur. Hellið út á súkkulaði ásamt safa úr einni mandarínu, líkjör og rifnum berki af hálfri mandarínu. Hrærið vel saman og haldið sósunni heitir yfir vatnsbaði þar til hún skal borin fram.  Tilbrigði við þessa sósu er að hræra 250 g af mascarponeosti saman við súkkulaðið og mandarínusafann og appelsínulíkjör ef vill. Berið kremin og sósuna fram í skál- um við hliðina á pandoro- eða panet- tonekökunum og hver smyr sína sneið að vild. Sósuna er hentugra að bera fram með skeið í skálinni og skammta við hliðina á kökusneiðinni. Eftirhátíðauppskriftir Eftirfarandi búðingur er gjarnan bú- inn til úr pandoroafgöngum, en sómir sér vel einnig á hátíðarborðinu. Ítalir steikja svo gjarnan sneiðar af af- gangs pandoro og panettone upp úr smjöri og bera fram með sósum úr ferskum ávöxtum. 1 pandoro-kaka 10 eggjarauður + 2 egg 300 g sykur 1 l mjólk Kakan er tætt niður í grófa bita og hrært saman við egg, mjólk og sykur og bökuð í smurðu formi í vatnsbaði við 160°C í ca. 40 mín. Losið köku úr formi og berið fram með sósu úr ferskum ávöxtum, t.d. jarðarberjum (ber sett í matvinnsluvél með tári af sítrónusafa). Hátíðarísbúðingur Á jólunum er sumar í Ástralíu og vit- anlega hefur það áhrif á þeirra jóla- hald og þar með hvað er í matinn. Fjölskyldur verja gjarnan jólunum saman á ströndinni og jólamáltíðin samanstendur allt eins af ríkulegu salati, köldum fisk- og kjötréttum þó hinn klassíski ástralski jólamatseðill samanstandi af kalkúnasteik og plómubúðing. Eftirréttir Ástrala á jólum eru því einnig oft í ferskari kantinum og vinsæl er marenskrans- bomban, pavlova fyllt með ferskum ávöxtum og eins eftirfarandi ís- bomba, sem ótal tilbrigði fyrirfinnast af. Þessi eftirréttur er mjög fljótlegur og einfaldur, en einstaklega svalandi og ljúffengur. Ca. 15. skammtar 2 bollar blandaðir þurrkaðir ávextir ¾ bolli saxaðar ristaðar möndlur 1½ tsk. blandað steytt krydd (kanill, allrahanda, negull, múskat, engifer) 2 l hreinn mjólkurís 60 ml brandí Saxið ávextina, blandið þeim og setjið í skál. Hellið brandíi yfir og lát- ið bíða í nokkrar klst. Bætið kryddi og möndlum saman við ásamt mjúk- um ísnum. Blandið öllu vel saman. Þekið búðingaform að innan með plastfilmu og komið ísblöndunni fyrir með skeið ofan í því. Þekið ísinn með plastfilmu og frystið yfir nótt. Ísbúð- ingurinn næst svo auðveldlega úr forminu vegna filmunnar sem umlyk- ur hann. Komið honum fyrir á stórum diski og skreytið e.t.v. með ferskum skógarberjum eða öðrum ávöxtum.  Tilbrigði, vel má nota aðrar uppá- haldshnetur í stað mandlanna, t.d. hesli-, pekan- eða valhnetur og eins annan líkjör eins og t.d. Grand Mar- nier, Cointreau, Malibu eða Drambu- ie. Baklava Baklava-kökur eru víða á boðstólum í Mið-Austurlöndum, en hafa í seinni Jólaeftirréttir úr ýmsum áttum Hátíðarísbúðingurinn Á einkar vel við í ástralska hitanum. Á jólum virðast eftirréttir og sætmeti verða mið- punktur hátíðarinnar í matarlegu tilliti. Flestir, segir Hanna Friðriks- dóttir, eru með hugann við konfekt, smákökur og jólakökur umfram annað á jólamatseðlinum. Pandorojólatré Kakan er skorin í þversum sneiðar og flórsykri stráð yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.